Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Meðmæli

Hvernig væri að fólk kæmi saman einhvers staðar næstu helgi þar sem það styður hvert annað til að yfirstíga blindu reiðina og beina henni í réttar áttir? Sem væru þá að berjast gegn kreppunni, að ákveða það í eitt skipti fyrir öll að við ætlum að komast í gegnum hana.

Hvernig væri að koma á þannig fjöldafundi sem léti gott af sér leiða í stað þess að rífa niður?

Ég veit að fólki finnst að ég skilji ekki hvernig því líður, en málið er að mín kreppa var síðast liðið ár. Gekk í gegnum skilnað, þurfti að gefa upp á bátinn draumastarfið það sem ég hafði lagt hjarta og sál mína í og fleira og fleira.
Gekk í gegnum þetta þekkta sorgarferli, dofa, reiði, gera eitthvað í málinu, þreytu og allt það en þegar maður horfir til baka þá sér maður að eftir því sem maður vinnur sig markvissara út úr því þá líður mann fyrr betur.

Mér líður vel í dag og ætla EKKI að láta einhverja kreppu breyta því Smile. Hverjir eru með í því?


Hvað er hægt að gera?

Er ekki nær að hugsa um hvað við getum gert til að berjast gegn kreppunni heldur en við berjumst gegn hvert öðru. Fannst hræðilega sorglegt að sjá fólkið mótmæla í fréttunum áðan og hvað þá að Jón Baldvin skuli nýta sér sorg þjóðar sinnar til að berja sér á brjóst..... maðurinn er það fróður að hann veit alveg hvernig í pottinn er búið.

En hvað getum við gert?

Við getum til dæmis haft peningana okkar í bönkunum. Þá er ég að tala um þá sem tóku 19 milljarðana til að hafa undir kodda ;). Það myndi gera það að verkum að þeir peningar myndu halda áfram að vera í umferð og myndi auka virkni hagkerfisins.

Við gætum t.d. haft í huga að versla eins mikið íslenskt og hægt er. Þetta segi ég þó ég sé hættur að vera bóndi Wink..... skilaði búi fyrir ári síðan þegar frúin skilaði mér

Með því að velja íslenskt værum við að halda fleiri störfum í landinu og peningarnir myndu borga fleirum laun áður en þeir fara úr landi.

Þeir sem eiga peninga gætu gefið örlítið til hjálparstofnanna sem hjálpa síðan fólki sem stendur illa í dag og gefur því fæði og klæði.

Og margt fleira. Málið er bara að það er betra að gera eitthvað í hlutunum. Finnast maður vera til einhvers. Heldur en að horfa bara á hvað við áttum og gráta að það sé horfið og að reyna að finna sökudólga. NÚ BYGGJUM VIÐ UPP Smile


Smokklaust hagkerfi

    Eins og þið vitið sem lásuð síðasta blogg mitt þá vil ég ekki benda á neina sökudólga í dag varðandi kreppuna.
    Ríkisstjórn síðustu ára hefur verið að borga niður skuldir ríkisins sem gerir það að verkum að staðan er þó ekki verri en hún er í dag. Það gerði hún m.a. með skatttekjum frá bönkunum og öðrum fyrirtækjum sem hafa aflað mikilla tekna fyrir þjóðarbúið undan farin ár. Svo það má finna gott í öllum ef fólk kýs að horfa á þá hliðina.

    En það sem ég er að velta fyrir mér núna er hvort ráðamenn þjóðarinnar og aðrir hálaunaðir starfsmenn ríkisins verði ekki að taka á sig launalækkun.

    Hver þarf til dæmis 2 millur í laun á mánuði til að lifa af í dag? Væri ekki nóg að hæstu laun sem ríkið borgaði væri í kringum 800 þús. t.d.. Ég þykist allavega geta lifað vel af slíkum launum ef ég hefði þau.
    Það myndi nú friða marga og sýna bara almenna skynsemi ef forsetinn, ráðherrar, forstjórar á vegum ríkisins, hálaunað fólk hjá sveitafélögum og fleiri og fleiri myndu sýna almenningi stuðning á þennan hátt. Í stað þess að skattgreiðslur okkar sem höfum nú ekki alltof mikið fari í það að borga fólki laun langt langt LANGT umfram það sem þarf til að lifa góðu lífi.

    Og svo eitt enn sem ég var að spá í og skýrir fyrirsögnina. Hafið þið spáð í því að opið hagkerfi er svipað hættulegt og hópur lauslætis manneskja sem stunda óvarið kynlíf ;)?
    Eins og t.d. í þessu lauslætis hagkerfi var eitt land sem fékk kynsjúkdóm (USA) og vegna þess að það svaf hjá mörgum öðrum löndum, sem sváfu aftur hjá mörgum öðrum, þá dreifðist kynsjúkdómurinn hratt um víða veröld þar til flestir, ef ekki allir, voru orðnir sýktir.
    Spurning hvort ekki sé hægt að hanna hagkerfissmokk áður en hagkerfi heimsins læknast af klamedíunni svo þau geti haft öruggt samband sín á milli  þegar uppbygging hefst ;)


Sálarkreppa

    Nú get ég ekki orða bundist lengur. Ekki það að einhver lesi bloggið mitt þegar það er svona langt um liðið síðan maður bloggaði síðast, en það er nú ekki aðalatriðið ;)

    Nú ólgar reiði í þjóðfélaginu. Reiði út í fyrrverandi auðjöfra, reiði út í stjórn Seðlabankans og þá ekki síst Davíð og reiði út í ríkisstjórnina.
    Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum þá er reiðin eðlilegt stig í sorgarferlinu. Sorginni yfir því að þjóðfélagið sé ekki eins vel statt og það var fyrir fáeinum vikum og mánuðum, sorginni yfir tapi fjármuna og fleira en gleymum ekki að við erum í flestum tilfellum í dag að tala um fjármuni.
    En þar sem að það hefur oft verið talað um þetta í fjölmiðlum ætti að gera okkur grein fyrir að þessi reiði þarf ekki endilega að vera sanngjörn. Hún er bara sálarástand í vissu ferli sem flestir lenda oftar en einu sinni í á ævinni. Þess vegna ættum við að setjast niður, anda rólega og hugsa. Hugsa um hvers vegna við erum reið, hvort sú reiði er í raun réttlát, hvort við séum að að fara rétta leið til að fá útrás fyrir hana.

    Ef íslenska þjóðin hefur einhvern tíma þurft að standa saman, þá er það núna. Hlutirnir eru að gerast hratt í dag og það þarf að taka ákvarðanir með stuttum fyrirvara. Við slíkar aðstæður er auðveldast að gera mistökin.

    Byrjum á ríkisstjórninni. Hún hefur gert mörg mistök. Í henni er nefnilega fólk en ekki guðir. 
    Eitt af því versta sem gæti gerst í dag er að ríkisstjórnin myndi ekki standa. Meðan breytingarnar eru að ganga yfir og með þessum hraða verður þessi ríkisstjórn að standa, enginn tími fyrir nýtt fólk að setja sig inn í málin. Þess vegna verðum við að standa með ríkisstjórninni í dag og peppa hana upp en ekki rífa hana niður.

    Sama á við um stjórn Seðlabankans. Það er ekki rétti tíminn að skipta núna. Stjórnin þarf ekki á því að halda að það standi 500 manns og öskri á hana að hún geri ekkert rétt. Getið rétt ímyndað ykkur hvað það gerir fyrir sjálfstraustið þegar það þarf að taka á hlutunum næstu daga.
    Ef þið viljið að fólk sem stjórnar yfir þessar mestu breytingar viti eitthvað smá hvað það er að gera þá viljið þið ekki setja nýtt fólk í starfið sem þarf fyrst að eyða tíma í að koma sér inn í málin. Ef þið viljið að það fólk standi sig vel þá peppið þið það upp en rífið ekki sjálfstraust þess niður.

    Þá eru það auðjöfrarnir fyrrverandi. Það er náttúrulega þannig að þetta ástand er allt þeim að kenna, DRÖGUM ÞÁ FYRIR DÓM! Haldið þið virkilega að þeir hafi tapað mestu sínu af gamni sínu????.... Ja! Ég bara spyr. Enginn er að tapa eins miklum fjármunum eins og þessir menn, þeir menn sem hafa séð ríkinu fyrir þeim tekjum undan farin ár sem hafa aukið lífsgæði okkar. DRÖGUM ÞÁ FYRIR DÓM!!!!
    Já en þeir hafa skotið undan peningum til að geta lifað kreppuna af segja margir. Í fyrsta lagi er engin sönnun til fyrir því enn, í öðru lagi þá ætla ég bara rétt að vona að þeir hafi vit á að bjarga sér og sínum, það reyni ég að gera og vonandi þú lesandi góður (ef einhver les þar að segja).
    Líka ef þeir koma dágóðu fjármagni undan þá er meiri von um, þegar um hægist, að íslendingar eigi peninga til að framkvæma eitthvað hér á landi, sem eykur atvinnu, sem eykur tekjur, sem bjargar okkur fyrr út úr þessari kreppu. DRÖGUM ÞÁ FYRIR DÓM!!!!!!

    Eins hefur starfsfólk bankana fengið sinn skammt af reiði fólksins. Starfsfólkið sem er að tapa vinnunni og sem er að tapa sparnaðinum sínum.
    Og fyrir hvað erum við að skamma það? Ekki það að ég ætli að fara að verja óheiðarleika, þið megið ekki taka því svo en hverjir kaupa bíl bara af því að seljandinn segir að hann sé svo góður? Flest skoðum við bílinn eða látum skoða hann fyrir okkur, við kynnum okkur eins vel og við getum hvort seljandinn sé að segja satt. Afhverju halda margir að annað eigi við um sölumenn bankana? Afhverju bara treysti fólk því þegar sölumenn bankans sögðu hvað var gott og hvað ekki, afhverju kynnti fólk sér það ekki sjálft?
    Hvað er líka oft búið að segja í fjölmiðlum og víðar að það sé áhættufjárfesting að kaupa hlutabréf? Og að maður eigi aldrei að kaupa hlutabréf nema fyrir þann pening sem við höfum efni á að tapa? Og að við ættum, ef við keyptum hlutabréf, að kaupa í fleiru en einu fyrirtæki til að dreifa áhættunni? Er ekki okkur sjálfum að kenna að við erum að tapa?

    Hvað hefur líka oft verið sagt að við ættum að spara, það væri hættulegt að við skulduðum svona? Afhverju hefur Davíð verið að hækka stýrivextina í gegnum árin? En hvað gerðum við? Við hlustuðum ekki, við keyptum dýrar íbúðir, við keyptum stóra og orkufreka jeppa, allt á lánum og fórum til sólarlanda fyrir spariféð eða keyptum hlutabréf. Já Davíð burt, hann reyndi að hjálpa okkur þegar við vildum ekki hlusta.

    Setjumst nú niður. Öndum rólega. Hugsum málin. Tökum ábyrgð á eigin gerðum. Ekki kenna öðrum um. Stöndum saman. Verslum íslenskt. Byggjum upp íslenskt atvinnulíf. Komum okkur út úr kreppunni. FYRIRGEFUM ÖÐRUM OG EKKI SÍST, OKKUR SJÁLFUM!


Negrastrákar og landbúnaður

Hræðilegur klaufaskapur var að hleypa negrastráka málinu í fréttirnar.

Þegar börnin mín spyrja núna afhverju þessi bók er bönnuð í leikskólum og maður segir þeim að það sé vegna þess að persónurnar eru svartar þá kemur "já en pabbi, þú hefur alltaf sagt að það skipti ekki máli hvort fólk er svart eða hvítt". Eina svarið við því er að sumt fólk hefur ekki þann þroska enn í dag að horfa fram hjá því hvernig fólk er á litin. Sorglegt að það skuli vera fólkið sem heldur að það sé að berjast fyrir þá lituðu Frown.
Nú á að afhenda rasistum bókina "10 litlir negrastrákar" sem gjöf til að hrella börnin okkar, bara af því að nokkrar persónur eru viðkvæmar fyrir henni, geta ekki horft nema á húðlitinn, og eyðileggja vinnu okkar hinna sem höfum verið að reyna að kenna börnum okkar að kynþáttur skipti ekki máli.
Hvað er næst? Banna að sagan um Hans klaufa sé lesin í leikskólum af því að Hans er hvítur á öllum teikningum eða nýju fötin keisarans? Nei sennilega ekki, þeir sem vilja að negrastrákarnir séu bannaðir virðast líta á blökkumenn sem minnimáttar sem allir verða að sameinast um að vernda eins og þarf að gera fyrir þá sem eru ekki eins og allir hinir og hafa ekki þroska til að bjarga sér sjálfir út í hinum stóra heimi. Hvernig væri frekar að líta á blökkumenn sem jafningja okkar?

En að öðru og ekkert sorglegu.
Í Kastljósi í kvöld var meistari Jón Magnússon, þingmaður frjálslynda, var að tjá sig um hvernig kerfið í kringum niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum ætti að vera.
Hann sagði að bændur íslands væru svo duglegir að það væri allt í lagi að minnka niðurgreiðslurnar og leggja niður tolla á landbúnaðarvörum LoL
Hvað meinar hann með því? Eru bændur svo duglegir að þeir þurfa ekki þak yfir höfuðið, þeir geta bara hlaupið sér til hita? Eða eru þeir svo duglegir að þeir mega ekkert vera að því að stofna fjölskyldur og ekki einu sinni að stoppa aðeins til að fá sér að borða? LoL Nei, sennilega á hann við að bændur í löndunum í kringum okkur séu letingjar og þess vegna gætu þeir aldrei keppt við okkur íslensku í verði.

Sjáum okkur nú til. Ekki er tollur á nærri allri matvöru sem flutt er inn til landsins, samt er jafn mikill munur á verði á þeim mörgum og jafnvel meiri á milli landa heldur en landbúnaðarvörum. Önnur lönd eru mörg hver með tolla á innflutningi sem gerir það að verkum að ef við fellum niður tolla þá geta erlendir bændur flutt vörur til landsins en við ekki út.
Vöruverð verður alltaf það sem flestir eru tilbúnir að borga. Nú er virðisaukalækkunin smátt og smátt að étast upp t.d.

En Jón hefur alltaf verið brandarakarl.


Rasisti?

Laufey Ólafsdóttir, frábær bloggari, skrifaði um mjög áhugavert efni í gær (eins og svo oft áður). Þar talar hún um endurútgáfu barnabókarinnar "Tíu litlir negrastrákar" og bendir á tvær blogg síður þar sem mikið er rætt um rasisma í garð blökkumanna og er umræðan tilkomin vegna fullyrðinga sem Bandaríkjamaðurinn og vísindamaðurinn James Watson lét hafa eftir sér varðandi greind manna, en hann segir að margar rannsóknir sýni að blökkumenn séu ekki eins greindir og vesturlandabúar.

Svona löguðu er alveg stranglega bannað að halda fram, skiptir engu máli hvort satt er eða ekki þar sem að allt mannkyn er eins hvort sem það er svart, hvítt, rautt, gult eða eitthvað annað fyrir utan litinn. Eða er það ekki?

Það hefur líka komið fram í þessum rannsóknum sem Watson nefnir að hvíti maðurinn er ekki sérstaklega greindur miðað við aðra kynþætti, en það virðist frekar vera í lagi að halda því fram. Afhverju?

Ég ætla að leyfa mér að halda fram að kynþættir eru ekki eins af Guði gerðir. Sem betur fer. Það er margt sem svartir menn gera betur en hvítir og svo aftur öfugt.

Tökum NBA körfuboltadeildina í USA. Hvaða flokkur manna hefur skarað fram úr þar? Blökkumenn að mínu áliti. Það þýðir ekki að ekki hafi verið til góðir hvítir körfuboltamenn heldur eru þeir svörtu mikið fleiri.
Blökkumenn eru mikið betri hlauparar heldur en hvíti maðurinn, en eins og með körfuboltann þá þýðir það ekki að til eru góðir hvítir hlauparar.
Sáuð þið Laugardagslögin í sjónvarpinu á síðasta laugardag? Þar vann svartur söngvari. Heyrðuð þið hann syngja? Frábær rödd og frábær söngvari. Ég skal fullyrða að fyrir hvern einn hvítan söngvara sem hægt væri að finna með svipaða rödd væri hægt að finna a.m.k. tuttugu svarta, kannski 100, eða fleiri.
Blökkumenn þola betur sólarljós heldur en hvítir en hvítir eiga auðveldara með að vinna D vítamín úr sólarljósinu.
Mér var sagt (hvort sem það er satt eða ekki) að blökkumenn geta ekki mælt hitastig í tommum þar sem að þeirra "lille mann" skreppur ekki saman í kulda.
Vitið þið ástæðuna fyrir því að hvíti maðurinn fór til Afríku og náði sér í svarta þræla? Það er vegna þess að þeir eru betur gerðir til erfiðisvinnu og ekki eins veikir fyrir ýmsum pestum. Þar og þá var það óheppni svarta mannsins að skara fram úr á því sviði.

Fyrst það er svona margt sem er öðruvísi á milli kynþátta afhverju getur þá ekki verið að hinn tilbúni "meðal" blökkumaður geti haft minni greind en hinn tilbúni "meðal" hvíti maður? Ég er alls ekki að segja að svo sé. En ef svo er þá segir það mér ekkert um gáfnafar hvers og eins blökkumanns. Mér fer ekkert að finnast það blökkufólk sem ég þekki eitthvað vitlausara fyrir vikið. Heldur vakna mjög spennandi spurningar eins og afhverju? Hvað veldur? Og svörin gætu verið mjög fræðandi og hjálpað okkur sem mannkyni að bæta þekkingu okkar og auka framþróun.

Allt sem bent er á hér að ofan til að sýna fram á mismun kynþátta sýnir einmitt bara mismun kynþátta. Það sýnir ekki muninn á tveimur einstaklingum sem hittast þar sem annar er svartur en hinn hvítur. Sá hvíti gæti verið betri í körfubolta og hlaupi og verið mikið betri söngvari. Betur fallinn til vinnu, með mikið stærra tippi en foráttu heimskur.

Það er eins og að það sé rasismi að segja að blökkumenn standi hvítum eitthvað aftar á einhverjum sviðum en ef maður heldur því fram að þeir séu betri á einhverjum sviðum þá er það í lagi. Afhverju? Er það vegna þess að okkur finnst við þurfa að vernda þá sem eru minnimáttar? Ef það er ástæðan, hver er þá rasistinn? Sá sem vill komast að því sem satt er og lítur á náunga sinn sem sinn jafningja eða sá sem telur að það sé alltaf rasismi að halda því fram að hvíti maðurinn standi á einhverjum sviðum framar en sá svarti og með því að gefa í skin að hann/hún líti á blökkumenn sem minnimáttar?

Það að segja að blökkumenn séu ekki eins greindir eins og hvítir menn segir ekkert um hvern og einn þeirra. Ég á tvær ljóshærðar dætur, samt hleyp ég ekkert upp til handa og fóta þó ég heyri einhvern segja við annan "ó! Þú ert svo mikil ljóska" (allir vita hvað það merkir) eða þegar ég sé í bíómynd að ljóshærða stúlkan er látin vera sú vitlausa, ég tek það ekki þannig að það sé verið að segja að dætur mínar séu vitlausar.
Sagt er að íslenskt kvenfólk sé lauslátt og það sé bara á Íslandi sem að mellurnar séu ókeypis. Segir það eitthvað um dætur ykkar sem lesa þetta eða mínar, mæður okkar, systur, eiginkonur, þig sjálfa kona góð og svo mætti áfram telja. Nei ég held ekki.

Það var einhvern tíma í umræðunni að börn á Suðurlandi stæðu sig verr í samræmdum prófum í grunnskóla heldur en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Var það rasismi að halda því fram? Átti bara að þegja það í hel, loka augunum fyrir því? Var ekki nær að tala um það, finna ástæðu og gera eitthvað í því?

En að negrastrákunum tíu. Laufey bloggvinkona mín, og ég leyfi mér að kalla súperbloggara, vill helst banna útgáfu þessarar barnabókar þar sem að þar er kynþáttur sögupersónanna orðið aðalatriði. Það lítur hver sínum augum á það mál eins og öll önnur. Það að þessir drengir eru hafðir svartir segir mér ekkert um kynþátt blökkumanna, skilur ekki eftir neitt slíkt í mínum huga, og ef börn eru alin upp við það að virða alla menn að jöfnu þá fullyrði ég að það er eins með þau flest. Í þessari umræddu sögu eru bara 10 einstaklingar og það vill svo til að þeir eru svartir.

Við megum ekki vera of viðkvæm. Þá lendum við í þeirri vitleysu að sjá skrattann í hverju horni og allt verður bannað. Hvernig var þetta með "Kolbeinsheilkennið" í fyrra vetur þegar ágæt kona sá klámmyndir út úr öllu mögulegu og ómögulegu? 

Rasismi mun alltaf vera til. Alltaf verða til einstaklingar sem líta á fólk sem er að einvherju leiti öðruvísi en það sjálft sem lægra setta. En við búum í þjóðfélagi í dag þar sem að virðing fyrir einstaklingnum er ríkjandi. Sennilega verður næsti forseti USA t.d.  sá fyrsti svarti eða kona sem gegnir því embætti. Aðalritari sameinuðu þjóðanna var um árabil svartur og svo mætti lengi telja. Vegna þessa þurfum við ekki að vera eins hrædd um að þeir sem horfa á bíómyndir, lesa bækur og blöð eða geri hvað annað horfi á einstaklinga sem svarta, hvíta, rauða eða gula heldur einfaldlega sem einstakling.

 


og hvað?

Af hverju virðist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson halda að það sé eitthvað betra að hann hafi ekki þekkt neitt til samningsins. Hann er í stjórn Orkuveitunnar og kjósendur hljóta að gera þá kröfu til hans þegar þetta mikilvægur samningur er á borðinu að hann kynni sér efni hans ítarlega. Ef hann gerir það ekki er hann klárlega óhæfur til starfans.

Vilhjálmur er greinilega kominn í mjög slæm mál og ef honum er annt um liðið sitt þá á hann að segja af sér áður en skaðinn verður meiri, þetta er orðið of slæmt til að standa það af sér.

Svo vil ég skora á aðila í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna að hætta þessum grátkór. Allir flokkar hafa gerst sekir um svipuð vinnubrögð og Björn Ingi hafði í frammi gegn sjálfstæðismönnum núna. Það kemur alltaf illa út þegar pólitíkusar taka ekki á málunum af gleði og áhuga Smile. Þetta er bara staðan í dag og þá er bara að gera sem best úr því.

Er vonlaust að vera alveg heiðarlegur í pólitík og hafa gáfur og dugnað til að standa í henni með sóma?

Villi er annað hvort að ljúga eða hann hefur ekki staðið sig.
Björn sveik félaga sína í meirihluta í borgarstjórn og virðist reyna að græða sem mest á þessu öllu sjálfur.
Dagur gerir hvað sem er til að ná í borgarstjórastólinn.
Svandís virðist ætla éta ofan í sig allar fyrri yfirlýsingar
Margrét Sverris. er í einum stjórnmálaflokki en starfar fyrir annan í borgarstjórn.
og einhverjir í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna virðast hafa verið að bjóða öðrum samstarf án Villa.

Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem telur sig geta verið í pólitík og staðið sig þó hann segi rétt og satt frá og vinni fyrir kjósendur sína en skari ekki bara eld að sinni eigin köku.


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klípusaga, allt fyrir ástina

Margrét þarf nauðsynlega að hitta Pétur kærastann sinn. Vandamálið er að Pétur er staddur hinum megin við stórt fljót sem er fullt af krókódílum. Engin brú er á fljótinu svo eina leiðin til að komast yfir er að fá bátinn hans Villa lánaðan. Þegar Margrét biður um að fá bátinn svarar Villi: ,,Þú skalt fá hann lánaðan með einu skilyrði og það er að ég fái að sofa hjá þér fyrst”. Full örvæntingar leitar Margrét til mömmu sinnar, segir henni frá skilyrði Villa og biður hana um að hjálpa sér. Mamma hennar segir að hún verða að standa á eigin fótum, hún ætli ekki að skipta sér af þessu. Að lokum gefst Margrét upp. Hún gengur að skilmálum Villa, fær bátinn lánaðan og rær yfir til Péturs. Í fyrstu verður Pétur ofsaglaður yfir að sjá hana, en þegar hún segir hvað hún hafi þurft að gera til að komast yfir, verður Pétur reiður og slær til hennar; að kemur Jóhann sem er besti vinur Péturs og gengur á milli þeirra og slær Pétur. Jóhann og Margrét ganga saman burtu.

Gerðu grein fyrir eftirfarandi:
-Hvaða siðferðilegu vandamál eru hér á ferðinni.
-Með tilliti til þess áttu að raða persónunum frá 1-5; 1 er sá versti, 5 sá skásti og segja afhverju.

Tek það fram að þessi saga er ekki eftir mig Smile


Lögreður

Ég var að hlusta á útvarpið um daginn og þar var verið að tala við forstöðumann reðursafnsins og var hann að auglýsa eftir reði af manni og sagði að hann gerði kröfu um að það væri lögreður. Hann var þá spurður að því hvað lögreður væri og sagði hann þá sögu af konu sem forðum hefði krafist þess hjá sýslumanni að fá lögskilnað þar sem maður hennar væri bara með þrjár tommur

ein í hár

ein í skinn

og ein inn

og henni fannst hún geta krafist þess að fá karlmann með lögreð. Sýslumaður kannaðist ekki við þau lög sem segðu til um löglega stærð karlkynskynfæris og spurði því konuna hvað það væri og sagði hún að það væri

ein í hár

ein í skinn

og þriðja, fjórða og fimmta inn

Það er greinilega margt sem hægt er að læra af því að hlusta á útvarpið LoL

Í kjölfarið á þessu var náttúrulega öll málbönd, tommustokkar og reglustikur faldar á heimilinu svo minni hætta verði á skilnaði.


Kuldaþol íslendinga

+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.

Íslendingar liggja í sólbaði.

+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.

Íslendingar planta blómum í garðana sína.

+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.

Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C
Eimað vatn frýs.

Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.

-5°C
Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.

Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.

Íslendingar byrja að nota langerma boli.


-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca .

Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!


-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.

Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.


-40°C
París byrjar að gefa eftir kuldanum.

Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.


-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.

Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru
vetrarveðri.


-60°C
Mývatn frýs.

Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.


-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.

Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti.
Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.


-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.

Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.


-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda!

Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.


-300°C
Helvíti frýs!

Ísland vinnur Eurovision!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband