Rasisti?

Laufey Ólafsdóttir, frábær bloggari, skrifaði um mjög áhugavert efni í gær (eins og svo oft áður). Þar talar hún um endurútgáfu barnabókarinnar "Tíu litlir negrastrákar" og bendir á tvær blogg síður þar sem mikið er rætt um rasisma í garð blökkumanna og er umræðan tilkomin vegna fullyrðinga sem Bandaríkjamaðurinn og vísindamaðurinn James Watson lét hafa eftir sér varðandi greind manna, en hann segir að margar rannsóknir sýni að blökkumenn séu ekki eins greindir og vesturlandabúar.

Svona löguðu er alveg stranglega bannað að halda fram, skiptir engu máli hvort satt er eða ekki þar sem að allt mannkyn er eins hvort sem það er svart, hvítt, rautt, gult eða eitthvað annað fyrir utan litinn. Eða er það ekki?

Það hefur líka komið fram í þessum rannsóknum sem Watson nefnir að hvíti maðurinn er ekki sérstaklega greindur miðað við aðra kynþætti, en það virðist frekar vera í lagi að halda því fram. Afhverju?

Ég ætla að leyfa mér að halda fram að kynþættir eru ekki eins af Guði gerðir. Sem betur fer. Það er margt sem svartir menn gera betur en hvítir og svo aftur öfugt.

Tökum NBA körfuboltadeildina í USA. Hvaða flokkur manna hefur skarað fram úr þar? Blökkumenn að mínu áliti. Það þýðir ekki að ekki hafi verið til góðir hvítir körfuboltamenn heldur eru þeir svörtu mikið fleiri.
Blökkumenn eru mikið betri hlauparar heldur en hvíti maðurinn, en eins og með körfuboltann þá þýðir það ekki að til eru góðir hvítir hlauparar.
Sáuð þið Laugardagslögin í sjónvarpinu á síðasta laugardag? Þar vann svartur söngvari. Heyrðuð þið hann syngja? Frábær rödd og frábær söngvari. Ég skal fullyrða að fyrir hvern einn hvítan söngvara sem hægt væri að finna með svipaða rödd væri hægt að finna a.m.k. tuttugu svarta, kannski 100, eða fleiri.
Blökkumenn þola betur sólarljós heldur en hvítir en hvítir eiga auðveldara með að vinna D vítamín úr sólarljósinu.
Mér var sagt (hvort sem það er satt eða ekki) að blökkumenn geta ekki mælt hitastig í tommum þar sem að þeirra "lille mann" skreppur ekki saman í kulda.
Vitið þið ástæðuna fyrir því að hvíti maðurinn fór til Afríku og náði sér í svarta þræla? Það er vegna þess að þeir eru betur gerðir til erfiðisvinnu og ekki eins veikir fyrir ýmsum pestum. Þar og þá var það óheppni svarta mannsins að skara fram úr á því sviði.

Fyrst það er svona margt sem er öðruvísi á milli kynþátta afhverju getur þá ekki verið að hinn tilbúni "meðal" blökkumaður geti haft minni greind en hinn tilbúni "meðal" hvíti maður? Ég er alls ekki að segja að svo sé. En ef svo er þá segir það mér ekkert um gáfnafar hvers og eins blökkumanns. Mér fer ekkert að finnast það blökkufólk sem ég þekki eitthvað vitlausara fyrir vikið. Heldur vakna mjög spennandi spurningar eins og afhverju? Hvað veldur? Og svörin gætu verið mjög fræðandi og hjálpað okkur sem mannkyni að bæta þekkingu okkar og auka framþróun.

Allt sem bent er á hér að ofan til að sýna fram á mismun kynþátta sýnir einmitt bara mismun kynþátta. Það sýnir ekki muninn á tveimur einstaklingum sem hittast þar sem annar er svartur en hinn hvítur. Sá hvíti gæti verið betri í körfubolta og hlaupi og verið mikið betri söngvari. Betur fallinn til vinnu, með mikið stærra tippi en foráttu heimskur.

Það er eins og að það sé rasismi að segja að blökkumenn standi hvítum eitthvað aftar á einhverjum sviðum en ef maður heldur því fram að þeir séu betri á einhverjum sviðum þá er það í lagi. Afhverju? Er það vegna þess að okkur finnst við þurfa að vernda þá sem eru minnimáttar? Ef það er ástæðan, hver er þá rasistinn? Sá sem vill komast að því sem satt er og lítur á náunga sinn sem sinn jafningja eða sá sem telur að það sé alltaf rasismi að halda því fram að hvíti maðurinn standi á einhverjum sviðum framar en sá svarti og með því að gefa í skin að hann/hún líti á blökkumenn sem minnimáttar?

Það að segja að blökkumenn séu ekki eins greindir eins og hvítir menn segir ekkert um hvern og einn þeirra. Ég á tvær ljóshærðar dætur, samt hleyp ég ekkert upp til handa og fóta þó ég heyri einhvern segja við annan "ó! Þú ert svo mikil ljóska" (allir vita hvað það merkir) eða þegar ég sé í bíómynd að ljóshærða stúlkan er látin vera sú vitlausa, ég tek það ekki þannig að það sé verið að segja að dætur mínar séu vitlausar.
Sagt er að íslenskt kvenfólk sé lauslátt og það sé bara á Íslandi sem að mellurnar séu ókeypis. Segir það eitthvað um dætur ykkar sem lesa þetta eða mínar, mæður okkar, systur, eiginkonur, þig sjálfa kona góð og svo mætti áfram telja. Nei ég held ekki.

Það var einhvern tíma í umræðunni að börn á Suðurlandi stæðu sig verr í samræmdum prófum í grunnskóla heldur en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Var það rasismi að halda því fram? Átti bara að þegja það í hel, loka augunum fyrir því? Var ekki nær að tala um það, finna ástæðu og gera eitthvað í því?

En að negrastrákunum tíu. Laufey bloggvinkona mín, og ég leyfi mér að kalla súperbloggara, vill helst banna útgáfu þessarar barnabókar þar sem að þar er kynþáttur sögupersónanna orðið aðalatriði. Það lítur hver sínum augum á það mál eins og öll önnur. Það að þessir drengir eru hafðir svartir segir mér ekkert um kynþátt blökkumanna, skilur ekki eftir neitt slíkt í mínum huga, og ef börn eru alin upp við það að virða alla menn að jöfnu þá fullyrði ég að það er eins með þau flest. Í þessari umræddu sögu eru bara 10 einstaklingar og það vill svo til að þeir eru svartir.

Við megum ekki vera of viðkvæm. Þá lendum við í þeirri vitleysu að sjá skrattann í hverju horni og allt verður bannað. Hvernig var þetta með "Kolbeinsheilkennið" í fyrra vetur þegar ágæt kona sá klámmyndir út úr öllu mögulegu og ómögulegu? 

Rasismi mun alltaf vera til. Alltaf verða til einstaklingar sem líta á fólk sem er að einvherju leiti öðruvísi en það sjálft sem lægra setta. En við búum í þjóðfélagi í dag þar sem að virðing fyrir einstaklingnum er ríkjandi. Sennilega verður næsti forseti USA t.d.  sá fyrsti svarti eða kona sem gegnir því embætti. Aðalritari sameinuðu þjóðanna var um árabil svartur og svo mætti lengi telja. Vegna þessa þurfum við ekki að vera eins hrædd um að þeir sem horfa á bíómyndir, lesa bækur og blöð eða geri hvað annað horfi á einstaklinga sem svarta, hvíta, rauða eða gula heldur einfaldlega sem einstakling.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Tek undir hvert orð hér! Vona að mér takist að læra að "linka", því ég myndi gjarnan fá að benda fólki á að lesa þessa stórgóðu færslu þína, Ágúst. Vona samt innilega að þú verðir ekki stimplaður rastisti fyrir vikið. Annað eins hefur gerst í þeim undarlegu heimum, bloggheimum.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.10.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Takk fyrir hlý orð Helga en það gerir ekkert til þó ég verði stimplaður rasisti, það særir mig ekkert hvað öðrum finnst

Ágúst Dalkvist, 23.10.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Dúddi, djöf... ertu góður!  Nú komstu mér alveg í opna skjöldu, Takk fyrir þessa frábæru færslu strákur :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.10.2007 kl. 17:06

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég las þessa umtöluðu bók og söng og vissi ekki að þá væri verið að tala niðrandi um svart fólk enda var ég alin upp í því að allir menn væru jafnir.  Er ekki rétt hjá mér að orðið negri var ekki skilið sem neikvætt þegar þessi bók var og hét?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.10.2007 kl. 20:07

5 Smámynd: Linda

orðið negri er ekki neikvætt í þeim skilningi sem maður setur á það og uppruna þess orð Negri og Negro er einfallega orð sem þýðir svartur litur á latnesku. 

Hinsvegar er orðið nigger (afs) brenglun á orðinu Negro og niðrandi í því samhengi, alveg eins og surtur (afs)er brenglun á orðinu svartur.

Linda, 23.10.2007 kl. 20:53

6 identicon

Frábært, eins og þú átt kyn til!!!

Bara svo það sé á hreinu með hlauparana: Vestur- Afríkumenn og þeir sem þaðan var rænt eru spretthlauparar. Austur- Afríkumenn eru millivegalengdahlauparar. Norður- Afríkumenn eru langhlauparar. Þegar komið er yfir 10 km eru þeir hvítu samkeppnisfærir

Dalli (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:20

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Menn og dýr þróa og þroska þær gáfur sem þarf til að lifa af  svo komum við öll frá Afríku er það ekki samkvæmt vísindunum um uppruna mannsins?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.10.2007 kl. 21:47

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

já Dalli, við erum nokk ánægð með strák

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.10.2007 kl. 22:39

9 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Guðrún:
Takk æðislega

Þórdís og Linda:
Negri þýðir bara svartur eins og Linda bendir á og "niggari" er orð sem af Negra dregið og var fundið upp í niðrandi merkingu. Sama má segja um surt og svartan eins og Linda bendir á. En það erum við svo sem ákveðum hvort niggari og surtur eru niðrandi orð.
Við getum valið um það að kenna börnum okkar að það sé flott að vera niggari og surtur og í framtíðinni verður ekki hægt að særa svart fólk með þessum orðum eða við getum kennt þeim að þetta séu niðrandi orð og þá gefum við rasistum framtíðar þau til að særa þau börn okkar sem eru með svartan húðlit. Hvort viljum við?

Dalli, sem ég þarf varla að taka fram eftir færslu hans að er pabbi minn :
Já! Ég er sennilega kominn af góðu kyni en ekki þó svo góðu að ég myndi treysta mér til að hlaupa neinn af mér ef ég þarf að hlaupa til þess yfir 10 km.

Þórdís:
Ef að hann pabbi minn kæmist í þessa spurningu hjá þér með uppruna mannsins þá fengjum við svo langan pistil hérna að við myndum ekki gera annað næstu daga en að lesa hann

Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 00:01

10 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll frændi.

Les engan rasisma út úr orðum þínum þótt ég leyfi mér að efast um sumar staðhæfingarnar. Mér sýnist þú miklu frekar vera að tala út frá einhvers konar ræktunarsjónarmiðum, enda bóndi í marga ættliði.

Ég vil þó benda á eina skýringu sem ég hef heyrt fyrir því að blökkumenn skara svo oft fram úr í íþróttum. Sú skýring er ekki líffræðileg heldur félagsfræðileg - sú staðreynd að íþróttir eru oft á tíðum besta leiðin fyrir unga blökkumenn að komast til mennta, einkum í Bandaríkjunum.

Dofri Hermannsson, 24.10.2007 kl. 15:42

11 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hvernig vogar þú þér frændi að efast um að allt sem ég segi og skrifa sé heilagur sannleikur?

Það getur vel verið að það sé rétt hjá þér að það sé að hluta félagslegs eðlis að blökkumenn skari fram úr í sumum íþróttagreinum en það eru fleiri þjóðfélagshópar sem er eins statt með en ná ekki sama árangri á þessu sviði.

Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 22:28

12 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þegar ég var að reka úr túninu heima í gamla daga fannst mér áberandi hvað svartflekkóttu rollurnar voru fótfráar Og klókar!

Takk fyrir skemmtilegt blogg. 

Dofri Hermannsson, 24.10.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1519

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband