Nýtt Ísland

Jæja, er nú ekki kominn tími til að tjá sig um ástandið í þjóðfélaginu?

Nú hefur almenningur náð því fram að fá kosningar í vor. Enda eftir því sem mér skilst þá var það aðalkrafan. Hvað skyldi fólk hafa haft upp úr því.

Fólk hafði það út úr því að nú fara pólitíkusar að hugsa um að koma sem best út úr næstu kosningum. Margar óvinsælar ákvarðanir þarf að taka á næstunni til að gera áhrif kreppunnar sem minnstar en nú verður þeim frestað fram yfir kosningar sem mögulega er hægt að fresta.
Það hefur aftur þau áhrif að kreppan á eftir að verða okkur harðari en hún annars þurfti að verða. Peningum verður eytt sem bætast síðan á allt annað sem við þurfum að borga eftir kosningar.

Hef verið að tala við fólk sem er að reka fyrirtæki og þeir segja mér að þetta var það versta sem gat komið fyrir þá.  Kosningar fjölga þeim mánuðum sem þeir þurfa að reyna að þrauka í óvissu en hafa ekki bolmagn til þess. Sumir spá því að beinlínis að vegna kosninganna fara fleiri fyrirtæki á hausinn og fleira fólk missir vinnuna.

Nú hljóma ég eins og ég sé að skamma þá sem hafa verið að mótmæla og kannski er ég að því, en miklu heldur er ég að skamma stjórnarflokkana.
Það er þeirra verk að reyna að halda friðinn í þjóðfélaginu og hvort sem hægt er að kenna stjórninni um kreppuna eða ekki þá klárlega mistókst þeim að koma til móts við fólkið og því í dag engin leið önnur en að halda kosningar.
Geir og Ingibjörg áttu auðvitað að segja af sér sem ráðherrar um mánaðarmótin nóv-des og taka Björgvin og Árna Matt með sér, en áður áttu þau að taka til í Seðlabankanum.
Þá hefði komið fólk í stjórnina sem væri ferskt í störfum, með önnur sjónarhorn á vandann og meiri möguleiki að það hefði gustað af þeim, það mikið að þjóðin hefði fundið ferskan blæinn. Tala nú ekki um ef það hefði verið talað við þjóðina eftir slíkar breytingar.

Sem sagt, vegna klúðurs stjórnvalda þá verða að vera kosningar í vor.

En samt á að halda áfram að mótmæla og til hvers?

Ef ég skil þetta rétt (endilega leiðréttið mig sem vitið betur) þá er krafan sú að þessi stjórn sem nú er haldi ekki áfram fram að kosningum, fólk vill nýja stjórnarskrá og ýmsar fleiri breytingar sem eiga að byggja upp hið nýja Ísland.

Málið er hinsvegar það í dag að það er ekki hægt að mynda betri stjórn úr þeim flokkum sem eru við völd.
VG eru með það ólíka sýn á lífið miðað við hina flokkana að ef þeir ætla í stjórn með öðrum þá verða þeir að selja sig eða nánast gefa sem myndi líta mjög illa fyrir þá fyrir næstu kosningar. Þó ég hafi alltaf verið á móti stefnu VG þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir þeim þar sem að fáir flokkar hafa verið eins trúir sinni stefnu eins og þeir. Ef það breytist þá eiga þeir enga von í næstu kosningum.

Utanþingsstjórn vilja sumir sem forsetinn yrði þá að skipa. En fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að sú stjórn hefði engin völd til að breyta því sem að fólk er að krefjast. Það yrði aðeins starfsstjórn og væri sennilega versti kosturinn í þeirri stöðu sem við erum í í dag.

Og hvaða vit er það að krefjast þess af pólitíkusum í dag að fá kosningar í vor, vegna þess að þeim sé ekki treystandi til að byggja upp nýtt Ísland, en krefjast þess svo í leiðinni að þau byggi upp nýtt Ísland fyrir kosningar? Er það bara ég sem sé einhverja mótsögn í þessu?

Nú er ljóst að kosningar verða í vor. Hvort sem það er slæmt eða gott. Er þá ekki kominn tími til að hætta mótmælum í bili? Fara að snúa sér að því að koma upp flokkum, listum og finna fólk sem treystandi er til að byggja upp nýtt Ísland eftir kosningar. Breyta gömlu flokkunum þannig að þeir verði hæfir til þess líka.
Nú er komin algjörlega nýtt lið í stjórn Framsóknar, Geir er búinn að segja af sér formennsku í Sjálfsstæðisflokknum og ef eitthvað vit er í Samfylkingu og VG þá fara þau í þá vinnu líka að finna nýtt fólk til að stjórna flokkunum.

Er ekki kominn tími til þess núna að vinna í því að byggja upp nýtt Ísland í stað þess að standa úti í kuldanum og öskra sig hása við að krefjast einhvers sem enginn má framkvæma sem stendur?
Eða er fólk bara farið að mótmæla til þess að mótmæla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1483

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband