Hvað er hægt að gera?

Er ekki nær að hugsa um hvað við getum gert til að berjast gegn kreppunni heldur en við berjumst gegn hvert öðru. Fannst hræðilega sorglegt að sjá fólkið mótmæla í fréttunum áðan og hvað þá að Jón Baldvin skuli nýta sér sorg þjóðar sinnar til að berja sér á brjóst..... maðurinn er það fróður að hann veit alveg hvernig í pottinn er búið.

En hvað getum við gert?

Við getum til dæmis haft peningana okkar í bönkunum. Þá er ég að tala um þá sem tóku 19 milljarðana til að hafa undir kodda ;). Það myndi gera það að verkum að þeir peningar myndu halda áfram að vera í umferð og myndi auka virkni hagkerfisins.

Við gætum t.d. haft í huga að versla eins mikið íslenskt og hægt er. Þetta segi ég þó ég sé hættur að vera bóndi Wink..... skilaði búi fyrir ári síðan þegar frúin skilaði mér

Með því að velja íslenskt værum við að halda fleiri störfum í landinu og peningarnir myndu borga fleirum laun áður en þeir fara úr landi.

Þeir sem eiga peninga gætu gefið örlítið til hjálparstofnanna sem hjálpa síðan fólki sem stendur illa í dag og gefur því fæði og klæði.

Og margt fleira. Málið er bara að það er betra að gera eitthvað í hlutunum. Finnast maður vera til einhvers. Heldur en að horfa bara á hvað við áttum og gráta að það sé horfið og að reyna að finna sökudólga. NÚ BYGGJUM VIÐ UPP Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1520

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband