Færsluflokkur: Bloggar

Misskilningur

Gaman að því hvernig hægt er að lesa marga misjafna hluti út úr því sem maður skrifar Smile.

Ég bloggaði t.d. um það þegar Illugi Gunnarsson og Guðmundur Steingrímsson mættust í Kastljósþætti fyrir nokkru. Sagði ég í því bloggi að ég hefði að mestu leiti verið sammála þeim báðum þó þeir hefðu alls ekki verið sammála. Það var vegna þess að Guðmundur talaði um hvað sjálfsstæðisflokkurinn hefði komið illa fram við ellilífeyrisþega í gegnum tíðina en Illugi talaði um það sem þyrfti að gera og orðaði ég það þannig í blogginu að Guðmundur hefði horft á fortíðina en Illugi til framtíðar.

Þar sem ég er sjálfsstæðismaður þá vildu einhverjir meina að ég hefði verið að deila á Guðmund með þessu. Hins vegar ef ég hefði verið yfirlýstur samfylkingarmaður þá hefðu einhverjir talið að ég væri að deila á Illuga. Ef ég væri hlutlaus og hlutlaus aðili hefði lesið þetta blogg mitt hefði hann séð að ég segðist vera að mestu sammála þeim báðum og talið að ég væri að hæla þeim báðum LoL

Þetta og fleiri dæmi sýna manni að það skiptir ekki öllu máli hvaða gleraugu maður setur upp við skriftirnar heldur með hvaða gleraugum lesandinn velur að lesa pistlana Smile. Þetta er eitt af því sem gerir bloggið svo skemmtilegt.


Matur er mannsins meginn, eða allavega hluti af honum.

Fjórði hver kjúklingur í Evrópu er salmonellusýktur eftir því sem segir á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Ekki er allt fengið með því að flytja inn mat.

Minnst sýking virðist vera á norðurlöndunum og mælist engin salmonellusýking í Svíþjóð og á Íslandi.


Kettir geta líka haft ofnæmi fyrir mönnum!

Fann þessa frétt þar sem segir frá því að kettir geta haf ofnæmi fyrir mönnum. Það lýsir sér m.a. í kláða, hnerra og öndunarsjúkdómum sem svipar til asma.

Eins gott að fara að fylgjast með kisa.


Bloggstríðni

Moggabloggið er búið að vera að stríða mér í gær og í dag. Það leyfir mér ekki að blogga við fréttir, erfitt er að komast inn á margar síður og þær sem ég kemst inn á eru eins og þegar ég komst inn á þær síðast þannig að ég verð að refresh-a hverja og eina.

Innskráningin tollir ekki inni nema stundum, vona samt að það leyfi mér að klára þetta blogg áður en ég verð loggaður út.

Vona að þetta verði lagað fljótlega Smile


Loksins loksins

Fyrstu vorboðarnir flugu inn til lendingar í gærkvöldi. Blessaður tjaldurinn, þó hann sé ekki sá lágværasti þá var mjög gaman að heyra í honum fyrir utan gluggan í gærkvöldi. Ekki varð nú minni fögnuður þegar þrastarsöngurinn vakti mann í morgun og álftirnar syntu um í tjörninni hérna við bæinn þegar maður kom út. Lognið algjört og 5 stiga hiti, frábær byrjun á vorinu Smile.

Eina sem skyggði á var staðan í skoðanakönnununni hér á síðunni. Viljið þið virkilega ekki skipta um þjóðsöng og fá hið fallega lag "Ísland er land þitt" í staðinn fyrir þetta gamla?

Svo svona vegna síðasta bloggs. Ef það verður farið í að stofna nýtt kristið trúfélag sem leyfir giftingar samkynhneigða þá pant ég að vera æðstiprestur þar sem ég átti hugmyndina, þið vitið þessi sem er á háu laununum og keyrir um á stóra stóra jeppanum árg. 2007. Það virðist alltaf vera svolítið inn að sá æðsti í trúfélögunum sé vel launaður við að boða að jarðneskar eigur skipti ekki máli Grin.


Fordómar leynast víða.

Jón Valur Jensson guðfræðingur birti grein á bloggi sínu sem hann kallar "Almannafé ausið í samkynhneigða". Þar rekur hann styrkjaveitingar frá borg og ríki (og reyndar Glitni líka)  til samtakanna 78.

Sjálfum finnst mér að hver og einn geti haft skoðun á því hversu mikið þessi samtök eru styrkt af almannafé en af þessu bloggi fannst mér spynnast all athyglisverð umræða.

Í athugasemdum hjá Jóni er hann sakaður um að vera með fordóma gagnvart samkynhneigðum þegar hann gagnrýnir upphæðir af opinberu fé sem er látið renna þeim í hendur. Sjálfum finnst mér það lýsa fordómum að halda slíku fram. Ekki það að ég ætli að gera Jóni upp skoðanir, það má vel vera að hann sé haldinn fordómum en það hlýtur alltaf mega gagnrýna hvernig opinberu fé er ráðstafað. Ekki hef ég sakað aðra um fordóma þó þau séu á móti því að bændur fái pening úr opinberum sjóðum.

En umræðan fer mikið víðar. Í athugasemdum við þetta blogg Jóns er einnig talað um blóðgjöf, grunnskólamenntun og kirkju.

Ég hef aldrei skilið afhverju samkynhneigðir telji það nauðsynleg réttindi að fá að gefa blóð eða að gifta sig innan þjóðkirkjunnar. Þetta er ekki ritað með neina fordóma í huga og vona ég að þið séuð tilbúin að lesa rök mín með opnum huga.

Blóðgjöf finnst mér alltaf hljóta að fara eftir framboði og eftirspurn. Hvað sem hverjum finnst um það þá er staðreyndin sú (eins og Jón bendir á á síðunni sinni) að eyðnismitað blóð er mikið algengara hjá hommum en flestum öðrum þjóðfélagshópum. Þannig bara er það og engir fordómar í því.

Ef það er til nóg af blóði til að bjarga lífi þeirra sem á því þurfa að halda finnst mér sjálfsagt að áhættan á eyðnisýktu blóði sé lágmörkuð eins og hægt er, með því m.a. að taka ekki blóð úr áhættuhópum. Hins vegar ef ekki er til nóg af blóði (eins og mig grunar að sé) þá er alveg út í hött að leyfa ekki hommum sem og öðrum að gefa blóð. Ég persónulega er ekki tilbúinn til að deyja í dag og ef það er hægt að bjarga lífi mínu með því að eiga til nægt blóð, þá fer ég fram á það að það sé reynd eftir bestu getu að tryggja að til séu nægar byrgðir. Hins vegar ef það er til nægt blóð þá er það jafn hagur þeirra samkynhneigðu sem og gagnkynhneigðu að það sé lágmörkuð hættan eins og kostur er á smiti.

Síðan þetta með giftingarnar innan þjóðkirkjunnar. Ég hef aldrei skilið þá kröfu samkynhneigðra. Halda þau sem gera þá kröfu að maður þurfi að vera í þjóðkirkjunni til að vera kristinnar trúar, ef svo er þá get ég fullyrt að svo er ekki. Margar kristnar kirkjur fordæma giftingar samkynhneigðra og verða safnaðir þeirra bara að eiga það við sig.

Sjálfum finnst mér það frekt að ætlast til þess að náunginn trúi því sama og maður sjálfur, þess vegna m.a. sagði ég mig úr þjóðkirkjunni fyrir nokkrum árum, þar sem að hún boðaði ekki þá trú sem að ég trúði á. Eins ætti það að vera fyrir samkynhneigða. Samkynhneigðir geta ekki ætlast til þess að Jón Valur eða aðrir sem trúa því að gifting samkynhneigðra fari ekki eftir guðs vilja að þeir bara breiti þeirri trú sinni. Samkynhneigðir ættu annað hvort að finna trúfélag sem fer betur eftir þeirra trú eða einfaldlega að stofna slíkt trúfélag.

Hvað gerir prestur við giftingu? Getur maður (prestur) veitt blessun guðs? Það getur aldrei orðið. Maður, hvort sem hann er prestur eður ei, getur í besta falli beðið um blessun guðs. Þar af leiðandi, þegar það er í íslenskum lögum að samkynhneigðir megi lifa saman sem hjón, þá geta þau fengið góðan og trúaðan mann til að biðja um guðs blessun fyrir þeirra samband og það er ekkert minna virði þó það sé ekki skráð í einhverjar bækur hjá þjóðkirkjunni.

Einnig var talað um menntun í grunnskólum í athugasemdum við blogg Jóns Vals, þá hvort væri rétt að kenna börnum og unglingum að samkynhneigð væri eðlileg og sýndist sitt hverjum sem betur fer, annars væri ekkert gaman að umræðunni.

Sjálfur tel ég þörf á slíkri fræðslu. Hef heyrt nógu marga samkynhneigða tala um þær vítiskvalir sem þau þurfa að þola á unglingsárunum þegar þau eru að uppgvötva kynhneigð sína. Þær kvalir vil ég ekki leggja á fleiri börn ef kostur er. Það þarf að benda þeim börnum sem eru samkynhneigð á það strax í byrjun að þau séu engan veginn verri þjóðfélagsþegnar og hin sem ekki eru samkynhneigð þurfa að fræðast líka til að minnka fordóma.

En í þessum málum eins og flestum öðrum, þá sýnist sitt hverjum.

Vek athygli á skoðanakönnun hér á síðunni, um allt annað efni, en efni þó sem ég er mjög forvitinn um að fá að vita ykkar skoðun á Smile


Ferðin

Austur- og Vestur-Skaftfellskir kúabændur skelltu sér í fræðslu og skemmti ferð í gær.

Farið var út í Landeyjar og skoðuð þar þrjú fjós, á Vorsabæ, í Stóru-Hildisey og Skíðbakka.

Ferðin tókst alveg frábærlega í alla staði. Frábærir ferðafélagar, flott fjós skoðuð hjá góðu fólki og vel útilátnar veitingar hjá öllum gestgjöfunum og í Gunnarshólma þar sem haldin var mikil veisla fyrir okkur.

Ég vil bara þakka enn og einu sinni austan mönnum fyrir að hafa boðið okkur vestan mönnum með sér í þessa ferð og þá sérstaklega Sæmundi í Árbæ.

Einnig eiga þeir bændur sem tóku á móti okkur miklar þakkir skyldar og þeir sem fluttu okkur fróðleg erindi í Gunnarshólma og ekki má gleyma að þakka þeim fyrirtækjum sem borguðu öll herleg heitin fyrir okkur.

Einnig eiga allir þessir frábæru ferðafélagar allar bestu þakkir skyldar Smile, ekki hefði ferðin verið neitt neitt ef þau hefðu ekki verið.


Svo að öllum líki

Ekki er hægt að gera svo öllum líki enda telur maður sennilega ekki líklegt þegar maður stígur upp í flugvél að maður þurfi að sitja við hliðina á líki.

Að öllum líkindum hefur líkinu heldur ekki þótt líklegt að þurfa að sitja við hliðina á önugum karli.

Líklegt verður að teljast að karlgreyið verði líka að líki þegar fram líða stundir og má því segja að líkur sæki líkan heim. Annað væri með ólíkindum.

Að öllum líkindum verðum við öll lík líka þó ólík séum.


mbl.is Flugfarþegi vaknaði við hliðina á líki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Bloggvinum mínum hér á moggabloggi hefur fjölgað mikið núna síðustu daga. Þakka ykkur æðislega fyrir það sem hafið verið að senda mér vinaboð, það er minn heiður að vera bloggvinur ykkar Smile

Fátt er svo með öllu gott...... eins og máltækið segir. Nú er það svo þegar ég fer inn á stjórnborðið á blogginu mínu þá fæ ég ekki lengur alla bloggvinina þar upp, en það er mjög handhægt að fylgjast með þar hvort það séu komnar nýjar færslur.

Mig langaði því að spurja ef einhver veit sem kíkir hér á síðuna, hvort það sé eitthvað stillingar atriði að ég fái ekki alla bloggvinina upp á stjórnborðinu.

En takk bara aftur fyrir boðin, kíki oft á síðurnar hjá ykkur og líst mjög vel á þær allar Smile


Kvöl skáldanna

Ég var að reyna að fá að hnýsast í ljóðaskrif Völu bloggvinkonu og var að biðja hana á hennar síðu að birta eitthvað eftir sig. Tjáði hún mér að hún hefði ekki gert mikið af því að skrifa ljóð en hún hefði þó gert það þegar hún hefði verið í ástarsorg. Vona að hún þurfi aldrei að upplifa það aftur.

Rifjaðist þá upp fyrir mér að þegar ég var unglingur í skóla var þar kennari og góður nágranni minn sem gerði töluvert af því að semja ljóð. Í mínum huga var hann mikið skáld þó að engin sé bókin komin út eftir hann en ef mínar heimildir eru réttar þá er verið að bæta úr því. Skáld þetta er Jón Snæbjörnsson, fæddur á Stað í Reykhólahreppi og síðar bóndi á Mýrartungu II. Þið skuluð nálgast bókina þegar hún kemur út.

Heyrði eitt sinn haft eftir Manna (eins og hann var kallaður) að hann væri hættur að geta samið, og ástæðan, honum var farið að líða of vel.

Sennilega er það þess vegna sem ég hef aldrei getað orðið skáld, mér hefur alltaf liðið of vel. Allavega betri afsökun heldur en ég sé bara svona vitlaus LoL

En svona í alvöru talað finnst mér þetta athyglisverð fullyrðing hjá þeim Völu og Manna og sennilega er mikið til í henni.

Bíð áfram eftir að sjá ljóðin eftir Völu Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1501

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband