Kvöl skáldanna

Ég var að reyna að fá að hnýsast í ljóðaskrif Völu bloggvinkonu og var að biðja hana á hennar síðu að birta eitthvað eftir sig. Tjáði hún mér að hún hefði ekki gert mikið af því að skrifa ljóð en hún hefði þó gert það þegar hún hefði verið í ástarsorg. Vona að hún þurfi aldrei að upplifa það aftur.

Rifjaðist þá upp fyrir mér að þegar ég var unglingur í skóla var þar kennari og góður nágranni minn sem gerði töluvert af því að semja ljóð. Í mínum huga var hann mikið skáld þó að engin sé bókin komin út eftir hann en ef mínar heimildir eru réttar þá er verið að bæta úr því. Skáld þetta er Jón Snæbjörnsson, fæddur á Stað í Reykhólahreppi og síðar bóndi á Mýrartungu II. Þið skuluð nálgast bókina þegar hún kemur út.

Heyrði eitt sinn haft eftir Manna (eins og hann var kallaður) að hann væri hættur að geta samið, og ástæðan, honum var farið að líða of vel.

Sennilega er það þess vegna sem ég hef aldrei getað orðið skáld, mér hefur alltaf liðið of vel. Allavega betri afsökun heldur en ég sé bara svona vitlaus LoL

En svona í alvöru talað finnst mér þetta athyglisverð fullyrðing hjá þeim Völu og Manna og sennilega er mikið til í henni.

Bíð áfram eftir að sjá ljóðin eftir Völu Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þakka þér fyrir Vala, hlakka til

Ágúst Dalkvist, 15.3.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1555

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband