Annáll ársins 2008

Yfir skulum árið líta

alltaf gott að skoða

þá visku ættum öll að nýta

og öðrum hana boða

 

Í byrjun árs var allt svo gott

allir græddu  aura

í lokin var það heldur hot

og hengja þurfti gaura

 

Frá Kína drengir komu heim

kátir silfrið með

fagnaði öll þjóðin þeim

þeir mitt bættu geð

 

Í bolta sparka sprundir í

og spurt er ekki að

nú veit ég hvert ég fer í frí

til Finnlands verður það

 

Ísbjörn gekk á Íslandið

annar kom svo líka

og þjóðin sem að fílar frið

fá kann við þá slíka

 

Skalf hér jörð og skelfdi menn

skaðinn var þó smár

en völvu spáin spáir enn

að sprikli grund í ár

 

Býsna erfið Borgin var

og bölvað henni‘ að stýra

stjóra skiptin þrálát þar

þóttu algjör sýra

 

Upp svo brann í bönkum féð

bræðin varð þá landans

og ekki verður annað séð

en allt fari til fjandans

 

En sterk er vonin , styrk er trú

stóðu‘ á austurvelli

krafa þeirra þar var sú

að þjóðar stjórnin félli

 

Nýja Ísland upp mun rísa

eflist þjóð í vanda

Lifað höfum eld og ísa

og alltaf munum standa

 

Lesa munt um liðið ár

í lands og heimsins sögum

en svakalega er karlinn klár

að koma saman bögum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Það er orð að sönnu bæði að setja saman bögu og það sem bagan segir :)

Aprílrós, 5.1.2009 kl. 08:47

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

heheheheh.. þetta voru nú reyndar öfugmæli þarna í restina..... svona gerir maður þegar maður getur ekki botnað vísuna af viti :p

Ágúst Dalkvist, 6.1.2009 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 1484

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband