Misskilningur

Gaman að því hvernig hægt er að lesa marga misjafna hluti út úr því sem maður skrifar Smile.

Ég bloggaði t.d. um það þegar Illugi Gunnarsson og Guðmundur Steingrímsson mættust í Kastljósþætti fyrir nokkru. Sagði ég í því bloggi að ég hefði að mestu leiti verið sammála þeim báðum þó þeir hefðu alls ekki verið sammála. Það var vegna þess að Guðmundur talaði um hvað sjálfsstæðisflokkurinn hefði komið illa fram við ellilífeyrisþega í gegnum tíðina en Illugi talaði um það sem þyrfti að gera og orðaði ég það þannig í blogginu að Guðmundur hefði horft á fortíðina en Illugi til framtíðar.

Þar sem ég er sjálfsstæðismaður þá vildu einhverjir meina að ég hefði verið að deila á Guðmund með þessu. Hins vegar ef ég hefði verið yfirlýstur samfylkingarmaður þá hefðu einhverjir talið að ég væri að deila á Illuga. Ef ég væri hlutlaus og hlutlaus aðili hefði lesið þetta blogg mitt hefði hann séð að ég segðist vera að mestu sammála þeim báðum og talið að ég væri að hæla þeim báðum LoL

Þetta og fleiri dæmi sýna manni að það skiptir ekki öllu máli hvaða gleraugu maður setur upp við skriftirnar heldur með hvaða gleraugum lesandinn velur að lesa pistlana Smile. Þetta er eitt af því sem gerir bloggið svo skemmtilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já karlinn minn þú ert nú meira skrímslið það ætti að skrá þig í skrímsladeildina eins og Hörtur talar um í dag ...... við Sjálfstæðismenn lítum einmitt til framtíðar og leitum lausna,  sumir aðrir hafa eytt meiri orku í að tala um hvað við Sjálfstæðismenn höfum verið að gera og sé ég ekki betur en að það hafi bara bætt okkar stöðu.

Gleðilegt sumar kæri bloggvinur

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.4.2007 kl. 08:36

2 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilegt sumar

Ólafur fannberg, 19.4.2007 kl. 09:27

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Gleðilegt sumar brói

og af því að ég þekki þig, þá veit ég að þér finnst ekkert leiðinlegt ef þú getur fengið sem flesta til að vera á móti þér í þínum skrifum og að fólk sjái þín skrif með mismunandi hætti, því þá er líka alveg sama hvað fólk segir, þú getur alltaf snúið þér út úr hlutunum

Jóhanna Fríða Dalkvist, 19.4.2007 kl. 10:57

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Mikið lifandis ósköp skil ég vel hvað þú ert að fara!

Ég sá þessa færslu nánast um leið og hún kom inn rétt eftir miðnætti og ætlaði þá að skrifa hér, en þá gat ég ekki innskráð mig. Gleðilegt sumar!

Hlynur Þór Magnússon, 19.4.2007 kl. 13:55

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Já gleðilegt sumar öll sömul

Það væri mér mikill heiður ef ég teldist vera einn af þeim sem eru í skrímsladeildinni Herdís , er samt hræddur um að ég sé ekki búinn að ávinna mér rétt til að vera í henni.

Og þykist þú þekkja mig systir kær

Var í sama vanda í dag Hlynur. Gekk eitthvað illa að skrá mig inn en vonandi á okkur eftir að ganga betur hér eftir

Ágúst Dalkvist, 19.4.2007 kl. 16:36

6 identicon

Sæll, Ágúst og aðrir skrifarar; gleðilegt sumar !

Ég hefi nú, um nokkurt skeið skrifað um sóðaskap, sem og spillingar- og valdabrölt Framsóknarmanna, en..... Ágúst; hjálpi okkur allir heilagir,, nefndu ekki Illuga Gunnarsson, þar fer piltur, hver ber rækilega kápuna á báðum öxlum.

Þessi drengur, viðlíka allmörgum þeim ungmennum, hver alizt hafa upp á hnjáskeljum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar; og numið stóra sannleik frjálshyggjunnar, jah..... Ágúst; ber okkur hugsandi Íslendingum ekki nokkur skylda til, að taka málskrúði IG, og annarra hans líka af nokkurri varúð ?

Téður Illugi hefir, með velþóknun flokksforystu ykkar; reynt að slá ryki í augu fólks, m.a. með tali sínu, um einkavæðingu Landsvirkjunar, nú að undanförnu. Hvar endar þessi della ? Einkavæða þetta, og hitt; nokkrum gæðingum og ''útrásar'' gemsum færð heilu fyrirtækin og stofnanirnar; á silfurfati, og sjá Ágúst;; ef af yrði, hvaða tryggingu hefðum við, fyrirtæki og einstaklingar, fyrir því, að raforkuverð ryki ekki upp úr öllu valdi ?

Í sem stystu máli ! Sjálfstæðisflokkurinn ber sömu ábyrgð, og áðurnefndur Framsóknarflokkur á, hversu komið er í þjóðfélaginu. Ég hefi, sem fyrrum fylgismaður hins gamla og góða Sjálfstæðisflokks ekki skaplyndi, til að mæra og lofa einhverja peyja, hverjir skýla sér á bak við ''hægri græna'' stefnu, eða þá annan ósóma, hvejum Hannes Hólmsteinn og hans líkar hafa komið á laggirnar, í þessum áður ágæta flokki.

Minni á grein Indriða, á Skjaldfönn; í Mbl. 15. IV. s.l. (bls.52, að mig minnir) hvar hann gat afreka þáverandi iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, um auka okrið á landsbyggðarfólki, hvað raforkugjöld snertir. Lestu Ágúst, sjáðu dæmið um sóðaskapinn, eitt af mörgum. 

Með beztu þjóðernissinna kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 00:14

7 identicon

Afsakið prentvillur nokkrar. / Mbk. Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1555

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband