Fordómar leynast víða.

Jón Valur Jensson guðfræðingur birti grein á bloggi sínu sem hann kallar "Almannafé ausið í samkynhneigða". Þar rekur hann styrkjaveitingar frá borg og ríki (og reyndar Glitni líka)  til samtakanna 78.

Sjálfum finnst mér að hver og einn geti haft skoðun á því hversu mikið þessi samtök eru styrkt af almannafé en af þessu bloggi fannst mér spynnast all athyglisverð umræða.

Í athugasemdum hjá Jóni er hann sakaður um að vera með fordóma gagnvart samkynhneigðum þegar hann gagnrýnir upphæðir af opinberu fé sem er látið renna þeim í hendur. Sjálfum finnst mér það lýsa fordómum að halda slíku fram. Ekki það að ég ætli að gera Jóni upp skoðanir, það má vel vera að hann sé haldinn fordómum en það hlýtur alltaf mega gagnrýna hvernig opinberu fé er ráðstafað. Ekki hef ég sakað aðra um fordóma þó þau séu á móti því að bændur fái pening úr opinberum sjóðum.

En umræðan fer mikið víðar. Í athugasemdum við þetta blogg Jóns er einnig talað um blóðgjöf, grunnskólamenntun og kirkju.

Ég hef aldrei skilið afhverju samkynhneigðir telji það nauðsynleg réttindi að fá að gefa blóð eða að gifta sig innan þjóðkirkjunnar. Þetta er ekki ritað með neina fordóma í huga og vona ég að þið séuð tilbúin að lesa rök mín með opnum huga.

Blóðgjöf finnst mér alltaf hljóta að fara eftir framboði og eftirspurn. Hvað sem hverjum finnst um það þá er staðreyndin sú (eins og Jón bendir á á síðunni sinni) að eyðnismitað blóð er mikið algengara hjá hommum en flestum öðrum þjóðfélagshópum. Þannig bara er það og engir fordómar í því.

Ef það er til nóg af blóði til að bjarga lífi þeirra sem á því þurfa að halda finnst mér sjálfsagt að áhættan á eyðnisýktu blóði sé lágmörkuð eins og hægt er, með því m.a. að taka ekki blóð úr áhættuhópum. Hins vegar ef ekki er til nóg af blóði (eins og mig grunar að sé) þá er alveg út í hött að leyfa ekki hommum sem og öðrum að gefa blóð. Ég persónulega er ekki tilbúinn til að deyja í dag og ef það er hægt að bjarga lífi mínu með því að eiga til nægt blóð, þá fer ég fram á það að það sé reynd eftir bestu getu að tryggja að til séu nægar byrgðir. Hins vegar ef það er til nægt blóð þá er það jafn hagur þeirra samkynhneigðu sem og gagnkynhneigðu að það sé lágmörkuð hættan eins og kostur er á smiti.

Síðan þetta með giftingarnar innan þjóðkirkjunnar. Ég hef aldrei skilið þá kröfu samkynhneigðra. Halda þau sem gera þá kröfu að maður þurfi að vera í þjóðkirkjunni til að vera kristinnar trúar, ef svo er þá get ég fullyrt að svo er ekki. Margar kristnar kirkjur fordæma giftingar samkynhneigðra og verða safnaðir þeirra bara að eiga það við sig.

Sjálfum finnst mér það frekt að ætlast til þess að náunginn trúi því sama og maður sjálfur, þess vegna m.a. sagði ég mig úr þjóðkirkjunni fyrir nokkrum árum, þar sem að hún boðaði ekki þá trú sem að ég trúði á. Eins ætti það að vera fyrir samkynhneigða. Samkynhneigðir geta ekki ætlast til þess að Jón Valur eða aðrir sem trúa því að gifting samkynhneigðra fari ekki eftir guðs vilja að þeir bara breiti þeirri trú sinni. Samkynhneigðir ættu annað hvort að finna trúfélag sem fer betur eftir þeirra trú eða einfaldlega að stofna slíkt trúfélag.

Hvað gerir prestur við giftingu? Getur maður (prestur) veitt blessun guðs? Það getur aldrei orðið. Maður, hvort sem hann er prestur eður ei, getur í besta falli beðið um blessun guðs. Þar af leiðandi, þegar það er í íslenskum lögum að samkynhneigðir megi lifa saman sem hjón, þá geta þau fengið góðan og trúaðan mann til að biðja um guðs blessun fyrir þeirra samband og það er ekkert minna virði þó það sé ekki skráð í einhverjar bækur hjá þjóðkirkjunni.

Einnig var talað um menntun í grunnskólum í athugasemdum við blogg Jóns Vals, þá hvort væri rétt að kenna börnum og unglingum að samkynhneigð væri eðlileg og sýndist sitt hverjum sem betur fer, annars væri ekkert gaman að umræðunni.

Sjálfur tel ég þörf á slíkri fræðslu. Hef heyrt nógu marga samkynhneigða tala um þær vítiskvalir sem þau þurfa að þola á unglingsárunum þegar þau eru að uppgvötva kynhneigð sína. Þær kvalir vil ég ekki leggja á fleiri börn ef kostur er. Það þarf að benda þeim börnum sem eru samkynhneigð á það strax í byrjun að þau séu engan veginn verri þjóðfélagsþegnar og hin sem ekki eru samkynhneigð þurfa að fræðast líka til að minnka fordóma.

En í þessum málum eins og flestum öðrum, þá sýnist sitt hverjum.

Vek athygli á skoðanakönnun hér á síðunni, um allt annað efni, en efni þó sem ég er mjög forvitinn um að fá að vita ykkar skoðun á Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Jón Valur er einn skemmtilegasta bloggari landsins.  Ég hvet alla til að lesa pistlana hans og sérstaklega umræðuna sem fylgir í kjölfarið.  Það er erfitt að komast lengra með bloggið.  Nánast fullkomið. 

Björn Heiðdal, 26.3.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það hefur aldrei verið bannað held ég að samkynhneigðar konur gefi blóð þar sem að ekki er eins algengt að þær séu með eyðni eins og þú segir Vala.

Ágúst Dalkvist, 26.3.2007 kl. 17:52

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvað eru fordómar í þessu sambandi? Að hafa ekki kynnt sér málið eða einfaldlega að hafa eina skoðun á því en ekki aðra? Ég hef alltaf staðið í þeim skilningi að fordómar stöfuðu af fáfræðu, að fólk dæmdi í málum áður en það kynnti sér þau.

Ég er nefnilega ansi hræddur um að það sé nákvæmlega sama hversu vel Jón Valur (eða aðrir) mun kynna sér þetta mál, á meðan hann hefur þá skoðun á því sem hann hefur verður hann sakaður um fordóma. Einfaldlega vegna þess, eins og áður segir, að pólitískur rétttrúnaður samtímans hefur leitt til þess að það eru ekki lengur fordómar að kynna sér ekki mál áður en dæmt er í þeim heldur einfaldlega að hafa ákveðna skoðun á þeim sem ekki samrýmist honum, eins lýðræðislegt og það nú er.

Þess utan er ég því miður ansi hræddur um að löngu sé búið að gjaldfella hið alvarlega hugtak "fordómar" í hugum mjög margra með sífelldri misbeitingu margra á því í því skyni að koma höggi á pólitíska andstæðinga.

Man einhver eftir sögunni "Úlfur! Úlfur!"?

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2007 kl. 10:34

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta var nú bara innlegg í umræðuna með almennri skírskotun en ekki beint að þér Vala ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2007 kl. 11:15

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Björn:

Get verið sammála þér, alltaf gaman að lesa blogg þar sem maður getur verið algjörlega ósammála

Ragnar:

Ég á ekki við að samkynhneigðir stofni sína "eigin" kirkju heldur að það sé stofnuð kirkja (ef hún er ekki til þegar) sem fordæmir ekki samkynhneigð og að þeirri kirkju myndu koma miklu fleiri heldur en samkynhneigðir. Gæti nú reyndar trúað að þú hafir meint þetta líka en bara til að fyrir byggja allan misskilning þótti mér rétt að benda á þetta

Vala:

Í fyrsta lagi tek ég ekki afsökunnar beiðni þína gilda þar sem þú biðst afsökunnar á því að "rausa" hér í athugasemdum þar sem það er ekkert að afsaka. Skal mögulega taka gilda afsökun ef þú afsakar þig að rausa EKKI hér á síðunni . Hef mjög gaman að því að lesa það sem þú hefur til málanna að leggja

Get verið sammála mest öllu "rausinu " þínu. Held þó að við ættum að tileinka okkur þolinmæði, skilning og umburðarlyndi í garð þeirra sem ekki hafa þroska til að gera slíkt hið sama.

Ég vona að ég móðgi ekki nema passlega marga þegar ég segi að trú á Biblíuna sé afskaplega barnaleg, það er alveg eins hægt að trúa á jólasveininn, tannálfinn eða eitthvað í þeim dúr. Takið þó eftir því að ég er ekki að gera lítið úr því að trúa á Guð heldur að trúa öllu því sem er í Biblíunni.

Biblían er eins og þú bendir á Vala skrifuð af mönnum en ekki nóg með það. Síðan að guðspjöllin voru skrifuð hafa komið menn og handvalið hvað af þeim ætti að vera fyrir augum almennings og hvað ekki. Við getum því alveg verið viss um það að Biblían segir ekki allan sannleikann og ekki víst að allt sé rétt sem í henni stendur.

Þetta með sjálfsfróun og samkynhneigð sé synd. Ég tel sjálfur að EF eitthvert almætti sé til þá hefur það skapað mig eins og ég er, með mínum hvötum og mínum þörfum, og geti því aldrei talist synd svo framarlega að það skaði ekki aðrar persónur.

Hjörtur:

Það að komast að niðurstöðu í einhverjum málum út frá rökum tel ég að geti aldrei verið fordómar, svo lengi sem að einstaklingurinn taki öðrum rökum ef honum eru bent á þau. Hins vegar teljum við oft þegar einstaklingur kemst ekki að sömu niðurstöðu og maður sjálfur að þá sé það vegna þess að hann sé ekki að taka fullgildum rökum og sé því með fordóma.

Ágúst Dalkvist, 27.3.2007 kl. 12:55

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ari:

Við höfum þá einhvern til að rökræða við þar sem Jón Valur er

Ágúst Dalkvist, 27.3.2007 kl. 12:56

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Æ hvað það var æðislegt að einhver er sammála mér um það hér á moggabloggi  er alveg hissa líka með niðurstöðu skoðanakönnunarinnar (eins og hún er núna)

Ágúst Dalkvist, 27.3.2007 kl. 15:22

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sæll Ágúst! Ég var að reka augun í þessa færslu núna og hugsaði: "Betra seint en aldrei". Ég hef mínar skoðanir á skrifum Jóns Vals sem ég er ekki sammála um að séu skemmtileg. Það er ekki bara að ég sé honum oft á tíðum heiftarlega ósammála heldur er það þessi óbifandi trú hans á Biblíunni sem veldur að ég gefst upp á að nenna að lesa. Hann er vitanlega með hinar og þessar tölfræðilegar "staðreyndir" sem hann kýs reyndar oftast að túlka skv. þessari trú og nota þær henni til staðfestingar án tillits til annarra þátta.

Hvað við kemur opinberum styrkjum til Samtakanna ´78 þá eru þau félagasamtök eins og hver önnur og ættu ekkert að vera undanskilin opinberum styrkjum frekar en önnur þótt þau séu ekki Jóni Vali að skapi. Ég kíkti á þessar upphæðir sem JV setur fram í þessari færslu sinni en sé hvergi samanburð við önnur félagasamtök. Ég er ekki ókunnug rekstri félagasamtaka og veit að baráttan um styrki er hörð. Mér sýnist á þessum tölum sem framlag borgarinnar hafi lækkað jafnt og þétt og á móti styrkir Ríkis hækkað. Gay pride gangan hefur að sjálfsögðu e-ð með þetta framlag að gera, en hún dregur núorðið til sín fleiri gesti en 17. júní. Mér finnst í fljótu bragði ekkert athugavert við þessi framlög en treysti því að Samtökin skili inn ársreikningum með umsóknum sínum og eftir þeim séu styrkir ákvarðaðir.

Varðandi samkynhneigða og blóðgjöf á ég ekki til eitt aukatekið orð!!! Hvernig er samkynhneigð blóðgjafa sönnuð/afsönnuð og hvað með tvíkynhneigða? Hvað með konur sem hafa hugsanlega haft mök við tvíkynhneigða? Sprautufíkla? Hvað með aðra blóðsjúkdóma eins og lifrabólgu? Mínar stærstu áhyggjur snúa hér að því hvort blóð sé virkilega ekki athugað fyrir sjúkdómum áður en það er sett í umferð. Það finnst mér brýnasta málið, ekki að setja fólk í einhverja hópa og banna í blindni.

Varðandi rétt samkynhneigðra til að fá að gifta sig í kirkju sem kennir sig við þjóðina... bíddu, er sú kirkja ekki til að þjóna þjóðinni? Eru samkynhneigðir ekki partur af þeirri þjóð? Er kannski kominn tími til að þetta tvennt sé aðskilið svo þjóðkirkjan geti takmarkað sig við þann hóp sem henni er að skapi og hunsað fjölbreytileika samfálagsin?

Eins og þú Ágúst hef ég skoðanir á flestum málum!

Laufey Ólafsdóttir, 7.4.2007 kl. 11:44

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...og annað með Jón Val. Hann vitnar stöðugt í eigin skrif (sem virðast vera ansi víða) og fátt annað. Eru þessi skrif hans semsagt hinn heilagi og óhrekjandi sannleikur? Þetta finnst mér slöpp röksemdafærsla og jaðra við sjálfsdýrkun .

Laufey Ólafsdóttir, 7.4.2007 kl. 11:47

10 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þú telur upp allt það sem er gaman í blogginu hans Jóns

Maður er nær alltaf ósammála honum og hann notar trú sem rök sem er yfirleitt auðvelt að hrekja

Er reyndar samt latur við að skoða bloggið hjá honum þar sem ég skoða aðallega bara hjá bloggvinum mínum (með örfáum undantekningum). Takk fyrir vinaboðið ég mun líta inn reglulega

Ágúst Dalkvist, 7.4.2007 kl. 13:12

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég sá einmitt að þú varst að kíkja til mín þannig að ég ákvað að bjóða þér inn  . Velkominn!

Skemmtanagildi skrifa Jóns Vals er ekki það mikið að ég nenni að kíkja á þau að gamni mínu heldur. Held mig við uppbyggjandi og jákvæð skrif . Held annars að JV væri ekki sammála þér um hrekjanleika svara hans. Alger einstefna þar á ferð...

Ps. Ég gleymdi alveg að segja að ég styð bændur og set mig ekki á móti því að þeir fái styrki úr ríkissjóði

Laufey Ólafsdóttir, 7.4.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1555

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband