Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landsþing

Greinilegt er á þessari skoðanakönnun hverjir voru með sína landsfundi um helgina. Nú á næstu dögum mun þetta fylgi ganga eitthvað til baka hjá sjálfstæðismönnum og samfylkingu og aukast aftur á framsókn og vg. Þó held ég að það gangi meira og hraðar til baka hjá samfylkingunni.
mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölæði

Samkvæmt kvöldfréttum sjónvarps þá hefur landsþing sjálfstæðismanna samþykkt að flokkurinn skuli berjast fyrir því að sala á bjór og léttvíni verði leyfð í matvöruverslunum og enn fremur að lækka áfengisaldurinn úr 20 niður í 18 ár.

Hvað varðar sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum á ég erfitt með að mynda mér skoðun. Þegar ég hugsa fyrir sjálfan mig og mína aðstandendur þá er ég hlynntur því að það verði leyft. Finnst það þó vera gríðarlega sterk rök á móti því, að alkahólistar geta þá ekki lengur forðast að hafa vín alltaf fyrir augunum þegar þeir skreppa út í búð að kaupa brauð og mjólk.

Hins vegar veit ég ekki hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa þegar þeir leggja til að færa áfengisaldurinn niður í 18 ár. Margir sérfræðingar hafa bent á að það er mikill munur á því að byrja að drekka 18 ára eða tvítugur. Ef beðið er í þessi tvö ár minnka líkurnar stórlega á alkahólisma og öðrum skemmdum vegna alkahóls.

Ekki er það þó svo að ég geri mér ekki grein fyrir því að þó vínsala sé ekki leyfð til yngri en 20 ára þá byrjar fólk oft (yfirleitt) fyrr að drekka en það. En ég veit líka að fólk neytir eiturlyfja og gerir margt það annað sem bannað er og okkur dettur ekki í hug að leifa það samt.

En endilega látið ljós ykkar skína í athugasemdum ef þið eruð ekki sammála mér....... og reyndar endilega líka þó þið séuð sammála mér Wink


Ó! Hélt að Samfylkingin vildi aukið lýðræði.

Nú ætlar Ingibjör Sólrún að segja öllum hinum samfylkingarþingmönnunum sem studdu eftirlaunafrumvarpið að skipta um skoðun Shocking, það er mjög lýðræðislegt, eða hvað?

Eigum við að kjósa samfylkinguna af því að ISG ætlar að berjast gegn þessu eftirlaunakerfi þingmanna en flestir aðrir í samfylkingunni eru hlynntir því?


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgið aftur heim

Fylgið virðist hrynja aftur af Íslandshreyfingunni (það litla sem var) og fara aftur til VG. Það fylgi á sennilega aftur eftir að fara eitthvað af VG yfir á stjórnarflokkana í kosningunum sjálfum þar sem að þegar líður að þeim þá áttar fólk sig á að stóriðjumálin eru ekki aðalatriðið þó þau séu þíðingar mikil.

Samfylkingin heldur áfram að tapa. Sennilega fá þau einhverja uppsveiflu, þó lítil verði, nú í kringum landsþing þeirra en svo mun það halda áfram að lækka lítillega fram að kosningum.

Sama má segja um sjálfstæðisflokkinn nema að uppsveiflan verður heldur meiri nú í kryngum helgina.

Framsókn er að hækka lítillega. Hún á ekki eftir að breytast mikið fram að kosningum en mun þó fá heldur meira út úr kosningunum sjálfum.

Von mín um að Frjálslyndir þurrkist út sem þingflokkur virðist ekki ætla að rætast. Íslandshreyfingin virðist ekkert taka af þeim sem skiptir máli frekar en af öðrum og stefnir í að þeir endi í 5-6% fylgi í kosningunum.

Baráttusamtökin setja ekkert strik í reikninginn frekar en við var að búast.


mbl.is Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gummi og Illugi

Guðmundur Steingrímsson og Illgui Gunnarsson voru í Kastljósi í kvöld og voru að ræða setningarræðu Geirs Hilmars á landsfundi sjálfstæðismanna sem hófst í dag.

Þó það sé ótrúlegt þá gat ég verið þeim báðum sammála að mestu leiti. Guðmundur var fastur í fortíðinni og gagnrýndi Sjálfsstæðisflokkinn fyrir að sinna ekki ellilífeyrisþegum nægjanlega en Illugi horfði til framtíðar þar sem að Geir sagðist í ræðunni ætla m.a. að berjast fyrir því að bætur ellilífeyrisþega sem orðnir eru sjötugir skerðist ekki þó þeir vilji vera úti á atvinnumarkaðnum.

Ljóst var á þessu viðtali í Kastljósinu að Guðmundur Steingrímsson er efnilegri sagnfræðingur en alþingismaður.

Eins og lesendur þessarar síðu vita, þá hef ég gagnrýnt Sjálfsstæðisflokkinn í málefnum aldraðra og fagna ég því mjög að minn flokkur skuli nú sjá að sér. Skil þó alveg áhyggjur annara flokka yfir því þar sem að það slær beittasta vopnið úr höndum þeirra.

Ekki er hægt að sakast við Geir, hvað varðar þessa ræðu hans, að hann leggi Ingibjörgu Sólrúni Gísladóttur í einelti eins og sjálfstæðismenn hafa löngum verið sakaðir um, enda samfylkingin orðin ein af litlu flokkunum. Hins vegar skaut hann aðeins að Steingrími J. enda er hann formaður næst stærsta stjórnmálaflokks landsins ef marka má skoðanakannanir. Einnig er VG eini flokkurinn sem hefur stefnu sem kjósendur geta áttað sig á, fyrir utan Sjálfsstæðisflokkinn.

Guðmundur kvartaði undan því í þessu viðtali að Geir væri ekki að boða neitt nýtt í ræðu sinni. Í fyrsta lagi er það ekki rétt og kom það að meira að segja fram í máli Guðmundar líka (sannur samfylkingarmaður) og í öðru lagi þá þegar flokkur hefur verið í stjórn í 16 ár og gengið eins vel og raun ber vitni þá er ekki að búast við að sá flokkur þurfi að breyta mjög miklu. Greinilegt er á ræðu Geirs að Sjálfsstæðisflokkurinn ætlar sér að halda áfram góðu starfi ef hann fær brautargengi til þess í vor.


Lundinn í lágmarki

Einar K. Guðfinnsson getur þá frestað því að fá sér veiðikort þar sem draga verður úr veiði á lundanum Grin
mbl.is Stefnir í aflabrest í lundaveiði þriðja árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn sannast það!

Ef það á að koma góðum hlutum í verk, þá verður að koma sjálfstæðismönnum til valda Smile

En svona grínlaust þá gleður það mig mjög að nú eigi að taka á mengun borgarinnar (þó að ég búi þar ekki sjálfur) og það að auka aðgengi hjólreiðafólks í umferðinni á örugglega eftir að skila sér margfalt í heilbrygðiskerfinu.

Til hamingju reykvíkingar með að hafa greinilega kosið rétt s.l. vor, vonandi ber ykkur gæfa til að kjósa rétt núna í vor líka og aðrir landsmenn taka ykkur vonandi til fyrirmyndar Wink


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkismálin

Nú er ég búinn að horfa á seinni helming Kastljóssins síðan í gærkvöldi og get loks farið að tjá mig um það.

Fannst enginn af þeim sem sátu undir svörum standa sig betur eða verr en aðrir ef ég undan skil tvö.

Þegar var farið að spyrja Magnús Þór Hafsteinsson og stefnu Frjálslynda varðandi innflytjendur fór hann nú bara vel af stað. Taldi upp það sem þyrfti að gera til að bæta aðbúnað þeirra sem koma hér til landsins og var ég farinn að vona að ég hefði misskylið stefnu þeirra hingað til. En svo datt botninn úr þessu hjá honum og upp kom þessi "rasista" umræða. Ég vil ekki segja að Magnús Þór sé rasisti en alltaf þarf hann að láta umræðuna hljóma svoleiðis samt.

Hef verið að spá hvort Magnús Þór og Jón Magnússon hringi í 112 á hverjum morgni og tilkynni að það sé kviknað í húsinu hjá þeim þó að svo sé ekki bara til þess að hafa slökkviliðið fyrir utan ef á þyrfti að halda. Allavega tala þeir mikið um það báðir að það sé samþykkt innan EES samningsins sem kveði á um það að land sem er aðili að samningnum geti heft straum útlendinga til landsins ef í nauðirnar rekur. Þessu ákvæði segja þessir ágætu menn að þeir ætli að beita ef þeir komist í ríkisstjórn en geta þó ekki bent á hver neyðin er. Þeir hjá 112 hljóta að fara að hætta að svara þeim.

Eins finnst mér alltaf sniðug afstaða Samfylkingarinnar varðandi ESB. Þau vilja sækja um inngöngu og samningsmarkmiðið er að fá allt fyrir ekki neitt en samt aðhyllast þau ekki þá stefnu að fleyta bara rjómann ofan af. Nær einhver samhenginu? Þetta er nú ekki eina mál Samfylkingarinnar sem er erfitt að átta sig á. Eins sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir vera hlynnt því að sækja um aðild þegar það hentaði íslendingum, hver er það ekki??? Enda var nú bara hlegið að henni úti í sal þegar hún skellti þessu fram og nýbúið var að tala um það að Samfylkingin tæki ekki afstöðu.

ESB mál Samfylkingarinnar birtist mér eins og að ég myndi semja við einhvern um kaup á bílnum mínum og samningskilirði mín væru að fá milljón fyrir bílinn og hefði svo líka afnot af honum um ókomna framtíð. Já! Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru náttúrulega bara ruglaðir að láta sér detta í hug að það sé ekki hægt að ná slíkum samningum, eða er það kannski bara kurteisi hjá þeim að bjóða ekki upp á slíka samninga?


Landbúnaðarmál, jafnrétti og afmæli.

Landbúnaðarmálin voru tekin fyrir í Kastljósþætti kvöldsins (reyndar utanríkismálin líka en er ekki búinn að horfa á þann hluta) og mættu þar fulltrúar allra flokka sem komnir eru með listabókstaf.

Leist nú ekkert á það í fyrstu þegar ég sá að Árni Matt ætti að tala fyrir sjálfstæðismenn. Hann er nú ekki sá mælskasti innan sjálfstæðisflokksins þó að hann vinni vel Smile. Hann kom þó gríðarlega á óvart og stóð sig alveg stórglæsilega vel, hefur greinilega verið duglegur að lesa heima.

Fallisti kvöldsins er klárlega Einar Már sem talaði fyrir samfylkinguna en Jón Bjarnason var honum ekki mikið fremri. Guð hjálpi bændum ef annar þessara flokka, samfylkingin eða VG, komast í landbúnaðarráðuneytið. Einar vildi afnema alla tolla og styrkja bændur á einhvern annan hátt. Kannast einhver við þetta máltæki "eitthvað annað"? Ótrúlegt að einhverjir séu enn að nota þetta máltæki í pólitíkinni. Jón vildi hins vegar halda öllum litlu búunum og passa að bændur byggðu landið sem víðast. Á þá að taka aftur alla þá hagræðingu sem hefur orðið í landbúnaði síðustu ár? Ekki verður það nú til að styrkja landbúnaðinn eða lækka matvöruverðið.

En að jafréttismálunum. Það var verið að gera könnun á meðal 15 ára unglinga á Íslandi og var verið að spurja þau hvað þau gætu hugsað sér að starfa um þrítugsaldur. Í þeirri könnun kom fram að helmingi fleiri strákar en stelpur geta hugsað sér að vinna við stjórnunnarstörf. Segir það ekki töluvert mikið um það afhverju staðan í jafnréttismálunum er eins og hún er. Gæti trúað því að þegar börnin eldast þá fjölgi þeim drengjum sem vilja komast í stjórnunnarstöður en stúlkunum fækki.

Ég tel að ef jafnrétti á að nást í stjórnun lands og atvinnulífs þá verði að breyta þessu hugarfari hjá stúlkum og konum. Lausnin er ekki að kjósa eftir kyni. Hins vegar má líka spurja sig hvort stúlkur megi ekki velja sér framtíðarstarf án þess að aðrir séu að skipta sér af því en vissulega væri það hagur allra ef fleiri konur gæfu sig í að stjórna (öðrum en eiginmönnunum Wink)

Þessi bloggsíða mín er nú orðin þriggja mánaða. Byrjaði að blogga hér á moggabloggi 10 janúar (hef reyndar bloggað í rúm 2 ár) og á þeim tíma hafa komið yfir 9000 gestir á síðuna og töluverður fjöldi hefur sent mér vinaboð. Það er mér mikill heiður að þið skuluð kíkja hér öðru hvoru við og enn meiri heiður af vinaboðunum svo takk æðislega öll sömul. Ekki má gleyma því að þakka þeim sem hafa lífgað upp á umræðurnar hér á síðunni með athugasemdum sínum eða þeim sem hafa gefið sér tíma til að rita í gestabók.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband