Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.4.2007 | 23:55
Kosningabaráttan formlega hafin.
Formenn stjórnmálaflokkana komu fram í Sjónvarpinu í kvöld og tókust á um hin ýmsu málefni. Ljóst er að það verður mikið tekist á næsta mánuðinn fram að kosningum.
Geir Hilmar Haarde kom mjög vel út úr þættinum í kvöld, rökfastur og skynsamur. Var ófeiminn við að segja að hann vissi ekki það sem hann vissi ekki og varði fyrri verk þó hann gerði sér ljóst að sumt af því er ekki til þess fallið að sækja atkvæði í næstu kosningum.
Jón Sigurðsson kom betur út heldur en ég bjóst við að hann myndi gera. Greinilegt er þó enn að hann er svolítið blautur á bak við eyrun þegar hann þarf að takast á við sér mikið reyndara fólk í bransanum.
Það má líka segja það um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hún kom mér svolítið á óvart í kvöld. Stóð sig mikið betur heldur en maður hefur séð lengi, virtist betur undirbúin en oft áður. Fannst sterkur punktur hjá henni að stóriðjumálið væri ekki mál málanna þó mikilvægt sé heldur börnin og fjölskyldurnar.
Steingrímur J. var hins vegar ekki eins góður og oft áður. Þó gaman að heyra að hann er farinn að nálgast stjórnarflokkana í skattamálum
Ómar Ragnarsson er greinilega ekki inni í neinum málum nema stóriðjumálunum og kann það ekki góðri lukku að stýra. Þó að þau mál séu ofarlega í hugum margra þá held ég að flestir geri sér ljóst að það er ekki aðalmálið og fær Íslandshreyfingin ekki mikið fylgi í vor ef ekki á að breyta því. Þau hafa sennilega fallið á tíma þar sem að ekki virðist vera eftir tími til að koma með vel undirbúna stefnuskrá í öllum helstu málaflokkum. Ómar vildi halda því fram að fylgi hans flokks myndi aukast þegar listar þeirra kæmu fram. Sjálfur tel ég að það muni hafa þver öfug áhrif. Ljóst er að á þeim verður mikið af óreyndu fólki sem að kjósendur verða ekki tilbúnir að treysta svona fyrsta kastið. Hins vegar ef Íslandshreyfingin kemst með einhverja á þing og stendur sig vel næsta kjörtímabil, þá er aldrei að vita hvað gerist.
Guðjón Arnar Kristjánsson stóð sig með afbrigðum illa í kvöld. Var ómálefnalegur og pirraður. Maður hefur á tilfinningunni að hann sé kominn út í horn í eigin flokki í innflytjendamálinu. Hann á erfitt með að verja málatilbúnað þeirra varðandi það og ekki virðist flokkurinn vera tilbúinn með nein önnur stefnumál í bili.
En hvar var formaður framboðs aldraðra og öryrkja? Enginn mætti í sjónvarpssal frá þeim flokki.
Hlakka mikið til að sjá framhaldið. Ekkert var þó í þessum þætti sem breytir minni síðustu spá um fylgi stjórnmálaflokkana. Allar líkur eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn en svo er bara spurningin, með hverjum?
9.4.2007 | 13:12
Páskahelgin að líða
Nú er farið að líða að lokum þessarar páskahelgar og mikið er maður nú búinn að njóta hennar . Maður er orðinn mikið feitari og sællegri heldur en maður var á miðvikudaginn s.l. eftir að hafa troðið sig út af góðum mat og sælgæti alla helgina.
Elsta dóttir mín lét ferma sig á skýrdag og er hún þriðja af börnunum mínum sem að lætur ferma sig á þremur árum, en nú er komið hlé, fjögur ár í það næsta og svo sex í það síðasta .
Skemmtilega við að ferma svona upp í sveit og vera aðfluttur er að þá fyllist allt af skemmtilegum gestum sem maður hefur ekki séð lengi. Mikið af því fólki sem kom núna hefur ekki komið síðan að yngri sonur minn fermdist á skýrdag í fyrra. Takk æðislega öll fyrir komuna.
Maður hefur varla nennt að fylgjast með fréttum alla hátíðisdagana en þó fór það ekki fram hjá mér að Ómar virðist vera þriðji vinsælasti stjórnmálaleiðtoginn um þessar mundir og skýtur með því Jóni, Guðjóni og Ingibjörgu ref fyrir rass. Auðvitað gráta samfylkingarmenn yfir þessum niðurstöðum og kenna sjálfstæðismönnum enn um hrakfarirnar. Ég vil nú samt meina að það sé mikil mennsku brjálæði í samfylkingarfólki að halda því fram að sjálfstæðis- og framsóknarfólk sé hrætt við Ingibjörgu Sólrúni, sé ekki ástæðu fyrir því hvers vegna það ætti að vera. Mikið nær væri að Steingrímur J. vekti stórnarliðinu ugg í brjósti en það virðist nú samt ekki vera en það er nú bara gott að samfylkingarfólk hafi þetta ályt á formanni sínum
Vona að þið hafið líka haft það gott um helgina.
5.4.2007 | 11:57
Ég sagði ykkur það
Ótrúlegt hvað hlutirnir þróast eins og maður þykist sjá fyrir.
Íslandshreyfingin tapar fylgi eins og ég var búinn að spá fyrir. Þetta er önnur Gallup könnunin þar sem þau eru tekin með. Voru með 5,2% í þeirri fyrstu og spáði ég því þá að það væri toppurinn sem þau myndu ná. Hvort sem það er rétt eða ekki þá tapa þau allavega fylgi núna á milli kannanna. Þau taka nánast allt sitt fylgi af VG eins og ég var búinn að spá og öfugt við það sem Margrét Sverrisdóttir hefur haldið fram þá virðist hreyfingin ætla að verða til þess að stjórnin haldi í vor. Skyldi það hafa verið þeirra markmið svona í laumi?
Samfylkingin taldi að hún myndi græða á íbúakosningunni í Hafnarfirði. Ég og fleiri hafa bent á að það hljóti frekar að skila þeim minnkandi fylgi. Lítið breytist þeirra fylgi á milli vikna en þó frekar er það niður á við en hitt.
Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt og hlýt ég að vera ánægður með það og eins og áður sagði þá mælist fylgi stjórnarflokkanna nóg til þess að stjórnin heldur ef þetta verður niðurstaða kosninganna og er það í fyrsta skipti í töluverðan tíma. Ég var auðvitað búinn að spá fyrir að það myndi gerast líka
Ég ætla að leyfa mér að spá því að nú fari að koma ró á hreyfingu fylgisins á milli flokka. Ef ekkert mikið skeður í þjóðfélaginu þá held ég að við förum að sjá skoðanakannanir sem sýna nokkuð nærri niðurstöðu kosninganna í vor. Reikna þó með að Íslandshreyfingin og VG eigi eftir að lækka lítillega enn og mun sennilega helst Sjálfstæðisflokkurinn græða á því og kannski Framsókn.
Svo ég segi nú bara eins og forseti vor gerði margsinnis í nýársávarpi sínu, ég sagði ykkur það
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2007 | 16:48
Virðingarvert eða fíflagangur
Samfylkingarfólk ber sér mjög á brjóst þessa dagana fyrir að hafa staðið fyrir kosningu um deiliskipulag í Hafnarfirði. Mörgum þykir þessi kosning hafa verið fíflagangur og aðeins tilkomin vegna þess að Samfylkingin getur ekki tekið afstöðu til umdeildra mála.
Mikil umræða um þetta mál hefur verið hér á blogginu og vill Samfylkingarfólk yfirleitt meina í þeirri umræðu að sjálfstæðisflokkurinn sé á móti íbúalýðræði.
Ég þori ekki að tala fyrir sjálfstæðisflokkinn en get þó sagt fyrir mig persónulega að það er ekki svo. Hef sjálfur verið talsmaður aukins lýðræðis. Við verðum þó að gæta okkur á að velja þau mál af kostgæfni þegar kemur að íbúakosningum í sveitarfélögum og vanda tímasetningu kosninganna en það hvort tveggja klikkaði algjörlega hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði.
Margir munu lesa þetta hjá mér með þeim augum að ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður, og er það í góðu lagi, en ég vil taka fram að ég lít ekki á pólitík sem trúarbrögð og vil ekki meina að allt sé gott sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og allt sé vont sem aðrir standa fyrir og hef hingað til haft mikið ályt á Lúðvíki Geirssyni, en það minnkaði reyndar eftir þetta ævintýri Hafnfirðinga.
Átta ár var Alcan búin að vera að undirbúa stækkun álversins í Straumsvík og aldrei var þeim gefið annað í skin en að þau hefðu blessun bæjarstjórnarinnar til að byggja upp í Hafnarfirði. Eftir þessi átta ár, mikla vinnu og mikið fjármagn var efnt til íbúakosninga og málið blásið af.
Þessi vinnubrögð hljóta að verða til þess að auka óöryggi í atvinnulífinu. Það fólk sem hefur áhuga að byggja upp atvinnulífið í Hafnarfirði getur ekki treyst því að Samfylkingin standi við öll loforð þegar búið verður að leggja mikla vinnu og mikið fjármagn í undirbúninginn og hljóta að leita annað.
Ekki getur heldur talist gott þegar það er búið að kljúfa heilt sveitarfélag í herðar niður. Hafnfirðingar skiptust í tvær nákvæmlega stórar fylkingar og mun það taka einhvern tíma fyrir þau sár að gróa. Ekki þykir mér heldur gáfulegt að etja Hafnfirðingum beinlínis gegn einu helsta fyrirtæki þeirra, sem hefur helst haldið uppi atvinnulífinu þar í bæ.
Ef við viljum íbúlýðræði, sem ég held að við flest viljum, þá hefði verið eðlilegast að leyfa stækkun álversins í Straumsvík þar sem að undirbúningsferlið var komið það langt að ekki var siðferðislega hægt að bakka með það. Síðan hefði átt að fara með það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við kærðum okkur um frekari stóriðju í landinu áður en að fleiri álver verði komin þetta langt í undirbúningi. En það er endalaust hægt að segja að "svona hefði þetta átt að vera" en nú er að horfa fram á veginn, virða ákvörðun hafnfirðinga og reyna að gera sem best úr hlutunum úr því sem komið er.
Annars er það alveg öruggt að þetta verður eitt af þeim málum sem kosið verður um í þingkosningunum í vor og mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að viðhalda áframhaldandi atvinnuuppbyggingu í landinu.
Þess má nú samt geta, þar sem að ég hef verið að skamma Lúðvík svolítið í bloggum og athugasemdum við blogg annara, að ég sat aðalfund Skógræktarfélags Íslands í fyrra. Á laugardagskvöldi settust fundarmenn saman yfir mikilli matarveislu og Lúðvík Geirsson var veislustjóri og var alveg frábær í því hlutverki
En að öðru. Setti netfangið mitt í höfundarupplýsingar þannig að ef þið viljið hafa samband, þá er það velkomið.
31.3.2007 | 23:05
Niðurstaða fengin
Sorgleg en niðurstaða þó. Þykir mjög leitt hvað rúmlega helmingur hafnfirðinga er þröngsýnn. Nú verður virkjað í Þjórsá og orkan notuð til að reka álver í Helguvík en í því álveri verður ekki nærri eins mikil verðmæta sköpun eins og áætlunin var í Straumsvík þar sem ekki er gert ráð fyrir að vinna álið eins mikið þar eins og Rannveig Rist hefur bent á.
En þó maður sé svekktur yfir niðurstöðunni þá er ekkert að gera nema að virða hana og vinna eftir henni. Vona að hafnfirðingum beri gæfa til að finna þetta eitthvað annað
![]() |
Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2007 | 11:43
Gerum nýjan sáttmála
Nú hafa hafnfirðingar alveg klofnað í afstöðu sinni til álversins í Straumsvík og reyndar landsmenn allir. Talað hefur verið um huglægt borgarastríð í þeim efnum.
Það væri ástæða til að við gerðum sáttmála um það að hvernig sem kosningin fer í dag, þá tökum við niðurstöðunni og látum gott heita og vinnum sameinuð að því sem meirihlutinn ákveður.
Notið athugasemdir við þetta blogg til að kvitta fyrir stuðning ykkar við sáttmálann.
Megi kosningin fara vel fram í dag og besti málstaðurinn vinna.
![]() |
Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 23:48
Æ! Aumingja Magga.
Óskaplega á ég erfitt með að sjá hlutina í sama ljósi og Margrét Sverrisdóttir.
Hún sagði í fréttum sjónvarpsins í kvöld að Íslandshreyfingin virtist ætla að takast að koma núverandi ríkisstjórn frá þar sem að stjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta á þingi miðað við síðustu skoðanakönnun Gallups, en Íslandshreyfingin mældist með rúm 5%.
Ég veit ekki betur en að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki mælst með meirihluta núna í nokkurn tíma og miðað við síðustu könnun tekur Íslandshreyfingin nánast allt sitt fylgi af VG. Íslandshreyfingin virðist sem sagt ætla að verða til þess að gull tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjórn.
Kæra Margrét, opnaðu nú augun og sjáðu heiminn eins og hann er.
![]() |
Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2007 | 11:54
Lausn við fólksfækkun á landsbyggðinni?
Á vef Landssambands kúabænda er að finna grein eftir Sæmund Jón Jónsson frá Árbæ á Mýrum, A-Skaftafellssýslu.
Þar segir hann frá því að danskir landbúnaðarháskólar hafi tekið upp á því að kenna ungum sveitapiltum hvernig bera sig eigi að því að ná sér í konu.
"Á námskeiðinu "Scor med hygge" sem varir einn dag er þeim kennt að leggja á borð, binda blómvendi og spyrja réttu spurninganna (það er t.d. bannað að tala um landbúnað á fyrsta stefnumóti)." Segir í greininni.
Spurning samt hvort það sé ekki móðgun við kvenþjóðina að það dugi einn dagur til að kenna karlmönnum að draga þær á tálar .
Kannski þyrfti að taka þessa kennslu upp hér á Íslandi (þó ég viti að það tæki lengri tíma og meira fjármagn að kenna á íslensku konuna ) til að efla landsbyggðina. Yrði kannski til þess að fleira kvenfólk flyttist út á land og meira yrði um barneignir.
Annars gæti þetta snúist í andhverfu sína þar sem karlmenn eru þekktari fyrir að elta vissan líkamspart á sér en að konur vilji elta þann part á þeim (þó þær virðist nú ekkert vera fráhverfar því heldur
) og gæti því valdið frekari flótta af landsbyggðinni þar sem karlmennirnir gætu flutt suður til kvennana.
23.3.2007 | 12:45
Staðan í dag eftir daginn í gær.
Nú er ljóst eftir kynningu gærdagsins á Íslandshreyfingunni að nýju framboðin eiga eftir að gera lítinn ursla í herbúðum gömlu flokkana. Verð ég lýsa yfir vonbrigðum með það þar sem að ég var farinn að hlakka til allrar þeirrar uppstokkunnar sem maður vonaði að yrði í kjölfar nýju framboðanna.
Eftir stendur þá bara mín gamla spá og eftir því sem skoðanakannanir sýna þessi misserin ætlar hún að rætast. Flokkarnir tveir sem hafa einhverja stefnu virðast vera orðnir langstærstir, þ.e.a.s. sjálfstæðisflokkur og vinstri græn svo greinilegt er að kjósendur gera þá kröfu til stjórnmálaflokkanna að halda úti trúverðugri stefnu.
Það er orðið deginum ljósara að það er eins hægt að fara út í sjoppu að kaupa sér lottómiða eins og að krossa við einhvern hinna flokkana 12. maí n.k.
Ef þú setur x við frjálslynda verður það til lítils. Frjálslyndir eiga eftir að fá 4-6% í kosningunum og eiga því eftir að megna lítið á komandi þingi eins og verið hefur á því liðna.
Ef þú setur x við framsókn þá ertu í raun að skila auðu. Þá ertu ekki að gera upp hug þinn hvort þú vilt vinstri eða hægri stjórn eftir kosningar og stefna framsóknar fer bara eftir því hverja þeir fá með sér í stjórn.
Ef þú setur x við samfylkinguna..... nú þá setur þú x við samfylkinguna en það veit enginn fyrir hvað hún stendur í raun. Það á að skoða alla hluti eftir kosningar svo það er vissulega mest spennandi að setja x við þau og sjá svo til eftir kosningar hvað þú varst í raun að kjósa.
Svo þekkja allir sem fylgjast eitthvað með pólitík stefnur þeirra sjálfstæðismanna og vg. Stefnur þeirra eru algjörlega á öndverðum meiði í flestum málum, undantekningar eru þó eins og til dæmis með afstöðu þeirra til Evrópusambands aðildar. Þú setur x við sjálfstæðisflokkinn ef þú vilt samfélag sem hefur efni á að halda úti góðu velferðarkerfi en þú setur x við vg ef þú vilt rústa þeirri uppbyggingu sem hefur verið undanfarin 16 ár.
Svo er bara að hugsa málið fram að 12. maí.
22.3.2007 | 20:10
Allt í molum!
Ekki stendur steinn yfir steini í stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar.
Þeir ætla fyrst og fremst að byggja á ferðaþjónustunni. Ekki það að ég ætla að gera lítið úr henni heldur getur hún aldrei orðið það sem við þurfum að treysta á. Það þarf svo lítið að gerast til að ferðamenn komi ekki til landsins nema í litlum mæli.
Þau ætla að gefa kvóta til smábátanna þar sem að sala á þeim fisk á eftir að margfaldast á góðu verði næstu misseri. Það ætla ég rétt að vona að sé rétt og eru jafnvel komnar vísbendingar um það, en þá mun það líka gerast af sjálfu sér að kvótinn færist á trillurnar ef þar verða peningarnir. Hvað ætlar Íslandsflokkurinn að gera þangað til. Færa kvóta á trillurnar áður en það er hagkvæmt sem gerir það að verkum að hagnaður af þessari auðlyndi okkar verður minni.
Þau ætla að styrkja bændur í byggðarlegu sjónarmiði. Þ.e.a.s. þau ætla að borga bændum fyrir að búa hér og þar um landið og skiptir þar engu hversu hagkvæmt það er. Það kerfi sem við búum við í dag í landbúnaðinum hefur orðið til þess að bændur hafa verið að hagræða á sínum búum, tæknivæða þau og stækka til að geta boðið afurðir sínar á betra verði án þess að það komi niður á gæðunum. Því ætlar Íslandsflokkurinn að vinna gegn.
Svona mætti áfram taka úr þeirra stefnuskrá og benda á það sem miður fer. Það er nokkuð ljóst að íslendingar eru ekki á leiðinni til að fara að kjósa þetta framboð í stórum stíl og þar af leiðandi geta flestir aðrir stjórnmálaflokkar andað rólegar. Íslandshreyfingin á eftir að standa alveg í stað.
![]() |
Ómar vill opna eldfjallagarða líkt og á Hawaii |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2007 kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1701
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristján Pétursson
-
Dofri Hermannsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Anton Þór Harðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Júlíus Valsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Tómas Þóroddsson
-
Ólafur fannberg
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sigurður Egill Þorvaldsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Aprílrós
-
Bwahahaha...