Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.1.2009 | 14:51
Nýtt lýðveldi
Þessu bloggi er ætlað að ræða um ný samtök um Nýtt lýðveldi sem má kynna sér http://nyttlydveldi.is/ en fyrst verð ég að hæla Björgvini G. fyrir að taka af skarið og segja af sér. Ljóst er að Geir og Ingibjörg hafa verið algjörlega vanmáttug við að skynja vilja þjóðarinnar, svo vanmáttug að nú hefur einn ráðherra komið fram fyrir skjöldu og lagt línurnar.
Nú ættu Geir og Ingibjörg að halda áfram. Ingibjörg ætti að segja af sér, ekki bara vegna hennar ábyrgðar, heldur líka vegna þess að við þurfum leiðtoga sem eru heilsuhraustir. Ef hún segði af sér núna þá ætti hún góða möguleika að bjóða sig fram aftur þegar hún hefur náð heilsu. Sama með Geir. Eina sem er öðruvísi með hann er að hann á að reka Árna Matt fyrst og bankastjóra Seðlabankans svona eins og Björgvin tók stjórn fjármálaeftirlitsins með sér.
Þetta ætti vonandi að duga til að friða mótmælendur og hægt verður að fara að vinna að framtíðinni.
Og þá erum við loksins komin að áður fyrirhuguðu efni bloggsins sem er Nýtt lýðveldi.
Sjálfum finnst mér það mjög spennandi hugmynd þó ég geti ekki skrifað undir þær hugmyndir sem koma fram á http://nyttlydveldi.is/ um hvernig eigi að koma því á né heldur þær hugmyndir hvers konar lýðveldi eigi að verða til eftir breytingarnar.
Eins og ég rakti áðan þá vil ég að vissir ráðherrar víki. Eftir að sá gjörningur hefur farið fram þá hef ég þá ósk að þessir flokkar sem starfa saman í ríkisstjórn núna vinni saman fram að kosningum.
Síðan vil ég að þjóðin fái að kjósa um hvort hún vilji nýja stjórnarskrá, nýtt lýðveldi. Sé fyrir mér að það mætti fara fram einskonar könnun fyrst um hverjar helstu hugmyndir væru um ný lýðveldi meðal þjóðarinnar og síðan mætti kjósa á milli nokkurra stjórnarskráa, þar á meðal þeirrar gömlu kannski lítillega breyttrar. Ef engin stjórnarskrá fengi yfir 50% atkvæða þá þyrfti að kjósa á milli þeirra tveggja efstu aftur.
Fáránlegt væri af þeim sem eru að berjast fyrir auknu lýðræði að knýja fram nýja stjórnarskrá án þess að spyrja fyrst hvað þjóðin í raun vill.
Algjört skilyrði er, á meðan þessi vinna fer fram, að landið verði áfram rekið af kjörinni ríkisstjórn. Ekkert væri verra fyrir okkur núna en það ef einhverskonar neyðarstjórn væri við völd eins og Njörður P. Njarðvík leggur til að verði.
En hvernig viljum við svo hafa hlutina í nýju lýðveldi. Njörður talar um að endurreisa þrískiptingu valds aftur og get ég skrifað undir það. Það þarf að hafa skýrari skil á milli löggjafarvaldsins, dómsvaldsins og framkvæmdarvaldsins.
Njörður stingur upp á því að við förum finnsku leiðina að því að kjósa á þing. Ég held að hún komi lítið skár út en það kerfi sem við búum við í dag. Þar sem krossað er bara við einstaklinga sem síðan eftir einhverjum reiknikúnstum draga með sér samflokksmenn. Hlýtur að vera hægt að setja upp kerfi þar sem fólk veit hvað það er að kjósa þegar það kýs.
Ég vil að flokkunum verði gert skylt að halda prófkjör innan sinna raða til að raða á lista þannig að grasrót hvers flokks fái að segja sitt álit. Síðan verður að auka vægi útstrikana á kjörstað.
Aðalbreytingin myndi þó felast í því að þeir flokkar sem kosnir yrðu á þing kæmu sér ekki saman um myndun ríkisstjórnar með málamiðlunum og sölumennsku á eigin stefnu heldur yrði leiðtogi þjóðarinnar kosinn beinni kosningu. Hann yrði kallaður forseti en staða hans yrði líkari forsætisráðherra í dag.
Hann myndi síðan mynda ríkisstjórn sem ætti að leiða til þess að fagfólk stýrði hverju ráðuneyti og að sá sem kjörinn væri til verksins bæri alla ábyrgð.
Eftir þessar breytingar þá sæi alþingið algjörlega um löggjafarvaldið en hinn kjörni leiðtogi svo um framkvæmdarvaldið.
Njörður stingur upp á því á síðunni http://nyttlydveldi.is/ að forseti alþingis sé þjóðkjörinn. Sé ég enga ástæðu til þess þar sem hann á bara að vera verkstjóri yfir þinginu. Ekki verra ef hann væri löglærður svo það mætti vel hugsa sér að hæstiréttur einfaldlega skipaði hann en að alþingi geti þó líst vantrausti á hann ef þeim finnst hann ekki standa sig í verki.
Sitt sýnist örugglega hverjum í þessum efnum og þess vegna þarf að leita eftir niðurstöðu sem sem flestir geta sætti sig við en mín hugsun er þó komin á blað og skýring á því hvers vegna ég geti ekki skrifað undir hugmyndir Njarðar P. Njarvíks þó svo að ég sé hlynntur því að stofna nýtt lýðveldi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 14:01
Nýtt Ísland
Jæja, er nú ekki kominn tími til að tjá sig um ástandið í þjóðfélaginu?
Nú hefur almenningur náð því fram að fá kosningar í vor. Enda eftir því sem mér skilst þá var það aðalkrafan. Hvað skyldi fólk hafa haft upp úr því.
Fólk hafði það út úr því að nú fara pólitíkusar að hugsa um að koma sem best út úr næstu kosningum. Margar óvinsælar ákvarðanir þarf að taka á næstunni til að gera áhrif kreppunnar sem minnstar en nú verður þeim frestað fram yfir kosningar sem mögulega er hægt að fresta.
Það hefur aftur þau áhrif að kreppan á eftir að verða okkur harðari en hún annars þurfti að verða. Peningum verður eytt sem bætast síðan á allt annað sem við þurfum að borga eftir kosningar.
Hef verið að tala við fólk sem er að reka fyrirtæki og þeir segja mér að þetta var það versta sem gat komið fyrir þá. Kosningar fjölga þeim mánuðum sem þeir þurfa að reyna að þrauka í óvissu en hafa ekki bolmagn til þess. Sumir spá því að beinlínis að vegna kosninganna fara fleiri fyrirtæki á hausinn og fleira fólk missir vinnuna.
Nú hljóma ég eins og ég sé að skamma þá sem hafa verið að mótmæla og kannski er ég að því, en miklu heldur er ég að skamma stjórnarflokkana.
Það er þeirra verk að reyna að halda friðinn í þjóðfélaginu og hvort sem hægt er að kenna stjórninni um kreppuna eða ekki þá klárlega mistókst þeim að koma til móts við fólkið og því í dag engin leið önnur en að halda kosningar.
Geir og Ingibjörg áttu auðvitað að segja af sér sem ráðherrar um mánaðarmótin nóv-des og taka Björgvin og Árna Matt með sér, en áður áttu þau að taka til í Seðlabankanum.
Þá hefði komið fólk í stjórnina sem væri ferskt í störfum, með önnur sjónarhorn á vandann og meiri möguleiki að það hefði gustað af þeim, það mikið að þjóðin hefði fundið ferskan blæinn. Tala nú ekki um ef það hefði verið talað við þjóðina eftir slíkar breytingar.
Sem sagt, vegna klúðurs stjórnvalda þá verða að vera kosningar í vor.
En samt á að halda áfram að mótmæla og til hvers?
Ef ég skil þetta rétt (endilega leiðréttið mig sem vitið betur) þá er krafan sú að þessi stjórn sem nú er haldi ekki áfram fram að kosningum, fólk vill nýja stjórnarskrá og ýmsar fleiri breytingar sem eiga að byggja upp hið nýja Ísland.
Málið er hinsvegar það í dag að það er ekki hægt að mynda betri stjórn úr þeim flokkum sem eru við völd.
VG eru með það ólíka sýn á lífið miðað við hina flokkana að ef þeir ætla í stjórn með öðrum þá verða þeir að selja sig eða nánast gefa sem myndi líta mjög illa fyrir þá fyrir næstu kosningar. Þó ég hafi alltaf verið á móti stefnu VG þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir þeim þar sem að fáir flokkar hafa verið eins trúir sinni stefnu eins og þeir. Ef það breytist þá eiga þeir enga von í næstu kosningum.
Utanþingsstjórn vilja sumir sem forsetinn yrði þá að skipa. En fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að sú stjórn hefði engin völd til að breyta því sem að fólk er að krefjast. Það yrði aðeins starfsstjórn og væri sennilega versti kosturinn í þeirri stöðu sem við erum í í dag.
Og hvaða vit er það að krefjast þess af pólitíkusum í dag að fá kosningar í vor, vegna þess að þeim sé ekki treystandi til að byggja upp nýtt Ísland, en krefjast þess svo í leiðinni að þau byggi upp nýtt Ísland fyrir kosningar? Er það bara ég sem sé einhverja mótsögn í þessu?
Nú er ljóst að kosningar verða í vor. Hvort sem það er slæmt eða gott. Er þá ekki kominn tími til að hætta mótmælum í bili? Fara að snúa sér að því að koma upp flokkum, listum og finna fólk sem treystandi er til að byggja upp nýtt Ísland eftir kosningar. Breyta gömlu flokkunum þannig að þeir verði hæfir til þess líka.
Nú er komin algjörlega nýtt lið í stjórn Framsóknar, Geir er búinn að segja af sér formennsku í Sjálfsstæðisflokknum og ef eitthvað vit er í Samfylkingu og VG þá fara þau í þá vinnu líka að finna nýtt fólk til að stjórna flokkunum.
Er ekki kominn tími til þess núna að vinna í því að byggja upp nýtt Ísland í stað þess að standa úti í kuldanum og öskra sig hása við að krefjast einhvers sem enginn má framkvæma sem stendur?
Eða er fólk bara farið að mótmæla til þess að mótmæla?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 02:58
Annáll ársins 2008
Yfir skulum árið líta
alltaf gott að skoða
þá visku ættum öll að nýta
og öðrum hana boða
Í byrjun árs var allt svo gott
allir græddu aura
í lokin var það heldur hot
og hengja þurfti gaura
Frá Kína drengir komu heim
kátir silfrið með
fagnaði öll þjóðin þeim
þeir mitt bættu geð
Í bolta sparka sprundir í
og spurt er ekki að
nú veit ég hvert ég fer í frí
til Finnlands verður það
Ísbjörn gekk á Íslandið
annar kom svo líka
og þjóðin sem að fílar frið
fá kann við þá slíka
Skalf hér jörð og skelfdi menn
skaðinn var þó smár
en völvu spáin spáir enn
að sprikli grund í ár
Býsna erfið Borgin var
og bölvað henni að stýra
stjóra skiptin þrálát þar
þóttu algjör sýra
Upp svo brann í bönkum féð
bræðin varð þá landans
og ekki verður annað séð
en allt fari til fjandans
En sterk er vonin , styrk er trú
stóðu á austurvelli
krafa þeirra þar var sú
að þjóðar stjórnin félli
Nýja Ísland upp mun rísa
eflist þjóð í vanda
Lifað höfum eld og ísa
og alltaf munum standa
Lesa munt um liðið ár
í lands og heimsins sögum
en svakalega er karlinn klár
að koma saman bögum
1.1.2009 | 17:27
Ofbeldi alltaf slæmt!
http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228
Bið ykkur um að skoða þessa slóð.
Ofbeldi hefur aldrei rétt á sér og hvort sem það eru mótmælendur að kasta múrsteinum eða lögreglan að beita piparúða á fólk sem er að mótmæla friðsamlega.
Það koma ádeilur á mótmælendur fyrir það að hafa verið á svæði þar sem það er ekki velkomið og eiga þær að ég held fullan rétt á sér, en þegar fólk hins vegar er að mótmæla friðsamlega og, að því er virðist á þeim myndum sem ég hef séð frá piparúðun lögreglu (allavega að hluta), er ekki að beita ofbeldi á nokkurn hátt þá er ekkert sem réttlætir að það fólk sé beitt ofbeldi.
Vildi bara gefa ykkur kost á að skoða báðar hliðar málsins svo að þið getið gert ykkur sjálf upp skoðanir sem byggðar eru öllum þeim upplýsingum um málið en ekki bara þeim sem annar aðilinn matar ykkur á.
Að lokum óska ég ykkur bara gleðilegs árs og FRIÐAR!
26.11.2008 | 03:54
Útrásarsöngur Dabba!
25.11.2008 | 13:47
Smile!
er breytist traust í efa
þá verður auðveldara þér
að öllum fyrirgefa
23.11.2008 | 15:31
Friður sé með yður
Mikið var leiðinlegt að heyra á mótmælunum í gær þegar verið var að hvetja til valdaráns. Ég hélt að íslendingar væru friðarsinnar og hefðu þolinmæði til að leita sátta.
En hins vegar get ég vel skilið að fólk vilji breytingar og nú held ég að það sé kominn tími til að stjórnvöld komi til móts við fólkið sem á erfitt með að hemja reiði sína.
Þess vegna krefst ég þess einfaldlega að stjórnvöld og mótmælendur leiti leiða til að ná sáttum strax í þessari viku.
Það er ljóst að það kemur að því að taka þarf til í fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og held ég að rétti tíminn væri til þess núna í vikunni.
Mjög sterkt held ég líka að það myndi virka að uppstokkun yrði í ríkisstjórninni. Formenn stjórnarflokkanna ættu að stíga af sínum stalli, fjármálaráðherra og jafnvel viðskiptaráðherra. Með því væru flokkarnir að taka pólitíska ábyrgð.
Ekki væri heldur vitlaust að ákveða tíma til kosninga. Vil þó að það sé lengra í þær en að þær verði í vetur eða vor. Því að ég vil að nýjir flokkar hafi tíma til að koma fram á sjónarsviðið með nýju fólki.
Ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla báðir að setja inngöngu í ESB á stefnuskrá hjá sér þá þurfum við flokk á hægri vængnum sem er á móti ESB aðild svo að hægri menn þurfi nú ekki að fara að kjósa VG . Ef flokka kerfið á að virka þá verða að vera flokkar sem snúast um málefni og þeir verða að vera það fjölbreyttir að sem flestir geti fundið eitthvað til að kjósa
Ég vil því hvetja stjórnvöld til að hafa hraðar hendur og sýna almennilegan lit núna strax í þessari viku. Það er ljóst að þolinmæði fólks er á enda og það er skylda stjórnvalda að halda frið í landinu.
14.11.2008 | 18:19
The forth cod war/ James Bond
http://www.youtube.com/watch?v=eZO3BlQGmRA
Skoðið þessa mynd.... algjör snilld
Ef ykkur finnst þetta eins fyndið og mér þá stelið þessu og sýnið fleirum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 13:09
Glæsilegt
Finnst að þessi hópur mótmælanda eigi hrós skilið fyrir markviss mótmæli sem skila sér vel til fjölmiðla. Virkar margfalt betur heldur en einhver æsingur frábært hjá ykkur.
Þó reyndar að ég sé því algjörlega ósammála að það eigi að boða til kosninga strax og kemur það því ekkert við hvar ég stend í pólitík.
Haldist í hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 12:14
Þú ert asni Davíð!
Þú ert asni Davíð..... búinn að hækka hér vexti endalaust, að vísu hafa nú virtustu hagfræðingar heimsins lagt blessun sína yfir þann verknað. Hagfræðingar sem allur heimurinn tekur mark á en hvað með það.
Þú ert asni Davíð...... af hverju sagðir þú okkur ekki að við ættum að passa peningana okkar betur svo við stæðum betur þegar kreppti að????..... Ég veit að þú sagðir okkur það reyndar en það bara hlýtur að vera þér að kenna að við hlustuðum ekki.
Þú ert asni Davíð...... sagðir það í Kastljósi við Bretana að við ætluðum ekki að borga allt það sem íslendingar hafa verið að spreða sem varð til þess að enginn gjaldeyrir fékkst til landsins. Að vísu er búið að sýna fram á að þú sagðir það ekki og Bretarnir segja að símtal við Árna fjármálaráðherra sé um að kenna... en það þýðir ekkert fyrir þig að koma þér undan því.
Þú ert asni Davíð...... af hverju segir þú ekki af þér í hvelli. Að vísu færi hellingur tími til einskis þegar nýr maður væri að koma sér inn í starfið og miklar líkur á að það eitt myndi gera aðstæður enn verri... en hvað með það.
JÁ! BURT MEÐ DAVÍÐ!!!!
Eða hvað????
Væri kannski nær að við létum rannsaka málin í rólegheitum en myndum eyða kröftum okkar núna til að berja kreppuna til baka?
Vaxtahækkun vegna IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...