21.3.2007 | 19:21
Hvað er umhverfisvernd?
1. Er umhverfisvernd það að hafa allt eins og það var?
Ef á breytir um farveg, á þá að koma henni í sinn gamla farveg aftur? Má þá ekki græða upp sandana hér á lálendi sunnanlands eða annars staðar? Verður að höggva skóg sem er stækkandi svo hann breyti ekki lífríki.
2. Er umhverfisvernd það að græða allt upp?
Má þá rækta skóg og breyta öllu því lífríki sem þar er? Má rækta upp sandana þó þeir séu hluti af sérstöðu Íslands? En það má ekki koma upp lónum með ómenguðu vatni fyrir vatnalífverur?
3. Er umhverfisvernd það að gæta þess að maðurinn mengi ekki meira en þörf er á?
Má þá breyta lífríki með því að koma upp lónum og sökkva því lífi sem er fyrir og það komi annað í staðinn? Má þá rækta skóg til að stemma stigu við mengun mannsins þó að hann breyti lífríkinu? Má þá græða upp sandana í sama tilgangi og að rækta skóg?
Sjálfur hallast ég að nr. 3 og tel mig þess vegna vera umhverfisverndarsinna, mér þykja leiðir 1 og 2 vera alltof öfgafullar og kýs þess vegna ekki þá flokka sem aðhyllast þær leiðir.
En hvað segið þið? Hvað finnst ykkur? Fyrir þá sem eru feimnir að skrifa athugasemdir þá er skoðanakönnun hér við hliðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2007 | 01:01
Karlalistinn berst fyrir réttindum karla
Nú fyrir nokkru rann út frestur til að sækja um nýjan listabókstaf fyrir alþingiskosningarnar í ár, og einnig er orðið of seint að skila inn stuðningslista við nýja flokka, en sá tími sem gefinn var nægði okkur ekki til að koma fram með "Karlalistann".
Karlalistinn er nýtt afl sem, eins og nafnið bendir til, berst fyrir réttindum karlmanna, sem hafa verið fótum troðin undanfarin ár og jafnvel áratugi, af konum sem sífellt ráðast lengra og lengra inn á svið karla.
Þrátt fyrir að nú sé of seint að bjóða fram þetta nýja afl, viljum við samt fá að kynna fyrir ykkur stefnu flokksins, svo að nauðsynleg hugarfarsbreyting geti orðið í þjóðfélaginu fyrir kosningarnar eftir fjögur ár, en þá munum við bjóða fram, og reyna að endurheimta rétt okkar.
Við viljum útrýma atvinnuleysi, leikskólavandanum og lækka kostnaðinn við menntakerfið með því einu að fá kvenfólkið aftur inn á heimilin. Til að hvetja þær til þess munum við lækka verulega við þær launin en hækka þau þess í stað hjá karlmönnunum.
Við þetta endurheimtir karlkynið aftur sína fyrri stöðu og kemst þá væntanlega úr þeirri tilfinningalegu kreppu sem það hefur verið í undanfarin misseri, en hana má rekja beint til yfirgangs kvenréttinda-kvenna.
Er við höfum lækkað laun kvenna, munu þær ekki geta séð fyrir sér fjárhagslega, og þar sem þær eru fleiri en karlmenn í landinu skapar það viss vandræði. Við munum mæta því með því að leyfa ríkari mönnum landsins að taka sér fleiri en eina konu, svo þær eigi allar möguleika á að ná sér í fyrirvinnu af hreinræktuðum íslenskum stofni.
Til að kæfa kvennréttindabaráttuna viljum við afnema kosningarétt kvenna, en samt sem áður viljum við ekki banna Kvennalistann. Í honum mega vera fegurstu fljóð landsins, sem hafa vit á að hafa hljóð meðan karlmennirnir stjórna landinu. Þetta gerum við vegna þess að það er ódýrara að kjósa eitthvað fallegt inn í þingsalina, en að kaupa málverk eða aðrar skreytingar.
Við viljum leyfa vín- og bjórsölu í matvörubúðum, en með því teljum við að við náum í helling af atkvæðum.
Eins og landsmenn vita hafa hinir flokkarnir einungis hugsað um að pota sér og sínum í launahæstu og valdamestu stöðurnar, en gleyma okkur. Þessu viljum við breyta. Við munum koma okkur og okkar í þessar stöður, svo vertu einn af okkur.
Fyrir hönd karlalistans. Ágúst Dalkvist.
Þessi grein birtist í Mogganum þegar Kvennalistinn bauð fram í síðasta sinn til alþingis. Hvað.... var það ekki 1995. Allavega varð það mikil hugafars breyting eftir að þessi grein kom að kvennalistinn bauð ekki fram aftur . Spurning hvort það þurfi að endurlífga þennan flokk .
Bókstafurinn Æ þótti við hæfi þar sem að við þóttum kvartsárir
Eitt sinn var maður ungur og vitlaus og hélt að lífið væri eintómt grín, nú er maður bara vitlaust og heldur að lífið sé eintómt grín .
19.3.2007 | 13:11
Svo að öllum líki
Ekki er hægt að gera svo öllum líki enda telur maður sennilega ekki líklegt þegar maður stígur upp í flugvél að maður þurfi að sitja við hliðina á líki.
Að öllum líkindum hefur líkinu heldur ekki þótt líklegt að þurfa að sitja við hliðina á önugum karli.
Líklegt verður að teljast að karlgreyið verði líka að líki þegar fram líða stundir og má því segja að líkur sæki líkan heim. Annað væri með ólíkindum.
Að öllum líkindum verðum við öll lík líka þó ólík séum.
Flugfarþegi vaknaði við hliðina á líki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2007 | 13:01
Eina vitið
Er ekki eina vitið að aflétta viðskiptabanninu og gefa nýrri ríkisstjórn tækifæri?
Vona að Ísland verði nr. 2
Norðmenn aflétta viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2007 | 22:52
Bloggvinir
Bloggvinum mínum hér á moggabloggi hefur fjölgað mikið núna síðustu daga. Þakka ykkur æðislega fyrir það sem hafið verið að senda mér vinaboð, það er minn heiður að vera bloggvinur ykkar
Fátt er svo með öllu gott...... eins og máltækið segir. Nú er það svo þegar ég fer inn á stjórnborðið á blogginu mínu þá fæ ég ekki lengur alla bloggvinina þar upp, en það er mjög handhægt að fylgjast með þar hvort það séu komnar nýjar færslur.
Mig langaði því að spurja ef einhver veit sem kíkir hér á síðuna, hvort það sé eitthvað stillingar atriði að ég fái ekki alla bloggvinina upp á stjórnborðinu.
En takk bara aftur fyrir boðin, kíki oft á síðurnar hjá ykkur og líst mjög vel á þær allar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.3.2007 | 19:42
Óskiljanleg krafa!
"Þá krefjast Samtök iðnaðarins þess, að Alþingi sem kjörið verður í vor og næsta ríkisstjórn, taki aðild Íslands að Evrópusambandinu til alvarlegrar skoðunar og komist að niðurstöðu á kjörtímabilinu."
Hvað meina Samtök iðnaðarins með þessar ályktun sinni?
Aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur verið í alvarlegri skoðun. Núverandi ríkisstjórn líst ekki á inngöngu sem stendur. Auðvitað mun síðan næsta ríkisstjórn halda áfram að skoða það mál hver sem hún verður, en sú ríkisstjórn mun ekki komast að einhverri endanlegri niðurstöðu. Þessi mál eiga alltaf að vera til skoðunnar. Skiptir engu máli þó við myndum sækja um aðild og fá inngöngu, þá yrðu samt þessi mál alltaf að vera til skoðunnar hvort við ættum að vera þar inni eða ekki.
Eðlilegt að einkafyrirtæki nýti auðlindir gegn gjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 12:31
Þingmenn stóryrtir í upphafi þingfundar
Þeim er greinilega mikið í mun að auka ályt almennings á alþingi íslendinga
Væri nú ekki nær að tala um þau mál sem bíða afgreiðslu á vitrænum grunni heldur að vera með þennan endalausa skæting sem almenningur er LÖNGU orðinn þreyttur á.
Þingmenn stóryrtir í upphafi þingfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2007 | 11:16
Bandarískir hermenn brutu lög þegar þeir skutu breskan hermann
Bandarískir hermenn brutu lög þegar þeir skutu breskan hermann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2007 | 22:17
Bölvuð andstaðan!
Kannski Jón Sigurðsson ætti að líta sér nær í þessu máli.
Vissulega brást stjórnarandstaðan í þessu máli en ekki var við öðru að búast. Samfylkingin hefur áður marg skipt um skoðanir á hinum ýmsu málum og það að það skuli koma Jóni á óvart að gerist líka nú er bara barnalegt.
Eins og Birgir Ármansson benti á að þá er þetta ekki eingöngu stjórnarandstöðunni að kenna/þakka að þessu máli er nú lokið hvað þetta þing varðar. Hann benti á andstöðu fræðimanna einnig og taldi í ljósi þess að það væri rétt að skoða málið nánar. Margir hafa líka bent á það hér í bloggheimum að það væri það rétta að gera.
Ég tel að nú sé málið í góðum farvegi og mun það koma í hlut næsta þings að vanda breytinguna á stjórnarskránni vel. Fagna ég því þessum málalokum.
Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2007 | 12:44
Kvöl skáldanna
Ég var að reyna að fá að hnýsast í ljóðaskrif Völu bloggvinkonu og var að biðja hana á hennar síðu að birta eitthvað eftir sig. Tjáði hún mér að hún hefði ekki gert mikið af því að skrifa ljóð en hún hefði þó gert það þegar hún hefði verið í ástarsorg. Vona að hún þurfi aldrei að upplifa það aftur.
Rifjaðist þá upp fyrir mér að þegar ég var unglingur í skóla var þar kennari og góður nágranni minn sem gerði töluvert af því að semja ljóð. Í mínum huga var hann mikið skáld þó að engin sé bókin komin út eftir hann en ef mínar heimildir eru réttar þá er verið að bæta úr því. Skáld þetta er Jón Snæbjörnsson, fæddur á Stað í Reykhólahreppi og síðar bóndi á Mýrartungu II. Þið skuluð nálgast bókina þegar hún kemur út.
Heyrði eitt sinn haft eftir Manna (eins og hann var kallaður) að hann væri hættur að geta samið, og ástæðan, honum var farið að líða of vel.
Sennilega er það þess vegna sem ég hef aldrei getað orðið skáld, mér hefur alltaf liðið of vel. Allavega betri afsökun heldur en ég sé bara svona vitlaus
En svona í alvöru talað finnst mér þetta athyglisverð fullyrðing hjá þeim Völu og Manna og sennilega er mikið til í henni.
Bíð áfram eftir að sjá ljóðin eftir Völu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...