Gerum nýjan sáttmála

Nú hafa hafnfirðingar alveg klofnað í afstöðu sinni til álversins í Straumsvík og reyndar landsmenn allir. Talað hefur verið um huglægt borgarastríð í þeim efnum.

Það væri ástæða til að við gerðum sáttmála um það að hvernig sem kosningin fer í dag, þá tökum við niðurstöðunni og látum gott heita og vinnum sameinuð að því sem meirihlutinn ákveður.

Notið athugasemdir við þetta blogg til að kvitta fyrir stuðning ykkar við sáttmálann.

Megi kosningin fara vel fram í dag og besti málstaðurinn vinna.


mbl.is Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ! Aumingja Magga.

Óskaplega á ég erfitt með að sjá hlutina í sama ljósi og Margrét Sverrisdóttir.

Hún sagði í fréttum sjónvarpsins í kvöld að Íslandshreyfingin virtist ætla að takast að koma núverandi ríkisstjórn frá þar sem að stjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta á þingi miðað við síðustu skoðanakönnun Gallups, en Íslandshreyfingin mældist með rúm 5%.

Ég veit ekki betur en að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki mælst með meirihluta núna í nokkurn tíma og miðað við síðustu könnun tekur Íslandshreyfingin nánast allt sitt fylgi af VG. Íslandshreyfingin virðist sem sagt ætla að verða til þess að gull tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjórn.

Kæra Margrét, opnaðu nú augun og sjáðu heiminn eins og hann er.


mbl.is Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn við fólksfækkun á landsbyggðinni?

Á vef Landssambands kúabænda er að finna grein eftir Sæmund Jón Jónsson frá Árbæ á Mýrum, A-Skaftafellssýslu.

Þar segir hann frá því að danskir landbúnaðarháskólar hafi tekið upp á því að kenna ungum sveitapiltum hvernig bera sig eigi að því að ná sér í konu.

"Á námskeiðinu "Scor med hygge" sem varir einn dag er þeim kennt að leggja á borð, binda blómvendi og spyrja réttu spurninganna (það er t.d. bannað að tala um landbúnað á fyrsta stefnumóti)." Segir í greininni. 

Spurning samt hvort það sé ekki móðgun við kvenþjóðina að það dugi einn dagur til að kenna karlmönnum að draga þær á tálar LoL.

Kannski þyrfti að taka þessa kennslu upp hér á Íslandi (þó ég viti að það tæki lengri tíma og meira fjármagn að kenna á íslensku konuna Wink) til að efla landsbyggðina. Yrði kannski til þess að fleira kvenfólk flyttist út á land og meira yrði um barneignir.

Annars gæti þetta snúist í andhverfu sína þar sem karlmenn eru þekktari fyrir að elta vissan líkamspart á sér en að konur vilji elta þann part á þeim LoL (þó þær virðist nú ekkert vera fráhverfar því heldur Wink) og gæti því valdið frekari flótta af landsbyggðinni þar sem karlmennirnir gætu flutt suður til kvennana.


Loksins loksins

Fyrstu vorboðarnir flugu inn til lendingar í gærkvöldi. Blessaður tjaldurinn, þó hann sé ekki sá lágværasti þá var mjög gaman að heyra í honum fyrir utan gluggan í gærkvöldi. Ekki varð nú minni fögnuður þegar þrastarsöngurinn vakti mann í morgun og álftirnar syntu um í tjörninni hérna við bæinn þegar maður kom út. Lognið algjört og 5 stiga hiti, frábær byrjun á vorinu Smile.

Eina sem skyggði á var staðan í skoðanakönnununni hér á síðunni. Viljið þið virkilega ekki skipta um þjóðsöng og fá hið fallega lag "Ísland er land þitt" í staðinn fyrir þetta gamla?

Svo svona vegna síðasta bloggs. Ef það verður farið í að stofna nýtt kristið trúfélag sem leyfir giftingar samkynhneigða þá pant ég að vera æðstiprestur þar sem ég átti hugmyndina, þið vitið þessi sem er á háu laununum og keyrir um á stóra stóra jeppanum árg. 2007. Það virðist alltaf vera svolítið inn að sá æðsti í trúfélögunum sé vel launaður við að boða að jarðneskar eigur skipti ekki máli Grin.


Fordómar leynast víða.

Jón Valur Jensson guðfræðingur birti grein á bloggi sínu sem hann kallar "Almannafé ausið í samkynhneigða". Þar rekur hann styrkjaveitingar frá borg og ríki (og reyndar Glitni líka)  til samtakanna 78.

Sjálfum finnst mér að hver og einn geti haft skoðun á því hversu mikið þessi samtök eru styrkt af almannafé en af þessu bloggi fannst mér spynnast all athyglisverð umræða.

Í athugasemdum hjá Jóni er hann sakaður um að vera með fordóma gagnvart samkynhneigðum þegar hann gagnrýnir upphæðir af opinberu fé sem er látið renna þeim í hendur. Sjálfum finnst mér það lýsa fordómum að halda slíku fram. Ekki það að ég ætli að gera Jóni upp skoðanir, það má vel vera að hann sé haldinn fordómum en það hlýtur alltaf mega gagnrýna hvernig opinberu fé er ráðstafað. Ekki hef ég sakað aðra um fordóma þó þau séu á móti því að bændur fái pening úr opinberum sjóðum.

En umræðan fer mikið víðar. Í athugasemdum við þetta blogg Jóns er einnig talað um blóðgjöf, grunnskólamenntun og kirkju.

Ég hef aldrei skilið afhverju samkynhneigðir telji það nauðsynleg réttindi að fá að gefa blóð eða að gifta sig innan þjóðkirkjunnar. Þetta er ekki ritað með neina fordóma í huga og vona ég að þið séuð tilbúin að lesa rök mín með opnum huga.

Blóðgjöf finnst mér alltaf hljóta að fara eftir framboði og eftirspurn. Hvað sem hverjum finnst um það þá er staðreyndin sú (eins og Jón bendir á á síðunni sinni) að eyðnismitað blóð er mikið algengara hjá hommum en flestum öðrum þjóðfélagshópum. Þannig bara er það og engir fordómar í því.

Ef það er til nóg af blóði til að bjarga lífi þeirra sem á því þurfa að halda finnst mér sjálfsagt að áhættan á eyðnisýktu blóði sé lágmörkuð eins og hægt er, með því m.a. að taka ekki blóð úr áhættuhópum. Hins vegar ef ekki er til nóg af blóði (eins og mig grunar að sé) þá er alveg út í hött að leyfa ekki hommum sem og öðrum að gefa blóð. Ég persónulega er ekki tilbúinn til að deyja í dag og ef það er hægt að bjarga lífi mínu með því að eiga til nægt blóð, þá fer ég fram á það að það sé reynd eftir bestu getu að tryggja að til séu nægar byrgðir. Hins vegar ef það er til nægt blóð þá er það jafn hagur þeirra samkynhneigðu sem og gagnkynhneigðu að það sé lágmörkuð hættan eins og kostur er á smiti.

Síðan þetta með giftingarnar innan þjóðkirkjunnar. Ég hef aldrei skilið þá kröfu samkynhneigðra. Halda þau sem gera þá kröfu að maður þurfi að vera í þjóðkirkjunni til að vera kristinnar trúar, ef svo er þá get ég fullyrt að svo er ekki. Margar kristnar kirkjur fordæma giftingar samkynhneigðra og verða safnaðir þeirra bara að eiga það við sig.

Sjálfum finnst mér það frekt að ætlast til þess að náunginn trúi því sama og maður sjálfur, þess vegna m.a. sagði ég mig úr þjóðkirkjunni fyrir nokkrum árum, þar sem að hún boðaði ekki þá trú sem að ég trúði á. Eins ætti það að vera fyrir samkynhneigða. Samkynhneigðir geta ekki ætlast til þess að Jón Valur eða aðrir sem trúa því að gifting samkynhneigðra fari ekki eftir guðs vilja að þeir bara breiti þeirri trú sinni. Samkynhneigðir ættu annað hvort að finna trúfélag sem fer betur eftir þeirra trú eða einfaldlega að stofna slíkt trúfélag.

Hvað gerir prestur við giftingu? Getur maður (prestur) veitt blessun guðs? Það getur aldrei orðið. Maður, hvort sem hann er prestur eður ei, getur í besta falli beðið um blessun guðs. Þar af leiðandi, þegar það er í íslenskum lögum að samkynhneigðir megi lifa saman sem hjón, þá geta þau fengið góðan og trúaðan mann til að biðja um guðs blessun fyrir þeirra samband og það er ekkert minna virði þó það sé ekki skráð í einhverjar bækur hjá þjóðkirkjunni.

Einnig var talað um menntun í grunnskólum í athugasemdum við blogg Jóns Vals, þá hvort væri rétt að kenna börnum og unglingum að samkynhneigð væri eðlileg og sýndist sitt hverjum sem betur fer, annars væri ekkert gaman að umræðunni.

Sjálfur tel ég þörf á slíkri fræðslu. Hef heyrt nógu marga samkynhneigða tala um þær vítiskvalir sem þau þurfa að þola á unglingsárunum þegar þau eru að uppgvötva kynhneigð sína. Þær kvalir vil ég ekki leggja á fleiri börn ef kostur er. Það þarf að benda þeim börnum sem eru samkynhneigð á það strax í byrjun að þau séu engan veginn verri þjóðfélagsþegnar og hin sem ekki eru samkynhneigð þurfa að fræðast líka til að minnka fordóma.

En í þessum málum eins og flestum öðrum, þá sýnist sitt hverjum.

Vek athygli á skoðanakönnun hér á síðunni, um allt annað efni, en efni þó sem ég er mjög forvitinn um að fá að vita ykkar skoðun á Smile


Ferðin

Austur- og Vestur-Skaftfellskir kúabændur skelltu sér í fræðslu og skemmti ferð í gær.

Farið var út í Landeyjar og skoðuð þar þrjú fjós, á Vorsabæ, í Stóru-Hildisey og Skíðbakka.

Ferðin tókst alveg frábærlega í alla staði. Frábærir ferðafélagar, flott fjós skoðuð hjá góðu fólki og vel útilátnar veitingar hjá öllum gestgjöfunum og í Gunnarshólma þar sem haldin var mikil veisla fyrir okkur.

Ég vil bara þakka enn og einu sinni austan mönnum fyrir að hafa boðið okkur vestan mönnum með sér í þessa ferð og þá sérstaklega Sæmundi í Árbæ.

Einnig eiga þeir bændur sem tóku á móti okkur miklar þakkir skyldar og þeir sem fluttu okkur fróðleg erindi í Gunnarshólma og ekki má gleyma að þakka þeim fyrirtækjum sem borguðu öll herleg heitin fyrir okkur.

Einnig eiga allir þessir frábæru ferðafélagar allar bestu þakkir skyldar Smile, ekki hefði ferðin verið neitt neitt ef þau hefðu ekki verið.


Staðan í dag eftir daginn í gær.

Nú er ljóst eftir kynningu gærdagsins á Íslandshreyfingunni að nýju framboðin eiga eftir að gera lítinn ursla í herbúðum gömlu flokkana. Verð ég lýsa yfir vonbrigðum með það þar sem að ég var farinn að hlakka til allrar þeirrar uppstokkunnar sem maður vonaði að yrði í kjölfar nýju framboðanna.

Eftir stendur þá bara mín gamla spá og eftir því sem skoðanakannanir sýna þessi misserin ætlar hún að rætast. Flokkarnir tveir sem hafa einhverja stefnu virðast vera orðnir langstærstir, þ.e.a.s. sjálfstæðisflokkur og vinstri græn svo greinilegt er að kjósendur gera þá kröfu til stjórnmálaflokkanna að halda úti trúverðugri stefnu.

Það er orðið deginum ljósara að það er eins hægt að fara út í sjoppu að kaupa sér lottómiða eins og að krossa við einhvern hinna flokkana 12. maí n.k.

Ef þú setur x við frjálslynda verður það til lítils. Frjálslyndir eiga eftir að fá 4-6% í kosningunum og eiga því eftir að megna lítið á komandi þingi eins og verið hefur á því liðna.

Ef þú setur x við framsókn þá ertu í raun að skila auðu. Þá ertu ekki að gera upp hug þinn hvort þú vilt vinstri eða hægri stjórn eftir kosningar og stefna framsóknar fer bara eftir því hverja þeir fá með sér í stjórn.

Ef þú setur x við samfylkinguna..... nú þá setur þú x við samfylkinguna en það veit enginn fyrir hvað hún stendur í raun. Það á að skoða alla hluti eftir kosningar svo það er vissulega mest spennandi að setja x við þau og sjá svo til eftir kosningar hvað þú varst í raun að kjósa.

Svo þekkja allir sem fylgjast eitthvað með pólitík stefnur þeirra sjálfstæðismanna og vg. Stefnur þeirra eru algjörlega á öndverðum meiði í flestum málum, undantekningar eru þó eins og til dæmis með afstöðu þeirra til Evrópusambands aðildar. Þú setur x við sjálfstæðisflokkinn ef þú vilt samfélag sem hefur efni á að halda úti góðu velferðarkerfi en þú setur x við vg ef þú vilt rústa þeirri uppbyggingu sem hefur verið undanfarin 16 ár.

Svo er bara að hugsa málið fram að 12. maí.


Allt í molum!

Ekki stendur steinn yfir steini í stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar.

Þeir ætla fyrst og fremst að byggja á ferðaþjónustunni. Ekki það að ég ætla að gera lítið úr henni heldur getur hún aldrei orðið það sem við þurfum að treysta á. Það þarf svo lítið að gerast til að ferðamenn komi ekki til landsins nema í litlum mæli.

Þau ætla að gefa kvóta til smábátanna þar sem að sala á þeim fisk á eftir að margfaldast á góðu verði næstu misseri. Það ætla ég rétt að vona að sé rétt og eru jafnvel komnar vísbendingar um það, en þá mun það líka gerast af sjálfu sér að kvótinn færist á trillurnar ef þar verða peningarnir. Hvað ætlar Íslandsflokkurinn að gera þangað til. Færa kvóta á trillurnar áður en það er hagkvæmt sem gerir það að verkum að hagnaður af þessari auðlyndi okkar verður minni.

Þau ætla að styrkja bændur í byggðarlegu sjónarmiði. Þ.e.a.s. þau ætla að borga bændum fyrir að búa hér og þar um landið og skiptir þar engu hversu hagkvæmt það er. Það kerfi sem við búum við í dag í landbúnaðinum hefur orðið til þess að bændur hafa verið að hagræða á sínum búum, tæknivæða þau og stækka til að geta boðið afurðir sínar á betra verði án þess að það komi niður á gæðunum. Því ætlar Íslandsflokkurinn að vinna gegn.

Svona mætti áfram taka úr þeirra stefnuskrá og benda á það sem miður fer. Það er nokkuð ljóst að íslendingar eru ekki á leiðinni til að fara að kjósa þetta framboð í stórum stíl og þar af leiðandi geta flestir aðrir stjórnmálaflokkar andað rólegar. Íslandshreyfingin á eftir að standa alveg í stað.


mbl.is Ómar vill opna eldfjallagarða líkt og á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður helst í fréttum eftir tvær aldir!

Umhverfisráðherra lagði fram frumvarp á þingi í morgun, þess efnis að rífa Kárahnjúkastíflu og hleypa vatni úr Hálslóni. Þar sem að ekki er lengur þörf á vatnsaflsorku vegna þeirrar tækni sem komið hefur fram á síðustu árum vill umhverfisráðherra færa Kárahnjúka í fyrra horf.

Að það sé mögulegt er tveggja alda gömlum myndum Ómars nokkurs Ragnarssonar, þá fréttamanns, að þakka. En hann myndaði landið í bak og fyrir á sínum tíma.

Með nútíma tækni ætti þetta verk ekki að taka nema tvö til þrjú ár.

Þingmenn stærsta stjórnarandstöðu flokksins, Íslenska umhverfisverndarflokksins, hafa líst andstöðu sinni við málið. Hafa þeir bent á að í lóninu sé mikið dýralíf sem ekki megi fórna vegna einhverra fortíðar drauma.

"Stjórnin verður að gera sér grein fyrir því að við eigum ekki landið, heldur höfum það í láni hjá afkomendum okkar og ber okkur því skilda að skila landinu af okkur í sem bestu ásigkomulagi." Segir í fréttatilkynningu flokksins. Enn fremur segir í tilkynningunni að það beri að vernda sögu landsins fyrir komandi kynslóðir.

Forsætisráðherrann gefur ekki mikið fyrir þennan málatilbúnað stjórnarandstöðunnar og bendir fólki á að kynna sér hvernig umræðan var þegar Kárahnjúkastífla var reist og einnig ætti fólk að kynna sér hvernig umræðan var þegar fyrirhugað var að byggja fyrsta álverið á Íslandi en það má sjá hér. 


Verðbólga, ekki verðhjöðnun!

Samkvæmt spá Greiningardeildar Kaupþings má búast við verðbólgu í apríl en ekki verðhjöðnun eins og einhverjar vonir stóðu til að kæmi fram í kjölfar virðisaukaskattsbreytinga á matvöru og ýmsum þjónustuliðum í mars.

Enn sannast mitt mál. Verðlag fer eftir kaupmætti þjóðarinnar. Ef við getum þvingað matvöruverð niður þá hækka aðrar vörur í staðinn sem aftur veldur því að matvörur hækka í verði.

Eina virka leiðin til að ná niður vöruverði er að minnka kaupmátt og auka atvinnuleysi.

Svo er aftur annað mál hvort við viljum heldur, hátt vöruverð eða minni kaupmátt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband