Kettir geta líka haft ofnæmi fyrir mönnum!

Fann þessa frétt þar sem segir frá því að kettir geta haf ofnæmi fyrir mönnum. Það lýsir sér m.a. í kláða, hnerra og öndunarsjúkdómum sem svipar til asma.

Eins gott að fara að fylgjast með kisa.


Enn sannast það!

Ef það á að koma góðum hlutum í verk, þá verður að koma sjálfstæðismönnum til valda Smile

En svona grínlaust þá gleður það mig mjög að nú eigi að taka á mengun borgarinnar (þó að ég búi þar ekki sjálfur) og það að auka aðgengi hjólreiðafólks í umferðinni á örugglega eftir að skila sér margfalt í heilbrygðiskerfinu.

Til hamingju reykvíkingar með að hafa greinilega kosið rétt s.l. vor, vonandi ber ykkur gæfa til að kjósa rétt núna í vor líka og aðrir landsmenn taka ykkur vonandi til fyrirmyndar Wink


mbl.is Ókeypis í bílastæði fyrir vistvæna bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkismálin

Nú er ég búinn að horfa á seinni helming Kastljóssins síðan í gærkvöldi og get loks farið að tjá mig um það.

Fannst enginn af þeim sem sátu undir svörum standa sig betur eða verr en aðrir ef ég undan skil tvö.

Þegar var farið að spyrja Magnús Þór Hafsteinsson og stefnu Frjálslynda varðandi innflytjendur fór hann nú bara vel af stað. Taldi upp það sem þyrfti að gera til að bæta aðbúnað þeirra sem koma hér til landsins og var ég farinn að vona að ég hefði misskylið stefnu þeirra hingað til. En svo datt botninn úr þessu hjá honum og upp kom þessi "rasista" umræða. Ég vil ekki segja að Magnús Þór sé rasisti en alltaf þarf hann að láta umræðuna hljóma svoleiðis samt.

Hef verið að spá hvort Magnús Þór og Jón Magnússon hringi í 112 á hverjum morgni og tilkynni að það sé kviknað í húsinu hjá þeim þó að svo sé ekki bara til þess að hafa slökkviliðið fyrir utan ef á þyrfti að halda. Allavega tala þeir mikið um það báðir að það sé samþykkt innan EES samningsins sem kveði á um það að land sem er aðili að samningnum geti heft straum útlendinga til landsins ef í nauðirnar rekur. Þessu ákvæði segja þessir ágætu menn að þeir ætli að beita ef þeir komist í ríkisstjórn en geta þó ekki bent á hver neyðin er. Þeir hjá 112 hljóta að fara að hætta að svara þeim.

Eins finnst mér alltaf sniðug afstaða Samfylkingarinnar varðandi ESB. Þau vilja sækja um inngöngu og samningsmarkmiðið er að fá allt fyrir ekki neitt en samt aðhyllast þau ekki þá stefnu að fleyta bara rjómann ofan af. Nær einhver samhenginu? Þetta er nú ekki eina mál Samfylkingarinnar sem er erfitt að átta sig á. Eins sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir vera hlynnt því að sækja um aðild þegar það hentaði íslendingum, hver er það ekki??? Enda var nú bara hlegið að henni úti í sal þegar hún skellti þessu fram og nýbúið var að tala um það að Samfylkingin tæki ekki afstöðu.

ESB mál Samfylkingarinnar birtist mér eins og að ég myndi semja við einhvern um kaup á bílnum mínum og samningskilirði mín væru að fá milljón fyrir bílinn og hefði svo líka afnot af honum um ókomna framtíð. Já! Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru náttúrulega bara ruglaðir að láta sér detta í hug að það sé ekki hægt að ná slíkum samningum, eða er það kannski bara kurteisi hjá þeim að bjóða ekki upp á slíka samninga?


Landbúnaðarmál, jafnrétti og afmæli.

Landbúnaðarmálin voru tekin fyrir í Kastljósþætti kvöldsins (reyndar utanríkismálin líka en er ekki búinn að horfa á þann hluta) og mættu þar fulltrúar allra flokka sem komnir eru með listabókstaf.

Leist nú ekkert á það í fyrstu þegar ég sá að Árni Matt ætti að tala fyrir sjálfstæðismenn. Hann er nú ekki sá mælskasti innan sjálfstæðisflokksins þó að hann vinni vel Smile. Hann kom þó gríðarlega á óvart og stóð sig alveg stórglæsilega vel, hefur greinilega verið duglegur að lesa heima.

Fallisti kvöldsins er klárlega Einar Már sem talaði fyrir samfylkinguna en Jón Bjarnason var honum ekki mikið fremri. Guð hjálpi bændum ef annar þessara flokka, samfylkingin eða VG, komast í landbúnaðarráðuneytið. Einar vildi afnema alla tolla og styrkja bændur á einhvern annan hátt. Kannast einhver við þetta máltæki "eitthvað annað"? Ótrúlegt að einhverjir séu enn að nota þetta máltæki í pólitíkinni. Jón vildi hins vegar halda öllum litlu búunum og passa að bændur byggðu landið sem víðast. Á þá að taka aftur alla þá hagræðingu sem hefur orðið í landbúnaði síðustu ár? Ekki verður það nú til að styrkja landbúnaðinn eða lækka matvöruverðið.

En að jafréttismálunum. Það var verið að gera könnun á meðal 15 ára unglinga á Íslandi og var verið að spurja þau hvað þau gætu hugsað sér að starfa um þrítugsaldur. Í þeirri könnun kom fram að helmingi fleiri strákar en stelpur geta hugsað sér að vinna við stjórnunnarstörf. Segir það ekki töluvert mikið um það afhverju staðan í jafnréttismálunum er eins og hún er. Gæti trúað því að þegar börnin eldast þá fjölgi þeim drengjum sem vilja komast í stjórnunnarstöður en stúlkunum fækki.

Ég tel að ef jafnrétti á að nást í stjórnun lands og atvinnulífs þá verði að breyta þessu hugarfari hjá stúlkum og konum. Lausnin er ekki að kjósa eftir kyni. Hins vegar má líka spurja sig hvort stúlkur megi ekki velja sér framtíðarstarf án þess að aðrir séu að skipta sér af því en vissulega væri það hagur allra ef fleiri konur gæfu sig í að stjórna (öðrum en eiginmönnunum Wink)

Þessi bloggsíða mín er nú orðin þriggja mánaða. Byrjaði að blogga hér á moggabloggi 10 janúar (hef reyndar bloggað í rúm 2 ár) og á þeim tíma hafa komið yfir 9000 gestir á síðuna og töluverður fjöldi hefur sent mér vinaboð. Það er mér mikill heiður að þið skuluð kíkja hér öðru hvoru við og enn meiri heiður af vinaboðunum svo takk æðislega öll sömul. Ekki má gleyma því að þakka þeim sem hafa lífgað upp á umræðurnar hér á síðunni með athugasemdum sínum eða þeim sem hafa gefið sér tíma til að rita í gestabók.


Kosningabaráttan formlega hafin.

Formenn stjórnmálaflokkana komu fram í Sjónvarpinu í kvöld og tókust á um hin ýmsu málefni. Ljóst er að það verður mikið tekist á næsta mánuðinn fram að kosningum.

Geir Hilmar Haarde kom mjög vel út úr þættinum í kvöld, rökfastur og skynsamur. Var ófeiminn við að segja að hann vissi ekki það sem hann vissi ekki og varði fyrri verk þó hann gerði sér ljóst að sumt af því er ekki til þess fallið að sækja atkvæði í næstu kosningum.

Jón Sigurðsson kom betur út heldur en ég bjóst við að hann myndi gera. Greinilegt er þó enn að hann er svolítið blautur á bak við eyrun þegar hann þarf að takast á við sér mikið reyndara fólk í bransanum.

Það má líka segja það um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hún kom mér svolítið á óvart í kvöld. Stóð sig mikið betur heldur en maður hefur séð lengi, virtist betur undirbúin en oft áður. Fannst sterkur punktur hjá henni að stóriðjumálið væri ekki mál málanna þó mikilvægt sé heldur börnin og fjölskyldurnar.

Steingrímur J. var hins vegar ekki eins góður og oft áður. Þó gaman að heyra að hann er farinn að nálgast stjórnarflokkana í skattamálum LoL

Ómar Ragnarsson er greinilega ekki inni í neinum málum nema stóriðjumálunum og kann það ekki góðri lukku að stýra. Þó að þau mál séu ofarlega í hugum margra þá held ég að flestir geri sér ljóst að það er ekki aðalmálið og fær Íslandshreyfingin ekki mikið fylgi í vor ef ekki á að breyta því. Þau hafa sennilega fallið á tíma þar sem að ekki virðist vera eftir tími til að koma með vel undirbúna stefnuskrá í öllum helstu málaflokkum. Ómar vildi halda því fram að fylgi hans flokks myndi aukast þegar listar þeirra kæmu fram. Sjálfur tel ég að það muni hafa þver öfug áhrif. Ljóst er að á þeim verður mikið af óreyndu fólki sem að kjósendur verða ekki tilbúnir að treysta svona fyrsta kastið. Hins vegar ef Íslandshreyfingin kemst með einhverja á þing og stendur sig vel næsta kjörtímabil, þá er aldrei að vita hvað gerist.

Guðjón Arnar Kristjánsson stóð sig með afbrigðum illa í kvöld. Var ómálefnalegur og pirraður. Maður hefur á tilfinningunni að hann sé kominn út í horn í eigin flokki í innflytjendamálinu. Hann á erfitt með að verja málatilbúnað þeirra varðandi það og ekki virðist flokkurinn vera tilbúinn með nein önnur stefnumál í bili.

En hvar var formaður framboðs aldraðra og öryrkja? Enginn mætti í sjónvarpssal frá þeim flokki.

Hlakka mikið til að sjá framhaldið. Ekkert var þó í þessum þætti sem breytir minni síðustu spá um fylgi stjórnmálaflokkana. Allar líkur eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn en svo er bara spurningin, með hverjum?


Páskahelgin að líða

Nú er farið að líða að lokum þessarar páskahelgar og mikið er maður nú búinn að njóta hennar Smile. Maður er orðinn mikið feitari og sællegri heldur en maður var á miðvikudaginn s.l. eftir að hafa troðið sig út af góðum mat og sælgæti alla helgina.

Elsta dóttir mín lét ferma sig á skýrdag og er hún þriðja af börnunum mínum sem að lætur ferma sig á þremur árum, en nú er komið hlé, fjögur ár í það næsta og svo sex í það síðasta Smile.

Skemmtilega við að ferma svona upp í sveit og vera aðfluttur er að þá fyllist allt af skemmtilegum gestum sem maður hefur ekki séð lengi. Mikið af því fólki sem kom núna hefur ekki komið síðan að yngri sonur minn fermdist á skýrdag í fyrra. Takk æðislega öll fyrir komuna.

Maður hefur varla nennt að fylgjast með fréttum alla hátíðisdagana en þó fór það ekki fram hjá mér að Ómar virðist vera þriðji vinsælasti stjórnmálaleiðtoginn um þessar mundir og skýtur með því Jóni, Guðjóni og Ingibjörgu ref fyrir rass. Auðvitað gráta samfylkingarmenn yfir þessum niðurstöðum og kenna sjálfstæðismönnum enn um hrakfarirnar. Ég vil nú samt meina að það sé mikil mennsku brjálæði í samfylkingarfólki að halda því fram að sjálfstæðis- og framsóknarfólk sé hrætt við Ingibjörgu Sólrúni, sé ekki ástæðu fyrir því hvers vegna það ætti að vera. Mikið nær væri að Steingrímur J. vekti stórnarliðinu ugg í brjósti en það virðist nú samt ekki vera en það er nú bara gott að samfylkingarfólk hafi þetta ályt á formanni sínum Smile

Vona að þið hafið líka haft það gott um helgina.


Ég sagði ykkur það

Ótrúlegt hvað hlutirnir þróast eins og maður þykist sjá fyrir.

Íslandshreyfingin tapar fylgi eins og ég var búinn að spá fyrir. Þetta er önnur Gallup könnunin þar sem þau eru tekin með. Voru með 5,2% í þeirri fyrstu og spáði ég því þá að það væri toppurinn sem þau myndu ná. Hvort sem það er rétt eða ekki þá tapa þau allavega fylgi núna á milli kannanna. Þau taka nánast allt sitt fylgi af VG eins og ég var búinn að spá og öfugt við það sem Margrét Sverrisdóttir hefur haldið fram þá virðist hreyfingin ætla að verða til þess að stjórnin haldi í vor. Skyldi það hafa verið þeirra markmið svona í laumi? Wink

Samfylkingin taldi að hún myndi græða á íbúakosningunni í Hafnarfirði. Ég og fleiri hafa bent á að það hljóti frekar að skila þeim minnkandi fylgi. Lítið breytist þeirra fylgi á milli vikna en þó frekar er það niður á við en hitt.

Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt og hlýt ég að vera ánægður með það og eins og áður sagði þá mælist fylgi stjórnarflokkanna nóg til þess að stjórnin heldur ef þetta verður niðurstaða kosninganna og er það í fyrsta skipti í töluverðan tíma. Ég var auðvitað búinn að spá fyrir að það myndi gerast líka Wink

Ég ætla að leyfa mér að spá því að nú fari að koma ró á hreyfingu fylgisins á milli flokka. Ef ekkert mikið skeður í þjóðfélaginu þá held ég að við förum að sjá skoðanakannanir sem sýna nokkuð nærri niðurstöðu kosninganna í vor. Reikna þó með að Íslandshreyfingin og VG eigi eftir að lækka lítillega enn og mun sennilega helst Sjálfstæðisflokkurinn græða á því og kannski Framsókn.

Svo ég segi nú bara eins og forseti vor gerði margsinnis í nýársávarpi sínu, ég sagði ykkur það Cool


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarvert eða fíflagangur

Samfylkingarfólk ber sér mjög á brjóst þessa dagana fyrir að hafa staðið fyrir kosningu um deiliskipulag í Hafnarfirði. Mörgum þykir þessi kosning hafa verið fíflagangur og aðeins tilkomin vegna þess að Samfylkingin getur ekki tekið afstöðu til umdeildra mála.

Mikil umræða um þetta mál hefur verið hér á blogginu og vill Samfylkingarfólk yfirleitt meina í þeirri umræðu að sjálfstæðisflokkurinn sé á móti íbúalýðræði.

Ég þori ekki að tala fyrir sjálfstæðisflokkinn en get þó sagt fyrir mig persónulega að það er ekki svo. Hef sjálfur verið talsmaður aukins lýðræðis. Við verðum þó að gæta okkur á að velja þau mál af kostgæfni þegar kemur að íbúakosningum í sveitarfélögum og vanda tímasetningu kosninganna en það hvort tveggja klikkaði algjörlega hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði.

Margir munu lesa þetta hjá mér með þeim augum að ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður, og er það í góðu lagi, en ég vil taka fram að ég lít ekki á pólitík sem trúarbrögð og vil ekki meina að allt sé gott sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og allt sé vont sem aðrir standa fyrir og hef hingað til haft mikið ályt á Lúðvíki Geirssyni, en það minnkaði reyndar eftir þetta ævintýri Hafnfirðinga.

Átta ár var Alcan búin að vera að undirbúa stækkun álversins í Straumsvík og aldrei var þeim gefið annað í skin en að þau hefðu blessun bæjarstjórnarinnar til að byggja upp í Hafnarfirði. Eftir þessi átta ár, mikla vinnu og mikið fjármagn var efnt til íbúakosninga og málið blásið af.

Þessi vinnubrögð hljóta að verða til þess að auka óöryggi í atvinnulífinu. Það fólk sem hefur áhuga að byggja upp atvinnulífið í Hafnarfirði getur ekki treyst því að Samfylkingin standi við öll loforð þegar búið verður að leggja mikla vinnu og mikið fjármagn í undirbúninginn og hljóta að leita annað.

Ekki getur heldur talist gott þegar það er búið að kljúfa heilt sveitarfélag í herðar niður. Hafnfirðingar skiptust í tvær nákvæmlega stórar fylkingar og mun það taka einhvern tíma fyrir þau sár að gróa. Ekki þykir mér heldur gáfulegt að etja Hafnfirðingum beinlínis gegn einu helsta fyrirtæki þeirra, sem hefur helst haldið uppi atvinnulífinu þar í bæ.

Ef við viljum íbúlýðræði, sem ég held að við flest viljum, þá hefði verið eðlilegast að leyfa stækkun álversins í Straumsvík þar sem að undirbúningsferlið var komið það langt að ekki var siðferðislega hægt að bakka með það. Síðan hefði átt að fara með það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við kærðum okkur um frekari stóriðju í landinu áður en að fleiri álver verði komin þetta langt í undirbúningi. En það er endalaust hægt að segja að "svona hefði þetta átt að vera" en nú er að horfa fram á veginn, virða ákvörðun hafnfirðinga og reyna að gera sem best úr hlutunum úr því sem komið er.

Annars er það alveg öruggt að þetta verður eitt af þeim málum sem kosið verður um í þingkosningunum í vor og mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn til að viðhalda áframhaldandi atvinnuuppbyggingu í landinu.

Þess má nú samt geta, þar sem að ég hef verið að skamma Lúðvík svolítið í bloggum og athugasemdum við blogg annara, að ég sat aðalfund Skógræktarfélags Íslands í fyrra. Á laugardagskvöldi settust fundarmenn saman yfir mikilli matarveislu og Lúðvík Geirsson var veislustjóri og var alveg frábær í því hlutverki Smile

En að öðru. Setti netfangið mitt í höfundarupplýsingar þannig að ef þið viljið hafa samband, þá er það velkomið.


Bloggstríðni

Moggabloggið er búið að vera að stríða mér í gær og í dag. Það leyfir mér ekki að blogga við fréttir, erfitt er að komast inn á margar síður og þær sem ég kemst inn á eru eins og þegar ég komst inn á þær síðast þannig að ég verð að refresh-a hverja og eina.

Innskráningin tollir ekki inni nema stundum, vona samt að það leyfi mér að klára þetta blogg áður en ég verð loggaður út.

Vona að þetta verði lagað fljótlega Smile


Niðurstaða fengin

Sorgleg en niðurstaða þó. Þykir mjög leitt hvað rúmlega helmingur hafnfirðinga er þröngsýnn. Nú verður virkjað í Þjórsá og orkan notuð til að reka álver í Helguvík en í því álveri verður ekki nærri eins mikil verðmæta sköpun eins og áætlunin var í Straumsvík þar sem ekki er gert ráð fyrir að vinna álið eins mikið þar eins og Rannveig Rist hefur bent á.

En þó maður sé svekktur yfir niðurstöðunni þá er ekkert að gera nema að virða hana og vinna eftir henni. Vona að hafnfirðingum beri gæfa til að finna þetta eitthvað annað Smile


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband