Vilja lægra verð á mjólkurvörum.

Ekki voru einungis sjálfstæðis- og samfylkingarfólk með sína aðalfundi nú um helgina. Kúabændur héldu einnig sinn aðalfund.

Á honum kom m.a. fram að kúabændur vilja lægra verð á mjólkurvörum. Til að ná því markmiði vilja þeir m.a. fá stjórnvöld til samningaviðræðna til að ná niður framleiðslukostnaði.

Einnig var skoðað hvort hagræðing yrði í því að flytja inn annað kúakyn. Í því máli sýnist sitt hverjum eins og í flestum öðrum.

Ekki þarf að efast um það að það er hægt að flytja inn kúakyn sem skilar okkur mikilli hagræðingu heim á búunum. Kúakynin sem eru notuð við mjólkurframleiðslu í löndunum í kringum okkur eru mikið afurðarhærri en okkar gamla íslenska. Hins vegar hefur verið bent á að þó að íslenskir kúabændur fengju kýrnar sínar til að mjólka svipað mikið og nágrannar þeirra þá eru landfræðilegar aðstæður þannig að við yrðum seint samkeppnishæfir í verði þó við gætum mögulega fengið verðið töluvert niður.

Nú á síðustu misserum hefur verið flutt út til Bandaríkjanna töluvert magn af mjólkurafurðum á þokkalegu verði og telur Baldvin Jónsson (minnir mig að hann heiti), sem sér um kynningu á íslenskum vörum í USA, að það skipti miklu máli upp á markaðinn þar að mjólkin komi úr okkar gamla landnámskyni. Það er okkur mjög mikilvægt að horfa til þess líka þar sem að tollar munu lækka í framtíðinni á mjólkurvörum og mun því markaðshlutdeild íslenskra kúabænda minnka hér á landi og munum við þurfa aðra markaði.

Nú standa kúabændur s.s. fyrir þessu erfiða vali. Eiga þeir að flytja inn nýtt kúakyn sem myndi mjólka meira og skapa þannig mikla hagræðingu í framleiðslunni en gæti orðið til þess að minnka sölu, fækka bændum, sem gæti aftur orðið til þess að öll aðföng hækkuðu í verði og myndi þá éta upp hagræðinguna af nýju kúakyni. Eða eiga þeir að halda í sína íslensku kú og treysta á það að það veiti þeim aðgang að fleirum og betri mörkuðum sem gæti orðið til þess að við gætum framleitt miklu meiri mjólk, stækkað búin sem gæti orðið til þess að aðföng myndu lækka í verði og mjólkin þar af leiðandi líka.

Sjálfur hef ég alltaf veðjað á seinni kostinn og geri það enn. Vona bara að kúabændum beri gæfa til að velja rétta kostinn hvor sem hann er Smile

Eitt er það þó sem hefur komið fram í máli Þórólfs Sveinssonar formanns Landssambands kúabænda sem er ekki rétt og það er að ef flutt verði inn nýtt kúakyn að þá verði tvö kúakyn sem verða í framleiðslu. Það mun ekki verða nema að mjög takmörkuðu leiti. Það sem helst hefur valdið því að við höfum ekki haft við nágrönnum okkar við að rækta kýrnar okkar til hárra nyta er að stofninn okkar er of lítill. Ef flutt verður inn annað kyn mun íslensku kúnni fækka mjög og vonlaust verður að framrækta hana. Hún yrði einungis safngripur sem stjórnvöld myndu kosta (eru skyldug til þess vegna alþjóðlegra samninga) til að halda við.

Á aðalfundi L.K. var kynnt könnun sem gerð var á meðal almennings og kom fram í henni að íslendingar vilja ekki annað kúakyn í landið og vilja bara íslenskar mjólkurvörur. Set inn skoðanakönnun hér á síðuna líka til að þið getið komið ykkar atkvæði á framfæri Smile


Flokkur kvenna?

Í dag var kosið í miðstjórn sjálfstæðisflokksins. 8 konur og 3 karlar. Fattaði þetta ekki fyrr en ég sá það við annað blogg við þessa frétt. Enda spáir maður bara í hvaða einstaklingar eru kosnir en ekki af hvaða kyni þeir eru.

En svona fyrst það er búið að benda á þetta. Geta fleiri flokkar státað af eins stóru hlutfalli kvenna í framvarðasveit sinni?

 


mbl.is Kjartan fékk flest atkvæði í miðstjórnarkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsþing

Greinilegt er á þessari skoðanakönnun hverjir voru með sína landsfundi um helgina. Nú á næstu dögum mun þetta fylgi ganga eitthvað til baka hjá sjálfstæðismönnum og samfylkingu og aukast aftur á framsókn og vg. Þó held ég að það gangi meira og hraðar til baka hjá samfylkingunni.
mbl.is Fylgi VG minnkar samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölæði

Samkvæmt kvöldfréttum sjónvarps þá hefur landsþing sjálfstæðismanna samþykkt að flokkurinn skuli berjast fyrir því að sala á bjór og léttvíni verði leyfð í matvöruverslunum og enn fremur að lækka áfengisaldurinn úr 20 niður í 18 ár.

Hvað varðar sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum á ég erfitt með að mynda mér skoðun. Þegar ég hugsa fyrir sjálfan mig og mína aðstandendur þá er ég hlynntur því að það verði leyft. Finnst það þó vera gríðarlega sterk rök á móti því, að alkahólistar geta þá ekki lengur forðast að hafa vín alltaf fyrir augunum þegar þeir skreppa út í búð að kaupa brauð og mjólk.

Hins vegar veit ég ekki hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa þegar þeir leggja til að færa áfengisaldurinn niður í 18 ár. Margir sérfræðingar hafa bent á að það er mikill munur á því að byrja að drekka 18 ára eða tvítugur. Ef beðið er í þessi tvö ár minnka líkurnar stórlega á alkahólisma og öðrum skemmdum vegna alkahóls.

Ekki er það þó svo að ég geri mér ekki grein fyrir því að þó vínsala sé ekki leyfð til yngri en 20 ára þá byrjar fólk oft (yfirleitt) fyrr að drekka en það. En ég veit líka að fólk neytir eiturlyfja og gerir margt það annað sem bannað er og okkur dettur ekki í hug að leifa það samt.

En endilega látið ljós ykkar skína í athugasemdum ef þið eruð ekki sammála mér....... og reyndar endilega líka þó þið séuð sammála mér Wink


Ó! Hélt að Samfylkingin vildi aukið lýðræði.

Nú ætlar Ingibjör Sólrún að segja öllum hinum samfylkingarþingmönnunum sem studdu eftirlaunafrumvarpið að skipta um skoðun Shocking, það er mjög lýðræðislegt, eða hvað?

Eigum við að kjósa samfylkinguna af því að ISG ætlar að berjast gegn þessu eftirlaunakerfi þingmanna en flestir aðrir í samfylkingunni eru hlynntir því?


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgið aftur heim

Fylgið virðist hrynja aftur af Íslandshreyfingunni (það litla sem var) og fara aftur til VG. Það fylgi á sennilega aftur eftir að fara eitthvað af VG yfir á stjórnarflokkana í kosningunum sjálfum þar sem að þegar líður að þeim þá áttar fólk sig á að stóriðjumálin eru ekki aðalatriðið þó þau séu þíðingar mikil.

Samfylkingin heldur áfram að tapa. Sennilega fá þau einhverja uppsveiflu, þó lítil verði, nú í kringum landsþing þeirra en svo mun það halda áfram að lækka lítillega fram að kosningum.

Sama má segja um sjálfstæðisflokkinn nema að uppsveiflan verður heldur meiri nú í kryngum helgina.

Framsókn er að hækka lítillega. Hún á ekki eftir að breytast mikið fram að kosningum en mun þó fá heldur meira út úr kosningunum sjálfum.

Von mín um að Frjálslyndir þurrkist út sem þingflokkur virðist ekki ætla að rætast. Íslandshreyfingin virðist ekkert taka af þeim sem skiptir máli frekar en af öðrum og stefnir í að þeir endi í 5-6% fylgi í kosningunum.

Baráttusamtökin setja ekkert strik í reikninginn frekar en við var að búast.


mbl.is Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gummi og Illugi

Guðmundur Steingrímsson og Illgui Gunnarsson voru í Kastljósi í kvöld og voru að ræða setningarræðu Geirs Hilmars á landsfundi sjálfstæðismanna sem hófst í dag.

Þó það sé ótrúlegt þá gat ég verið þeim báðum sammála að mestu leiti. Guðmundur var fastur í fortíðinni og gagnrýndi Sjálfsstæðisflokkinn fyrir að sinna ekki ellilífeyrisþegum nægjanlega en Illugi horfði til framtíðar þar sem að Geir sagðist í ræðunni ætla m.a. að berjast fyrir því að bætur ellilífeyrisþega sem orðnir eru sjötugir skerðist ekki þó þeir vilji vera úti á atvinnumarkaðnum.

Ljóst var á þessu viðtali í Kastljósinu að Guðmundur Steingrímsson er efnilegri sagnfræðingur en alþingismaður.

Eins og lesendur þessarar síðu vita, þá hef ég gagnrýnt Sjálfsstæðisflokkinn í málefnum aldraðra og fagna ég því mjög að minn flokkur skuli nú sjá að sér. Skil þó alveg áhyggjur annara flokka yfir því þar sem að það slær beittasta vopnið úr höndum þeirra.

Ekki er hægt að sakast við Geir, hvað varðar þessa ræðu hans, að hann leggi Ingibjörgu Sólrúni Gísladóttur í einelti eins og sjálfstæðismenn hafa löngum verið sakaðir um, enda samfylkingin orðin ein af litlu flokkunum. Hins vegar skaut hann aðeins að Steingrími J. enda er hann formaður næst stærsta stjórnmálaflokks landsins ef marka má skoðanakannanir. Einnig er VG eini flokkurinn sem hefur stefnu sem kjósendur geta áttað sig á, fyrir utan Sjálfsstæðisflokkinn.

Guðmundur kvartaði undan því í þessu viðtali að Geir væri ekki að boða neitt nýtt í ræðu sinni. Í fyrsta lagi er það ekki rétt og kom það að meira að segja fram í máli Guðmundar líka (sannur samfylkingarmaður) og í öðru lagi þá þegar flokkur hefur verið í stjórn í 16 ár og gengið eins vel og raun ber vitni þá er ekki að búast við að sá flokkur þurfi að breyta mjög miklu. Greinilegt er á ræðu Geirs að Sjálfsstæðisflokkurinn ætlar sér að halda áfram góðu starfi ef hann fær brautargengi til þess í vor.


Lundinn í lágmarki

Einar K. Guðfinnsson getur þá frestað því að fá sér veiðikort þar sem draga verður úr veiði á lundanum Grin
mbl.is Stefnir í aflabrest í lundaveiði þriðja árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matur er mannsins meginn, eða allavega hluti af honum.

Fjórði hver kjúklingur í Evrópu er salmonellusýktur eftir því sem segir á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Ekki er allt fengið með því að flytja inn mat.

Minnst sýking virðist vera á norðurlöndunum og mælist engin salmonellusýking í Svíþjóð og á Íslandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband