24.4.2007 | 14:58
Fundur í Árhúsum
Bændasamtökinn boðuðu til fundar í Árhúsum á Hellu í gærkvöldi og voru búnir að smala þangað fulltrúum allra stjórnmálaflokkana, fyrir utan framboð aldraðra, og skyldi nú ræða landbúnaðarmál.
Kjartan Ólafsson var mættur fyrir D, Guðni Ágústsson fyrir B, Björgvin Sigruðsson fyrir S, Atli Gíslason fyrir V, Grétar Mar Jónsson fyrir F og þær Ásta Þorleifsdóttir og Ingileif (man því miður ekki hvers dóttir) voru mættar fyrir I.
Fyrst hélt Þorfinnur Þráinsson stjórnarformaður Búnaðarsambands Suðurlands tölu og fræddi verðandi þingmenn á Suðurlandi um landbúnaðinn í þeirra kjördæmi. Síðan hélt Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands tölu um landbúnaðinn á landsvísu. Komust þeir báðir mjög vel frá því verki. Kom meðal annars fram í máli þeirra að 12,9% launa íslendingsins fer í matarinnkaup og helmingurinn af því fer í að kaupa íslenska matvöru. Það er töluvert minna heldur en margur evrópubúinn gerir.
Kjartan Ólafsson fær 8 í einkun fyrir gærkvöldið. Hann var mjög málefnalegur en eyddi óþarfa tíma í að skamma VG. Mér finnst vera kominn tími til að tilvonandi þingmenn tali um það sem þeir ætli að gera en ekki hvað hinir ætla að gera.
Guðni Ágústsson fær 9. Hann var alveg samur við sig, fólk hló allan tímann meðan hann var í pontu eins og þegar hann t.d. sagði að kratar hefðu riðlast á bændum forðum eins og hrútar á fengitíma
Björgvin verður nú bara að fá 10 held ég þó mér sé það ekki ljúft . Hann kom gríðarlega á óvart á þessum fundi. Samfylkingin er greinilega búin að taka U beyju í landbúnaðarstefnu sinni og er það gott. Batnandi fólki er best að lifa.
Atli Gíslason fær í mesta lagi 7. Hann bakkaði með flest þegar leið á fundinn af því sem hann hafði sagt fyrr. En ég leyfi honum að njóta vafans og gef honum 7 á þeim forsendum að ég hafi misskylið hann í fyrri ræðunum.
Grétar Mar fær 4. Hafði nákvæmlega enga þekkingu á landbúnaðinum og talaði að mestu um sjávarútvegsmál. Hann fær þó fjóra fyrir viðleitnina.
Þær stöllur í Íslandshreyfingunni fá nú bara 0, þá sér í lagi Ingileif. Það var eins hjá þeim og Grétari að þær virtust ekki hafa mikinn skilning á landbúnaði eða bændum eða nokkru því sem að þeim kemur. Við skulum samt gefa Ástu 1 fyrir að viðurkenna það
Blogga kannski frekar um þennan fund síðar þegar betri tími gefst til.
23.4.2007 | 12:32
Er þetta frétt????
Hélt að þetta lægi alveg í augum uppi. Auðvitað ef eldriborgarar fara að vinna og borga skatt í ríkissjóð þá aukast tekjur sjóðsins. Ekki nóg með það, heldur má vænta þess að útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins minnki og þennslan minnkar í þjóðfélaginu vegna aukins framboðs á starfsfólki.
Þegar næga atvinnu er að hafa og þennslan er eins mikil eins og raun ber vitni og flytja þarf inn erlent vinnuafl í stórum stíl er ekkert gáfulegra en að afnema tekjutengingu bóta og hvetja með því fólk út á vinnumarkaðinn og reyna að halda sem mestu af tekjunum inn í landinu. Hins vegar ef við kjósum yfir okkur þá sem vilja stoppa alla framþróun á vinnumarkaði, eins og vinstri menn, þá er engin forsenda fyrir því að afnema tekjutenginguna og ekki væri heldur til fjármagn til að gera betur við þessa þjóðfélagshópa með öðrum leiðum.
Kjósum því rétt 12. maí XD
Ríkissjóður gæti hagnast á að afnema tekjutengingu bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 19:58
Fundur í sjónvarpssal
Mikið er nú rosalega þreytandi að vera að reyna að hlusta og horfa á tilvonandi þingmenn okkar í sjónvarpi þegar hver gjammar ofan í annan þannig að ekkert er hægt að heyra hvað hver segir. Ótrúlegt að fólk sem býður sig fram til alþingis skuli ekki hafa meiri þroska en þetta.
Björgvin átti nú þann heiður í þessum þætti í dag þar sem að suðurkjördæmið var tekið fyrir að vera yfirgjammarinn. Gat ekki með nokkru móti haldið aftur af sér, græddi væntanlega ekki mörg atkvæði fyrir það. Grétar Mar var hins vegar bara mjög virðulegur í þessum þætti og kom mér það mjög á óvart, hann hefur greinilega tekið þann rétta pól í hæðina að það er ekki til þess fallið að afla fylgis að vera með þann dónaskap að gefa ekki öðrum kost á að tala, batnandi mönnum er best að lifa.
Annars kom voðalega lítið út úr þessum þætti sjónvarpsins í dag. Flestir frambjóðendur stóðu sig nokkuð vel (svona það sem maður fékk að heyra) en auðvitað fannst mér málstaður þeirra mis gáfulegur.
Fagna því að Sjálfsstæðisflokkurinn er enn að bæta við sig ef marka má skoðanakannanir.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 19:49
Gott mál?
Tuttugu og þrír Kúrdar teknir af lífi í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 13:29
Risabú
Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa valdið bændum ugg í brjósti með uppkaupum jarða á háu verði er Lífsval. Nú hefur það fyrirtæki fjárfest í jörðinn Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu en þar var áður rekin graskögglaverksmiðja. Þar er áætlun Lífsvals að reisa gríðarlega stórt (á íslenskan mælikvarða) kúabú. Stefnan er að vera með um 5-600 kýr og framleiða á þriðju milljón lítra á ári en þess má geta að meðalbúið á Íslandi framleiðir tæp 200 þús. lítra á ári og það stærsta um milljón lítra.
Lífsval rekur nú tvö kúabú og framleiðslugeta þeirra er 6-700 þús. lítrar á ári samanlagt og er stefna Lífsvals að halda rekstri þeirra búa áfram. Framleiðslugeta fyrirtækisins verður þá, ef allt gengur eftir í Flatey, á fjórðu milljón lítra.
Lífsval hefur nýlega keypt jörðina Sumarliðabæ í Ásahreppi í Árnessýslu og mun væntanlega flytja framleiðsluna þaðan að Flatey.
Þessa frétt hefur Búnaðarsamband Suðurlands eftir ruv.
Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að ganga hjá þeim, hvort svona stór bú ganga hér á landi. Væntanleg framleiðsla á Flatey er meiri heldur en í öllum Skaftárhreppi en þar eru tæplega 30 bú.
Einn aðili úr Lífsval keypti einnig kúabú hér í Skaftárhreppi nú í vetur og hefur það bú náð hvað hæstri meðalnyt eftir hverja kú hér í hrepp. Spennandi verður að vita hvort áætlun er um að flytja framleiðsluna frá því líka austur að Flatey.
Ég óska þeim Lífsvalsmönnum góðs gengis í þessu verkefni og vona að það eigi eftir að koma öllum til góða.
20.4.2007 | 08:22
Langar þig í sveitina?
Þess má geta að það er verið að leita að skólastjóra við Kirkjubæjarskóla á Síðu á þeim frábæra stað Kirkjubæjarklaustri
Hér höfum við allt til alls, nýtt og flott íþróttahús, verið er að endurbæta sundlaugina og setja við hana heita potta, pizzustaður, golfvöllur þar sem mikið ódýrara er að spila heldur en á höfuðborgarsvæðinu, besta veðrið, frábæra náttúru og svo mætti lengi telja
Nú skuluð þið bara drífa ykkur að sækja um
Tólf umsækjendur um starf skólastjóra Stóru- Vogaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2007 | 19:54
Fara og koma
Ekkert er sennilega eins einmannalegt í lífinu og enginn sakni manns þó maður hverfi í langan tíma. Tók eftir því að Vala bloggvinkona er horfin og allir hennar frábæru pistlar . Vona að bloggið hafi bara bilað hjá henni og hún sé ekki hætt að blogga. Vona allavega að ekkert alvarlegt hafi gerst.
Vil allavega að hún viti ef hún kíkir hér við enn að hennar er sárt saknað og hennar mannbætandi pistla .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2007 | 13:45
Vel byrjar það!
Gleðilegt sumar öll sömul og takk æðislega fyrir veturinn
Vel byrjar sumarið. Sjálfsstæðisflokkur eykur verulega við sig fylgi, stjórnin heldur og frjálslyndir koma ekki manni að á þing ef niðurstaða kosninganna verður í takt við nýustu skoðanakönnun Gallups. Hvað getur maður beðið um það betra?
Samfylking er líka í stórsókn á kostnað VG en eins og ég hef sagt áður, þá væri nú óeðlilegt að Samfylking og Sjálfsstæðisflokkur myndu ekki auka fylgi sitt svona fyrst eftir þeirra frábæru landsþing. Nú er bara spurningin hvort þessir tveir flokkar haldi þessu fylgi fram til 12 maí.
Sjálfstæðisflokkur á uppleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2007 | 00:13
Misskilningur
Gaman að því hvernig hægt er að lesa marga misjafna hluti út úr því sem maður skrifar .
Ég bloggaði t.d. um það þegar Illugi Gunnarsson og Guðmundur Steingrímsson mættust í Kastljósþætti fyrir nokkru. Sagði ég í því bloggi að ég hefði að mestu leiti verið sammála þeim báðum þó þeir hefðu alls ekki verið sammála. Það var vegna þess að Guðmundur talaði um hvað sjálfsstæðisflokkurinn hefði komið illa fram við ellilífeyrisþega í gegnum tíðina en Illugi talaði um það sem þyrfti að gera og orðaði ég það þannig í blogginu að Guðmundur hefði horft á fortíðina en Illugi til framtíðar.
Þar sem ég er sjálfsstæðismaður þá vildu einhverjir meina að ég hefði verið að deila á Guðmund með þessu. Hins vegar ef ég hefði verið yfirlýstur samfylkingarmaður þá hefðu einhverjir talið að ég væri að deila á Illuga. Ef ég væri hlutlaus og hlutlaus aðili hefði lesið þetta blogg mitt hefði hann séð að ég segðist vera að mestu sammála þeim báðum og talið að ég væri að hæla þeim báðum
Þetta og fleiri dæmi sýna manni að það skiptir ekki öllu máli hvaða gleraugu maður setur upp við skriftirnar heldur með hvaða gleraugum lesandinn velur að lesa pistlana . Þetta er eitt af því sem gerir bloggið svo skemmtilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.4.2007 | 12:41
Samgöngu- og sjávarútvegsmál
Í Kastljósi gærkvöldsins var opinn stjórnmálafundur á Ísafirði og voru tekin fyrir samgöngu- og sjávarútvegsmál.
Ekki er hægt að gefa neinum sem þar komu fram háa einkun, nema jú Sigmari Guðmundssyni spyrli, hann fær 10 . Algjör snilld hvernig hann tók Ómar Ragnarsson og fulltrúa VG (sem ég man því miður ekki hvað heitir ) algjörlega í nefið.
En ef við tökum hvern flokk fyrir sig og byrjum á Íslandshreyfingunni. Þá eins og fyrr sagði fór Sigmar illa með Ómar þegar sá fyrr nefndi spurði þann síðar nefnda hvað loforð hans kostuðu og gat Ómar engu svarað. Ólafur gamli Hannibalsson virtist alveg vera út á þekju.
Fyrir frjálslynda töluðu Kristinn H. Gunnarsson um samgöngumál og Grétar Mar um sjávarútveginn. Kristinn fannst mér bara samur við sig og gerið ekkert mikið af sér en Grétar Mar var eins og lítill púki þarna í sætinu við hliðina á hinum. Sífellt gjammandi svo maður var löngu hættur að nenna að hlusta á hann, hvað þá að taka mark á honum.
Vinstri græn stóðu sig ekki mikið betur. Man nafnið á hvorugu þeirra og biðst ég afsökunnar á því. Konan sem talaði um samgöngumálin fyrir þeirra hönd talaði mikið um það að það væri ekki forgangsraðað rétt og spurði Sigmar hana hverju hún vildi breyta þar og gat hún engu svarað frekar en Ómar. Sjómaðurinn sem talaði um sjávarútvegsmálin fyrir VG var nokkuð samkvæmur sjálfum sér en ég var alfarið á móti stefnunni sem hann boðaði en það er annað mál.
Samfylkingin komst nokkuð klakklaus frá samgöngumálunum. Össur Skarphéðinsson hefði líka sloppið nokkuð vel frá sjávarútvegsmálunum ef hann hefði ekki alltaf verið að tönglast á því að samfylkingin væri ekki flokkur mikilla umbyltinga. Datt mér þá strax í hug stefna þeirra í landbúnaðarmálum þar sem að þau vilja fella niður helming allra tolla af landbúnaðarvörum og flokkast það nú í mínum huga sem mikil umbylting. Hann fær þá einkun hjá mér að vera sá eini sem gat gert sjálfan sig ótrúverðugan án nokkurar hjálpar frá einhverjum öðrum
Framsóknarmenn sluppu nú sennilega hvað best frá þessum þætti. Birkir viðurkenndi að ekki hefði náðst að koma á sáttum í kringum samgöngumálin og virði ég það alltaf þegar fólk þrætir ekki fyrir það augljósa. Magnús Stefánsson er sennilega sá sem komst best frá þessum þætti.
Sturla Böðvarsson var náttúrulega fulltrúi sjálfsstæðismanna í samgönguumræðunni og Einar K. í sjávarútvegsumræðunni enda eru þeir ráðherrar í þeim málaflokkum. Hvorugur þeirra eru nú þekktir fyrir það að koma vel út í þáttum sem þessum. Sturla var pirraður og mátti ekki anda á hann og Einar verður alltaf svo stressaður þegar skotið er á hann og lét hann Grétar Mar taka sig alveg á taugum. Einar var örugglega sá eini sem hlustaði á Grétar í gærkvöldi
Fór að spá í, eftir að hafa séð þennan þátt, hvað sjálfsstæðismenn eru fátækir af ráðherrum sem eiga gott með að svara fyrir sig. Það hefur aldrei verið sterka hlið Geirs formanns þó hann sé nú reyndar alltaf að verða sleipari og sleipari í þeirri list að svara fyrir sig. Björn Bjarna, Einar K., Sturla og Árni Matt, allt ráðherrar sem vinna vel (og Geir vinnu náttúrulega vel líka ) en eiga með eindæmum erfitt með að svara fyrir sig og líta þess vegna ekki alltaf vel út í viðtalsþáttum. Fylgi sjálfsstæðisflokksins, með þetta ráðherralið, segir manni bara að þjóðin er ekki að hlusta á ómerk kosningaloforð heldur metur fólk af störfum þeirra og er það vel.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...