Mjólkin hækkar í verði!

Nei  nei! Róleg aðeins! Er ekki að tala um hér á Íslandi Wink

Tvær stórar breskar verslunnarkeðjur hafa ákveðið að hækka verð á mjólk og skorað á tvö stærstu mjólkurbúin að skila þeirri hækkun beint í vasa bænda.

Sæi Baugsmenn alveg í anda gera þetta fyrir okkur bændur hér á landi GetLost

Nánar um þetta á vef Búnaðarsambands Suðurlands


Máttur hormottunnar

Tveir af mestu illmennum nútíma sögunnar Hitler og Saddam er eðlilega ekki borin falleg sagan. Eða er það eðlilegt?

Hvernig getur það gerst að geðveikir menn, eins og okkur er sagt að þessi menn hafi verið, geti náð svo miklum tökum á alheilbrigðu fólki að úr verði sögulegur harmleikur.

Áður en bandaríkjamenn komu Saddam til valda í Írak ríkti þar borgarastyrjöld. Engir skólar og ekkert heilbrigðiskerfi voru við lýði og eymdin var mikil á meðal þjóðarinnar. Í valdatíð Saddams batnaði þetta til muna (fyrir suma) en mörg voru hans illsku verk. Eftir að bandaríkjamenn komu honum frá völdum með hjálp margra evrópuþjóða hefur ástandið orðið eins og það var áður en hann komst til valda. Nú vilja margir hlaupa frá verkinu hálf kláruðu og telja sig bara nokkuð góða með að hafa komi Saddam frá. Hvort ætli hafi fleiri dáið við að koma Saddam frá eða á meðan hann var við völd? Hvort ætli fólk hafi það betra meðan hann var við völd eða á eftir? Hvort haldið þið að drepi fleira fólk, valdatíð Saddams eða það að innrásaliðið hlaupi frá hálf kláruðu verki og skilji allt eftir í logandi óeirðum? Hver er vondi maðurinn í þessu máli? Er hræddur um að það séu fleiri en einn og frá fleiri þjóðum en einni.

Eins má spá í málin með Hitler. Tökum nær tækt dæmi. Ef ég yrði formaður frjálslyndra á morgun og myndi boða það að allir útlendingar væru rétt dræpir. Ef útlendingar yrðu síðan að flýja land til að bjarga lífi sínu og þeir sem yrðu ekki nógu snöggir yrðu drepnir. Hverjum yrði það þá að kenna, mér sem formanni flokksins eða þeim sem ganga til liðs við flokkinn og myndu fylgja eftir hótununum.

Ekki ætla ég að verja verk þessara tveggja manna Saddams og Hitlers en ég velti samt fyrir mér hvernig þeir gátu náð þessum miklu völdum. Hlýtur að hafa þurft marga til sem hugsuðu svipað og þeir.

Eða er bara að sannast enn og einu sinni að vegna þess að sigurvegarinn skrifar söguna þá er sá sem tapaði sá vondi? Ef Hitler hefði sigrað seinni heimstyrjöldina, þá hefði hans stjórn ritað söguna, þá hefðu líka þeir góðu sigrað. Eða hvað?


Hvað segja bandaríkjamenn nú?

Ekki voru þeir sáttir við að Norður-Kórea kæmi sér upp kjarnorkuvopnum enda yrðu þeir miklu hættulegri en ella við það.

Ekki mega Íranir koma sér um kjarnorkuvopnum frekar en Írakar og fleiri vegna þess hve hættulegir þeir eru.

En bretarnir eru auðvitað ekkert hættulegir. Hvað skildu Íranir og Írakar segja við því ?


mbl.is Rætt um að endurnýja kjarnorkuvopnabúr Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndarsvefninn

Vonandi fellur þetta mál í nefndarsvefninn alræmda þar til eftir kosningar. Þeir sem þá verða við völd taka svo vonandi málið upp aftur og gefa sér góðan tíma til að breytingin komi öllum vel og verði stjórnarskránni til sóma.
mbl.is Frumvarp um auðlindarákvæði ekki afgreitt úr nefnd í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargarlaus

Ég samhryggist ynnilega aðstandendum sjómannanna sem drukknuðu í Ísafjarðardjúpi í gærkvöldi, þið eigið samúð mína alla.

Ég vann í nokkur ár á HB eyrinni á Akranesi. Ég og vinnufélagar mínir urðum vitni að strandi rétt fyrir utan vinnustaðinn í kolbrjáluðu veðri. Aldrei nokkurn tímann á lífsleiðinni hefur mér þótt ég vera eins lítill og vanmáttugur. Þar fórust tveir menn einnig. Það var svartur dagur í lífi Akurnesinga þar sem að þann dag fórust fleiri trillur og fleiri menn.

Síðan þetta gerðist hafa sjóslys eins og þetta í Ísafjarðardjúpi vakið upp þessa minnimáttarkennd. Maður vildi svo ynnilega geta eitthvað gert fyrir þá aðstandendur sem eftir lifa, fært þeim aftur þá sem dóu en maður má síns lítils. Eina sem maður getur gert er að hugsa hlýtt til þeirra og vona að þau finni styrk til að halda lífinu áfram.


mbl.is Sjóslys í Ísafjarðardjúpi: Flak trillunnar dregið að landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afkvæmi kýr og manns og innflutt kjöt

Nei nei ég var ekki að eiga við kýrnar hjá mér LoL, bara eina kúna Blush, nei bara djók Wink. Fyrirsögnin er nú vegna efnis í nýja Bændablaðinu.

Breskir vísindamenn hafa sótt um leyfi til  að búa til fósturvísi þar sem erfðaefni manns er sett í eggjafrumu kýr.

Erfðavísinum er ætlað að verða 99.9% maður. Áætlað er að erfðaefnið úr eggi kýrinnar verði fjarlægt og erfðaefni manns sett í staðinn, leyfa síðan erfðavísinum að þroskast í 6 daga og ná þá úr honum stofnfrumum til tilrauna. Þá verður erfðavísinum eytt.

Kannski eru nauðsynlegar svona tilraunir en einhvern veginn fara þær nú samt öfugt í mann. En það er kannski bara hræðsla við það óþekkta. En vilja ekki einmitt vinstri menn halda því fram að það hrjái okkur hægri menn í mörgum málum LoL.

Einnig er þess getið í Bændablaðinu í dag að innflutt kjöt til Danmerkur væri bakteríumengað. Þegar ég byrjaði að lesa þessa grein datt mér fyrst í hug, vegna minna fordóma, að þetta væri aðallega kjöt frá austur Evrópu en svo er ekki. Eftir því sem segir í greininni er það m.a. frá Frakklandi, Póllandi og Hollandi.

Danir voru sem sagt að gera könnun á smiti kjöts þar í landi. Tóku sýni úr 89 sendingum, bæði dönskum og erlendum. 32 sýnin reyndust vera smituð af salmonellu eða campylóbacter, af þeim voru 31 erlent. Í níu sendingum var smitið það mikið að kjötið var talið hættulegt til neyslu og var endursent og voru þau tilfelli frá löndunum sem ég taldi upp áðan.´

Ætla hér í lokin að láta fylgja með vísu sem birtist einnig í Bændablaðinu og er eftir Sigurð H. Snæbjörnsson og fjallar um hina umtöluðu klámráðstefnu og afdrif hennar.

Í siðferði er sig og hrun,
senn mun harðna glíman.
Forysta bænda bráðum mun
banna fengitímann

Bændablaðið allt má nálgast á vef Bændasamtaka Íslands


Hrós á landsbyggðina

Ég landsbyggðarmaðurinn hef ekki gert annað hér á blogginu en að gagnrýna allt á landsbyggðinni, væri ekki hissa á að sumir væru farnir að spurja sig, hvers vegna í fjand... flytur maðurinn ekki bara suður.

En það er mjög gott að lifa á landsbyggðinni (þó margt megi þar bæta eins og annars staðar) og verður sífellt betra. Ég er einn af þeim ösnum sem hætti námi eftir grunnskólann þó að mér gengi þokkalega. Sé náttúrulega hræðilega eftir því í dag en nú með aukinni tækni get ég stundað námið heima í stofu í tölvunni minni. Smile

Byrjaði í haust í fjarnámi frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Tók þrjú fög (9 einingar), ensku, stærðfræði og bókfærslu, bara svona til að kanna hvort ég geti ennþá lært. Fékk 10 í bókfærslu og stærðfræði og 7 í ensku og þótti mér það nægilegur árangur til að halda áfram nú eftir áramótin.

En betur má ef duga skal, nú þurfa háskólarnir að taka sig á svo ég geti haldið áfram námi og geti orðið eitthvað þegar ég verð stór. Mér sýnist að Háskólinn á Akureyri sé kominn lengst í fjarkennslunni en hann krefst þess þó að maður mæti nokkrum sinnum í skólann yfir önnina. Svolítið langt fyrir mig að fara þangað nema ef það kemur góður heilsársvegur yfir Kjöl (veit að það kemur mörgum á óvart að betri vegur um Kjöl kæmi fólki á suður- og norður landi mjög vel en það má nú ekki þar sem nokkur strá gætu farið undir veginn)

Lengsta sem ég hef þurft að fara til að stunda námið við FÁ er 13-14 km. þar sem ég hef þurft að mæta í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri til að taka lokaprófin.


Óhamingja leið að hamingju?

Ég er orðinn 36 ára og það eru komin rúm 10 ár síðan að síðasti æskudraumur minn rættist. Ég hef verið alveg ótrúlega heppinn í gegnum tíðina.

Mig langaði að verða bóndi

það er ég

mig langaði að skrifa bók

það hef ég gert

mig langaði að eignast góða fjölskyldu

hana á ég.

Hins vegar hafa komið tímabil þar sem að mér hefur fundist ég vera allt annað en heppinn. Vorkenndi mér rosalega og fannst allt vera að fara til fjandans.

Þegar ég neyddist til að flytja af æskuheimilinu þar sem ég ætlaði mér alltaf að vera bóndi og svo þegar fyrri konan fór frá mér (ekki stór vandamál, ég veit, svona miðað við marga aðra)

En þegar ég lít til baka þá sé ég að ef þessi tímabil hefðu ekki komið í lífi mínu, þá væri ég ekki staddur þar sem ég er í dag.

Ég hefði aldrei verið maður til að verða eins góður bóndi og ég er (er þó ekki að segja að ég sé góður, gæti eins orðað það að ég væri ekki eins slæmur og ég hefði annars orðið) og ekki eins þakklátur fyrir að fá að vera bóndi nema að vera búinn að prófa eitthvað annað líka.

Konan mín núverandi hefði aldrei farið og skoðað þennan einstæða föður nema ég hefði verið með fyrri konunni og skylið við hana Wink

Því segi ég við ykkur sem finnst þið eiga erfitt í dag. Það eru miklar líkur á því að það birti upp fljótlega og allt verður betra en það varð nokkru sinni Smile

Ekki missa vonina!!!!!


Til hamingju!

Til hamingju með daginn Osama, það hafa ekki allir náð þessum aldri sem leyniþjónusta USA hefur viljað feiga.

Hefði samt haldið að karlinn væri orðinn áttræður Errm


mbl.is Bin Laden fimmtugur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Ingi hugaður

Talið er líklegt að hægt sé að bora eftir nógu miklu vatni við Bláfjöll til að mynda lón sem er forsenda þess að hægt sé að framleiða snjó.

Mér þykir Björn Ingi hugaður að segja það bara svona blá kalt að hann ætli að setja land undir lón og það rétt hjá Reykjavík. Hvað skyldu umhverfisverndarsinnar gera nú? Whistling


mbl.is Kanna á möguleika á snjóframleiðslu í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband