9.3.2007 | 22:52
Hannes og Hrafn
Hannes Hólmsteinn og Hrafn Jökulsson voru góðir í Kastljósi í kvöld.
Hannes vild halda áfram að lækka skattana þar sem það hefði gefist svo vel síðustu 16 ár. Er sammála honum með að það hefur gefist vel að lækka skatta hingað til. Það hefur skilað ríkissjóði töluvert meiri tekjum. Spurning er samt hvenær það hættir að skila meiri tekjum í ríkissjóð að lækka skatta. Einhvers staðar hljóta að vera þolmörkin í þeim efnum sem flestum öðrum. Öruggt er allavega ef skattar væru teknir alveg af, þá myndu þeir ekki skila miklu í kassann.
Hrafn virðist ekki vera orðinn þreyttur á að græta samfylkingarfólk þó hann sé hættur að blogga. Hann er enn að biðja samfylkingarfólk að reyna að komast að hvers vegna fylgið hefur hrunið af flokknum síðustu misseri og gaf í skin að það væri m.a. formanninum að kenna, en tók þó fram að hann væri ekki að ráðast á ISG vegna þess að hún væri kona .
Þeir félagar voru líka að ræða hugsanlega stjórnarskrárbreytingu. Mín skoðun í því máli að allir þingflokkar hafi gert sig að algjörum fíflum í því máli. Framsókn á reyndar upphafið af því en hinir hafa fylgt þeim fast eftir. Er furða að traust almennings á þinginu fari þverrandi
9.3.2007 | 18:09
Systkinakærleikur!
Hvað getur mælt á móti því að Lúðvík kanni hvert faðerni hans er ef hann hefur grun um að Hermann hafi verið faðir hans?
Skil bara ekki afhverju fólk setur sig upp á móti því.
Er það vegna þess að afkomendur Hermanns haldi að það komi óorði á hann? Þessi grunur er orðinn öllum kunnur svo skaðinn er skeður ef það er einhver skaði.
Er það vegna græðgi vegna eihvers arfs? Ekki væri að gáfulegra.
Svo ég bara skil þetta ekki.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð um mannerfðafræðilega rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2007 | 15:07
Spennan eykst!
Nú er enn meira spennandi að vita hvað framboð "hægri grænna" , þeirra Ómars og c/o, á eftir að gera þegar það kemur fram. Á það eftir að sópa að sér þeim umhverfissinnum sem nú eru að hugsa um að kjósa VG eða á það eftir að taka meira af hægri vængnum.
Vonandi á það allavega eftir, eins og ég hef áður sagt, að útrýma frjálslyndum af þingi. Spurning hvort það sé umhverfisvernd? . Allavega væri það stórkostlega fyndið ef það væri fyrsta verk umhverfisverndaranna "hægri grænna" að útrýma "dýrategund" sem þegar er í útrýmingarhættu
Svo er líka alveg ljóst að framboð aldraðra og öryrkja á eftir að skemma mikið fyrir vinstri flokkunum. Vonandi verður ekkert af framboði þeirra svo spennan haldist fram á kosningadag.
Vísbendingar um að VG svari eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2007 | 15:50
Ritað eftir minni.
Ef ég man rétt þá var fréttastofa sjónvarpsins að gera verðkönnun á sambærilegum matarkörfum í USA, í Danmörku og hér á landi.
Ef ég man rétt þá var mjólkin ódýrust hér á landi en kjúklingabringurnar LAAAANG dýrastar.
Ef ég man rétt þá var maður ( sem ég man ekki hvað heitir) frá Bónus að rökræða við Guðna Ágústsson í Kastljósi um daginn.
Ef ég man rétt þá sagði sá ágæti maður að Bónus seldi megnið af sínum kjúklingabringum á 14-15 hundruð kr/kg og var Bónus þá ekki með neina álagningu á þeim.
Ef ég man rétt þá sagði þessi maður líka að Bónus hefði að meðaltali 140 kr af hverju kg. kjúklingabringna. Fór ég þá að spá hvað þær kjúklingabringur mættu kosta til að koma meðaltalinu í 140 kr/kg þegar MEGNIÐ af þeim er selt með engri álagningu.
Ef ég man rétt þá var þeirri spurningu svarað í fyrr nefndri verðkönnun en ef ég man rétt þá voru þær kjúklingabringur sem þar voru á boðstólum Bónusmanna verðlagðar á langt yfir 2000 kr/kg. Það munaði sem sagt um 1000 kr á hvert einasta kg.
Ef ég man rétt þá eru þessar 1000 kr um þriðjungur og kannski meira af þeim mun sem var á matarkörfunum og hafa skekkt myndina verulega.
Ef ég man rétt þá hefur þessi könnun verið fals og svik í boði fréttastofu sjónvarps eða Bónuss, nema hvort tveggja hafi verið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 00:45
Umhverfisvernd og klám
Aldrei gert er af því nóg
að endurbæta skerið
rækta því þið skuluð skóg
og skít að honum berið
Mun blokka á allar athugasemdir sem eru ekki í bundnu máli , bara svona til að vera ekki minni maður en margir aðrir hér á blogginu.
En að öðrum og alvarlegri málum.
Það er frétt hér á mbl.is þar sem mynd er af Henrik Larsson fótboltakappa hengd við.
Finnst þessi mynd alveg rosaleg og er ég að hugsa um í tilefni hennar að láta af bloggi hér á mbl. Legg ekki mitt blogg við fréttasíðu sem birtir svona klámmyndir við íþróttafréttir sem börnin mín gætu lesið.
Ef þið skoðið myndina vel þá sést greinilega að hann er að skella sér á jörðina og ef þið horfið framan í mannin þá sést að hann er með munninn opinn til að geta tekið lim upp í sig. Ekki nóg með það, heldur er hann með rassinn sperrtann upp í loftið svo greinilegt er að hann er að vonast eftir að fá eitthvað í þann enda líka.
Kíkið á síðurnar hjá Kela líka og Gumma Steingríms. Þeir hafa rekist á síðu þar sem líka er varað við svipuðu klámi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2007 | 16:45
Grey hann!
Mál Geirs Þórissonar hefur verið tekið fyrir í Kastljósþáttum Sjónvarpsins. Þar lýsir Geir ömurlegum aðstæðum sínum í fangelsinu.
Þar má hann dúsa í 20 ár! OG FYRIR HVAÐ!!! BARA að berja mann í höfuðið og höfuðkúpubrjóta hann til að ná nokkrum dollurum úr veski hans.
Þetta fangelsi, þar sem þessi góði maður er látinn afplána dóm sinn, er ætlað hættulegustu glæpamönnum Virginíufylkis (ef ég man rétt) í Bandaríkjunum. Afhverju er ekki hægt að láta lítinn og saklausann íslending vera í einhverju betra fangelsi í miklu styttri tíma.
Skil ekki afhverju Geir blessaður þarf að vera innan um morðingja og nauðgara þegar hann gerði ekkert annað að stórslasa mann og hér um bil að drepa hann.
Þið getið spurt hvern sem er, og það munu allir segja ykkur að Geir er góður maður. Hann sagði það sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2007 | 12:30
Herra umhverfisverndarsinni.
Þú hlýtur þá að kjósa VG í vor herra umhverfisverndarsinni......... hehehehe... mér datt það í hug......... Nú! Ekki bara út af stefnu þeirra í umhverfisvernd......... já, þér finnst vera loksins kominn flokkur sem ætlar að taka á jafnréttinu....ha....já og stjórnarflokkarnir eru að verða búnir að setja hagkerfið á hvolf.... ég skil....
Flott sjónvarp sem þú ert búinn að kaupa........ ertu nýbúinn að fá það.....nú.. orðið ársgamalt.... það hefur kostað skildinginn.... já datt það í hug, einhver hundruðþúsund svona.....
ég heyrði líka að þú hefðir farið út til Kanarí um daginn........ ertu aftur að fara í haust?... það er veldi á karli......þú hlýtur að hafa fengið stöðuhækkun síðan ég hitti þig síðast, kominn með nýtt sjónvarp, nýjan jeppa og ert að fara að fá þér annan dýrari og svo tvær utanlandsreysur á ári....... kominn með eigið fyrirtæki segirðu..... til hamingju með það..... það hlýtur að vera frábært....... og hvað gerir það svo...... þjónustar álverið í Straumsvík já.... er gott að hafa upp úr því..... HAHAHHAHAH... já ég sé það...... fer þá ekki illa fyrir þér ef álverið verður ekki stækkað og því kannski lokað........ já, þú vonar bara að stjórnin haldi eftir kosningar.
Áttu fyrirtækið einn....... já eru tvenn hjón með ykkur hjónunum í þessu...... þið hafið leyft konunum að vera með....... starfa þær eitthvað í fyrirtækinu...... já sniðugt að allir geti verið svona saman í þessu..... hvernig skiptið þið með ykkur verkum...... þær skiptast á með skúringarnar já og þið um reksturinn...... eru þá bara allir í stjórn...... nei bara þú og annar hinn karlinn og konan úr þriðja hjónabandinu, það er flott skipting...... já ert þú stjórnarformaður..... en er þriðji karlinn sáttur við að vera utan stjórnar..... jaaaá hann er framkvæmdarstjóri..... akkúrat...... en hvernig fer það ef VG komast til valda og koma í gegn hugmyndum sínum með jafnréttið?........ æ fyrirgefðu... þér finnst leiðinlegt að ræða pólitík
6.3.2007 | 11:27
Ertu umhverfisverndarsinni?
Reykirðu?
Jahá, hjá börnunum þínum meira að segja og barnabörnum, kemur á óvart.
Áttu bíl?
Ok. konan líka.... en hún á ekki stóran jeppa eins og þú samt? ....... ha..... já yngsti sonur þinn, hann á stærri jeppa en þú..... þú getur nú ekki látið það viðgangast....... ætlarðu að kaupa nýjan og stærri á morgun?
Það er sem sagt þrír bílar á heimilinu........ vonandi allir á negldu svona öryggisins vegna........ já auðvitað enda ekki vit í öðru.
Hvað sagðirðu, ertu umhverfisverndarsinni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2007 | 13:16
Kemur ekki á óvart!
Trúi því ekki að það komi nokkrum á óvart að einhverjir reyni að stynga virðisaukaskattslækkuninni í vasann.
Það verður mjög sennilega hægt að þvinga flesta til að lækka en eftir nokkra mánuði verður allt komið í sama farið aftur. Vöruverð fylgir nefnilega lögmálum markaðarins um framboð og eftirspurn. Ef landsmenn hafa það gott fjárhagslega hækkar vöruverð og svo aftur öfugt, ef eykst atvinnuleysi og hinn almenni þjóðfélagsþegn fer að hafa það verra en nú er þá lækkar vöruverðið.
Það verður erfitt að breyta því.
Hafa ekki orðið við tilmælum um að lækka verð á skólamáltíðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2007 | 11:25
Hægri menn fagna?
Tvö ný framboð virðast vera í burðarliðnum. Ómar og co, hægri grænir, og svo öryrkjar og aldraðir.
Stjórnarflokkarnir hljóta að fagna þessum tveimur framboðum þar sem mér þykir sýnt að báðir þessara flokka muni taka stærstan hluta af sýnu fylgi af stjórnarandstöðunni.
Ég ætla að leyfa mér að spá því að aldraðir og öryrkjar nái ekki manni á þing. Þau sem kjósa þann flokk verða fyrst og fremst þau sem eru ekki sátt við stjórnina og hefðu, ef þessi flokkur ekki komið fram, kosið stjórnarandstöðuna. Held að það sé því ljóst að þetta framboð geri lítinn ursla í herbúðum stjórnarinnar.
Hægri grænir munu taka fylgi sitt víðar og gæti verið að þau komi fólki á þing. Fyrst og fremst munu þau þó taka af VG og sennilega munu þau ná í töluvert af því fylgi sem samfylkingin hefði náð í út á "Fagra Ísland". Hægri grænir munu þó einhverju fylgi ná af stjórnarflokkunum en ekki í því mæli sem þeir taka af stjórnarandstöðunni. Stærsti kosturinn við þetta framboð er að mér þykir ekki ólíklegt að það verði til þess að frjálslyndir nái ekki manni á þing og eftir innflytjenda umræðuna þeirra bæri að fagna því.
Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...