Göngugarpar

Fékk tölvupóst núna um daginn. Sá strax að hann var ekki mér ætlaður en fyrir forvitnissakir þá ákvað ég samt að skoða hann 

Fyrirsögnin á honum var "Göngugarpar" og var hann ætlaður fólki sem var að forvitnast um gönguferð við vötnin í Salzkammergut í Austurríki. Þetta var 9 daga ferð og kostaði ekki mikið. Með póstinum fylgdu myndir sem sýna æðislegt landið þarna í kring.

Það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri er að ganga um fallega náttúru svo nú er bara spurningin. Hver vill koma með mér í gönguferð? Cool


Gleðiefni

Einhvern veginn hafa þessi mótmæli og öll þessi eyðilegging sem við höfum fengið að sjá og heyra af í fréttum undan farna daga farið alveg öfugt í mig og get því ekki annað en fagnað því að þetta hús sé rifið.
mbl.is Ungdomshuset á Norðurbrú verður jafnað við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sennilega betra en aldrei

Framsókn er búin að vera í stjórn í 12 ár ef ég man rétt. Hún kom þjóðlendumálinu á koppinn, hún er búin að hafa allan þennan tíma til að laga hlutina.

Sorrý framsóknarmenn, ég trúi ykkur ekki , að koma með svona rétt fyrir kosningar er bara til að undirstrika að ykkur er ekki treystandi og ekki að marka orð sem kemur frá ykkur.


mbl.is Þjóðlendumál ofarlega í huga framsóknarmanna á flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Jón!

Ekki kannast Jón Sigurðsson við það að stjórnarslit séu í nánd eða að þeim hafi verið hótað. Hann gerir sennilega ekki mikið af því að hlusta á ritara sinn, Siv Friðleifsdóttur, enda sennilega eins gott.

Hann efast líka um að sjálfstæðisflokkurinn setji sig eitthvað á móti því að breyta stjórnarskránni. Það að hann efaðist um það segir mér nú bara að þetta prinsip mál framsóknar hefur einfaldlega ekki borið á góma hingað til í stjórnarsamstarfinu, eða ekki frá því að skrifað var undir stjórnarsáttmálann. Kannski var það bara alltaf stefnan hjá framsókn að geyma þetta mál þar til að það styttist í kosningar til að geta spilað því fram ef skoðanakannanir myndu sýna að ekki horfði vel fyrir flokkinn.


Nýtt haf?

"Bandarískir jarðskjálftafræðingar hafa fundið vísbendingar um stórt haf undir Austur-Asíu, og telja þeir það vera að minnsta kosti jafn stórt og Norðuríshafið."

Margir hafa þeir staðir verið á jörðinni þar sem talið hefur verið að ekkert líf þrifist en komið hefur í ljós með þá flesta að svo er ekki. T.d. í hverum bæði á landi og á sjávarbotni lifa örverur góðu lífi.

Spennandi væri að komast að, ef rétt er að haf sé undir Austur-Asíu, hvaða (ekki hvort) líf þrífst þar.

Allavega á meðan að það er ekki kannað er það efni í góða skáldsögu Smile


mbl.is Fundu vísbendingar um stórt haf undir Austur-Asíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri menn hræddir við að vera í minnihluta?

Í fjölda ára hefur verið við lýði fjögura flokka kerfi á Íslandi. Tveir sem telja sig heldur til vinstri, nú samfó og vg, einn á miðjunni, framsókn, og einn heldur til hægri, sjálfstæðisflokkur.

Hvað er vinstri og hvað er hægri? Þessi hugtök eru komin úr breska þingsalnum, hægir menn sátu hægra megin og vinstri menn vinstra megin. Eftir því sem mér var sagt núna um daginn voru hægri menn "íhald" og vildu engu breita nema að vera vissir um að það væri til góðs og þar sem þeir gátu ekki verið vissir nema að prófa, þá vildu þeir ekki breita neinu. Vinstri menn vildu hins vegar breita breitinganna vegna, voru bara aldrei ánægðir með þáverandi stöðu hversu góð sem hún var. Veit ekki hvort þetta er allt sannleikanum samkvæmt en skemmtileg rök engu að síður.

Þessi hugtök hafa þó þróast í tímanna rás eins og svo margt annað. Fyrir mér merkir hægri stefna meira frjálsræði einstaklingsins og minni afskipti ríkisins en vinstri stefna hins vegar stendur fyrir meiri afskipti ríkisins og jöfnuði milli einstaklinga.

Ástæðan fyrir því að ég kýs sjálfstæðisflokkinn, sem er lengst til hægri í íslenskum stjórnmálum, er sá að þó að vinstri hugsjónin sé vissulega fallegri á pappír þá gerir eðli mannsins það að verkum að hún getur aldrei virkað sem skyldi.

Með meiri jöfnuði, sem getur aldrei fengist nema með hærri sköttum og þá helst á þá tekju hærri, sér maðurinn ekki eins mörg tækifæri til að koma sér áfram í lífinu, þar af leiðandi beitir hann sér ekki eins og skilar ekki eins miklu til þjóðarbúsins. Framlegð eftir hvern einstakling verður minni fyrir utan að auðmenn koma ekki með fjármagn í landið. Það síðan getur ekki leitt til annars en að tekjur ríkissjóðs skerðast til muna og ekki verður hægt að halda úti allri þeirri félagslegu þjónustu sem vinstri menn þó vilja gera.

Með því að skapa umhverfi þar sem fólk sér möguleika á því að hafa eitthvað verulega út úr vinnunni sinni gerir það að einhverjir skara fram úr og taka til sín mikið fjármagn. Fyrir þetta fjármagn er svo fjárfest og við það skapast atvinnutækifæri fyrir aðra. Allt kerfið rúllar eins og snjóbolti og skilar ríkissjóði margföldum tekjum miðað við það sem áður var og allir hafa það betra þó að vissulega að mikill ójöfnuður skapast. Auðvitað eru þau ekki sátt sem hafa það verst, sama hversu gott þau hafa það enda eigum við alltaf að gera kröfu um að hafa það betra.

En að fyrirsögninni. Hinir svokölluðu vinstri flokkar eru tveir. Þeir eiga þó ekki alfarið við þá lýsingu sem ég setti hér upp á hugtakinu "vinstri", vg komast mikið nær því þó en samfó.

"Hægri" flokkurinn er hinsvegar bara einn og er hann ekki einu sinni alvöru hægri flokkur þó hann halli sér aðeins í þá áttina í einstaka málum.

Hvers vegna er ekki alvöru hægri flokkur til á Íslandi? Er það vegna þess að hægri menn eru hræddir við að vera í minnihluta?

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera lang stærsti flokkur landsins svo lengi sem elstu menn muna, eða svo gott sem, meðan að til dæmis VG og fyrirrennarar hans hafa alltaf verið frekar smár flokkur en alltaf boðið kjósendum þennan kost, að kjósa flokk sem er töluvert til vinstri.

Mér hefur alltaf þótt það skrýtið að það skuli enginn sjá sér færi á því að fylla upp í þess eyðu sem íslenskir stjórnmálaflokkar skilja eftir sig á hægri vængnum. Er viss um að það yrði aldrei stór flokkur sem væri með ríkjandi hægri stefnu í flestum málum en í góðum árum gæti hann hugsanlega farið í 15-20%, svona eftir valdatíð vinstrimanna.


Eitt enn??!!!

Átti framsókn eitt líf eftir enn, þá hefur hún víst örugglega átt fleiri eftir en kötturinn.

Virðist sem stjórnarandstaðan ætli að klúðra sínum málum á síðustu metrunum í kosningabaráttunni. Ef heldur fram sem horfir þá munu stjórnarflokkarnir halda meirihlutanum í vor.

Ekki skemmtileg skoðanakönnun fyrir Kristinn H. þar sem framsókn eykur fylgi sitt eftir að hann yfirgefur herbúðir þeirra og fylgi frjálslynda dalar eftir að hann kemur þangað LoL. Hann hefur nú alltaf sagt að grasrótin fylgi honum að málum svo það er ekki skrýtið að hann hafi ekki fylgi svona yfir háveturinn, hann verður bara að vona að það vori snemma í árWink.


mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nautasæði=Hárnæring

Sagt er frá því í Bændablaðinu í dag að danir séu farnir að flytja nautasæði út til Bretlands. Ekki er það vegna þess að bretum langi í dansk ættaðar kýr heldur smyrja þeir sæðinu í hárið á sér sem hárnæringu Shocking.

Kannski maður setji mjaltavélarnar bara á nautin í fyrramálið í staðinn fyrir kýrnar Whistling


Flottur sjálfstæðismaður

Mikið rosalega stóð Sigurður Kári sig vel í viðtali við Bylgjuna í dag.

Hann var spurður hvaða mál hann héldi að yrðu helstu kosningamálin í vor, svarið var; eeee..... sennilega umhverfismál og svooooo..... eee... líklega mál aldraða........ og svo náttúrulega efnahagsmál en í þeim hefur sjálfstæðisflokkurinn staðið sig vel og fólk veit að þegar þau eru í ólagi þá er ekki hægt að gera mikið fyrir heilbrigðiskerfið.

Hann sem sagt viðurkenndi það að sjálfstæðisflokkurinn mætti standa sig betur í umhverfismálum og í málum aldraða LoL

Alltaf gaman að lesa á milli línanna hjá fólki...... hvort sem maður kemst að réttri niðurstöðu eða ekki Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband