Víðátta himingeimsins

Þegar ég kom úr fjósinu í kvöld, stoppaði ég á hlaðinu og horfði til stjarnanna eins og ég geri oft, svona þegar til þeirra sést.

Ekkert sýnir manni betur fram á hvað maður er lítill í tíma og rúmi. Allar áhyggjur manns virðast verða að engu og öll þessi umræða hér á moggabloggi um pólitík og fleira virðist skipta ansi litlu máli.

Þegar maður horfir á stjörnurnar og gerir sér ljóst að þó maður leggi strax af stað, nái ljóshraða á 3 sekóndum og nái að lifa það að verða elsti maður veraldar, þá kemst maður ekki nema brotabrot af þeirri veglengd sem ljós stjarnanna hefur farið til að ég geti séð það.

Eina sem ég get ímyndað mér að sé eins stórt og merkilegt og himingeimurinn er ást mín á konunni sem ég elska og börnunum mínum.

En svo rankar maður við sér, flýtir sér inn til að komast í tölvuna, bara til þess að geta rifið kjaft á blogginu Smile


Öll á bílum nema einn!

Fögnuð með lófaklappi, en ég ætla að leyfa mér að veðja á að það verði gleymt á morgun og allir mæti aftur á bílum.

Ef ég hef rétt fyrir mér, þá vitum við hvað er mikil alvara í náttúruverndar stefnu VG


mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóstureyðingar líknarmorð?

Þrymur vinur minn og stórbloggari Sveinsson var að blogga um fóstureyðingar í dag og talaði um það þar að þetta væri spurning um ákvörðunnarvald og taldi að konur ættu að hafa þetta vald?

Ekki þori ég að segja að svo sé ekki en þó, það eru rök sem að mæla gegn því og langar mig aðeins að benda á þau.

Talað er um að heilbrigði barnsins og félagslegar aðstæður móðurinnar geti skipt sköpum við ákvörðun hvort fóstureyðing ætti að eiga sér stað eða ekki.

Ég persónulega held að það geti verið mjög erfitt í flestum tilfellum að vera viss um að barnið geti ekki átt gott líf þó það sé ekki eins og fólk er flest, spurning hvort það sé ekki oft verið að hugsa um foreldrana og kannski aðra aðstandendur þegar ákveðið er að eyða slíku fóstri.

Þetta með félagslegar aðstæður. Veit um og hef heyrt um enn fleiri konur sem engan veginn geta fyrirgefið sér að hafa farið í fóstureyðingu á þessum forsendum, telja sig ekki hafa vitað á sínum tíma hvað þær voru að gera. Oft er betra að vera vitur eftir á í þessum efnum sem öðrum.

Þetta með að konur eigi að hafa þetta ákvörðunnarvald hljómar vissulega vel en fær mann samt til að hugsa um hverjir og hvenær eigi að hafa fullt ákvörðunnarvald.

Tökum t.d. sem dæmi ef afi þinn væri orðinn gamall og sjúkur og vissi vart í þennan heim né annan. Hann væri ekki lengur sjálfráða og þú færir með öll hans ráð. Þú teldir það nokkuð ljóst að hann ætti ekki eftir að líta góðan dag það sem eftir væri ævinnar. Ættir þú þá að hafa það ákvörðunnarvald að hann yrði deyddur til að lina þjáningar hans?

Þegar ég les þetta yfir sem ég hef skrifað hérna þá er eins og ég sé alfarið á móti fóstureyðingum og telji að þær konur sem velja þessa leið séu morðingjar en það er alls ekki svo. Ég veit að það eru mörg rök fyrir því að konur fari í fóstureyðingu og ættu að hafa fullan rétt til þess en samt eru þessar svörtu hliiðar á því t.d. að sumar þessara kvenna sem hafa látið eyða fóstri vildu óska þess nú að þær hefðu ekki haft möguleika á að taka þessa ákvörðun.

Einstaka vinkonur mínar hafa farið í fóstureyðingu og þær vita að ég vil ekki að þær verði dæmdar fyrir morð Smile

Svo er einn vinkill enn sem vert er að skoða, svona í ljósi allrar umræðu núna undanfarið um jafnrétti. Flestir krakkar eiga nefnilega pabba, veit ekki hvað ég myndi gera ef kona gæti tekið einhliða ákvörðun um að eyða barninu mínu.


Íslensk páskaegg á boðstólum í verslunum WFM í USA

Skyrið og smjörið hafa verið að slá í gegn, nú á að reyna páskaeggin. Vonandi á það eftir að ganga hjá þeim, nógu eru þau góð Tounge

 

Íslensk páskaegg á boðstólum í verslunum WFM í USA


Íslenska þjóðarsálin og klámið

Alltaf heyrist hæst í þeim sem hneykslast mest.

Þegar fréttist að það stæði til að halda hér á landi klámráðstefnu varð allt vitlaust. Flestum virtist þykja það alveg ótækt og komu í veg fyrir hana. En hvað gerist þá? Þá virðist sem flestum þyki það alveg ótækt að það hafi verið komið í veg fyrir hana, það eigi ekki að handvelja þá einstaklinga sem koma til landsins.

Reyndar held ég að í bæði þessi skipti þá séu það ekki "flestir" sem eru að mótmæla, heldur að það heyrist bara hæst í þeim og FLESTIR hafi kært sig kollótta um það hvort þessi klámráðstefna yrði hér á landi eða ekki. Allavega átti það við um mig.

Verð samt að segja það, þó ég sjái ekkert eftir þessari klámráðstefnu, að enn og einu sinni gerðist þjóðin sek um að dæma fólk eftir því sem það hafði úr fjölmiðlum en þó vita flestir að það er ekki allt rétt sem í þeim eru. Ekki kannast Guðmundur Steingrímsson við það að vera að fara að gifta sig þó það sé í fjölmiðlum t.d. eða Guðmundur H. Bragason við það að hann sé að fara til Póllands, og ég held að flestir þeir sem eitthvað hafa þurft að eiga við fjölmiðla vita að það er alveg ótrúlega mikið í þeim sem er bara ekki satt.

En aðeins þó að kláminu frekar. Maður hefur heyrt talað um það að klámið gefi ungum drengjum skakka mynd af eðlilegu kynlífi og vilja meina að mikil aukning á kynferðisafbrotum síðustu ár séu auknu aðgengi að klámi að kenna. Þessu hef ég trúað til skamms tíma (þar sem allt er rétt og satt sem maður les Wink). En nú undan farið hafa verið að koma upp mál eins og með stelpurnar sem faðirinn seldi (munið konuna sem var kosinn maður ársins hér um árið, er svo slæmur að muna nöfn Blush en hún og systur hennar voru seldar), heyrnalausu krakkana og Breiðavíkurmálið og ég velti því fyrir mér hvort aukið aðgengi að klámi hafi orðið til þess að fólk tali frekar um kynlíf og segi frekar frá kynferðisafbrotum. Það virðist nefnilega að kynferðisafbrotamenn hafi alltaf verið til en vegna þess að það mátti ekki tala um kynlíf þá var það þaggað niður en nú er tíðin önnur sem betur fer.

Ég geri mér allavega ekki grein fyrir því sjálfur að ofbeldismyndir og klám hafi haft áhrif á mína hugsun og mína langanir. Ég hef engan áhuga á að pína og drepa nágrannan og nauðga konunni hans og börnum.

Ég velti fyrir mér hvort það sé búinn til markaður fyrir klám þar sem konum og börnum er misboðið eða hvort sá markaður sé og hafi alltaf verið fyrir hendi.

Hvað haldið þið?


Broddurinn

Þar fór broddurinn úr komandi Búnaðarþingi sem mér skilst að hafi átt að vera á sama tíma og á sama stað og umrædd ráðstefna (kannski í sama fundarsal Errm ). Er viss um að búnaðarþingsfulltrúarnir eru, allir með tölu, alveg dauðsvekktir Wink
mbl.is Framleiðendum klámefnis vísað frá Hótel Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matarverð

Fáránleg þessi málflutningur hjá Bónusmönnum núna undan farið hvað varðar matarverð á Íslandi.

Þeir segjast geta selt erlendar kjúklingabringur með 30 kr. álagningu á hvert kíló en selja þó íslenskar með 174 kr. álagningu að meðaltali yfir árið og ekki treysta þeir sér til að selja þær í Færeyjum með svona lítilli álagningu. Þessi málatilbúningur þeirra er einungis til þess fallinn til að slá ryki í augu almennings.

Mikið tala þeir líka um að þeir þurfi að sitja við sama borð og verslunnarmenn í nágrannalöndunum, en hvað þá með bændur?

Eins og Þórarinn Ólafsson bendir á á vef Landsambands kúabænda þá sitja ekki bændur við sama borð og félagar þeirra í löndunum í kringum okkur. Hann tekur sem dæmi vökvakerfisolíu sem kostar 404 kr. á Íslandi en 181 kr. í Þýskalandi, 55% ódýrari en sú íslenska. Þetta er bara lítið dæmi, allt það sem við þurfum að kaupa til okkar framleiðslu er margfalt dýrara en félagar okkar, t.d. í Danmörku, þurfa að kaupa fyrir sína.

Tek bara enn og aftur fram að það er ekki bara hægt að lækka verð á íslenskri matvöru en halda öllu öðru vöruverði svona háu. Þeir sem vinna við matvælaframleiðslu og vinnslu geta ekki búið í öðru hagkerfi en aðrir íslendingar.

En hvers vegna er vöruverð svona hátt hér á landi, hvort sem það er matvara eða annað?

Vöruverð eru hæst í Noregi, Sviss og Íslandi. Það er vegna þess að kaupmáttur er mjög mikill í þessum löndum. Þó að vöruverð sé hátt í þessum löndum þá er almenningur að eyða minni hluta af laununum sínum í matvörukaup en almenningur í öðrum löndum.

Allt er þetta keðjuverkandi. Þegar almenningur hefur það gott fjárhagslega eins og raun er hér á landi, þá er það tilbúið til að borga meira fyrir alla hluti, svo sem húsnæði, ökutæki o.s.fr. Þeir sem svo vinna við matvælaframleiðslu, matvælavinnslu, flutninga og verslun þurfa svo líka að kaupa yfir sig húsnæði og kaupa sér bíla. Þeir þurfa þá að hækka alla hluti hjá sér til að hafa efni á því. Þetta kallast verðbólga.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband