21.2.2007 | 00:40
Slapp!
Þrátt fyrir vont veður slapp ég þó suður á Selfoss og aftur til baka í dag. Þurfti að fara á fund hjá félagsráði kúabænda á Suðurlandi, þar sem sunnlenskir kúabændur hafa sýnt mér þann heiður að kjósa mig í það ráð.
Tók reyndar vel í bílinn í báðum leiðum en hann hélst þó á veginum.
Fjölskylda mín fór líka suður í dag, en þau fóru alla leið til Reykjavíkur, fyrir utan eldri son minn sem ætlar að vera vinnumaður hjá mér í vetrarfríinu. Þau sluppu líka óslösuð þrátt fyrir slæmt veður.
Konan er að fara til Noregs á morgun og krakkarnir ætla að vera hjá frændfólki sínu á meðan
Varað við óveðri í Öræfasveit, á Mýrdalssandi og undir Eyjafjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2007 | 18:49
Nú skuluð þið gæta ykkar!
Nú þarf löggan ekki lengur að vera í bílum til að hraðamæla ökutæki.
Verður gaman að sjá þá hlaupa svo þrjótana uppi
Nýtt tæki til hraðamælinga bifreiða tekið í notkun í Borgarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2007 | 12:21
Tvennt í einu.
Alltaf öðru hvoru sér maður eða heyrir fullyrðingar þess efnis að karlmönnum sé algjörlega ómögulegt að gert tvo hluti í einu. Þetta hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér þar sem ég þykist vera karlmaður og geri oft tvo hluti í einu.
Ég t.d. get sofið og hrotið samtímis...... nema náttúrulega þegar ég hrýt svo hátt að ég vakni.
Ég t.d. get samtímis talað og ekið bíl...... út af.
Og svo mætti lengi telja.
Karlmenn eru greinilega fjölhæfari en margur hyggur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007 | 14:43
KONUR!!!
Ynnilega og æðislega til hamingju með daginn allar saman
Konudagurinn er í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2007 | 11:08
Einn í heiminum!
Látinn fyrir framan sjónvarpið í rúmt ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2007 | 13:46
Auglýsing?
Er þetta ekki akkúrat það sem klámiðnaðurinn þarfnast?
Þegar mótmælt er kröftulega, þannig að fólk taki eftir, þá getur það oft snúist upp í andhverfu sína eins og gerist í þessari frétt.
Tvær netsíður eru auglýstar í þessu bréfi Stigamóta sem aftur auglýsa klám og vændi en einnig er það tekið fram að það sé ólöglegt að auglýsa slíkt.
Þó að allir geti tekið undir kröfu Stigamóta og vilja koma í veg fyrir mansal, þá er ég hræddur um að enginn fagni þessu bréfi þeirra meir en klámiðnaðurinn. Betri auglýsingu hafa þeir ekki fengið lengi ef þá nokkurn tímann. Er því möguleiki að bréfið hafi akkúrat öfug áhrif heldur en því var ætlað.
Trúi því ekki að Stigamót hafi sjálf sent bréfið í fjölmiðla. Ef það er að fjölmiðlar hafa komist yfir bréfið með öðrum leiðum, þá er ábyrgð þeirra mikil að setja málið fram með þessum hætti.
Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2007 | 22:56
Loksins möguleiki á aðalhlutverki?
Hvað skyldi vera á borðum í þessari veislu ?
Ég læt nú ekki plata mig svona. Þetta er akkúrat sama brellan sem ég og frænka mín ætluðum að nota forðum. Við ætluðum að rækta krókódíla og hafa þá í sundlaug bróður hennar. Við ætluðum síðan að minnka fóðurkostnaðinn með því að láta fóðrið borga sig inn, ferðamennina sem vildu komast í sund
Þið verðið að reyna betur en þetta litháenar
Ferðamönnum boðið að hitta mannætuna Hannibal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2007 | 18:51
Óttinn náði tökum!
Óttinn heltók mig þegar ég byrjaði að lesa þessa frétt. Var ofsalega hræddur um að ég þyrfti að horfa upp á glæsilegar naktar konur hlaupa um á víðavangi
Hvað trúið þið því ekki?????
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2007 | 22:46
Landsbyggðaflótti!!!
Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í málunum og reyna að stemma stigu við þessum mikla landsbyggðaflótta?
Var í sjónvarpsfréttum, bæði í gærkvöldi og í fyrrakvöld, að hrafninn er meira að segja fluttur suður. Hann er nú vanur að þola margt og mikið og geta gert sér flest að góðu en nú hefur hann meira að segja fengið nóg og flestir þeirra, eins og áður kom fram, fluttir suður.
En svona til að líta á björtu hliðarnar, þá get ég nú bara verið ánægður með sjálfan mig. Harðari af mér en hrafninn þar sem ég bý enn á landsbyggðinni og er ekki á leiðinni suður........ sem stendur.
Annars sé ég ekkert eftir krumma. Sem saklausum sveita dreng, bæði í æsku og nú, þykir mér óskaplega vænt um skepnurnar mínar en þegar ég var unglingur þá fann ég tvær af uppáhalds ánum mínum afvelta og krummi hafði komist í þær. Hann hafði sett gat á vömbina á annari en tekið bæði augun úr hinni en þær voru samt báðar lifandi þegar ég fann þær. Síðan hefur krummafjandinn alltaf farið í taugarnar á mér
14.2.2007 | 13:27
Verðlagning í skjóli mjólkur?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...