Áhrif skoðanakannana

Nú er Guðni vinur minn Ágústsson landbúnaðarráðherra ekki par sáttur við fréttablaðið. Í síðust könnun blaðsins á fylgi stjórnmálaflokkana er framsókn vart mælanleg og það líkar ekki gamla landbúnaðarlukkutröllinu. Hann sakar Fréttablaðið um slæm vinnubrögð og jafnvel að hafa rangt við, það sé að beita fyrir sig skoðanakönnununni til að fella stjórnina.

Ekki hef ég mikla trú á því að Fréttablaðið sé að hafa rangt við en þessi gagnrýni Guðna fékk mig þó til að fara að hugsa um áhrif skoðanakannana.

Tökum t.d. þessa skoðanakönnun Fréttablaðsins og gefum okkur að það hafi haft rangt við, hafi gefið út falskar niðurstöður til að fella ríkisstjórnina.

Samfylkingin mælist í svolítillri uppsveiflu eftir mjög erfitt gengi undanfarið. Getur verið að fólk fari að hugsa núna að fyrst að þetta margir séu farnir að sjá eitthvert vit í stefnu hennar þá hljóti að vera eitthvert vit í henni?

Framsókn mælist með tvo þingmenn inni eftir því sem mér skylst. Slíkt fall hlýtur að leiða til þeirrar hugsunnar hjá kjósendum að það þíði ekki að eyða atkvæði í þá. Það verði algjörlega til einskis þar sem þeir verði alveg áhrifalausir eftir næstu kosningar. Betra væri þá örugglega að kjósa samfylkinguna sem er í uppsveiflu.

Skoðanakannanir hafa því örugglega mikil áhrif á úrslit kosninga. Við síðustu kosningar held ég t.d. að framsókn hafi grætt mikið á skoðnanakönnunm. Stjórn þeirra og sjálfstæðismanna hefur verið sterk og vinsæl og þegar fólk hefur séð hvað framsókn hefur gengið hálf illa í skoðanakönnunum hefur það kosið þá þegar í kjörklefann kom til að stuðla að áframhaldandi veru framsókn í ríkisstjórn. Nú hins vegar virðist fólk vera komið með nóg af þessari stjórn, enda er hún búin að vera lengi við völd, og vill fá einhverja aðra með sjálfstæðisflokknum í næstu stjórn.

Sagt er að það skuli þó ekki afskrifa framsókn, hún hafi níu líf, en ég held að því síðasta sé að ljúka.


Hverjir þurfa hjálp?

Nú er mikil umræða í þjóðfélaginu um atburði sem eiga að hafa átt sér stað í Breiðuvík fyrir u.þ.b. 40 árum síðan.

Eftir því sem segir í fjölmiðlum þá hafa margir, kannski er óhætt að segja flestir, drengjanna sem voru sendir vestur í Breiðuvík komist í kast við lögin og margir þeirra hafa brotið mjög alvarlega af sér.

Flestir virðast vera tilbúnir til að fyrirgefa þeim það í ljósi þess hvað þeir máttu þola í æsku og er það vel.

Flestir hins vegar virðast ekki vera tilbúnir til að fyrirgefa þeim sem brutu á drengjunum. Mikil reiði er í þjóðfélaginu vegna þessa máls og mikið talað um ógeðin sem gerðu drengjunum þetta.

En ég spyr, hvað varð til þess að t.d. Þórhallur forstöðumaður varð þessi maður sem hann varð? Lenti hann í einhverju svipuðu sjálfur í æsku? Er hann kannski einn af þeim sem þarf hjálp?

Þekki sjálfur til manns sem mátti þola líkamlegt og andlegt ofbeldi á sínu heimili í æsku. Hann er að glíma við sömu málin og margir drengirnir sem voru í Breiðuvík. Hann gekk á kvalara sinn og krafðist svara afhverju hann hefði gert honum þetta. Svarið sem hann fékk var að sá sem verknaðinn framdi kom bara fram við drenginn eins og hafði verið komið fram við hann sjálfan þegar hann var barn. Hann beitti bara sömu uppeldisaðferðunum og honum voru kennd í æsku. Hann kunni ekkert annað.

Enn og aftur. Pössum okkur að missa okkur ekki í reiðinni. Dæmum ekki fólk eftir því sem sagt er í fjölmiðlum, við þekkjum ekki alla málavöxtu. Eitt er víst að ef allt er satt sem sagt er um Þórhall í Breiðuvíkurmálinu og Guðmund í Byrginu og fleiri þá eru þetta menn sem þurfa mikla hjálp.


Mis hörundsár

Hef lengi haft gaman af pólitískri umræðu. Nú undanfarið hef ég flakkað aðeins hér um á moggabloggi og rekist á marga góða umræðuna um pólitíkina.

Það er svolítið merkilegt hvernig fólk virðist bregðast við eftir flokkum.

Lítið er talað um frjálslynda nema helst þau sjálf og eru þau þá helst að rífa niður sinn eiginn flokk.

Lítið er deilt á VG nema þá helst af samfylkingarfólki sem maður hefði haldið svona fyrir fram að myndi helst standa með VG til að reyna að fella ríkisstjórnina. VG-liðar virðast hins vegar að mestu láta þær aðfinnslur sem vind um eyru þjóta.

Ekki er mikið um málefnalegar ádeilur á sjálfstæðisflokkinn. Aðallega bara í því formi að það verði að koma ríkisstjórninni frá og til þess notuð slagorð sem lýsa hálfum sannleikanum.

Ekki er heldur mikið um málefnalegar ádeilur á framsókn en mikið talað um slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum þessi misserin. Eitthvað virðist vera lítið af framsóknarmönnum á moggabloggi eins og annars staðar um þessar mundir en þeir sem láta í sér heyra virðast gera sér grein fyrir vandanum og ætla sér að taka á honum. Svo er bara að sjá hvernig það gengur.

Mikið er deilt á samfylkinguna. Sérstaklega úr röðum stjórnarliða sem er ekkert skrýtið þar sem að samfylkingin hefur einsett sér að fella stjórnina og er því með, eins og ég sagði áðan, slagorð sem segja hálfan sannleikan til að gera lítið úr stjórninni. Stuðningsmenn stjórnarinnar hafa verið duglegir að svara fyrir sig en samfylkingarfólk virðist ekki þola það vel. Þeirra málefna tilbúningur fer þá mest út í það að að stjórnarliðar ættu ekki að vera að skrifa illa um samfylkinguna, ættu frekar að eyða tíma sínum í að deila á aðra o.s.fr. Öllum öðrum en sjálfu sér kennir það um ófarir í skoðanakönnunum undan farið.

Samfylkingarfólkið fær því titilinn að vera hörundsárasta stjórnmálafólkið.


Lausnin fundin?

Gæti trúað að spaugstofan hafi dottið niður á réttu ástæðuna fyrir ríkisgreyðslum til bænda.

Bændum er sem sagt borgað fé fyrir að búa út á landi svo þeir sjáist ekki opinberlega á götum Reykjavíkur þar sem þeir yrðu landi og lýð til skammar LoL.

Búið að réttlæta nýja sauðfjársamninginn fyrir öllum Wink


Addi Sig.

Alveg mögnuð samlíking á væntanlegum frambjóðendum Framtíðarlands og persónum í Hringadrottinssögu á bloggsíðunni hjá Adda LoL

Kerfið á HM

Fjögur lið á HM í Þýskalandi hafa skarað fram úr að mínu mati, þau eru frá Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Króatíu.

Þýskaland tapaði þó fyrir Póllandi, Frakkland fyrir Íslandi og Spánn fyrir Danmörku sem varð til þess að þessi fjögur lið lentu í því að þurfa að spila innbirðis í átta liða úrslitum svo að ekki var möguleiki á að nema tvö þeirra kæmust í undanúrslit og kom það í hlut frakka og þjóðverja sem spiluðu svo saman í undanúrslitum og komust því bara þjóðverjar í úrslit.

Hefði nú verið skemmtilegra, fyrst íslendingar komust ekki í undanúrslit, að sjá þessi fjögur lið í undanúrslitum. Er hræddur um að það sé ekki spennandi úrslitaleikur framundan þar sem þjóðverjar og pólverjar mætast og danir verða nú að bíta í skjaldarrendur ef leikurinn um bronsið á að vera spennandi.

Sennilega var hinn eiginlegi úrslitaleikur í dag, frakkar vs þjóðverjar, og það var ekkert lítið skemmtilegur leikur Smile


Ódýrar kosningabrellur

Er fólk ekkert að verða þreytt á ódýrum kosningabrellum stjórnmálaflokkana?

T.d. þegar það er verið að tala um mikla fátækt á Íslandi án þess að taka með í reikninginn hvernig það er reiknað út.

Sennilega er ég einn af þeim fátæku. Hef ekki efni á að eiga nema einn bíl og það er ekki jeppi og ekki árgerð 2005 eða yngri. Hef ekki efni á að kaupa mér neinn fjölmiðil nema RÚV. Fer ekki í bíó í hverjum mánuði og svo mætti áfram telja. En mér líður nú samt vel.

Ekki má þó misskilja orð mín þannig að ég viti ekki að margir hafi það verra en ég hér á landi. Sannað er hins vegar að fátækt á Íslandi er yfirleitt mjög tímabundin hjá hverjum einstaklingi sem lendir í þeirri aðstöðu að verða fátækur. Hef sjálfur lent í því að vera mikið fátækari en ég er í dag og í dag vildi ég ekki vera án þeirrar reynslu. Held að það sé öllum gott að prófa það í smá tíma.

Fleiri ódýrar kosningabrellur má nefna. Skuldaaukningu heimilanna án þess að nefna eignaaukninguna, hátt matvælaverð án þess að nefna hvað stór hluti tekna landans fer í matarkaup og svo mætti lengi lengi lengi telja.

Auðvitað nefni ég bara ódýru kosningabrellur stjórnarandstöðunnar þar sem að ég styð annan stjórnarflokkinn og beiti þar með fyrir mig enn einni ódýru kosningabrellunni Wink


Lifði af

Lifði af, en ekki mátti það tæpara standa.

Lá í pest í gær með mikinn hita og lét fara eins vel um mig og ég gat í sóffanum mest allan daginn.

En svo sló klukkan sjö og það var farið að sýna leik íslendinga og dana í sjónvarpinu. Hélt að það yrði mitt síðasta. Þvílík spenna og þvílík dramatík. Hefði örugglega farið betur með sjálfan mig með því að fara út að mjólka á meðan á leiknum stóð. En ég sé ekki eftir neinu fyrst ég lifði það af LoL.

Alveg frábær leikur. Hefði mátt enda aðeins betur en maður fær víst ekki alveg allt sem maður vill Cool


Þolinmæði og ást

Komdu fram við náunga þinn eins og dagurinn í dag sé þinn síðasti.

Þolinmæði til handa þeim sem eru erfiðir (kannski þarftu BARA að þola þá daginn í dag)

Sýndu þeim ást þína sem þú elskar (ekki víst að þú fáir annað tækifæri)


Stefán Jón

Sáuð þið Stefán Jón Hafstein í kastljósi í kvöld?

Loksins, loksins, loksins kom samfylkingarmaður sem gerir sér grein fyrir því að samfylkingin er í vanda og hann virtist skilja að það væri innan búðar vandi. Þar er kominn maður sem gæti hjálpað til við að laga þar til ef samflokksmenn hans eru tilbúnir til að hlusta á hann, en sennilega er það borin von Frown

En ég held samt í vonina, annars verða kosningarnar í vor bara svona eins og leikurinn við Ástrala á HM. Bara spurning fyrir sjálfstæðismenn að klára leikinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband