16.1.2007 | 22:03
Palli skotinn úr launsátri
16.1.2007 | 19:40
Þorrablót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2007 | 17:34
Ellílífeyrir gróði?
Nú gera lækkandi skattar það að verkum að það aukast tekjur ríkisins vegna meiri eyðslu þeirra sem njóta skattalækananna. Er það ekki eins með ellilífeyri? Ef hann verður hækkaður verulega mun þá ekki eyðslan aukast enn og hagur ríkissjóðs vænkast?
Myndi náttúrulega auka á þennsluna og verðbólgan myndi sennilega hækka enn meir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 11:56
Frítekjumarkið
Hér í bloggheimum er búið að heikslast mikið yfir frítekjumarki ellilífeyris- og öryrkjuþega og er ég þar með talinn enda upphæðin ekki nema 300 þús á mánuði. Síðan hef ég verið að hugsa þessi mál aðeins og komist að þeirri niðurstöðu að þessi 300 þús. er kannski bara ekki svo lítið
Held að við getum öll verið sammála um að ellilífeyrisþegar séu búnir að vinna nóg fyrir okkur hin og það sé svo undir þeim komið hvort þeim líður betur vinnandi eða ekki og okkar skuld við þá er að búa þannig í haginn að þeir geti unnið sem vilja og hinir geti slappað af.
Ellilífeyrinn þyrfti að vera mikið hærri og vildi ég sjá hann hækka mikið m.a. á kostnað tekjutryggingarinnar sem myndi leiða það af sér að bætur myndu ekki lækka eins mikið ef einstaklingurinn sem þyggur þær ákveður að vera á vinnumarkaði.
En þetta snýst ekki bara um peninga eins og mér hefur verið nokkrum sinnum bent á hér í bloggheimum og er ég sammála því. Þetta er oft á tíðum frekar samfélagslegt atriði, að eldra fólk umgangist annað fólk svo það eigi ekki á hættu að einangrast.
Hins vegar eru dæmi þess að gamalt fólk getur ekki lifað af bótunum og fer því að reyna að verða sér um aðrar tekjur. Oft er erfitt fyrir það að fá vinnu og grípur margt af því til þess að föndra eitthvað sjálft og er oftar en ekki eitt við þá iðju og hefur minni tíma til að umgangast fólk.
Held að það sé ekki leið að hækka frítekjumarkið til að drífa aldraða út á vinnumarkaðinn. Við eigum að koma því svo fyrir að þessi hópur geti haft það mjög gott þó hann starfi ekkert og svo verður hver og einn að finna það hjá sér hvort honum líður betur út á vinnumarkaðinum.
Tekjutryggingin er ætluð fyrir þá sem geta ekki unnið og fyrir þá aldraða líka sem hafa ekki áhuga á að vinna meira. Þessir peningar koma frá skattgreiðendum eins og þér og mér til að hjálpa þeim sem á því þurfa að halda og þeim sem eiga það skilið (á ég þar við aldraða sem gætu unnið en eru búnir að vinna nóg fyrir þjóðfélagið og eiga að geta slappað af ef það er þeirra val). Þeir sem hins vegar geta og velja það að vinna þurfa ekki á þessari hjálp að halda. Mér finnst það vera algengt í þessu þjóðfélagi okkar að líta á að þeir aldraðir sem velja það að vinna séu að tapa tekjutryggingunni en þá má alveg eins segja að vinnandi maður sé að tapa atvinnuleysisbótunum eða sá heilbrigði örorkubótunum.
Gerum eldra fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi og látum það sjálft velja hvort það vera úti á vinnumarkaðinum eða ekki.
15.1.2007 | 17:49
Mjólk grennir
Konur sem vilja halda sér grönnum ættu að borða feita osta ef marka má niðurstöður sænskrar rannsóknar. Feitir ostar og nýmjólk eru minna fitandi en fituskertar mjólkurafurðir. Mest fitandi er þó að borða ekki osta og mjólk. Þetta sýnir ný rannsókn frá Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Rannsóknin nær til kvenna sem ýmist hafa drukkið mjólk og borðað osta árum saman eða sleppt því. Niðurstaðan var sú að konur sem daglega drukku eitt glas af nýmjólk fitnuðu 15% minna á sama fæði en konur sem slepptu mjólkinni. Feitu ostarnir voru enn betri því konur sem borðuðu daglegan skammt af feitum osti, léttust eða þyngdust 30% minna en þær sem ekki gerðu það. |
Alisjia Wolk, prófessor við Karolínsku stofnunina, segir við norska blaðið Aftenposten að niðurstaðan hafi komið á óvart en hún sé byggð á 20 ára rannsóknum og kortlagningu á neysluvenjum nærri 20.000 kvenna allt frá árinu 1987. Prófessorinn segir liggja beint við að álykta svo að efnasamsetning mjólkurafurða sé ástæðan og samspil kalsíum og annarra grunnefna í mjólk og ostum. Tekið af www.naut.is Svo drekkið nú meiri mjólk og borðið meiri osta |
15.1.2007 | 11:49
Séð með augum leikmannsins
Ekki virðist nóg með að kosningabaráttan sé byrjuð heldur virðast vera farnar af stað þreifingar varðandi stjórnarmyndun eftir næstu kosningar. Vinstri Græn og Samfylkingin virðast sérstaklega vera farin að bítast um að komast í bólið hjá sjálfstæðismönnum. Finnst það nú svolítið fárnánlegt þegar svo er komið, þar sem að ég hef alltaf litið á að sjálfstæðismenn væru svona mest til hægri af þeim flokkum sem nú eru við líði þó að það sé kannski of mikið að kalla hann "hægri flokk" en klárlega eru VG vinstri flokkur í mínum huga og þar af leiðandi þeir helstu sem hægt væri að kjósa ef fólk aðhyllist ekki stefnu sjálfstæðismanna.
Samfylkingin hins vegar hefur alltaf auglýst sig sem helsta mótvægið við sjálfstæðisflokkinn og stefndi að því að verða stærsti jafnaðarmannflokkur landsins en er nú orðinn einn af litlu flokkunum sem veit ekki einu sinni sjálf lengur hvar hún stendur, er greinilega tilbúin að fórna öllu til að komast í stjórn, er með engin stefnumál sem hægt er að treysta þar sem hún gæti verið búin að skipta oft um skoðun fyrir morgundaginn.
Persónulega þætti mér gæfulegast ef sjálfstæðismenn og vinstri grænir gætu komið sér saman um málefnasamning og myndað næstu ríkisstjórn. Þar eru tveir flokkar sem helst er hægt að treysta (þó ég aðhyllist ekki stefnu VG). Þessir tveir flokkar hafa þó skýra stefnu í flestum málum þó ólíkar séu sem gæti valdið því að þeir ættu erfitt með komast að samkomulagi.
Samfylkingin hins vegar viriðst mynda sína stefnu mest eftir skoðanakönnunum og kann það aldrei góðri lukku að stýra. Þau kalla það reyndar "lýðræði" en það er ekki lýðræði þegar fólk kýs flokk vegna einhverja málefna sem eru svo gleymd eftir stuttan tíma og stefnubílnum er snúið við með snöggri handbremsubeygju í 180°.
Framsóknarflokkurinn er gjörsamlega stefnulaus líka. En hann fer reyndar ekki mikið eftir skoðanakönnunum hverju sinni heldur fara hans "stefnumál" eftir því hverjir vilja vera með honum í stjórn. Það er svo sem ekkert slæmt við að hafa uppfyllingarefni af þeim toga en gáfulegra finnst mér þó að kjósa þá bara annað hvort sjálfstæðismenn eða vinstri græn. Það kemur í raun hér um bil í sama stað niður að skila auðu eins og að kjósa framsókn.
Frjálslyndir virðast eiga í einhverju erfiðleikum að finna sér stöðu í íslenskri pólitík. Eins og er eru þeir bara þarna og helsta athyglin sem þeir fá er vegna deilna innan flokksins. Þeir eru enn að rífast um hver stefna flokksins eigi að vera í hinum ýmsu málum og hverjir megi starfa innan hans.
Niðurstaðan er semsagt sú að ef þú vilt að atkvæði þitt sé einhvers virði, þá kýstu annað hvort sjálfstæðisflokkinn eða vinstri græn eftir því hvora stefnuna þú aðhyllist frekar. Ef þú ert hins vegar fjárhættuspilari í eðli þínu þá krossar þú við einhvern hinna flokkana og sérð svo til eftir kosningarnar hvort þú hafir dottið í lukkupottinn
14.1.2007 | 17:16
Friðun og þróun
Nú hefur það verið í tísku að friða allt og alla síðustu misseri. Ekki það að ég ætli að fara að finna að því beinlínis þó að mér þyki víða komið út í öfgar í þeim efnum heldur langar mig að velta upp einni spurningu.
Getur friðun gengið það langt að hún heftir þróun?
Æ fleiri kjósa að líta á sig sem gesti á þessari jörð en ekki hluti af náttúrunni og þróuninni. Öll lifandi dýr hafa áhrif á þróuninna með einum eða öðrum hætti og get ég ekki séð afhverju að við mannfólkið megum það ekki líka. Er ég þá ekki að meina að við megum menga eins og við viljum heldur það að okkur hlýtur að vera leifilegt að búa okkur eins góðar aðstæður til áframhaldandi lífs eins og okkur er kostur. Það getur t.d. kostað ný stöðuvötn hér og þar.
Eins er keppst við að vernda allar þær dýrategundir sem eru að deyja út. Er það rétt af okkur að hafa slík áhrif á þróunina. Ég skal alveg viðurkenna það að ég myndi sjá eftir flestum þeim dýrategundum sem lifa hér á jörðinni ef þær myndu deyja út en ef við tökum t.d. ísbjörninn sem dæmi.
Nú er ísinn á norðurskauti jarðar að minnka hraðar en hann hefur gert um langann tíma og er því spáð að þess verði ekki lengi að bíða að ísbjörninn deyji út af þeim völdum. Ef það gerist mun það hafa töluverð áhrif á annað dýralíf á þessum slóðum. Efast t.d. að fiskurinn og selurinn myndu þakka okkur það mikið að reyna að halda lífi í bjössa eða þau rándýr sem eru í samkeppni við hann.
Löngu áður en maðurinn kom til dóu dýrategundir út og nýjar komu í staðinn. Það er eitthvað sem á eftir að halda áfram um ókomna tíð nema ef maðurinn verður það voldugur að hann geti verndað allar dýrategundir sem lifa í dag. Ef svo verður, hvað verður þá um þróunina? Munu nýjar dýrategundir koma fram? Verður einfaldlega nóg pláss bæði fyrir þær sem fyrir eru og þær sem gætu orðið til?
Hjartað í mér segir mér að það eigi að halda lífi í ísbirninum og það eru margir staðir til sem ég vil friða en það er þetta með spurninguna sem ég spurði hér áðan.
Getur friðun gengið það langt að hún heftir þróun?
Læt ykkur um að reyna að svara henni :)
13.1.2007 | 20:04
Að menntun verði til gagns
Nú hefur danska verið kennd í íslenskum grunnskólum í áratugi. Hef nú átt erfitt með að skilja tilganginn með því þar sem að það mál er ekki talað víða í veröldinni og eftir því sem mér skilst þá ná fáir að læra hana það vel í skóla að þeir geti gert sig skiljanlega úti í Danmörku og ennþá síður getað skilið danina.
Væri ekki til muna gáfulegra að kenna táknmál ?
Ef sem flestir næðu góðu taki á því myndi það þýða algjöra frelsun fyrir þá sem þurfa á táknmáli að halda. Hvar sem þeir kæmu væri hægt að gera sig skiljanlega. Hugsið ykkur bara muninn t.d. við að fara út að sækja sér allskyns þjónustu og eins myndu heyrnalausir eiga kost á að velja úr miklu meiru úrvali af störfum.
Tökum þess vegna dönsku út úr aðalnámskrá fyrir grunnskóla og setjum táknmálið í staðinn.
13.1.2007 | 12:29
Þjóðlendurnar
12.1.2007 | 17:29
Íslenskur landbúnaður í bómullarhnoðra
Hvers vegna þarf íslenskur landbúnaður að vera í bómullarhnoðra var spurt hér í athugasemd við fyrra blogg.
Sjálfstæði hverrar þjóðar er fólgið því að hún geti sjálf fætt og klætt þegna sína og sérstaklega er það þíðingar mikið þegar þjóðin býr á eyju lengst norður í ballarhafi.
Það vill gleymast á góðum tímum eins og þeim sem við lifum á í dag að fólk hefur ekki alltaf haft það svo gott sem nú og mun ekki alltaf gera það.
Við sáum bara hvað gerðist þegar ráðist var á þrjú hús í USA hinn fræga 11. sept. Öll umferð í lofti var bönnuð yfir Bandaríkjunum og á Antlandshafi. Hvað yrði gert ef Bandaríkin lentu í "alvöru" stríði.
Það þarf ekkert mjög mikið að gerast til þess að heimur versnandi fari og íslendingar ættu allt sitt undir því að að geta brauðfætt sig sjálfir. Þá er eins gott að kunna til verka við að koma fiski að landi og nýta auðlindir landsins.
Ef tollar yrðu allir felldir niður á landbúnaðarvörum og frjáls innflutningur yrði þá myndi íslenskur landbúnaður stórlega dragast saman og kannski leggjast af. Ástæðan fyrir því er sú að mikið dýrara er að stunda landbúnað á norður hjara veraldar miðað við suðlægari lönd.
Ef við tökum t.d. Nýja-Sjáland sem viðmið. Þar á bóndinn eitt fjórhjól til að reka kýrnar heim, þar eru kýrnar á beit allt árið svo ekkert þarf að heyja fyrir þær og þær fá nánast ekkert aðkeypt fóður. Einu gripahúsin sem kúabóndi þar þarf er skýli yfir mjaltabásinn. Við þetta getum við aldrei keppt í verði.
Af því að það var nefnt í áðurnefndri athugasemd að það væri hagfræðilega hagkvæmt að aflétta tollum af landbúnaðarafurðum. Það er ekki hagkvæmt að flytja allt það fjármagn sem við höfum út fyrir landsteinanna. Hver króna sem kemur inn í landið þarf að ferðast um hendur sem flestra áður en hún fer út aftur.
Tökum dæmi rithöfund sem selur bókina sína út til Danmerkur. Hann fær vonandi nokkrar krónur í staðinn. Með þær fer hann út í verslun og kaupir sér mjólk. Þar styrkir hann afgreiðslu manninn í starfi, kaupmanninn, lögmenn kaupmannsins, mjólkurbúið og þá sem þar starfa, mjólkurbílstjórann, bóndann, þá sem flytja inn áburð og heyvinnutæki og svo mætti lengi telja. Þeir síðast nefndu flytja síðan krónuna út. Ef þessi sami rithöfundur keypti erlenda mjólk yrði listinn ekki nærri eins langur hér á landi yfir þá sem krónann ylti um hendur á og hagfræðilega kemur það sér mjög illa fyrir landann.
Semsagt, trygging fyrir sjálfstæði, halda við starfskunnáttu og hagfræðileg sjónarmið gera það að verkum að tollar á landbúnaðarafurðum ættu að vera við líði eitthvað enn ;)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...