Skák

Við Hrafn Jökulsson höfum tekið upp á því að tefla blogg skák og fer hún fram á síðunni hans.

Ég er með hvítt og svona er nú komið

1. e4      -d5

2. exd5  -Rf6

3. Rc3    -Rxd5

4. Bc4    -Rb6

5. Bb3    -og Hrafn á leik

Það er orðið mjög langt síðan að ég hef telft af einhverju viti og þegar ég telfdi var ég ekki nærri eins góður og Hrafn er núna svo ef þið fylgist eitthvað með skákinni þá er öll hjálp vel þeginn við að leggja kappann Grin.

Ef hann sigrar þrátt fyrir það, og hlýtur þá að hljóta titilinn "Moggabloggaskákmeistari", hlýt ég að skora á einhvern annan til að reyna að ná þeim titli af honum Wink.


Skammt stórra högga á milli

Ýmislegt hefur gerst í pólitíkinni í dag. Fyrrverandi samfylkingamaður kominn í frjálslynda flokkinn, sjálfstæðismenn ákveða að halda Árna Johnsen inn á listanum hjá sér og birt voru úrslit í prófkjöri framsóknarmanna á Suðurlandi og í framhaldi af því lísir þingflokksformaður framsóknar yfir brotthvarfi sínu úr stjórnmálum.

Það var töluverður áróður fyrir því að fella Guðna landbúnaðarráðherra Ágústsson úr fyrsta sæti listans. Fannst mér þeir sem stóðu fyrir þeim áróðri vera óþarflega örvæntingafullir því þó ég sé kannski ekki mikill Guðna maður þá er nú ekki sama hvað kemur í staðinn og ekki leist mér á að fá Hjálmar Árnason. Ekki það að mér komi það mikið við, er ekki framsóknarmaður og stefni ekki að því að kjósa þann flokk en ég er þó sunnlendingur svo mér kemur það aðeins við EF framsókn kemur inn manni hér.

Samfylkingin heldur áfram að falla í skoðanakönnunum. Það mun hún halda áfram að gera á meðan hún kennir öðrum flokkum um hvernig er komið fyrir henni. Ef samfylkingarfólk fer ekki í það af krafti næstu daga að gera eitthvað í sínum málum næstu daga mun fara verulega illa fyrir henni í næstu kosningum. Eina sem ég held að geti gert henni gott væri að Ingibjörg Sólrún segði af sér og nýtt fólk tæki við. Fólk sem hefur verið sjálfum sér samkvæmt síðustu misseri og fólk geti treyst. Ég ætla nú samt að leyfa mér að veðja á að hinir flokkarnir allir verði það heppnir að Ingibjörg Sólrún segi ekki af sér.


Örþrifaráð

Eru nú starfsmenn fréttastofu RÚV ekki farnir að verða óþarflega örvæntingafullir, farnir að keyra niður rafmagnslínur svo að fjöldi fólks festist upp í skíðalyftu, bara til að hafa einhverjar fréttir til að segja frá LoL

Halla dómari

Mér fannst Höllu Gunnarsdóttur (sú sem er að bjóða sig fram sem forseta KSÍ) verða verulega á í messunni í Kastljósi í gærkvöldi.

Henni varð það á, eins og okkur flestum virðist vera tamt, að setjast í dómarasætið og dæmdi hún Guðmund í Byrginu sekann af öllum ákæruliðum. Hún tók að meira að segja fram að ekkert benti til sakleysis hans. Eins og ég hef tekið fram áður að það þarf að sanna sektina en ekki sakleysið.

Tökum bara sem dæmi. Ef börnin hans Guðmundar hafa mikið yndi af fótbolta og hafa svo kanski verið að horfa á Kastljós í gærkvöldi og séð þar fyrirmyndina Höllu Gunnarsdóttur fótboltahetju og frambjóðanda og hún kemur með svona yfirlýsingu um föður þeirra. Hvernig yrði ykkur við ef svona væri sagt um pabba ykkar.

Enn og aftur. Eigum við ekki að reyna að temja okkur að dæma ekki einstaklinga eftir sögum sem við fáum úr fjölmiðlum.

Sjálfur þekki ég til eins manns sem dæmdur var af þjóðinni og þurfti að flýja land þó að hann reyndist vera saklaus af öllum ákæruatriðum. 


Íslandsmet

Tvær kýr náðu að mjólka yfir 13 tonn á árinu 2006 og er það í fyrsta skipti sem íslenskar kýr ná þeim áfanga.

Meðaltöl búanna hækka líka með hverju árinu. Meðaltal hæsta búsins er í tæpum 7900 lítrum eftir hverja kú og ekki er ósennilegt að á árinu 2007 fari fyrsta búið yfir 8000 lítra meðaltalið. Meðaltal yfir landið er 5383 lítrar svo greinilegt er að breytileiki á milli búa hér á landi er gríðarlega mikill og verðum við sem að neðar erum að girða okkur í brók og fara að sýna einhverjar framfarir.

Meðaltal á mínu búi var 5750 lítrar á árinu 2006 og er það það mesta sem kýrnar á þessum bæ hafa mjólkað á einu ári og stefni ég að því að hækka það verulega á árinu 2007, svo er bara að vita hvort það gengur eftir.

Til hamingu íslenskir kúabændur með þennan frábæra árangur.


Forgangsröðunin!

Mikið hækka nú stjórnarandstöðuflokkarnir í ályti hjá mér þessa dagana. Það er nú ekki öllum sem dytti það í hug að tala um RÚV í marga daga til að þurfa ekki að sinna vinnunni sinni.

Það er náttúrulega miklu gáfulegra hjá þeim að eyða öllu vorþinginu í þetta mál svo það sé ekki hægt að gera neitt annað. Við viljum örugglega ÖLL kjósa flokka í vor sem vilja bara taka eitt mál fyrir á hverju þingi fyrir sig. Tvö mál kæmust í gegn á ári.... kannski.... allavega aldrei fleiri.

Ef þetta væri nú eitthvað mál sem lægi þungt á öllum landsmönnum en svo virðist ekki vera. Svo haldið endilega áfram þessu málþófi kæra stjórnarandstaða, þið eruð að grafa ykkar eigin gröf. Leiðinlegt samt, hélt að það stefndi í spennandi kosningar í vor.

 


Ósammála síðasta ræðumanni

Ég veit fátt skemmtilegra en að rökræða um málefni líðandi stundar eins og kannski sést á bloggvinum mínum hér á þessari síðu. Þar má finna fólk úr samfylkingunni, framsókn og vinstri grænum. Kanski er það farið að ganga út í öfgar hjá mér að þurfa alltaf að vera á móti þegar maður er farinn að auglýsa síður annara en sjálfstæðismanna svona rétt fyrir kosningar FootinMouth.

En það er nú ekki ástæðan Smile. Þeir sem eru taldir hér upp sem bloggvinir eru hreinlega bara með frábærlega skemmtilegar síður og þær skemmtilegustu sem ég hef fundið hér á moggabloggi Wink og skora ég á alla sem kíkja hér við að líta inn hjá þeim líka Smile


Tollar lækkaðir

Valgerður Sverrisdóttir var ánægð með að hafa náð að lækka tolla á nokkrum vörum. Hún vildi meina að það ætti bæði að lækka matarverð hér á landi og eins ætti það að verða til þess að bændur ættu möguleika á meiri mörkuðum.

Eins og oft áður þá er þetta falleg hugsun en gengur hún upp?

Öll aðföng sem ég þarf til mjólkurvinnslu eru margfalt dýrari en hjá kollegum mínum út í Evrópu og eins er það með vinnsluna eins búum við við meiri kröfur heldur en bændur víðast hvar annars staðar sem hækkar allan kostnað hjá okkur. Mikið dýrara er að vera með landbúnað hér á landi vegna veðurfars en víðast annars staðar. Hvernig í ósköpunum eigum við þá að koma vörum í miklum mæli til Evrópu sem eiga að keppa í verði við þær vörur sem fyrir eru? Errm

Vonandi gengur það samt Smile


Mjólk úr alkahóli

Meiri fjárans kuldinn þessa dagana, mætti halda að maður byggi á Íslandi Errm.

Kom mér á óvart þegar ég gaf kúnum í morgun að rígresisrúllurnar mínar eru ekki freðnar þó haugblautar séu. Sennilega hafa þær gerjast svona svakalega Woundering. Hlýtur að verða góð mjólk úr kúnum eftir að éta þær Errm.

Þið vitið þá allavega hvert þið leitið ef ykkur vantar mjólk sem yljar ykkur um hjartaræturnar Wink en ég get lofað ykkur að sú mjólk verður ekki til þess að lækka matarverðið Grin


Allt fyrir ekki neitt

Okkur íslendingum hættir til að vilja fá allt fyrir ekki neitt og kannski er það að meira að segja ekkert bundið við okkur íslendinga eingöngu.

Ef við tökum t.d. kröfu um lækkun matarverðs sem dæmi. Það virðist enginn spá í hvað þarf til til að lækka matarverðið. Ein leiðin væri að lækka laun og enn áhrifaríkara væri að flytja störf úr landi og kaupa þau annars staðar frá þar sem hægt er að framkvæma þau fyrir minna.

Eins væri leið að minnka hollustuna eins og kemur fram í góðri grein í nýjasta Bændablaðinu eftir Söndru B. Jónsdóttur sem er titluð sem sjálfstæður ráðgjafi. Greinin heitir "Lægra matvælaverð á Íslandi- á kostnað hvers" (www.bondi.is). Greinin fjallar aðallega um það hvað mikið af auka- og eiturefnum eru notuð í matvæli þar sem kappkostað er að framleiða þau sem ódýrast. Tekur hún sem dæmi Bandaríkin þar sem heilsufar manna er orðið mjög slæmt og kennir hún um óhollu matarræði.

Eins tekur hún fram að innflutt grænmeti tapi hluta af vítamín- og steinefnainnihaldi sínu við langan flutning og eins hafi það fengið hina ýmsu meðferðir til að reyna að auka geymsluþolið.

Öll viljum við halda vinnu í landinu, háum launum, miklum gæðum í matvörum okkar, heilsufarinu góðu o.s.fr. en einhverju af þessu eða kannski öllu þurfum við að fórna fyrir lægra matvælaverð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband