Matarkarfan ódýrari?

Enn lækkar hlutfall matvæla í útgjöldum heimilanna eftir því sem segir á vef Búnðarsambands Suðurlands ( www.bssl.is ) og haft er eftir Hagtíðindum.

Árin 2003-5 var hlutfall matvæla 12,9% af útgjöldum heimilanna en var 14,4 árin 2002-4.

Hjá 10% tekjuminnstu heimilunum fór 14% í mat og drykk en hjá 10% tekjuhæstu fór 10,8%. Undarlega lítill munur á milli þeirra tekju lægstu og þeirra tekju hæstu hvað eytt er miklu í matvæli.

Ráðstöfunnartekjur heimilanna hafa hækkað um 7,2% á milli þessara könnuna, þ.e.a.s. árin 2002-4 og svo 2003-5 og um 10,7% á mann.

Þessar upplýsingar finnst mér styðja fullyrðingar mínar í bloggi hérna neðar um vöruverð.


Borgað í blíðu????

Hef verið að spá í þessu evrumáli núna undanfarið og sýnist mér ekki stefna í góða hluti þar.

Samfylkingin vill taka upp evruna hið fyrsta til að ná niður vaxtastiginu og vöruverðinu.

Sjálfstæðismenn segja að það sé ekki hægt að taka upp evruna nema að ganga fyrst í Evrópusambandið.

Framsóknarmenn segja hvoru tveggja, vilja hvorutveggja en vilja þó sleppa hvorutveggja.

En hvað með það. Það er kominn upp annar flötur á þessari umræðu. Stærstu fyrirtæki landsins vilja gera upp í evrum en ekki krónum. Einstaklingar og fyrirtæki taka lán í erlendum gjaldmiðlum. Fólk vill fá launin greidd í erlendum gjaldmiðlum til að minnka áhættuna af erlendu lánunum.

Ef íslendingar hætta að versla með krónu er ekki mikil von um að aðrir geri það og hlýtur hún þá að falla um sjálfa sig. Hvar stöndum við þá? Með enga krónu og enga evru þar sem við verðum ekki í evrópusambandinu. Er einhver gjaldmiðill til fyrir þjóð sem eyðir sínum eiginn? Ef ekki, með hverju borgum við þá?


Bölvaðar landbúnaðarvörurnar

Enn er það í fréttum að landbúnaðarvörurnar séu að halda vöruverði uppi, það hátt að vöruverð hér er yfir 60% hærra en það er að meðaltali í Evrópu. Lausnin er auðvitað sú að fella niður tolla af erlendum landbúnaðarvörum til að neyða verðið á þeim íslensku niður.

En skoðum málið aðeins nánar.

Í fyrsta lagi þá er munur á landbúnaðarvörum hér á landi og erlendis ekki meiri en á mörgum öðrum vörum, bæði innlendum og innfluttum og þó að hluti af innfluttu vörunum séu tollfrjálsar.

Í öðru lagi er afskaplega lítill hluti launa íslendinga sem fer í það að kaupa íslenskar landbúnaðarvörur. Niðurfelling tolla hefði þar af leiðandi lítil áhrif á hag heimilanna í landinu nema hvað þá helst kannski fyrir það að fjöldi fólks sem vinnur við landbúnað bæði beint og óbeint missir vinnuna. Þá er ég ekki að reyna að halda því endilega fram að landbúnaður leggðist af hér á landi heldur að hann myndi klárlega dragast mikið saman.

Í þriðja lagi þá er það alls ekki tollum á landbúnaðarvörum að kenna hvað vöruverð er hátt hér á landi. Það sem veldur er fyrst og fremst mikil velsæld, mikill kaupmáttur og lítið atvinnuleysi. Þegar við höfum þetta mikla peninga á milli handanna þá hækkar allt í verði t.d. húsnæði og vinnuafl sem hefur bein áhrif á vöruverð þar sem að kaupmenn þurfa bæði húsnæði undir reksturinn og fólk í tilfallandi störf. Eins veldur þessi velsæld meiri eyðslu og til að stemma stigu við því hækka bankarnir vextina sem veldur því aftur að allt annað hækkar.

Viljum við skipta á lægra vöruverði annars vegar og svo minni kaupmætti og meiri atvinnuleysi hins vegar. Kannski er það bara vegna þess að ég er bóndi en ég segi nei takk.


Dómur fallinn

Komið sælir bloggarar allir

Hef verið að skoða blogg hér á blog.is núna síðustu daga og hef ákveðið að prófa að vera með. Hef verið að blogga á centralnum núna nærri í tvö ár.

Fyrsta umræðuefnið sem mig langar að taka til á þessari síðu er þetta með "barnaperran" á Akureyri sem hefur verið að tæla börn upp í bíl hjá sér. Reyndar ekki tekist að tæla nema eitt barn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Nema" er kannski ekki rétta orðið yfir það þar sem eitt barn er ALLT of mikið heldur á ég við það að greinilegt er eftir alla umræðuna í þjóðfélaginu að flest börn eru farin að passa sig og er það gott.

Í fréttinni í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi var reyndar sagt frá því að "barnaperrinn" hefði ekkert gert þessu eina barni sem hann tældi í bílinn til sín en það skiptir engu máli er það??? Nei auðvitað ekki, þetta er greinilega barnaperri af verstu gerð sem ætti að vana í síðasta lagi í fyrradag og skjóta daginn áður.

Á mínum uppvaxtar árum var mér kennt að maður væri saklaus þar til sekt væri sönnuð. Nú þegar ég er kominn á fullorðins ár sé ég að það er bara til að eyða óþarfa tíma og að maður tali nú ekki um óþarfa peningum í dómskerfið. Það þarf nú enginn dómari að kveða upp dóm í máli sem liggur ljóst fyrir. Maðurinn tældi barn inn í bílinn til sín, við sáum það öll í fréttunum og ekki ljúga þær nokkurn tíma, og þó sagt sé að hann hafi ekkert gert því þá vitum við vel að hann ætlaði því ekkert gott.

En svona í alvöru talað. Ekkert er óeðlilegt við það að það grípi um sig hræðsla meðal þjóðarinnar þegar svona fréttir eru í fjölmiðlum, reyndar væri óeðlilegt ef það gerði það ekki. En þó að ég sé ekki gamall að árum þá hef ég þó það lært af reynslunni að hlutir eru ekki nærri alltaf eins og þeir sýnast svo eigum við ekki bíða eftir því að maðurinn finnist (hjálpa til þess ef við getum), leyfa yfirvöldum að yfirheyra hann og ef hann reynist sekur eins og við höldum að hann sé, þá skulum við dæma hann. Aðeins hefur það komið fyrir að ég hef þekkt til mála sem hafa komið í fréttum, aldrei neinum sem þessum sem betur fer, heldur til bílslysa eða þar sem er verið að segja frá fundum eða eitthvað í þá áttina og ALDREI hefur verið farið alveg rétt með. Meira að segja þegar tekin eru viðtöl eru þau oft afbökuð.


« Fyrri síða

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband