Hard rock and water

Var að horfa á þátt í sjónvarpinu "klappir og vatn" sem rithöfundur frá Nýfundnalandi gerði og bar þar saman aðstæður þar og á Íslandi.

Að mínu áliti er þetta þáttur sem ætti að sýna öllum krökkum sem eru að útskrifast úr grunnskóla til að efla sjálfstæðisvitund þeirra.

Í þættinum kom fram að íbúar Nýfundnalands ákváðu árið 1949 að verða fylki í Kanada og veita þeim öll yfirráð yfir sínum auðlindum, fimm árum eftir að íslendingar ákváðu að verða sjálfstæð þjóð. Gríðarlegur munur er á þjóðunum í dag. Fjórðungur nýfundlendinga er atvinnulaus og þriðjungur ólæs meðan að hvoru tveggja þekkist varla hér á landi. Hún (rithöfundurinn) fór í verslanir á Nýfundnalandi og þurfti að leita lengi þar til hún fann vöru sem framleidd er þar í landi meðan að mjög stór hluti vara í verslunum hér á landi er framleiddur hér.

Auðlindir nýfundlendinga eru þó miklu meiri en okkar íslendinga. Fyrir utan fiskimiðin er þar hellingur af olíu og fleiru því sem ætti að geta komið þeim til góða og gert þá með ríkari þjóðum heims. Í stað þess er fiskurinn ofveiddur af öðrum þjóðum í þeirra lögsögu vegna þess að Kanadamenn eru daufir við að verja hann og tekjur af öðrum auðlindum renna til kanadíska ríkisins og skilar sér ekki nema að litlu leiti heim aftur. Margir viðmælendur þáttarins og rithöfundurinn sjálfur vildu meina að ástæðan fyrir þessum mun á Íslandi og Nýfundnalandi væri sú að á Íslandi veru ákvarðanirnar teknar af heimamönnum á meðan að á Nýfundnalandi voru ákvarðanirnar teknar af fólki víðs fjarri sem ekki þekkti til og hafði engra eða lítilla hagsmuna að gæta.

Maður fór ósjálfrátt að hugsa um það hvernig það yrði ef við myndum ganga í ESB og flytja með því ákvörðunarvald í mörgum mikilvægum málaflokkum út til Brussel. Myndi það koma okkur í svipaða stöðu og nýfundlendinga eru í dag?

Mikið er talað um það að þá fengjum við völd innan sambandsins þar sem að við fengjum nokkra þingmenn inn á Evrópuþingið. Nýfundlendingar fá 7 þingmenn í Kanada og þeir geta sagt okkur hvaða völd það veitir þeim en það er akkúrat engin. Svo fáir í stórum hópi gera ekki mikið fyrir þjóð sína þó þau leggi sig öll fram.

Athygli mína vakti að tekið var viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í þessum þætti og ekki nefndi hún þar að hún vildi skoða það að framselja hluta af okkar sjálfstæði til Brussel. Fannst eiginlega bara skondið að hún hafi verið valin í þennan þátt en ekki einhver t.d. frá VG eða D sem hafa lýst því yfir að ekki komi til greina annað en að halda öllu því sjálfstæði sem við höfum áunnið okkur með áratuga baráttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert. Ég missti af þessum þætti

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.5.2007 kl. 01:34

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

eeee... hvað meinarðu Ragnar??????

Fáránleg mistök hjá mér er held ég sé búinn að leiðrétta það allt saman. Takk fyrir ábendinguna

Ágúst Dalkvist, 30.5.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1555

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband