23.11.2008 | 15:31
Friður sé með yður
Mikið var leiðinlegt að heyra á mótmælunum í gær þegar verið var að hvetja til valdaráns. Ég hélt að íslendingar væru friðarsinnar og hefðu þolinmæði til að leita sátta.
En hins vegar get ég vel skilið að fólk vilji breytingar og nú held ég að það sé kominn tími til að stjórnvöld komi til móts við fólkið sem á erfitt með að hemja reiði sína.
Þess vegna krefst ég þess einfaldlega að stjórnvöld og mótmælendur leiti leiða til að ná sáttum strax í þessari viku.
Það er ljóst að það kemur að því að taka þarf til í fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og held ég að rétti tíminn væri til þess núna í vikunni.
Mjög sterkt held ég líka að það myndi virka að uppstokkun yrði í ríkisstjórninni. Formenn stjórnarflokkanna ættu að stíga af sínum stalli, fjármálaráðherra og jafnvel viðskiptaráðherra. Með því væru flokkarnir að taka pólitíska ábyrgð.
Ekki væri heldur vitlaust að ákveða tíma til kosninga. Vil þó að það sé lengra í þær en að þær verði í vetur eða vor. Því að ég vil að nýjir flokkar hafi tíma til að koma fram á sjónarsviðið með nýju fólki.
Ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla báðir að setja inngöngu í ESB á stefnuskrá hjá sér þá þurfum við flokk á hægri vængnum sem er á móti ESB aðild svo að hægri menn þurfi nú ekki að fara að kjósa VG . Ef flokka kerfið á að virka þá verða að vera flokkar sem snúast um málefni og þeir verða að vera það fjölbreyttir að sem flestir geti fundið eitthvað til að kjósa
Ég vil því hvetja stjórnvöld til að hafa hraðar hendur og sýna almennilegan lit núna strax í þessari viku. Það er ljóst að þolinmæði fólks er á enda og það er skylda stjórnvalda að halda frið í landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Hvaða væl er þetta að þeir sem vilja ekki ESB verði að fá nýjan flokk á hægri hliðinni.... bara allir að kjósa VG og ekkert röfl :P hehe
Nóní (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.