Smokklaust hagkerfi

    Eins og þið vitið sem lásuð síðasta blogg mitt þá vil ég ekki benda á neina sökudólga í dag varðandi kreppuna.
    Ríkisstjórn síðustu ára hefur verið að borga niður skuldir ríkisins sem gerir það að verkum að staðan er þó ekki verri en hún er í dag. Það gerði hún m.a. með skatttekjum frá bönkunum og öðrum fyrirtækjum sem hafa aflað mikilla tekna fyrir þjóðarbúið undan farin ár. Svo það má finna gott í öllum ef fólk kýs að horfa á þá hliðina.

    En það sem ég er að velta fyrir mér núna er hvort ráðamenn þjóðarinnar og aðrir hálaunaðir starfsmenn ríkisins verði ekki að taka á sig launalækkun.

    Hver þarf til dæmis 2 millur í laun á mánuði til að lifa af í dag? Væri ekki nóg að hæstu laun sem ríkið borgaði væri í kringum 800 þús. t.d.. Ég þykist allavega geta lifað vel af slíkum launum ef ég hefði þau.
    Það myndi nú friða marga og sýna bara almenna skynsemi ef forsetinn, ráðherrar, forstjórar á vegum ríkisins, hálaunað fólk hjá sveitafélögum og fleiri og fleiri myndu sýna almenningi stuðning á þennan hátt. Í stað þess að skattgreiðslur okkar sem höfum nú ekki alltof mikið fari í það að borga fólki laun langt langt LANGT umfram það sem þarf til að lifa góðu lífi.

    Og svo eitt enn sem ég var að spá í og skýrir fyrirsögnina. Hafið þið spáð í því að opið hagkerfi er svipað hættulegt og hópur lauslætis manneskja sem stunda óvarið kynlíf ;)?
    Eins og t.d. í þessu lauslætis hagkerfi var eitt land sem fékk kynsjúkdóm (USA) og vegna þess að það svaf hjá mörgum öðrum löndum, sem sváfu aftur hjá mörgum öðrum, þá dreifðist kynsjúkdómurinn hratt um víða veröld þar til flestir, ef ekki allir, voru orðnir sýktir.
    Spurning hvort ekki sé hægt að hanna hagkerfissmokk áður en hagkerfi heimsins læknast af klamedíunni svo þau geti haft öruggt samband sín á milli  þegar uppbygging hefst ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ekki galið :) Setjum við þá ekki útrásarmennina bara í pollagalla?

Ríkið reyndar fékk einhvern vasapening fyrir að selja þessum gaurum eigur okkar en skatttekjurnar fóru nú ekki óskiptar í ríkiskassann... Ég veit að þessir aðilar létu reyndar margt gott af sér leiða en þær upphæðir fölna víst í samanburði við bruðlið og vitleysuna. þeir hefðu ekki átt að fá að leika lausum hala eins og þeir gerðu en það var á ábyrgð íslenska ríkisins.

Laufey Ólafsdóttir, 25.10.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Takk fyrir þessa hugmynd Laufey ;) ...... vonandi prófa útrásarmennirnir hana ;)

Eina sem ég vil að við dæmum engan án rannsóknar...... flest vorum við tilbúin til að taka þátt í góðærinu og spreða peningum út í loftið svo ég held að við ættum bara að skoða málin í rólegheitum :)

Ágúst Dalkvist, 25.10.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gallinn er Ágúst að búið er að frysta eigur almennings... Er það eitthvað réttlátara en að frysta eigur þeirra sem bera hluta ábyrgðarinnar? Ég held þeir hefðu gott af því að lenda í smáfrosti til tilbreytingar Ég spreðaði heldur aldrei neinum stórupphæðum. Lofa!

Laufey Ólafsdóttir, 26.10.2008 kl. 01:33

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þú mátt alls ekki taka það þannig að ég sé að saka einhverja einstaklinga um að spreða.... er að tala um stóran hóp þegar ég tala um það og innan hans eru margar undantekningar. Og miðað við hvernig þú hefur bloggað þá á ég auðvelt með að trúa að þú sért ein af undantekningunum.

Málið er þó að ef einhverjir hafa tapað á kreppunni þá eru það þessir auðmenn. Þeir sem áttu tildæmis bankana eru búnir að tapa miklu af því sem þeir áttu.

Þær eigur almennings sem hafa verið frystar eru (eftir því sem ég veit) það fjármagn sem hann átti í sjóðsreikningum. Þessir sjóðir voru eigendur hlutabréfa. Fólk vissi þegar það lagði peningana inn á þessa sjóði (ef það hefur eitthvað kynnt sér málið) að þar færu fram hlutabréfakaup til að auka ávöxtun á fénu. Allir vissu líka sem hlustuðu á fræðinga að það var áhættusamari sparnaður en margur annar.

Þessir sjóðir eru ekki þeir einu sem tapað hafa hlutabréfum sínum eða horft á þau falla í verði. Það hafa líka þeir auðmenn séð sem alltaf er verið að skamma án nokkurra sannanna

Ég er samt ekki að afsaka þá sem brutu af sér...... ég er bara biðja fólk um þann þroska að dæma engan án rannsóknar..... menn eru saklausir þar til annað sannast. Sástu t.d. Bakkavararbróðurinn í Markaðinum á stöð 2? Þar lofaði hann að þeir bræður færu síðastir frá borði og að þeir bræður gætu ekki talist auðmenn lengur.

Meðan reiðin er svona mikil og bara reynt að hefna sína á ímynduðum óvin þá er mikil orka virkjuð til illra verka sem væri hægt að nota til að rétta þjóðarskútuna við.

Ágúst Dalkvist, 26.10.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband