Negrastrákar og landbúnaður

Hræðilegur klaufaskapur var að hleypa negrastráka málinu í fréttirnar.

Þegar börnin mín spyrja núna afhverju þessi bók er bönnuð í leikskólum og maður segir þeim að það sé vegna þess að persónurnar eru svartar þá kemur "já en pabbi, þú hefur alltaf sagt að það skipti ekki máli hvort fólk er svart eða hvítt". Eina svarið við því er að sumt fólk hefur ekki þann þroska enn í dag að horfa fram hjá því hvernig fólk er á litin. Sorglegt að það skuli vera fólkið sem heldur að það sé að berjast fyrir þá lituðu Frown.
Nú á að afhenda rasistum bókina "10 litlir negrastrákar" sem gjöf til að hrella börnin okkar, bara af því að nokkrar persónur eru viðkvæmar fyrir henni, geta ekki horft nema á húðlitinn, og eyðileggja vinnu okkar hinna sem höfum verið að reyna að kenna börnum okkar að kynþáttur skipti ekki máli.
Hvað er næst? Banna að sagan um Hans klaufa sé lesin í leikskólum af því að Hans er hvítur á öllum teikningum eða nýju fötin keisarans? Nei sennilega ekki, þeir sem vilja að negrastrákarnir séu bannaðir virðast líta á blökkumenn sem minnimáttar sem allir verða að sameinast um að vernda eins og þarf að gera fyrir þá sem eru ekki eins og allir hinir og hafa ekki þroska til að bjarga sér sjálfir út í hinum stóra heimi. Hvernig væri frekar að líta á blökkumenn sem jafningja okkar?

En að öðru og ekkert sorglegu.
Í Kastljósi í kvöld var meistari Jón Magnússon, þingmaður frjálslynda, var að tjá sig um hvernig kerfið í kringum niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum ætti að vera.
Hann sagði að bændur íslands væru svo duglegir að það væri allt í lagi að minnka niðurgreiðslurnar og leggja niður tolla á landbúnaðarvörum LoL
Hvað meinar hann með því? Eru bændur svo duglegir að þeir þurfa ekki þak yfir höfuðið, þeir geta bara hlaupið sér til hita? Eða eru þeir svo duglegir að þeir mega ekkert vera að því að stofna fjölskyldur og ekki einu sinni að stoppa aðeins til að fá sér að borða? LoL Nei, sennilega á hann við að bændur í löndunum í kringum okkur séu letingjar og þess vegna gætu þeir aldrei keppt við okkur íslensku í verði.

Sjáum okkur nú til. Ekki er tollur á nærri allri matvöru sem flutt er inn til landsins, samt er jafn mikill munur á verði á þeim mörgum og jafnvel meiri á milli landa heldur en landbúnaðarvörum. Önnur lönd eru mörg hver með tolla á innflutningi sem gerir það að verkum að ef við fellum niður tolla þá geta erlendir bændur flutt vörur til landsins en við ekki út.
Vöruverð verður alltaf það sem flestir eru tilbúnir að borga. Nú er virðisaukalækkunin smátt og smátt að étast upp t.d.

En Jón hefur alltaf verið brandarakarl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Jópn Magnússon skilur ekki  markaðsstöðu smá bændabýla á Íslandi og stórra framleiðslubúa í Evrópu.Bara stærðin ein og sér gerir okkur ekki samkeppnishæfa í verði.Að mínnka niðurgreiðslurnar og leggja niður tolla af landbúnaðarvörum er fjótvirkasta leiðin að leggja nið'ur allann landbúnað.

Við eigum að viðhalda okkar landbúnaði,lambakjötið það langbesta í víðri veröld og búkollumjólkin,smjörið og skyrið okkar er líka það langbesta.Vitanlega verðum við að greiða hátt verð fyrir slíka gæðavöru. 

Kristján Pétursson, 25.10.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sæll Ágúst... loksins get ég kíkt á þig og kommentað :) hef verið frekar bissí.

Sko. Það er ekki verið að tala um að vernda neinn heldur er svart fólk að tala og segja að hún sé móðgandi. Dóttir mín er yfir sig hneyksluð og það er mikil óánægja meðal svartra íslendinga. Það er enginn að tala fyrir neinn. Við erum að tala fyrir okkur sjálf! Bókin er hreint ógeð og við förum ekki ofan af því.

Hans hét Hans klaufi en ekki Hans hvíti. Málið er að þarna er bæði sagan ljót OG kynþáttur sögupersóna skýrt tekinn fram. Það sem þú þarft að skýra út fyrir þínum börnum fölnar við hlið þess sem við þurfum að skýra út fyrir okkar Ágúst minn. 

Jón Magnússon... no comment Hef ég sagt þér að pabbi minn var bóndi? Ég set áherslu á VAR.

Laufey Ólafsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Kristján:
Það er tvennt sem ég held að valdi því að það verði alltaf erfitt fyrir íslenska bændur í samkeppni við erlenda bændur í verði og það er lítil bústærð eins og þú nefnir og lega landsins.
En það er hægt að ná landbúnaðarvörum niður í verði, og þá öllum vörum öðrum líka, það er með því að minnka kaupmátt, en við græðum ekkert á því.

Laufey:
Ekkert sár þó þú hafir ekki commentað fyrr en gleður mig að sjá að þú hafðir tíma núna
Ég skil alveg hvað þú ert að gera og fyrir hverju þú ert að berjast en ég vil meina að þeir sem að sjá eitthvað ljótt út úr þessari bók séu of hörundsárir. Þegar ég segi "of" þá á ég við það að það hefur aldrei skilað góðu að vera með öfga í sínum baráttu málum, það hefur aldrei stuðlað að friði, sama í hvaða málum það hefur verið, hvalveiðimálum, virkjanamálum eða hverju sem er.
Þegar þið berjist fyrir því að banna þessa bók og útvarpið því hvað þið eruð sár, þá mun mörgum finnast þið vera orðin öfgafull og farin að banna hluti sem skipta ekki máli og það er eitthvað sem er mjög óvinsælt orð í íslensku samfélagi í dag "bannað".
Það mun síðan valda því að barátta ykkar gæti haft þver öfug áhrif heldur en þið lögðuð upp með og það er það sem ég vil ekki sjá.
Ef ég get ekki talað þig og aðra til í þessu máli þá vona ég að ég hafi kolrangt fyrir mér og óska ykkur góðs gengis, hins vegar þegar ég vona að ég hafi kolrangt fyrir mér þá hef ég því miður haft alltof oft rétt fyrir mér .
Verst þó þegar það er öfugt, þegar ég vil hafa rétt fyrir mér þá hef ég rangt fyrir mér

Ágúst Dalkvist, 26.10.2007 kl. 00:10

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

"Verst þó þegar það er öfugt, þegar ég vil hafa rétt fyrir mér þá hef ég rangt fyrir mér "

Dúddi þú ert bara perla strákormur  

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.10.2007 kl. 10:46

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hef einmitt fengið þessar setningar frá mínum börnum núna, Ágúst, í fyrsta skipti. Mér gremst það gríðarlega og ef eitthvað hefur vakið upp leiðindi þá er það einmitt allur andskotagangurinn sem fólk þyrlaði upp í kjölfarið. Stundum er betur heima setið, það er á hreinu. Kv.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.10.2007 kl. 22:39

6 identicon

Málið er Ágúst að þú svaraðir börnunum þínum ekki vel. Í fyrsta lagi er náttúrulega ekki verið að banna þessa bók, heldur verið að biðja fólk um að sýna tillitsemi, skynsemi og náungakærleik með því að bera skynbragð á það sem er særandi fyrir aðra. Í öðru lagi eru viðbrögðin ekki við því að þarna sé bók sem fjalli um svart fólk, heldur að þarna er verið að draga upp aldargamla staðalmynd af svörtu fólki, algenga ímynd þar sem svart fólk var teiknað eins og apar til að undirstrika að það væri af óæðri kynstofni.

Þegar bókin kom fyrst út á Íslandi var það ekki af illsku, heldur af fáfræði, og kannski var ekki hægt að ætlast til þess að fólk vissi betur. Á sama tíma stóð réttindabarátta svartra í Bandaríkjunum hinsvegar sem hæst, og enn áttu eftir að líða 43 ár þar til kosningaréttur þeirra var með öllu tryggður.  Þá reyndu margir sem mest þeir máttu að viðhalda þeirri aldagömlu forsendu þrælahald, kúgunar og ofbeldis, að svertingjar væru dýrslegri en hvítir menn, og of heimskir til þess að geta séð um sig sjálfir. Það birtist meðal annars í háðsvísum og skopteikningum eins og nú er verið að endurútgefa á Íslandi. Svart fólk er enn að berjast við arfleifð fordóma og kúgunar hvíta mannsins í gegnum aldirnar. Endurútgáfa þessarar bókar gerir lítið til að hjálpa þar til á meðan um hana er rætt eins og hún sé yndisleg, saklaus barnabók, og börnum er ekki kennt um félagslega og sögulega samhengið sem hún sprettur úr.

Það er að sjálfsögðu engin ástæða til að banna bókina eða brenna, eins og margir æsingamenn vilja halda fram að sé málstaður þeirra sem eru ekki hrifnir af henni. Hún á heima á safni (eða hugsanlega sem kennsluefni í samfélagsfræðitímum) svo við getum verið meðvituð um breytta samfélagsmynd og úreltan tíðaranda fordóma og fáfræði. Á leikskólum á hún hinsvegar ekki heima lengur. 

Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 01:05

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Sammála Helga  og næstum því sammála Una, þar til í síðustu setningu þinni .

Þú segir fyrst að það sé ekki verið að krefjast þess að banna bókina en svo tekur þú undir með þeim sem vilja banna hana í síðustu setningunni. Það er nefnilega verið að krefjast þess að BANNA hana í leikskólum. Ef við gerum það þá höfum við engin áhrif á þau börn sem lifa við fordóma heimafyrir og vandinn verður ævarandi, en ef við höfum hana inn á leikskólunum þá er hægt að minnka fordóma komandi kynslóða.
Held mig enn við það sem ég sagði börnum mínum. Það er einhver minnimáttarkennd, ofvernd og/eða ofsa hræðsla sem stjórnar því fólki sem vill banna þessa bók á einhvern hátt í stað þess að nota hana til góðra verka.

Ágúst Dalkvist, 30.10.2007 kl. 11:28

8 identicon

Sæl,

 ég held öllum sé hollt að lesa pistil hans Gauta B. Eggertssonar og dæma svo hvort þessi bók á heima í samfélaginu í dag eða ekki...mér finnst hún ekki eiga heima í okkar samfélagi, ekki frekar en áróðursrit nasista og önnur rit sem hvetja til útskúfunar vegna kynþáttar:

http://visir.is/article/20071031/SKODANIR03/110310113

 Íslenska útgáfa þessarar bókar er kannski frekar "saklaus" miðað við hvernig upprunalega útgáfan leit út.  Í okkar útgáfu endar hún "vel" því þótt allir hinir 9 bræðurnir hafi dáið á einhver hátt þá gifti þessi tíundi sig og eignaðist 10 börn, svo allt er gott eða hvað?  Skiptir ekki máli með nokkra svertingja til  eða frá, þeir fjölga sér hvort sem er svo hratt?  Er það ekki boðskapurinn? Í bandarísku útgáfunni fer þessi tíundi og hengir sig sem voru víst oft örlög svartra áður.  Hvort sem Ku Klux klan hjálpaði þeim við það eða þeir gerðu það sjálfir.

þetta er alls ekki einfalt mál  og vel skiljanleg hvers vegna fólk er á móti því að þessi bók sé endurútgefin.  Börn kannski skilja ekki alvöruna að baki sögunni en við sem fullorðið fólk verðum að taka  ákvörðun fyrir þau og ákveða hvort við lesum þessa sögu fyrir þau og útskýrum, eða ekki, hvers vegna hún er eins og hún er.

En þörf umræða Dúddi og einmitt gott ef fólk getur rætt þetta og viðrað sínar skoðanir, sem þurfa að sjálfsögðu ekki að vera þær sömu! 

Lísa

Lísa (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband