15.10.2007 | 22:57
og hvað?
Af hverju virðist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson halda að það sé eitthvað betra að hann hafi ekki þekkt neitt til samningsins. Hann er í stjórn Orkuveitunnar og kjósendur hljóta að gera þá kröfu til hans þegar þetta mikilvægur samningur er á borðinu að hann kynni sér efni hans ítarlega. Ef hann gerir það ekki er hann klárlega óhæfur til starfans.
Vilhjálmur er greinilega kominn í mjög slæm mál og ef honum er annt um liðið sitt þá á hann að segja af sér áður en skaðinn verður meiri, þetta er orðið of slæmt til að standa það af sér.
Svo vil ég skora á aðila í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna að hætta þessum grátkór. Allir flokkar hafa gerst sekir um svipuð vinnubrögð og Björn Ingi hafði í frammi gegn sjálfstæðismönnum núna. Það kemur alltaf illa út þegar pólitíkusar taka ekki á málunum af gleði og áhuga . Þetta er bara staðan í dag og þá er bara að gera sem best úr því.
Er vonlaust að vera alveg heiðarlegur í pólitík og hafa gáfur og dugnað til að standa í henni með sóma?
Villi er annað hvort að ljúga eða hann hefur ekki staðið sig.
Björn sveik félaga sína í meirihluta í borgarstjórn og virðist reyna að græða sem mest á þessu öllu sjálfur.
Dagur gerir hvað sem er til að ná í borgarstjórastólinn.
Svandís virðist ætla éta ofan í sig allar fyrri yfirlýsingar
Margrét Sverris. er í einum stjórnmálaflokki en starfar fyrir annan í borgarstjórn.
og einhverjir í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna virðast hafa verið að bjóða öðrum samstarf án Villa.
Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem telur sig geta verið í pólitík og staðið sig þó hann segi rétt og satt frá og vinni fyrir kjósendur sína en skari ekki bara eld að sinni eigin köku.
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Ekki vil ég vera í þessari pólitík og hana nú drengur minn
Kveðja til Hraunbúans
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.10.2007 kl. 00:35
dúddi ertu farinn að mæta hér inn dag eftir dag hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.10.2007 kl. 12:15
en ekki hvað??
Ágúst Dalkvist, 17.10.2007 kl. 22:08
JÉ MINN !
Glæsilegt hjá þér ;)
Guðrún Jóhannesdóttir, 19.10.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.