15.10.2007 | 22:57
og hvað?
Af hverju virðist Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson halda að það sé eitthvað betra að hann hafi ekki þekkt neitt til samningsins. Hann er í stjórn Orkuveitunnar og kjósendur hljóta að gera þá kröfu til hans þegar þetta mikilvægur samningur er á borðinu að hann kynni sér efni hans ítarlega. Ef hann gerir það ekki er hann klárlega óhæfur til starfans.
Vilhjálmur er greinilega kominn í mjög slæm mál og ef honum er annt um liðið sitt þá á hann að segja af sér áður en skaðinn verður meiri, þetta er orðið of slæmt til að standa það af sér.
Svo vil ég skora á aðila í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna að hætta þessum grátkór. Allir flokkar hafa gerst sekir um svipuð vinnubrögð og Björn Ingi hafði í frammi gegn sjálfstæðismönnum núna. Það kemur alltaf illa út þegar pólitíkusar taka ekki á málunum af gleði og áhuga . Þetta er bara staðan í dag og þá er bara að gera sem best úr því.
Er vonlaust að vera alveg heiðarlegur í pólitík og hafa gáfur og dugnað til að standa í henni með sóma?
Villi er annað hvort að ljúga eða hann hefur ekki staðið sig.
Björn sveik félaga sína í meirihluta í borgarstjórn og virðist reyna að græða sem mest á þessu öllu sjálfur.
Dagur gerir hvað sem er til að ná í borgarstjórastólinn.
Svandís virðist ætla éta ofan í sig allar fyrri yfirlýsingar
Margrét Sverris. er í einum stjórnmálaflokki en starfar fyrir annan í borgarstjórn.
og einhverjir í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna virðast hafa verið að bjóða öðrum samstarf án Villa.
Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem telur sig geta verið í pólitík og staðið sig þó hann segi rétt og satt frá og vinni fyrir kjósendur sína en skari ekki bara eld að sinni eigin köku.
![]() |
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristján Pétursson
-
Dofri Hermannsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Anton Þór Harðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Júlíus Valsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Tómas Þóroddsson
-
Ólafur fannberg
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sigurður Egill Þorvaldsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Aprílrós
-
Bwahahaha...
Athugasemdir
Ekki vil ég vera í þessari pólitík og hana nú drengur minn
Kveðja til Hraunbúans
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.10.2007 kl. 00:35
dúddi ertu farinn að mæta hér inn dag eftir dag hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.10.2007 kl. 12:15
en ekki hvað??
Ágúst Dalkvist, 17.10.2007 kl. 22:08
JÉ MINN !
Glæsilegt hjá þér ;)
Guðrún Jóhannesdóttir, 19.10.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.