Klípusaga, allt fyrir ástina

Margrét þarf nauðsynlega að hitta Pétur kærastann sinn. Vandamálið er að Pétur er staddur hinum megin við stórt fljót sem er fullt af krókódílum. Engin brú er á fljótinu svo eina leiðin til að komast yfir er að fá bátinn hans Villa lánaðan. Þegar Margrét biður um að fá bátinn svarar Villi: ,,Þú skalt fá hann lánaðan með einu skilyrði og það er að ég fái að sofa hjá þér fyrst”. Full örvæntingar leitar Margrét til mömmu sinnar, segir henni frá skilyrði Villa og biður hana um að hjálpa sér. Mamma hennar segir að hún verða að standa á eigin fótum, hún ætli ekki að skipta sér af þessu. Að lokum gefst Margrét upp. Hún gengur að skilmálum Villa, fær bátinn lánaðan og rær yfir til Péturs. Í fyrstu verður Pétur ofsaglaður yfir að sjá hana, en þegar hún segir hvað hún hafi þurft að gera til að komast yfir, verður Pétur reiður og slær til hennar; að kemur Jóhann sem er besti vinur Péturs og gengur á milli þeirra og slær Pétur. Jóhann og Margrét ganga saman burtu.

Gerðu grein fyrir eftirfarandi:
-Hvaða siðferðilegu vandamál eru hér á ferðinni.
-Með tilliti til þess áttu að raða persónunum frá 1-5; 1 er sá versti, 5 sá skásti og segja afhverju.

Tek það fram að þessi saga er ekki eftir mig Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

jæja Dúddi litli, bara kominn á stjá aftur hehehehe. 

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.9.2007 kl. 00:53

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þýðir ekkert annað, nýkominn úr strekkingu og allt

Ágúst Dalkvist, 28.9.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband