Færsluflokkur: Bloggar

Kerfið á HM

Fjögur lið á HM í Þýskalandi hafa skarað fram úr að mínu mati, þau eru frá Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Króatíu.

Þýskaland tapaði þó fyrir Póllandi, Frakkland fyrir Íslandi og Spánn fyrir Danmörku sem varð til þess að þessi fjögur lið lentu í því að þurfa að spila innbirðis í átta liða úrslitum svo að ekki var möguleiki á að nema tvö þeirra kæmust í undanúrslit og kom það í hlut frakka og þjóðverja sem spiluðu svo saman í undanúrslitum og komust því bara þjóðverjar í úrslit.

Hefði nú verið skemmtilegra, fyrst íslendingar komust ekki í undanúrslit, að sjá þessi fjögur lið í undanúrslitum. Er hræddur um að það sé ekki spennandi úrslitaleikur framundan þar sem þjóðverjar og pólverjar mætast og danir verða nú að bíta í skjaldarrendur ef leikurinn um bronsið á að vera spennandi.

Sennilega var hinn eiginlegi úrslitaleikur í dag, frakkar vs þjóðverjar, og það var ekkert lítið skemmtilegur leikur Smile


Lifði af

Lifði af, en ekki mátti það tæpara standa.

Lá í pest í gær með mikinn hita og lét fara eins vel um mig og ég gat í sóffanum mest allan daginn.

En svo sló klukkan sjö og það var farið að sýna leik íslendinga og dana í sjónvarpinu. Hélt að það yrði mitt síðasta. Þvílík spenna og þvílík dramatík. Hefði örugglega farið betur með sjálfan mig með því að fara út að mjólka á meðan á leiknum stóð. En ég sé ekki eftir neinu fyrst ég lifði það af LoL.

Alveg frábær leikur. Hefði mátt enda aðeins betur en maður fær víst ekki alveg allt sem maður vill Cool


Þolinmæði og ást

Komdu fram við náunga þinn eins og dagurinn í dag sé þinn síðasti.

Þolinmæði til handa þeim sem eru erfiðir (kannski þarftu BARA að þola þá daginn í dag)

Sýndu þeim ást þína sem þú elskar (ekki víst að þú fáir annað tækifæri)


Danir næstir

Ef ég skil þetta kerfi rétt, þarna út í Þýskalandi, þá eru ekki tvö norðurlandalið á leiðinni í undanúrslit. Þau tvö lið sem eftir eru í keppninni og koma frá norðurlöndunum eiga að etja kappi saman í næstu umferð, Ísland gegn Danmörk.

Einkennilegt að þurfa að leggja frændur vora svía til að komast á HM og svo þurfum við að leggja dani til að komast í undanúrslit.

Fannst Birkir Ívar skemmtilega kaldur í dag. Hann vildi fá króatana í næstu umferð. Hann vildi meina að þeir myndu leggja þá og taka svo danina til að komast í úrslitaleikinn Grin.

Þá er bara að vona að það sé ekkert verra að snúa því við, taka danina fyrst og svo króatana.

Annars er það nú bara svo að íslenska landsliðið er komið bara mjög langt í keppninni. Ég yrði alveg sáttur við þó að þeir yrðu síðastir af þessum 8 liðum sem eftir eru en gaman væri samt ef þeir kæmust ofar Wink.

Tveir skemmtilegir dagar framundan vonandi. Er að fara að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu á morgun og svo sjá íslendingana leggja dani hinn.

Hvað getur maður beðið um það betra? Cool


Verð ég brenndur?

Alltaf gaman að kíkja á síðuna hjá Hrafni Jökulssyni, alltaf með nýjustu fréttirnar og skemmtilega fróðleiksmola að maður tali nú ekki um að þar getur maður fylgst með skák í beinni þar sem tveir af okkar bestu skákmönnum bítast af kappi Wink.

Einn fróðleiksmolinn á síðunni hjá honum sem ég las í morgun var um Halldór Finnbogason sem dæmdur var til dauða og var brenndur á báli fyrir að snúa faðir vorinu og fleiru svipuðu upp á djöfulinn.

Þegar ég las þetta sá ég að ég mætti teljast nokkuð heppinn fyrir að hljóta ekki sömu örlög fyrir nokkrum árum þar sem að ég gerðist sekur um svipað athæfi.

Það var á þeim tímum þegar Persaflóastríðið stóð sem hæst. Ég bjó enn hjá móður minni á Akranesi. Hún hafði farið út á land að vinna svo ég var einn heima í einhverjar vikur.

Bönkuðu þá upp á hjá mér tveir trúboðar úr söfnuði votta jehóva og vildu fá að reyna að frelsa mig og þar sem ég hafði og hef mikið gaman af því að rökræða trúmál þá bauð ég þeim inn.

Þeir heimsóttu mig nokkrum sinnum og boðuðu það, eins og danski presturinn er að gera í dag, að dómsdagur væri í nánd og hver færi að vera síðastur til að frelsast og öðlast eilífa vist í paradís. Þeir fræddu mig einnig á því að drottinn hefði gefið skrattanum umboð til að stjórna jörðinni í nokkrar aldir til að sýna honum fram á að hann gæti það ekki. Núna væri komið að því að sá reynslutími væri upp urinn.

Eitt skiptið er þeir komu þá reyndu þeir að selja mér bók sem skýrði þetta sem þeir voru að boða og vildi ég ekkert af þeim kaupa nema ég fengi fyrst að lesa bókina og varð það úr að þeir skildu bókina eftir hjá mér til lesningar og boðuðu komu sína nokkrum dögum seinna og myndu þeir þá fara fram á að fá annað hvort bókina aftur eða einhverja aura fyrir hana.

Þegar þeir komu aftur þá hafði ég lesið bókina samviskusamlega og þegar þeir spurðu hvernig mér litist á, þá tjáði ég þeim það að eftir lesturinn hefði ég sannfærst um það að skrattinn hefði skrifað Biblíuna. Eðlilega varð þeim nokkuð um þessa fullyrðingu mína og vildu fá frekar rök fyrir þessari niðurstöðu minni. Tjáði ég þeim þá að þeir hefðu  sagt mér að Guð væri góður og sanngjarn og mér þætti ekkert sanngjarnt við það að gefa skrattanum færi á að stjórna jörðinni en gera svo allt til þess að eyðileggja fyrir honum t.d. með því að reka áróður gegn honum allan reynslutímann.

Bentu þeir mér góðfúslega á það að skrattinn væri lygari og sannað væri að margt væri satt í Biblíunni og því engin ástæða til að efast um annað sem í henni stæði en ekki væri hægt að sanna með beinum hætti. Spurði ég þá að því hvort þeir teldu skrattann ekki vera "góðan" lygara og undirförulann og töldu þeir svo vera. Benti ég þeim þá á það að bestu lygararnir segðu satt svo lengi sem hægt væri að sanna mál þeirra en svo lygju þeir restinni.

Þessi rök hjá mér féllu vægast sagt ekki í góðan jarðveg. Mennirnir tveir þustu báðir á dyr og hafa ekki sést síðan en bókin varð eftir á borðinu hjá mér.


Skák

Við Hrafn Jökulsson höfum tekið upp á því að tefla blogg skák og fer hún fram á síðunni hans.

Ég er með hvítt og svona er nú komið

1. e4      -d5

2. exd5  -Rf6

3. Rc3    -Rxd5

4. Bc4    -Rb6

5. Bb3    -og Hrafn á leik

Það er orðið mjög langt síðan að ég hef telft af einhverju viti og þegar ég telfdi var ég ekki nærri eins góður og Hrafn er núna svo ef þið fylgist eitthvað með skákinni þá er öll hjálp vel þeginn við að leggja kappann Grin.

Ef hann sigrar þrátt fyrir það, og hlýtur þá að hljóta titilinn "Moggabloggaskákmeistari", hlýt ég að skora á einhvern annan til að reyna að ná þeim titli af honum Wink.


Örþrifaráð

Eru nú starfsmenn fréttastofu RÚV ekki farnir að verða óþarflega örvæntingafullir, farnir að keyra niður rafmagnslínur svo að fjöldi fólks festist upp í skíðalyftu, bara til að hafa einhverjar fréttir til að segja frá LoL

Íslandsmet

Tvær kýr náðu að mjólka yfir 13 tonn á árinu 2006 og er það í fyrsta skipti sem íslenskar kýr ná þeim áfanga.

Meðaltöl búanna hækka líka með hverju árinu. Meðaltal hæsta búsins er í tæpum 7900 lítrum eftir hverja kú og ekki er ósennilegt að á árinu 2007 fari fyrsta búið yfir 8000 lítra meðaltalið. Meðaltal yfir landið er 5383 lítrar svo greinilegt er að breytileiki á milli búa hér á landi er gríðarlega mikill og verðum við sem að neðar erum að girða okkur í brók og fara að sýna einhverjar framfarir.

Meðaltal á mínu búi var 5750 lítrar á árinu 2006 og er það það mesta sem kýrnar á þessum bæ hafa mjólkað á einu ári og stefni ég að því að hækka það verulega á árinu 2007, svo er bara að vita hvort það gengur eftir.

Til hamingu íslenskir kúabændur með þennan frábæra árangur.


Ósammála síðasta ræðumanni

Ég veit fátt skemmtilegra en að rökræða um málefni líðandi stundar eins og kannski sést á bloggvinum mínum hér á þessari síðu. Þar má finna fólk úr samfylkingunni, framsókn og vinstri grænum. Kanski er það farið að ganga út í öfgar hjá mér að þurfa alltaf að vera á móti þegar maður er farinn að auglýsa síður annara en sjálfstæðismanna svona rétt fyrir kosningar FootinMouth.

En það er nú ekki ástæðan Smile. Þeir sem eru taldir hér upp sem bloggvinir eru hreinlega bara með frábærlega skemmtilegar síður og þær skemmtilegustu sem ég hef fundið hér á moggabloggi Wink og skora ég á alla sem kíkja hér við að líta inn hjá þeim líka Smile


Mjólk úr alkahóli

Meiri fjárans kuldinn þessa dagana, mætti halda að maður byggi á Íslandi Errm.

Kom mér á óvart þegar ég gaf kúnum í morgun að rígresisrúllurnar mínar eru ekki freðnar þó haugblautar séu. Sennilega hafa þær gerjast svona svakalega Woundering. Hlýtur að verða góð mjólk úr kúnum eftir að éta þær Errm.

Þið vitið þá allavega hvert þið leitið ef ykkur vantar mjólk sem yljar ykkur um hjartaræturnar Wink en ég get lofað ykkur að sú mjólk verður ekki til þess að lækka matarverðið Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband