Færsluflokkur: Bloggar
10.3.2007 | 22:58
Óhamingja leið að hamingju?
Ég er orðinn 36 ára og það eru komin rúm 10 ár síðan að síðasti æskudraumur minn rættist. Ég hef verið alveg ótrúlega heppinn í gegnum tíðina.
Mig langaði að verða bóndi
það er ég
mig langaði að skrifa bók
það hef ég gert
mig langaði að eignast góða fjölskyldu
hana á ég.
Hins vegar hafa komið tímabil þar sem að mér hefur fundist ég vera allt annað en heppinn. Vorkenndi mér rosalega og fannst allt vera að fara til fjandans.
Þegar ég neyddist til að flytja af æskuheimilinu þar sem ég ætlaði mér alltaf að vera bóndi og svo þegar fyrri konan fór frá mér (ekki stór vandamál, ég veit, svona miðað við marga aðra)
En þegar ég lít til baka þá sé ég að ef þessi tímabil hefðu ekki komið í lífi mínu, þá væri ég ekki staddur þar sem ég er í dag.
Ég hefði aldrei verið maður til að verða eins góður bóndi og ég er (er þó ekki að segja að ég sé góður, gæti eins orðað það að ég væri ekki eins slæmur og ég hefði annars orðið) og ekki eins þakklátur fyrir að fá að vera bóndi nema að vera búinn að prófa eitthvað annað líka.
Konan mín núverandi hefði aldrei farið og skoðað þennan einstæða föður nema ég hefði verið með fyrri konunni og skylið við hana
Því segi ég við ykkur sem finnst þið eiga erfitt í dag. Það eru miklar líkur á því að það birti upp fljótlega og allt verður betra en það varð nokkru sinni
Ekki missa vonina!!!!!
Bloggar | Breytt 12.3.2007 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.3.2007 | 00:45
Umhverfisvernd og klám
Aldrei gert er af því nóg
að endurbæta skerið
rækta því þið skuluð skóg
og skít að honum berið
Mun blokka á allar athugasemdir sem eru ekki í bundnu máli , bara svona til að vera ekki minni maður en margir aðrir hér á blogginu.
En að öðrum og alvarlegri málum.
Það er frétt hér á mbl.is þar sem mynd er af Henrik Larsson fótboltakappa hengd við.
Finnst þessi mynd alveg rosaleg og er ég að hugsa um í tilefni hennar að láta af bloggi hér á mbl. Legg ekki mitt blogg við fréttasíðu sem birtir svona klámmyndir við íþróttafréttir sem börnin mín gætu lesið.
Ef þið skoðið myndina vel þá sést greinilega að hann er að skella sér á jörðina og ef þið horfið framan í mannin þá sést að hann er með munninn opinn til að geta tekið lim upp í sig. Ekki nóg með það, heldur er hann með rassinn sperrtann upp í loftið svo greinilegt er að hann er að vonast eftir að fá eitthvað í þann enda líka.
Kíkið á síðurnar hjá Kela líka og Gumma Steingríms. Þeir hafa rekist á síðu þar sem líka er varað við svipuðu klámi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2007 | 16:45
Grey hann!
Mál Geirs Þórissonar hefur verið tekið fyrir í Kastljósþáttum Sjónvarpsins. Þar lýsir Geir ömurlegum aðstæðum sínum í fangelsinu.
Þar má hann dúsa í 20 ár! OG FYRIR HVAÐ!!! BARA að berja mann í höfuðið og höfuðkúpubrjóta hann til að ná nokkrum dollurum úr veski hans.
Þetta fangelsi, þar sem þessi góði maður er látinn afplána dóm sinn, er ætlað hættulegustu glæpamönnum Virginíufylkis (ef ég man rétt) í Bandaríkjunum. Afhverju er ekki hægt að láta lítinn og saklausann íslending vera í einhverju betra fangelsi í miklu styttri tíma.
Skil ekki afhverju Geir blessaður þarf að vera innan um morðingja og nauðgara þegar hann gerði ekkert annað að stórslasa mann og hér um bil að drepa hann.
Þið getið spurt hvern sem er, og það munu allir segja ykkur að Geir er góður maður. Hann sagði það sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 19:58
Göngugarpar
Fékk tölvupóst núna um daginn. Sá strax að hann var ekki mér ætlaður en fyrir forvitnissakir þá ákvað ég samt að skoða hann
Fyrirsögnin á honum var "Göngugarpar" og var hann ætlaður fólki sem var að forvitnast um gönguferð við vötnin í Salzkammergut í Austurríki. Þetta var 9 daga ferð og kostaði ekki mikið. Með póstinum fylgdu myndir sem sýna æðislegt landið þarna í kring.
Það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég geri er að ganga um fallega náttúru svo nú er bara spurningin. Hver vill koma með mér í gönguferð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 12:05
Nýtt haf?
"Bandarískir jarðskjálftafræðingar hafa fundið vísbendingar um stórt haf undir Austur-Asíu, og telja þeir það vera að minnsta kosti jafn stórt og Norðuríshafið."
Margir hafa þeir staðir verið á jörðinni þar sem talið hefur verið að ekkert líf þrifist en komið hefur í ljós með þá flesta að svo er ekki. T.d. í hverum bæði á landi og á sjávarbotni lifa örverur góðu lífi.
Spennandi væri að komast að, ef rétt er að haf sé undir Austur-Asíu, hvaða (ekki hvort) líf þrífst þar.
Allavega á meðan að það er ekki kannað er það efni í góða skáldsögu
![]() |
Fundu vísbendingar um stórt haf undir Austur-Asíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 21:55
Nautasæði=Hárnæring
Sagt er frá því í Bændablaðinu í dag að danir séu farnir að flytja nautasæði út til Bretlands. Ekki er það vegna þess að bretum langi í dansk ættaðar kýr heldur smyrja þeir sæðinu í hárið á sér sem hárnæringu .
Kannski maður setji mjaltavélarnar bara á nautin í fyrramálið í staðinn fyrir kýrnar
Bloggar | Breytt 28.2.2007 kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.2.2007 | 00:06
Víðátta himingeimsins
Þegar ég kom úr fjósinu í kvöld, stoppaði ég á hlaðinu og horfði til stjarnanna eins og ég geri oft, svona þegar til þeirra sést.
Ekkert sýnir manni betur fram á hvað maður er lítill í tíma og rúmi. Allar áhyggjur manns virðast verða að engu og öll þessi umræða hér á moggabloggi um pólitík og fleira virðist skipta ansi litlu máli.
Þegar maður horfir á stjörnurnar og gerir sér ljóst að þó maður leggi strax af stað, nái ljóshraða á 3 sekóndum og nái að lifa það að verða elsti maður veraldar, þá kemst maður ekki nema brotabrot af þeirri veglengd sem ljós stjarnanna hefur farið til að ég geti séð það.
Eina sem ég get ímyndað mér að sé eins stórt og merkilegt og himingeimurinn er ást mín á konunni sem ég elska og börnunum mínum.
En svo rankar maður við sér, flýtir sér inn til að komast í tölvuna, bara til þess að geta rifið kjaft á blogginu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2007 | 00:40
Slapp!
Þrátt fyrir vont veður slapp ég þó suður á Selfoss og aftur til baka í dag. Þurfti að fara á fund hjá félagsráði kúabænda á Suðurlandi, þar sem sunnlenskir kúabændur hafa sýnt mér þann heiður að kjósa mig í það ráð.
Tók reyndar vel í bílinn í báðum leiðum en hann hélst þó á veginum.
Fjölskylda mín fór líka suður í dag, en þau fóru alla leið til Reykjavíkur, fyrir utan eldri son minn sem ætlar að vera vinnumaður hjá mér í vetrarfríinu. Þau sluppu líka óslösuð þrátt fyrir slæmt veður.
Konan er að fara til Noregs á morgun og krakkarnir ætla að vera hjá frændfólki sínu á meðan
![]() |
Varað við óveðri í Öræfasveit, á Mýrdalssandi og undir Eyjafjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2007 | 12:21
Tvennt í einu.
Alltaf öðru hvoru sér maður eða heyrir fullyrðingar þess efnis að karlmönnum sé algjörlega ómögulegt að gert tvo hluti í einu. Þetta hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér þar sem ég þykist vera karlmaður og geri oft tvo hluti í einu.
Ég t.d. get sofið og hrotið samtímis...... nema náttúrulega þegar ég hrýt svo hátt að ég vakni.
Ég t.d. get samtímis talað og ekið bíl...... út af.
Og svo mætti lengi telja.
Karlmenn eru greinilega fjölhæfari en margur hyggur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristján Pétursson
-
Dofri Hermannsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Anton Þór Harðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Júlíus Valsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Tómas Þóroddsson
-
Ólafur fannberg
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sigurður Egill Þorvaldsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Aprílrós
-
Bwahahaha...