Heyskapur og sumarfrí

Fyrirgefið hvað ég hef verið latur að blogg upp á síðkastið.

Hefði átt að blogga síðasta sunnudag og segja ykkur frá því að ég væri byrjaður að heyja þar sem að það fyrsta var slegið þá eftir hádegið. Það síðasta af fyrri slætti var komið í plast á fimmtudagskvöldi og allt komið heim fyrir hádegi í dag. Semsagt heyskapnum lokið á viku, um 340 rúllur.

En svona til að forða ykkur frá því að vera alltaf að kíkja hér við til einskis þá ætla ég að taka mér sumarfrí frá bloggi allavega í þrjár vikur. Er að fara í göngutúr á morgun. Ætla að ganga inn að Morsárjökli að skoða skriðuna stóru sem féll þar í vor eða vetur. Ætla síðan að klára þau verk, bæði í vinnu og skóla, áður en ég fer norður í gönguna þar 7. júlí svo það verður lítið um tíma til að blogga fyrr en ég kem heim aftur.

Megi þetta vera besta sumar sem þið hafið lifað hingað til Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Hafðu það gott í fríinu félagi Morsárjökull og dalurinn er fallegur

Guðmundur H. Bragason, 25.6.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Sömuleiðis kæri bóndi!

Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Duglegur strákur .

Njóttu þess að vera í fríi. Ég ætla einmitt í frí eftir þessa viku en mun njóta þess að vinna í meistaraverkefninu í fríinu.

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1501

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband