Árlegt mont

Skólaslit Kirkjubæjarskóla á Síðu voru í gær.

Þó skömm sé frá að segja, eftir að hafa átt börn í skólanum í 10 ár og verið í fræðslunefnd í 5 ár, þá voru þetta fyrstu skólaslitin sem ég mætti á. Varð nú að mæta núna þar sem að Mummi var að útskrifast og verð líka að mæta næstu tvö ár þar sem að Bragi útskrifast á næsta ári og Katrín árið þar á eftir.

Bragi var með 6,3 í einkunn og er það mjög svipað og hann hefur yfirleitt verið með. Hann þarf að passa sig svolítið og vera mjög duglegur næsta ár ef hann ætlar að ná öllum samræmdu prófunum á næsta ári. Hann fékk eina einkunn fyrir neðan 5 en hún var 4,5 svo hann verður bara að passa sig að gera ekki verr en núna Smile

Katrín var með 7 í meðaleinkunn og er það örugglega það slappasta sem hún hefur verið með. Ekki er þó hægt að kvarta yfir slíkri meðaleinkunn Smile

Mummi var með 6,8 í meðaleinkunn úr samræmdu prófunum og stóðst þau öll en hann tók öll sex prófin. Þrjú tók hann meira að segja kvalinn af tannrótarbólgu, upp dópaður og ósofinn, en náði samt.
Hann fékk 7,6 í meðaleinkunn úr skólaprófunum og er það með því betra sem hann hefur náð undan farin ár
Hann fékk verðlaun fyrir góðan árangur í samfélagsfræði og svo var hann sérstaklega verðlaunaður fyrir hvað hann hefur verið prúður, kurteis, duglegur og jákvæður þessi 10 ár sem hann hefur verið í skólanum. Oft hef ég verið montinn af börnunum mínum en aldrei eins held ég og þegar Mummi tók við síðar nefndu verðlaununum Blush. Ekki skemmdi heldur að hann skuli hafa fengið þessi verðlaun á þeim degi sem afi hans heitinn og nafni hefði orðið áttræður hefði hann lifað.

Guðdís fékk 8,1 í meðaleinkunn og virðist hún ætla að byrja skólagönguna vel. Hún var að klára 2. bekk. Gott að hún skuli vera kominn með góðan grunn fyrir framhaldið, þá ætti það að vera léttara.

Begga var að klára 4. bekk og fékk 9,5 í meðaleinkunn. Hún tók sex próf og fékk þrjár 9ur og þrjár 10ur. Hún var samt nærri eins ósátt og Katrín þar sem að hún fékk 9 í stærðfræði og svo lágt hefur hún aldrei fengið í því fagi og fannst henni það nú bara vera falleinkunn Shocking.

Þó að börnin mín séu misánægð með niðurstöðurnar þá er hann faðir þeirra alveg í skýjunum yfir þeim og finnst þau öll hafa staðið sig með stakri prýði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Gaman að heyra hvað börnunum gengur vel.Björt framtíð blasir við.Til hamingju.

Kristján Pétursson, 7.6.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Til hamingju með börnin.

Magnús Paul Korntop, 7.6.2007 kl. 22:06

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Konan segir skamm skamm, að hafa ekki mætt á skólaslit fyrr. Hún er aðstoðarskólastjóri í Grunnsk. Reyðarfjarðar. Ég fæ ekkert að komast upp með að mæta ekki. Til hamingju!

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.6.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Til hamingju, þetta er frábært að heyra. Mummi er gott dæmi um að það borgar sig að tala og tala og tala og tala og spyrja og spyrja og spyrja og spyrja og spyrja og spyrja og spyrja... þegar maður er lítill ... og gott auðvitað að eiga nógu marga að sem nenna að skiptast á að svara, híhíhí

Sé ykkur kannski um helgina. 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 9.6.2007 kl. 08:30

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ragnar:
Takk kærlega og til hamingju með þínar dætur einnig

Þrymur:
Takk kærlega

Kristján:
Takk kærlega, þau hafa grunninn að góðri framtíð virðist vera samkvæmt einkunnum svo er bara að sjá hvað þau gera úr honum

Magnús:
Takk kærlega

Gunnar:
Skilaðu til frúarinnar að ég skammast mín mjög . Takk fyrir hamingju óskirnar

Hanna:
Takk fyrir samveruna

Vala:
Takk kærlega. Gaman að sjá að þú kíkir hér við enn. Sakna enn þinna frábæru og mannbætandi blogga
Hafðu það sömuleiðis gott UNGA bloggvinkona

Ágúst Dalkvist, 10.6.2007 kl. 22:45

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ætlaði að kommenta hjá þér um daginn til að óska þér til hamingju með ungana en náði því ekki svo ég geri það núna...

Til hamingju með ungana!  

Laufey Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 02:54

7 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Hjartanlega til hamingju með krakkana og svona umsagnir um framkomu og karakter segja oft meira um framhaldið í lífinu en nokkrar einkunnir.

Ég er svo mikil blúnda að mér líður alltaf eins og í jarðaför á skólaslitum, með tárin í augunum yfir gleði og stolti yfir mínum ungum og allra hinna líka. Það er svo gaman að sjá krakkana  á skólaslitum. Þau eru eins og kýrnar á Hvanneyri sem ég sá um helgina fara í fysta skipti út í sumar. Síðan sér maður svo mikla breytinguna á þeim að hausti ..Já Dúddi minn fyrst þú ert nú farinn að mæta á skólaslitin hvet ég þig til að mæta á setninguna líka

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.6.2007 kl. 11:57

8 identicon

Til hamingju með krakkana, ég segi eins og hún Herdís hérna fyrir ofan, ég fékk tár í augun og allt á miðvikudaginn þegar það voru skólaslit hjá litlu skottunni minni.... og hún er í fyrsta bekk !! Á eftir að skæla oft og mikið þar til hennar skólagöngu er búin hehe.

BIð að heilsa í sveitina,

knús til allra

Halla

Halla bjalla (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:03

9 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Laufey:
Takk kærlega

Herdís:
Þarf nú að skoða þetta betur með skólasetninguna

Halla:
Sammála ykkur Herdísi, að skólaslitin eru tilfinninga þrungin stund og gaman er að sjá krakkana klára sínu merka áfanga, í hvaða bekk sem þau eru

Ágúst Dalkvist, 14.6.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1501

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband