Og svo stólarnir

Björn Ingi Hrafnsson og Óli Björn Kárason voru í Kastljós þætti kvöldsins og voru þeir fengnir til að spá í hverjir myndu fá ráðherrastól ef Samfylking og Sjálfsstæðisflokkur ná saman.

Þeir voru nokkuð sammála í flestum atriðum. Björn Ingi veðjaði á Sollu, Össur, Björgvin, Þórunni, Jóhönnu og Gunnar Svavarsson hjá Samfó en Óli veðjaði á Kristján Möller í staðinn fyrir Björgvin og hafði Þórunni ekki á sínum lista þar sem hann spáði því að Samfó fengi 5 ráðuneyti en D fengi 7.

Athygli hefur vakið hvað Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingarinnar er sjaldan nefndur þegar kemur að áhrifa stöðum í nafni Samfylkingar. Menn virðast ekki veðja á hann sem ráðherra efni og ekki tekur hann þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum, heldur kemur Össur þar inn í staðinn. Ekki kæmi mér á óvart þó Össur myndi bjóða sig fram gegn honum á næsta landsþingi. Hann hefði sennilega gert það núna síðast ef ekki hefðu verið kosningar þetta vorið.

En að sjálfsstæðismönnum. Björn Ingi veðjaði á Geir, Þorgerði, Bjarna Ben, Kristján Júl, Árna Matt og Guðlaug Þór og að Björn Bjarna yrði forseti alþingis. Óli Björn vildi meina að Kristján yrði þingflokksformaður en fengi ekki ráðherrastól. Björn fengi stól og Einar Guðfinns og Sturla yrði forseti alþingis. Öðru leiti voru listar þeirra eins.

Erfitt er að spá í hverjir fá stóla og hverjir ekki nema þá að gefa sér hvaða ráðuneyti hvor flokkur fær.

Forsætisráðherra: Geir Hilmar
Fjármálaráðherra: Árni Matt
Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Gunnar Svavarsson
Sjávarútvegsráðherra: Össur Skarphéðinsson
Félagsmálaráðherra: Guðlaugur Þór
Landbúnaðarráðherra: Kristján Möller
Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín
Umhverfisráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Bjarni Benediktsson
Samgönguráðherra: Sturla Böðvarsson
Heilbrigðisráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir

Forseti Alþingis: Björn Bjarna
Þingflokksformaður D: Kristján Júl
Þingflokksformaður S: Ágúst Ólafur

Þetta er mín spá, komið með ykkar Wink

Ég var að velta fyrir mér, hér á blogginu fyrir nokkru, stöðu Framsóknar og formanns hennar ef hún yrði utan stjórnar. Spáði ég því þar að Jón gæti ekki setið lengur sem formaður og líklegast yrði að Guðni og Valgerður myndu bítast um hnossið. Óli Björn kom með ansi góðan vinkil á þá umræðu í Kastljósþætti kvöldsins og benti á að Björn Ingi væri kandídat í það embætti. Hann væri sennilega sá efnilegasti í það nú þegar þarf að fara að byggja upp. Gáfulegt væri að setja ungan og efnilegan pólitíkus í forystusæti flokksins sem myndi kannski höfða frekast til unga fólksins.


mbl.is Össur: Unnið að samræmingu þess helsta og besta úr stefnu flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsætisráðherra: Geir Hilmar
Fjármálaráðherra: Ingibjörg Sólrún
Utanríkisráðherra: Þorgerður K.
Iðnaðar-/viðskipta/landbúnaðarráðherra (atvinnumálaráðherra): Guðlaugur Þór 
Sjávarútvegsráðherra: Einar K.
Félagsmálaráðherra: Þórunn Sveinbjarnar
Menntamálaráðherra: Össur
Umhverfisráðherra: Katrín Júlíusdóttir
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Ágúst Ólafur
Samgönguráðherra: Arnbjörg Sv
Heilbrigðisráðherra: Bjarni Benediktsson

Forseti Alþingis: Björn Bjarna
Þingflokksformaður D: Kristján Júl
Þingflokksformaður S: Kristján Möller

Spámaðurinn (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ekkert slæm spá hjá Spámanninum nema ef landbúnaðarráðuneytið fer undir eitthvað annað ráðuneyti þá held ég að það verði sameinað sjávarútvegsráðuneytinu og það verði til matvælaráðuneyti.

Það getur vel verið að ég hafi spáð D+S, ég er búinn að spá svo mörgu að eitthvað af því hlýtur að ganga upp . Ég vona allavega að svo verði en nú hefur ISG öll tromp á hendi fyrst D er búinn að sleppa B.

Ágúst Dalkvist, 19.5.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Það ætla ég bara rétt að vona að hann Gunnar skoðanalausi Svavarsson fari ekki í eitt einasta ráðuneyti og ef ég hefði verið svo vitlaus að kjósa S þá hefði ég strikað hann út.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 19.5.2007 kl. 09:53

4 identicon

Sæll Dúddi og þakka þér fyrir síðast!

 Það er búið að vera gaman að fylgjast með blogginu hjá þér núna í kringum kosningarnar og greinilegt að það eru meiri umræður hérna en á kýrhausnum

 Mér hugnast það ekki að Sjallarnir fari í ríkisstjórn með Sollu Stirðu og félögum, minnugur þess hvernig kratarnir hafa snúist marga hringi í kringum sjálfa sig í matvælaverðsumræðunni á síðustu misserum. Það hefði hreinlega verið betra að stjórnin hefði annað hvort haldið og haldið áfram eða fallið í alvöru, við hefðum fengið stjórnarandstöðustjórn í mesta lagi 4 ár og svo fengið Framsókn aftur sterka með D í stjórn þegar fólk hefði áttað sig á því af hverju það er að missa núna. Maður veit fyrst hvað maður á þegar mist hefur.

Varðandi ráðherraembættin verð ég að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér marga af frambjóðendum Samfylkingar eða stefnumörkun floksins fyrir kosningar, kannski eitthvað sem maður ætti að gera og svo fylgjast með hvort þeir efna öll kosningarlkoforðin sem að þínu mati Dúddi minn er ekki innistæða fyrir. Við munum að þú skrifaðir fyrir kosningar; Til hvers að kjósa flokk sem sýnir með sínum loforðalista að honum er ekki treystandi?

Er reyndar sammála þér, Geir og væntanlega fleirum að það er æskilegt að fækka ráðuneytunum. Þar verður, því miður fyrir okkur Dúdda, Landbúnaðarráðuneyti eitt af því fyrsta sem hverfur. Þ.e. það verður sameinað sjávarútvegsráðuneyti í MATVÆLARÁÐUNEYTI. Þetta gæti reynst mörgum erfitt að gangast að og eins megum við búast við því að stuðningur við landbúnað mun fara minnkandi, bæði í krónum í vasa bænda og eins í minnkandi baráttu pólitíkusanna fyrir tilurð okkar einfaldlega vegna þess hve fá atkvæða er að sækja í landbúnaðinn. Þetta hefur verið þróunin í nágranalöndum okkar og hefur Danmörk t.d. aðeins Matvælaráðuneyti fyrir landbúnaðinn. En landbúnaður í Danmörku er þó sennilega hvað öflugastur í allri Evrópu. Við Dúddi vinnum þó kannski eitt með nýju ráðuneyti og nýjum ráðherra, þ.e. að það/hann getur ekki staðið eins í vegi fyrir hagræðingu og lækkun kostnaðar í frumframleiðslu sem landbúnaðurinn er, þar á ég fyrst og fremst við kynbætur á kúastofninum og hin gríðarlegu höft sem kvótakerfið er á landbúnaðinum. Eins held ég að sjávarútvegur og landbúnaður eigi margt sameiginlegt hvað varðar markaðssetningu erlendis og fyrst væri að taka hvalveiðar af dagskrá.

En aftur að ráðherrastólunum. Held/vona að þetta verði eitthvað á þessa leið (tek fram að ég gæti breytt spánni þegar ég þekki orðið fleiri Samfóa);

Forsætisráðherra: Geir D
Fjármálaráðherra: Solla S
Utanríkisráðherra: Össur S
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Guðlaugur D
Matvæla: Árni Matt D
Félagsmálaráðherra: Björgvin S
Menntamálaráðherra: Þorgerður Katrín D
Umhverfisráðherra: Þórunn Sveinbjarnardóttir S
Dóms- og kirkjumálaráðherra: Bjarni Benediktsson D
Samgönguráðherra: Arnbjörg Sveins D
Heilbrigðisráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir S

Forseti Alþingis: Sturla Böðvarsson S
Þingflokksformaður D: Kristján Júl
Þingflokksformaður S: Ágúst Ólafur

Að lokum væri ekki óeðlilegt að skilja ríkið frá kirkjunni og setja dómsmálin undir félagsmálaráðuneyti um leið og hluti af félagsmálum færi undir heilbrigðisráðuneyti. Þannig væru ráðuneytin aðeins orðin 10.

Hef þetta ekki lengra að sinni og bið að heilsa.

 Sæmundur Jón - Árbæ

Sæmundur Jón Jónsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 01:11

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Takk sömuleiðis Sæmundur fyrir síðast, þetta var frábær ferð

Þó sagan segi að það sé ekki okkur bændum gott þegar kratar og íhald eru saman í stjórn, þá skulum við dæma verðandi stjórn af verkum sínum, skulum ekki vera svartsýnir fyrir fram.

Það er rétt hjá þér með mín skrif. Við þurfum ekki að láta okkur detta í hug að öll kosningaloforð S verði efnd enda nú þegar tveir flokkar semja þurfa báðir að gefa eitthvað eftir. Þetta vissi S fyrir kosningar.

Ágúst Dalkvist, 20.5.2007 kl. 10:47

6 Smámynd: HP Foss

Ef Gunnar Svavarsson verður ráðherra, óska ég eftir að komast úr Hafnarfirðinum, get ég ekki orðið afleysingamaður hjá ykkur fyrir austan?

Gunnar hefur verið einn sá spilltasti í bæjarpólitíkinni hér, td. í sambandi við lóðaúthlutanir. Nei takk.

HP Foss, 20.5.2007 kl. 11:01

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Þó ég þekki nú ekkert HafnarfjarðarGunnar þá get ég bent þér á það með KópavogsGunnar Addi að hann varð líka aldrei ráðherra

Ágúst Dalkvist, 21.5.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1492

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband