10.1.2007 | 13:00
Dómur fallinn
Komið sælir bloggarar allir
Hef verið að skoða blogg hér á blog.is núna síðustu daga og hef ákveðið að prófa að vera með. Hef verið að blogga á centralnum núna nærri í tvö ár.
Fyrsta umræðuefnið sem mig langar að taka til á þessari síðu er þetta með "barnaperran" á Akureyri sem hefur verið að tæla börn upp í bíl hjá sér. Reyndar ekki tekist að tæla nema eitt barn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Nema" er kannski ekki rétta orðið yfir það þar sem eitt barn er ALLT of mikið heldur á ég við það að greinilegt er eftir alla umræðuna í þjóðfélaginu að flest börn eru farin að passa sig og er það gott.
Í fréttinni í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi var reyndar sagt frá því að "barnaperrinn" hefði ekkert gert þessu eina barni sem hann tældi í bílinn til sín en það skiptir engu máli er það??? Nei auðvitað ekki, þetta er greinilega barnaperri af verstu gerð sem ætti að vana í síðasta lagi í fyrradag og skjóta daginn áður.
Á mínum uppvaxtar árum var mér kennt að maður væri saklaus þar til sekt væri sönnuð. Nú þegar ég er kominn á fullorðins ár sé ég að það er bara til að eyða óþarfa tíma og að maður tali nú ekki um óþarfa peningum í dómskerfið. Það þarf nú enginn dómari að kveða upp dóm í máli sem liggur ljóst fyrir. Maðurinn tældi barn inn í bílinn til sín, við sáum það öll í fréttunum og ekki ljúga þær nokkurn tíma, og þó sagt sé að hann hafi ekkert gert því þá vitum við vel að hann ætlaði því ekkert gott.
En svona í alvöru talað. Ekkert er óeðlilegt við það að það grípi um sig hræðsla meðal þjóðarinnar þegar svona fréttir eru í fjölmiðlum, reyndar væri óeðlilegt ef það gerði það ekki. En þó að ég sé ekki gamall að árum þá hef ég þó það lært af reynslunni að hlutir eru ekki nærri alltaf eins og þeir sýnast svo eigum við ekki bíða eftir því að maðurinn finnist (hjálpa til þess ef við getum), leyfa yfirvöldum að yfirheyra hann og ef hann reynist sekur eins og við höldum að hann sé, þá skulum við dæma hann. Aðeins hefur það komið fyrir að ég hef þekkt til mála sem hafa komið í fréttum, aldrei neinum sem þessum sem betur fer, heldur til bílslysa eða þar sem er verið að segja frá fundum eða eitthvað í þá áttina og ALDREI hefur verið farið alveg rétt með. Meira að segja þegar tekin eru viðtöl eru þau oft afbökuð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Ha ha ha bara fyrst að kvitta á nýrri síðu toppið þið það
Magga (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.