Nýtt lýðveldi

    Þessu bloggi er ætlað að ræða um ný samtök um Nýtt lýðveldi sem má kynna sér http://nyttlydveldi.is/ en fyrst verð ég að hæla Björgvini G. fyrir að taka af skarið og segja af sér. Ljóst er að Geir og Ingibjörg hafa verið algjörlega vanmáttug við að skynja vilja þjóðarinnar, svo vanmáttug að nú hefur einn ráðherra komið fram fyrir skjöldu og lagt línurnar.
    Nú ættu Geir og Ingibjörg að halda áfram. Ingibjörg ætti að segja af sér, ekki bara vegna hennar ábyrgðar, heldur líka vegna þess að við þurfum leiðtoga sem eru heilsuhraustir. Ef hún segði af sér núna þá ætti hún góða möguleika að bjóða sig fram aftur þegar hún hefur náð heilsu. Sama með Geir. Eina sem er öðruvísi með hann er að hann á að reka Árna Matt fyrst og bankastjóra Seðlabankans svona eins og Björgvin tók stjórn fjármálaeftirlitsins með sér.
    Þetta ætti vonandi að duga til að friða mótmælendur og hægt verður að fara að vinna að framtíðinni.

    Og þá erum við loksins komin að áður fyrirhuguðu efni bloggsins sem er Nýtt lýðveldi.

    Sjálfum finnst mér það mjög spennandi hugmynd þó ég geti ekki skrifað undir þær hugmyndir sem koma fram á http://nyttlydveldi.is/ um hvernig eigi að koma því á né heldur þær hugmyndir hvers konar lýðveldi eigi að verða til eftir breytingarnar.

    Eins og ég rakti áðan þá vil ég að vissir ráðherrar víki. Eftir að sá gjörningur hefur farið fram þá hef ég þá ósk að þessir flokkar sem starfa saman í ríkisstjórn núna vinni saman fram að kosningum.

    Síðan vil ég að þjóðin fái að kjósa um hvort hún vilji nýja stjórnarskrá, nýtt lýðveldi. Sé fyrir mér að það mætti fara fram einskonar könnun fyrst um hverjar helstu hugmyndir væru um ný lýðveldi meðal þjóðarinnar og síðan mætti kjósa á milli nokkurra stjórnarskráa, þar á meðal þeirrar gömlu kannski lítillega breyttrar. Ef engin stjórnarskrá fengi yfir 50% atkvæða þá þyrfti að kjósa á milli þeirra tveggja efstu aftur.
    Fáránlegt væri af þeim sem eru að berjast fyrir auknu lýðræði að knýja fram nýja stjórnarskrá án þess að spyrja fyrst hvað þjóðin í raun vill.
    Algjört skilyrði er, á meðan þessi vinna fer fram, að landið verði áfram rekið af kjörinni ríkisstjórn. Ekkert væri verra fyrir okkur núna en það ef einhverskonar neyðarstjórn væri við völd eins og Njörður P. Njarðvík leggur til að verði.

   En hvernig viljum við svo hafa hlutina í nýju lýðveldi. Njörður talar um að endurreisa þrískiptingu valds aftur og get ég skrifað undir það. Það þarf að hafa skýrari skil á milli löggjafarvaldsins, dómsvaldsins og framkvæmdarvaldsins.

    Njörður stingur upp á því að við förum finnsku leiðina að því að kjósa á þing. Ég held að hún komi lítið skár út en það kerfi sem við búum við í dag. Þar sem krossað er bara við einstaklinga sem síðan eftir einhverjum reiknikúnstum draga með sér samflokksmenn. Hlýtur að vera hægt að setja upp kerfi þar sem fólk veit hvað það er að kjósa þegar það kýs.

    Ég vil að flokkunum verði gert skylt að halda prófkjör innan sinna raða til að raða á lista þannig að grasrót hvers flokks fái að segja sitt álit. Síðan verður að auka vægi útstrikana á kjörstað.
    Aðalbreytingin myndi þó felast í því að þeir flokkar sem kosnir yrðu á þing kæmu sér ekki saman um myndun ríkisstjórnar með málamiðlunum og sölumennsku á eigin stefnu heldur yrði leiðtogi þjóðarinnar kosinn beinni kosningu. Hann yrði kallaður forseti en staða hans yrði líkari forsætisráðherra í dag.
    Hann myndi síðan mynda ríkisstjórn sem ætti að leiða til þess að fagfólk stýrði hverju ráðuneyti og að sá sem kjörinn væri til verksins bæri alla ábyrgð. 
    Eftir þessar breytingar þá sæi alþingið algjörlega um löggjafarvaldið en hinn kjörni leiðtogi svo um framkvæmdarvaldið.

    Njörður stingur upp á því á síðunni http://nyttlydveldi.is/ að forseti alþingis sé þjóðkjörinn. Sé ég enga ástæðu til þess þar sem hann á bara að vera verkstjóri yfir þinginu. Ekki verra ef hann væri löglærður svo það mætti vel hugsa sér að hæstiréttur einfaldlega skipaði hann en að alþingi geti þó líst vantrausti á hann ef þeim finnst hann ekki standa sig í verki.

    Sitt sýnist örugglega hverjum í þessum efnum og þess vegna þarf að leita eftir niðurstöðu sem sem flestir geta sætti sig við en mín hugsun er þó komin á blað og skýring á því hvers vegna ég geti ekki skrifað undir hugmyndir Njarðar P. Njarvíks þó svo að ég sé hlynntur því að stofna nýtt lýðveldi.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband