Sálarkreppa

    Nú get ég ekki orða bundist lengur. Ekki það að einhver lesi bloggið mitt þegar það er svona langt um liðið síðan maður bloggaði síðast, en það er nú ekki aðalatriðið ;)

    Nú ólgar reiði í þjóðfélaginu. Reiði út í fyrrverandi auðjöfra, reiði út í stjórn Seðlabankans og þá ekki síst Davíð og reiði út í ríkisstjórnina.
    Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum þá er reiðin eðlilegt stig í sorgarferlinu. Sorginni yfir því að þjóðfélagið sé ekki eins vel statt og það var fyrir fáeinum vikum og mánuðum, sorginni yfir tapi fjármuna og fleira en gleymum ekki að við erum í flestum tilfellum í dag að tala um fjármuni.
    En þar sem að það hefur oft verið talað um þetta í fjölmiðlum ætti að gera okkur grein fyrir að þessi reiði þarf ekki endilega að vera sanngjörn. Hún er bara sálarástand í vissu ferli sem flestir lenda oftar en einu sinni í á ævinni. Þess vegna ættum við að setjast niður, anda rólega og hugsa. Hugsa um hvers vegna við erum reið, hvort sú reiði er í raun réttlát, hvort við séum að að fara rétta leið til að fá útrás fyrir hana.

    Ef íslenska þjóðin hefur einhvern tíma þurft að standa saman, þá er það núna. Hlutirnir eru að gerast hratt í dag og það þarf að taka ákvarðanir með stuttum fyrirvara. Við slíkar aðstæður er auðveldast að gera mistökin.

    Byrjum á ríkisstjórninni. Hún hefur gert mörg mistök. Í henni er nefnilega fólk en ekki guðir. 
    Eitt af því versta sem gæti gerst í dag er að ríkisstjórnin myndi ekki standa. Meðan breytingarnar eru að ganga yfir og með þessum hraða verður þessi ríkisstjórn að standa, enginn tími fyrir nýtt fólk að setja sig inn í málin. Þess vegna verðum við að standa með ríkisstjórninni í dag og peppa hana upp en ekki rífa hana niður.

    Sama á við um stjórn Seðlabankans. Það er ekki rétti tíminn að skipta núna. Stjórnin þarf ekki á því að halda að það standi 500 manns og öskri á hana að hún geri ekkert rétt. Getið rétt ímyndað ykkur hvað það gerir fyrir sjálfstraustið þegar það þarf að taka á hlutunum næstu daga.
    Ef þið viljið að fólk sem stjórnar yfir þessar mestu breytingar viti eitthvað smá hvað það er að gera þá viljið þið ekki setja nýtt fólk í starfið sem þarf fyrst að eyða tíma í að koma sér inn í málin. Ef þið viljið að það fólk standi sig vel þá peppið þið það upp en rífið ekki sjálfstraust þess niður.

    Þá eru það auðjöfrarnir fyrrverandi. Það er náttúrulega þannig að þetta ástand er allt þeim að kenna, DRÖGUM ÞÁ FYRIR DÓM! Haldið þið virkilega að þeir hafi tapað mestu sínu af gamni sínu????.... Ja! Ég bara spyr. Enginn er að tapa eins miklum fjármunum eins og þessir menn, þeir menn sem hafa séð ríkinu fyrir þeim tekjum undan farin ár sem hafa aukið lífsgæði okkar. DRÖGUM ÞÁ FYRIR DÓM!!!!
    Já en þeir hafa skotið undan peningum til að geta lifað kreppuna af segja margir. Í fyrsta lagi er engin sönnun til fyrir því enn, í öðru lagi þá ætla ég bara rétt að vona að þeir hafi vit á að bjarga sér og sínum, það reyni ég að gera og vonandi þú lesandi góður (ef einhver les þar að segja).
    Líka ef þeir koma dágóðu fjármagni undan þá er meiri von um, þegar um hægist, að íslendingar eigi peninga til að framkvæma eitthvað hér á landi, sem eykur atvinnu, sem eykur tekjur, sem bjargar okkur fyrr út úr þessari kreppu. DRÖGUM ÞÁ FYRIR DÓM!!!!!!

    Eins hefur starfsfólk bankana fengið sinn skammt af reiði fólksins. Starfsfólkið sem er að tapa vinnunni og sem er að tapa sparnaðinum sínum.
    Og fyrir hvað erum við að skamma það? Ekki það að ég ætli að fara að verja óheiðarleika, þið megið ekki taka því svo en hverjir kaupa bíl bara af því að seljandinn segir að hann sé svo góður? Flest skoðum við bílinn eða látum skoða hann fyrir okkur, við kynnum okkur eins vel og við getum hvort seljandinn sé að segja satt. Afhverju halda margir að annað eigi við um sölumenn bankana? Afhverju bara treysti fólk því þegar sölumenn bankans sögðu hvað var gott og hvað ekki, afhverju kynnti fólk sér það ekki sjálft?
    Hvað er líka oft búið að segja í fjölmiðlum og víðar að það sé áhættufjárfesting að kaupa hlutabréf? Og að maður eigi aldrei að kaupa hlutabréf nema fyrir þann pening sem við höfum efni á að tapa? Og að við ættum, ef við keyptum hlutabréf, að kaupa í fleiru en einu fyrirtæki til að dreifa áhættunni? Er ekki okkur sjálfum að kenna að við erum að tapa?

    Hvað hefur líka oft verið sagt að við ættum að spara, það væri hættulegt að við skulduðum svona? Afhverju hefur Davíð verið að hækka stýrivextina í gegnum árin? En hvað gerðum við? Við hlustuðum ekki, við keyptum dýrar íbúðir, við keyptum stóra og orkufreka jeppa, allt á lánum og fórum til sólarlanda fyrir spariféð eða keyptum hlutabréf. Já Davíð burt, hann reyndi að hjálpa okkur þegar við vildum ekki hlusta.

    Setjumst nú niður. Öndum rólega. Hugsum málin. Tökum ábyrgð á eigin gerðum. Ekki kenna öðrum um. Stöndum saman. Verslum íslenskt. Byggjum upp íslenskt atvinnulíf. Komum okkur út úr kreppunni. FYRIRGEFUM ÖÐRUM OG EKKI SÍST, OKKUR SJÁLFUM!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm... hvað eigum við þá að segja núna?.... bara sitja og sætta okkur við ástandið?

Jónína Kristín (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Nei akkúrat ekki það :)... við eigum að standa upp og vinna okkur út úr ástandinu, átta okkur á hvað við sjálf gerðum vitlaust og laga það eftir því sem við getum.

Standa saman yfir mestu breytingarnar og skoða svo þegar rykið er sest hvort einverjum er um að kenna, hvort einhver hafi brotið af sér :)

Ágúst Dalkvist, 19.10.2008 kl. 13:22

3 identicon

þú ert alveg ágætur

Jónína Kristín (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

nei nei nei! það þarf KREPPU til að koma þér af stað í blogginu aftur velkomin í okkar heim aftur Dúddi minn, hef sárlega saknað þín. Ætla ekkert að tjá mig um færsluna þína að sinni, vona bara að það þurfi ekki aðra holskeflu til að þú bloggir næst.

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.10.2008 kl. 13:38

5 identicon

viðskipti byggjast mikið á trausti. Nú treystir engum seðlabankanum. Víðast hvar annars staðar eru seðlabankastjórar með doktorspróf í hagfræði. Davíð er ekki einn af þeim og hann nýtur ekki trausts erlendis. Hvernig byggjum við upp traust? Með því að ríghalda í Davíð sem enginn tekur mark á erlendis?

Anna (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Takk Guðrún..... ekkert smá notalegt að fá svona viðbrögð :)

Viðskipti byggjast á trausti Anna... um það erum við sammála. En ég hef ekki trú á að Davíð sé sá sem valdur er af því vantrausti sem er í dag. Þegar skellur á svona kreppa hugsar hver um sig og við erum bara of lítil til að einhver hafi hag af að hjálpa okkur. Vantraustið er allsráðandi í fjármálaheiminum, ekki bara hvað varðar Seðlabankann hér heldur um víða veröld. Það er heldur ekki Davíð að kenna.

Stjórn Seðlabankans hafa vel menntaða ráðgjafa svo það ætti ekki að vera til þess að minnka traustið. Geir H. hafði einn virtasta fræðinginn á þessum sviðum sem ráðgjafa líka en samt hefur ríkisstjórnin verið að gera mistök líka.

En aftur á móti með því að vantreysta stjórn Seðlabankans núna á opinberum vettvangi er bara til þess fallið að grafa undir sjálfstrausti þeirra sem þar sitja og til að auka vantrú á þá út um heim. Það er ekki það sem við viljum.

Með samstöðu öðlumst við traust. Það koma tímar til þess seinna til að skoða hlutina í samhengi og skipta um fólk á þeim stöðum þar sem þarf :)

Ágúst Dalkvist, 19.10.2008 kl. 14:04

7 identicon

Ef þú værir seðlabankastjóri úti í heimi, með doktor í hagfræði og allir aðrir sem þú þekktir væru með doktorspróf í hagfræði sem væru við stjórnvölinn í seðlabönkum erlendis. Myndir þú bera mikið traust til einhvers fyrrverandi pólitíkus sem vissi voða lítið um hagfræði?? Myndir þú leggja peninga í banka sem þú teldir bankastjóra vera vanhæfan??

Á íslandi er ekki bara bankakreppa eins og víðast hvar annars staðar, heldur einnig gjaldeyriskreppa. Hvaða banki sér um gjaldeyrinn? Ber þá seðlabankinn enga ábyrgð? Bankarnir voru alltof stórir fyrir litla Ísland, bera bankamenn enga ábyrgð. Bara almenningur sem lifði of hátt en hafði kannski engan skilning á hvað var að gerast? 

Auðvitað er þetta ekki allt Davíð að kenna eða allt bankamönnum að kenna, en þeir bera bara mun meiri ábyrgð en almenningur. Ef almenningur hefði ekki getað fengið þessi lán þá hefðu þeir ekki lifað um efni fram. Ef bankarnir voru að lána meir en þeir réðu við þá er það bankanum að kenna en ekki almenningi. 

Anna (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:25

8 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Davíð getur bent á fjölda hagfræðinga á bak við sig.... svo já ég myndi treysta honum þess vegna.

Bankarnir voru alltof stórir fyrir okkur en hafa samt skapað grundvöllinn fyrir þeirri velmegun sem við höfum nú ekki mikið kvartað undan :)

Ástæðan fyrir að við erum í basli með gjaldeyri en ekki aðrir er vegna smæðar okkar gjaldeyris. En við skulum átta okkur á því að hann hefur BÆÐI kosti og galla :)... þó í dag virðist það bara vera gallar.

Alltaf gott að benda á menn sem áttu að hafa vit fyrir okkur... en við áttum þá líka að hlusta á þá þegar þeir voru að reyna það :)

EN
málið er samt ekki það að ég sé að fría einhvern ábyrgð.
Ég er að segja að hlutirnir gerast hratt þessa dagana og því ekki hentungt að setja nýja menn í verkin sem þurfa að eyða tíma í að koma sér í inn í þau. Það gæti tapast mikið við það. Það koma tímar til þess seinna.
Þegar bíll stefnir á vegg er ekki réttur tími til að skipta um bílstjóra, maður verður að treysta þeim sem er að stýra að honum takist að stýra fram hjá veggnum, svo tökum við af honum bílprófið ef kemur í ljós að það hafi verið honum að kenna að við vorum nærri búin að klessa á vegginn.

Ég er líka að segja að við teljum samfélag okkar vera kristið og uppfrætt en samt leggjumst við í galdrabrennur um leið og eitthvað bjátar á.

Ágúst Dalkvist, 19.10.2008 kl. 14:41

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gott að sjá þig aftur!  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.10.2008 kl. 14:52

10 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Takk æðislega Helga :)...... aftur á móti hrikalega leitt hvernig er búið að fara með þig hérna á blogginu... einn af bestu pennunum hérna og hrikalega skemmtileg.

En þú lætur ekki kæfa þig frekar en að við látum einhverja litla kreppu buga okkur ;)

Ágúst Dalkvist, 19.10.2008 kl. 19:24

11 Smámynd: Kristján Pétursson

Gott að sjá þig Ágúst aftur á vettvangi.Það er sjálfsagt gott að hvetja þjóðina til samstöðu nú í kreppunni,en við verðum starx að skoða vel orsakir hennar.Til þess þarf að skoða aðkomu allra,sem áttu að bera ábyrgð á henni.Þar eru náttúrlega ríkisstjórnir undanfarna ár,Seðalbankinn,fjármálaeftirlitið og stjórnir og endurskoðendur bankanna o.fl.

Ef við ætlum byggja upp heilbrigt atvinnu - og viðskipalíf í landinu verður að rannsaka til botns af hlutlausum erlendum rannsóknaraðilum af hverju eftirlitskerfi bankanna og stærstu fyrirtækja landsins brást.Þessi aðgerð verður að hafa forgang við uppbyggingu efnahagsmála í landinu,fyrst burt með spillinguna og græðgina ,hina hömlulausu frjálshyggju. 

Kristján Pétursson, 20.10.2008 kl. 20:38

12 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Takk kærlega Kristján..... gott að sjá að þú ert hérna enn.... hef alltaf haft gaman að rökræðunum við þig :)

Get verið alveg sammála þínum rökum í þetta skiptið..... en skoðanir okkar eru þó ólíkar varðandi eitt :)

Þegar sóknin hefst á ný þá verður að taka til og menn verða að taka ábyrgð á sínum gjörðum en nú erum við í vörn og þegar svo er er ekki rétti tíminn til að fara að skipta inn á. En um leið og við vinnum boltann aftur þá undir búum við sóknina vel með rétta fólkinu :)

Ágúst Dalkvist, 20.10.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband