11.7.2007 | 23:29
Glerárdalur
Þá er maður kominn heim úr sumarfríinu.
Fór norður á Akureyri og tók þar þátt í göngu sem kallast 24x24 og fær hún nafnið af því að reynt er að komast á 24 fallstinda á 24 tímum. Ekki hafði ég þá á 24 tímum heldur var 27,5 tíma að ganga hringinn í kringum dalinn, reyndar telst mér til að tindarnir séu kannski líka fleiri en 24. Lagt var af stað klukkan hálf níu á laugardagsmorgun og ég var kominn til byggða rétt fyrir hádegi daginn eftir.
11 þessara tinda eru yfir 1400 metrar yfir sjávarmáli og sá hæsti, Kerling, er yfir 1500 metrar.
Þetta er svona með því erfiðasta sem maður hefur lent í á ævinni, sérstaklega fyrir það að ég átti erfitt með að borða alla leiðina (og hafði reyndar litla lyst daginn áður líka) og þegar fór að líða á nóttina fór ég að eiga erfitt með að drekka líka þar sem ég varð bara veikur ef ég lét eitthvað í magann á mér. Spurði ég gönguspésalistana hver ástæðan væri þegar ég kom til byggða og þeir sögðu að það væri ofþreyta. Var nú ekki alveg sáttur við sjálfan mig að verða svona ofsalega þreyttur snemma í göngunni að ég gæti ekki borðað en svo á mánudeginum varð elsta dóttir mín veik í maganum og svo konan mín daginn eftir svo nú hallast ég að því að ég hafi verið með einhverja pest.
Að labba þetta lengi og þetta langt (tæpa 50 km.) án þess að borða dugði til að missa fjögur kíló svo eitthvað gott hafðist út úr því , en ef ég þekki sjálfan mig rétt þá verð ég nú snöggur að endurheimta þau .
Það tók mig, óvanan manninn, tvo daga að jafna mig í fótleggjunum eftir þessa göngu svo nú skora ég bara á ykkur öll sem hafið gaman af gönguferðum að stefna að því að vera með á næsta ári. Það er svo sannarlega þess virði. Sérstaklega ef það verður eins gott veður eins og það var nú, þetta var bara æðislegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Heyrðir þú þá nokkuð Einar nefndan á nafn Ragnar ?
Ég byrjaði í A hópi en dróst fljótt aftur úr og var svolítið á undan B hópnum þar til hann náði mér á leiðinni upp Kerlingu. Sagði mér einn úr hópnum að þau hefðu verið farin að kalla mig Einar þar sem ég gekk mest alla leiðina einn
Gangi þér vel í restinni
Ágúst Dalkvist, 12.7.2007 kl. 23:48
Duglegir strákar. Fyrst þið eruð svona miklir göngugarpar ættuð þið að taka sjötindagönguna með skátunum í Mosfellsbænum ... ég gæti svo komið og gefið ykkur kakó í lokin.
Herdís Sigurjónsdóttir, 21.7.2007 kl. 09:07
hljómar gríðarlega vel
Ágúst Dalkvist, 21.7.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.