14.6.2007 | 10:49
Vonlausar!
Oft hefur íslenska kýrin verið dæmd vonlaus og engin von fyrir bændur að þjóna markaðnum sæmandi með ekki betra framleiðslutæki en þetta.
Nú síðast var það það að henni væri að fækka svo að hún gæti ekki framleitt í þá auknu sölu sem hefur verið undan farin misseri. Hún entist of stutt og of fáar kvígur fæddust lifandi til að hægt væri að fjölga henni.
Í síðasta bændablaði er hins vegar fyrirsögn "Mjólkurkúm fjölgar" og segir í greininni að henni hafi fjölgaði um nærri 1000 á síðasta ári. Bændur hafa náð því aftur að framleiða á innanlandsmarkað eins og eftirspurn er fyrir og von er til að hægt verði að þjóna erlendum mörkuðum í meiru mæli á næstu misserum.
Einhverjir hafa verið til þess að benda á að bændur hafi látið allar kýr lifa, hversu lítið sem þær mjólka, til að geta þjónað markaðnum. Það er klárlega satt en samt sem áður jókst meðalnyt íslensku kýrinnar á síðasta ári sem segir manni að bændur eru enn að ná miklum framförum í ræktun kýrinnar og fóðrun.
Þegar borin eru saman kúakyn á milli landa gleymist oft að skoða með það markaðsumhverfi sem bændur í hverju landi búa við. Ef ekki hefði komið til þessi aukna sala í mjólkurafurðum hér á Íslandi síðustu ár þá hefðu íslenskir bændur ekki fjölgað kúnum eins og raun ber vitni, heldur skorið fyrr úr gallagripina sem hefði aftur leitt til þess að mjólkurskýrslur hefðu sýnt meiri aukningu á meðalnyt en annars er en meðalaldur gripanna hefði aftur á móti lækkað.
Ef íslenskir bændur sína smá þolinmæði í ræktun kýrinnar þá eiga þeir enn eftir að ná miklum árangri með hana og halda allri þeirri sérstöðu sem þeir nú hafa vegna kúakynsins í stað þess að líta bara á þann mögulega gróða sem hægt væri að hafa í dag, með því að flytja inn önnur kúakyn, á kostnað framtíðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Já er ekki sagt "þolinmæðin þrautir vinnur allar". Svo er líka sagt að þær séu geðvondari en þessar útttttttttlensku , en hverjum er ekki sama ef mjólkin er góð og eðlilega sú besta í heimi.
Mikið hlakka ég til þegar ég get keyrt um allar sveitir landsins og keypt osta og mjólkurafurðir beint af bændum...hvernig hljómar Dúdda-ostur?
Herdís Sigurjónsdóttir, 15.6.2007 kl. 11:20
Gleðilega þjóðhátíð
Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2007 kl. 20:17
Hljómar mjög vel Herdís
Gleðilega þjóðhátíð sömuleiðis
Ágúst Dalkvist, 17.6.2007 kl. 22:39
Áfram íslenska kusa!
Laufey Ólafsdóttir, 25.6.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.