80 eru þau

Fyrir rúmri hálfri öld síðan keypti ungur maður jörð í Landbroti, Eystra-Hraun, og hafði miklar hugmyndir um hvað væri hægt að gera þar. Draumurinn var að reka þar verkstæði og þjónusta bændur á svæðinu.

Mjög lítið hafði verið ræktað á jörðinni og húsakostur mjög slæmur og fluttist þessi ungi maður ekki á jörðina fyrr en tveimur árum eftir að hann keypti hana.

Lítið var að gera til að geta rekið þar verkstæði eitt og sér svo maðurinn ákvað að koma sér upp búi og byggði bæði fjós og fjárhús og svo einnig íbúðarhús. Réð til sín ráðskonu sem hann síðan giftist.

Þegar þessi maður síðan dó fyrir nokkrum árum þá voru 50 ha ræktaðir á jörðinni, hann hafði byggt fjárhús, þrjú fjós um ævina, það stærsta fyrir 32 mjólkandi kýr og töluvert af geldneytum. Hann var búinn að byggja tvö verkstæði, það seinna með syni sínum sem lærði vélsmíði og starfaði með föður sínum síðustu árin. Komin voru þrjú íbúðarhús á jörðina áður en maðurinn dó. Vélageymslu hafði hann byggt, kartöflugeymslu og svo mætti áfram telja.

Hann átti sex börn með konu sinni, þrjá syni og þrjár dætur. Varð fyrir því óláni að lifa elsta son sinn, en hann dó úr krabbameini rétt rúmlega tvítugur.

Hann var alltaf tilbúinn til að aðstoða náungann og tók virkan þátt í félagsmálum.

Þessi maður hét Guðmundur Guðjónsson og var tengdafaðir minn. Hann var fæddur 6. júní 1927 og hefði því orðið áttræður í dag ef hann hefði lifað. Hann var mikilmenni í mínum huga og fáum mönnum, ef nokkrum, á ég eins margt að þakka. Svo takk enn og aftur Gummi og til hamingju með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Ágúst !

Prýðileg grein, um einn ágætasta búhöld; í Skaftárþingi, á sinni tíð. Hitti Guðmund, a.m.k. í tvígang, þegar ég var að finna Valmund, vegna viðskipta okkar. Öndvegismaður og prúðmenni, vel látinn, af öllum sem til hans þekktu; Guðmundur heitinn.

Blessuð sé minning hans.

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 11:59

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

já það er dýrmætt að eiga góðar minningar um látna ástvini.

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.6.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband