Gefur ekki upp afstöðu sína!

Gunnar Svavarsson segist hafa sóst eftir ráðherrastól en ekki fengið vegna "jafnréttisstefnu" flokksins. Það hlýtur að vera mikið jafnrétti í því að velja annað kynið frekar en hitt.

Eitt er í þessari frétt mbl.is sem kemur minna á óvart en nokkuð annað og það er þessi fallega setning "Hann segist ekki vilja gefa upp um afstöðu sína til þessarar niðurröðunar". Eitthvað er þetta nú kunnuglegt eftir íbúakosninguna í Hafnarfirði um álverið í Straumsvík nú í mars. Segir manni kannski bara að þær konur sem fengu ráðherrastól hljóti að vera hæfari ráðherrar en þessi ágæti maður.


mbl.is Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það á alltaf að velja hæfasta einstaklinginn burt séð frá kyni eða aldri.
Gunnar sem oddviti hefði frekar átt að verða ráðherra en sá einstaklingur sem lenti í 3.sæti.
Ætla ekki að minnast á Ágúst Ólaf varaformann sem fékk ekki ráðherrastól.

Óðinn Þórisson, 24.5.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Heyr á endemi, Gunnar er oddviti, hvaða rugl er þetta, maðurinn er varla orðinn þingmaður og ekki farinn að líta við í þinginu og hann heimtar ráðherrastól?? það er ekkert komið fram um það ennþá hvort hann er nothæfur þingmaður einusinni. Margt sem bendir til að það sé rétt mat að gefa honum kost á að sanna snilli sína áður en lengra er haldið...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.5.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband