17.5.2007 | 15:26
Takk kærlega
Ég þakka fráfarandi ríkisstjórn kærlega fyrir gott starf síðustu 12 ár. Sennilega má fullyrða það að engin ríkisstjórn hefur náð viðlíka árangri og sú sem er að fara frá nú.
Nú er bara að vona að næsta ríkisstjórn verði undir forystu sjálfsstæðismanna líka.
Ef framsókn verður ekki í næstu ríkisstjórn má vænta einhverra hrókeringa innan raða hennar. Ljóst er að hvorki formaðurinn eða ritarinn náðu á þing í síðustu kosningum og hlýtur, ef fer fram sem horfir, Jón að segja af sér formennsku. Hver mun þá taka við?
Siv var mjög tæp að komast á þing svo ekki er víst að hún sé sterkur kandídat í það embætti. Jónína Bjartmarz er utan þings eins og núverandi formaður, annars hefði ég talið hana sterkasta kost framsóknar. Þá eru Guðni varaformaður og Valgerður Sverris eftir. Ljóst er að þegar Halldór Ásgrímsson yfirgaf hina sökkvandi skútu framsóknar þá lagði hann mikið kapp á að Guðni tæki ekki við en nú virðist hann vera með mörg tromp á hendi. Kannski eiga þau Valgerður eftir að bítast um stólinn.
Það eru allavega spennandi tímar framundan og svo er bara að vona að þeir verði góðir líka
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Heill og sæll.þá eru líkur að,að við verðum á sömu skútunni eftir allt.Ég reyni samt að halda úti áfram einhverju andófi á ihaldið,það er ekki hægt að vera sammála,eins og þú sagðir einu sinni.Nú er bara að bíða og sjá stjórnarsáttmála flokkanna og ráðherraskipan.
Kristján Pétursson, 17.5.2007 kl. 18:32
Hvað ert þú bóndi félagi?
Vilhelmina af Ugglas, 17.5.2007 kl. 18:59
Addi:
Ekki er loku fyrir það skotið að vinstri stjórn geti orðið. Hef þó trú á að D og S nái sama, vona það allavega alveg heitt og innilega
Kristján:
Við pössum okkur á að verða ekki of sammála þó við verðum saman í ríkisstjórn
Vilhelmína:
Ég er nú ansi margt svo ef þú vilt vita eitthvað sérstakt af því þá kannski skilgreinir þú það frekar
Ágúst Dalkvist, 17.5.2007 kl. 22:10
Dúddi ég vissi ekki að nafnið þitt væri samnefni yfir alla sjálfstæðismenn , :-D" þessir sjálfstæðisdúddar" sá ég skrifað á einni síðu :-D
Dísa (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 22:36
Ég er greinilega orðinn aðalmaðurinn
Á hvaða síðu sástu þetta?
Ágúst Dalkvist, 18.5.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.