14.5.2007 | 16:59
Pælingar Ómars
Ómar Ragnarsson er svekktur yfir niðurstöðum kosninganna á laugardaginn, eðlilega þar sem Íslandshreyfingin var ekki við það að koma manni á þing.
Ómar hefur kennt kosningakerfinu um slæmt gengi síns flokks. Hann hefur bent á að fylgi Íslandshreyfingarinnar hefði dugað til að koma tveimur mönnum á þing en 5% reglan hafi komið í veg fyrir það og því vill hann leggja niður þessa reglu. Ekki er það mjög vel hugsað hjá Ómari þar sem hann virðist ekki gera sér grein fyrir því hvað myndi geta gerst þá.
Mjög margir minnihluta hópar ættu þá kost á að stofna stjórnmálaflokk og koma 1-2 mönnum á þing og hvernig verður þá að mynda ríkisstjórn? Miklar líkur yrðu á því að völdin yrðu hjá einhverjum þessara minnihluta hópa þar sem þeir gætu haft úrslitavald í stjórnarsamstarfi. Oft hefur verið skammast yfir Framsóknarflokknum hvað þetta varðar, að hann hafi oft haft meiri völd en fylgi hans gefur honum tilefni til, en hann hefur þó oft haft yfir 10 þingmenn. Ég segi því, höldum þessari 5% reglu inni.
Ómar hefur líka sett út á það fé sem stjórnmálaflokkarnir sem eru á þingi fá úr opinberum sjóðum. Get ég vel tekið undir það með honum. Sé ekki nokkra ástæðu fyrir því að Sjálfsstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða nokkrir aðrir flokkar fái meira fé frá ríkinu en þeir flokkar sem bjóða fram en eiga ekki fólk á þingi.
Eitt enn sem Ómar hefur nefnt eftir kosningarnar og það er að hann vill meina að það sé ekki sér að þakka/kenna að ríkisstjórnin heldur velli. Honum finnst slæmt þegar verið er að bera á hann þessar sakir og spyr á móti hvort það megi ekki allir bjóða sig fram.
Auðvitað mega allir bjóða sig fram. En ef það er ekki einungis valdagræðgi sem rekur fólk út í framboð þá verður það að velta fyrir sér hvort það sé baráttumálum þeirra til framdráttar að mynda nýjan stjórnmálaflokk.
Ljóst er að forsvarsmenn Íslandshreyfingarinnar hafa ekki fjölgað "grænum" mönnum á þingi og að öllum líkindum hafa þeir fækkað þeim. Þau sem kusu Íslandshreyfinguna hafa væntanlega látið fyrst og fremst náttúruverndunarsjónarmið stjórna því hverja þau kusu. Væntanlega hefðu flest þeirra kosið VG ef Íslandshreyfingin hefði ekki komið fram og þá hefði stjórnin fallið.
Ef við tökum t.d. sem dæmi Kvennalistann forðum og svo Frjálslynda líka. Kvennalistinn var myndaður um málefni sem þá var ekki mikið í öðrum flokkum, það er það nú enda Kvennalistinn aflagður. Frjálslyndir var eini flokkurinn fyrir þessar kosningar sem vildi hefta verulega innflutning erlends vinnuafls og skaðaði því ekki sinn málflutning með því að bjóða fram. Best væri fyrir Íslandshreyfinguna að hætta störfum sem sérstakur stjórnmálaflokkur og sameinast þeim sem þegar eru á þingi og berjast fyrir umhverfisvernd.
En takk æðislega samt Ómar og Margrét að framlengja líf þessarar ríkisstjórnar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
ég er allveg sannfærð um að rökin sem Ómar kom með um að Íslandshreyfingin hafi tekið fylgi frá sjálfstæðis flokknum en ekki vinsti grænum eru rétt , því að ég sé það ekki fyrir mér að nokkur sjálfstæðismaður færi að kjósa vg. þó að þeir væru á móti stóriðju en íslandshreyfingin hefur örugglega verið skárri kostur fyrir náttúruverndarsina sjálfstæðisflokksins.
Dísa (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 18:31
Þessi rök Ómars eru út í hött eins og flest annað sem frá honum kemur í pólitík. Einn stór vinnustaður gæti jafnvel komið manni á þing, stór skóli, menntaskólalisti o.s.frv.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2007 kl. 02:05
Það er þá einkennilegt Dísa að áður en Íslandshreyfingin kom fram þá var VG á blússandi siglingu en þegar hún kom svo fram, þá tapaði einungis vg fylgi. Hvernig stendur á því?
Ef Íslandshreyfingin hefur tekið fylgi af sjálfsstæðismönnum þá hefur það verið fylgi sem hefur þegar verið farið yfir á vg vegna umhverfismálanna og fært sig svo yfir á Íslandshreyfinguna af því að hún passaði þeim betur eins og þú bendir á Dísa.
Það er allavega alveg deginum ljósara, alveg sama hvað Ómar skammast yfir því, að það voru flokkar sem settu umhverfismálin á oddinn, hann tók af þeim fylgi, fækkaði þar með mögulegum "grænum þingmönnum" og tryggði sitjandi stjórn mögulegu áframhaldandi samstarfi. Svoleiðis er það bara
Ágúst Dalkvist, 15.5.2007 kl. 12:49
Það er ekki eins auðvelt og sumir halda að komast á þing, þótt 5% reglan verði afnumin.
Ef bjóða á fram á landsvísu þarf 126 manns á framboðslista, 2000 stuðningsyfirlýsingar, tíma og peninga til að standa í kosningabaráttu og uþb 3000 atkvæði til að fá eitt jöfnunarþingsæti.
Ef bjóða á fram í einu kjördæmi þarf 18 til 24 á framboðslista eftir því í hvaða kjördæmi framboðið er, 600 til 800 stuðningsyfirlýsingar, tíma og peninga til að standa í kosningabaráttu og uþb 2000 til 4000 atkvæði til að fá kjördæmakjörið þingsæti.
Sigurður Ingi Jónsson, 15.5.2007 kl. 13:35
Þú vilt semsagt meina Sigurður að ef 5% reglan verði afnumin, þá gæti það orðið fleirum litlum hópum freisting að bjóða fram en ella. Þeir myndu samt ekki koma fólki á þing og fleiri atkvæði falla dauð en áður og meiri líkur að hægt væri að mynda stjórn með meirihluta á þingi en minnihluta atkvæða úr kosningum.
Ágúst Dalkvist, 16.5.2007 kl. 10:35
Ég vil alls ekki meina það. Ég vil meina að fyrirhöfnin við að undirbúa framboð til Alþingis sé nægileg hindrun til að bægja frá framboðum á vegum einhvers vinnustaðar eða menntaskóla.
Eins og staðan er nú, þá geta 4,99% kjósenda greitt atkvæði án þess að þau skili sér til þingsætis vegna eins framboðs á landsvísu. Fái framboðið, hins vegar, 5% atkvæða, þá fær það þrjú þingsæti.
Ef 5% reglan er afnumin þarf minnst fjögur framboð á landsvísu með innan við 1,5% atkvæða til að jafn mörg atkvæði skili sér ekki til þingsætis. Fái einhver af þessum framboðum 1,6% atkvæða, þá skilar það sér í einu þingsæti fyrir hvert.
Ég er ekki hlynntur 5% reglunni því hún þjónar engum tilgangi öðrum en að tryggja stöðu gömlu flokkanna á Alþingi.
Sigurður Ingi Jónsson, 16.5.2007 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.