13.5.2007 | 10:12
Hélt hún?
Nú er gríðarlega spennandi kosninganótt lokið. Stjórnin hélt og var fallin á víxl í alla nótt, þingmenn inni og úti og enginn vissi hvernig þessu myndi ljúka fyrr en síðustu tölur komu í hús.
Að mínu mati er stjórnin fallin. Tæplega helmingur kjósenda kaus stjórnarflokkana og væri siðferðislega rétt af Geir H. að skoða aðra kosti en framsókn. Ef síðan ekki nást samningar við samfylkingu eða vg þá má skoða aftur stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka.
Sigurvegari kosninganna eru Vinstri-Græn og óska ég þeim ynnilega til hamingju með það. Einnig má óska sjálfsstæðismönnum til hamingju með sinn árangur og þá sérstaklega Þorgerði Katrínu og öðrum frambjóðendum sjálfsstæðismanna í Kraganum.
Fallistar kosninganna eru örugglega Framsókn og Samfylking. Framsókn missti mjög mikið fylgi og er ljóst að kjósendur óska þess ekki að þeir haldi áfram í ríkisstjórn. Samfylkingin fékk slæma útreið miðað við að hafa verið í stjórnarandstöðu. Það að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sem þar að auki er ætlað að vera mótvægi við sjálfstæðismenn, nær ekki að auka fylgi sitt hlýtur að vera hræðilega slæmt fyrir þau og þeirra forystu. Spái því þó að góðir tímar séu framundan hjá þeim ef þau taka á sínum málum. Gríðarlega mikið af ungu og hæfileikaríku fólki er í Samfylkingunni og ef samfylkingarfólki ber gæfa til þess að láta þeim eftir stjórn flokksins, þá verður hún til alls líkleg í næstu kosningum.
Frjálslyndir héldu nokkuð sínu og verður það að teljast nokkuð gott af "fimmta" flokknum í þessu fjórflokka landslagi sem lengi hefur verið við lýði hér á landi. Ljóst er þó að kjör Jóns Magnússonar á þing veldur því að engum hinna flokkana mun hugnast að hafa þá í stjórn, en það skiptir sennilega litlu máli þar sem að þeir hefðu sennilega ekki hvort sem er komist í stjórn.
Nú er mesta spennan að sjá hvort Björn Bjarnason og Árni Johnsen hafa fallið um sæti á framboðslistum sjálfsstæðismanna við útstrikanir í kosningunum í gær. Björn Bjarnason er alltaf á þingi þó hann falli um eitt eða tvö sæti en er náttúrulega ekkert ráðherraefni sjálfsstæðismanna ef það hefur orðið.
Ef Árni Johnsen fellur um tvö sæti, eins og gefið var í skin í nótt á kosningavöku sjónvarpsins að gæti orðið, þá er hann ekki á þingi og hans sæti tæki Unnur Brá Konráðsdóttir sem, að öðrum ólöstuðum, er helsta framtíðarvon sjálfsstæðismanna í suður kjördæmi.
Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Laufey Ólafsdóttir
- Kristján Pétursson
- Dofri Hermannsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Björn Heiðdal
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Anton Þór Harðarson
- Bjarni Harðarson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Júlíus Valsson
- Guðmundur H. Bragason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Tómas Þóroddsson
- Ólafur fannberg
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Benedikt Halldórsson
- Aprílrós
- Bwahahaha...
Athugasemdir
Já, auðvitað hélt hún velli. Hún hefur enn meirihluta á þingi og heldur því. Hins vegar er meirihlutinn svo tæpur að áframhaldandi stjórnarsamstarf er ekki raunhæfur kostur, auk þess sem kjósendur hafa lýst yfir frati á framsóknarflokkinn. Það er ljóst að landsmenn vilja ekki framsóknarflokkinn lengur í stjórn og það ber hinum flokkunum að hlusta á. Það er því bara einn raunhæfur kostur í stöðunni, sterk stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Hulduheimar, 13.5.2007 kl. 10:21
Ágætis pistill hjá þér og til hamingju með kosningasigur Sjálfstæðisfl.Á mínu bloggi sérðu fyrstu viðbrögð mín við úrslitum kosninganna.
Kristján Pétursson, 13.5.2007 kl. 22:33
Úff hvað ég vona að þessi sama stóriðjustjórn verði ekki áfram, ég fæ bara illt í magan við tilhugsunina
Annars, til hamingju með sigurinn Dúddi minn, og já það var ekkert
Björg F (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.