11.5.2007 | 00:30
Meira vælið!!!!
Ótrúlegt að Eiki karlinn skuli láta þetta út úr sér. Hélt að hann væri orðinn það lífsreyndur að vera ekki að gaspra í fjölmiðla rétt á meðan særindin af tapinu eru að líða hjá.
Lagið var bara einfaldlega ekki nógu gott. Það var gott bara ekki nógu gott. Það var eitt af bestu lögunum sem kepptu hér heima og þau stóðu sig vel úti.
Ég ætla ekki að fara að orðum Eika og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Við kjósum auðvitað bara það lag sem okkur líkar best.
![]() |
Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristján Pétursson
-
Dofri Hermannsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Anton Þór Harðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Júlíus Valsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Tómas Þóroddsson
-
Ólafur fannberg
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sigurður Egill Þorvaldsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Aprílrós
-
Bwahahaha...
Athugasemdir
Og Sveinn ... þú ert ekki hlutdrægur sem sagt?...
Afhverju er atkvæðagreiðslan fáránleg? Ég greiddi atkvæði til Serbíu og Búlgaríu - heldurðu að einhverjir aðrir vesturEvrópubúar hafi ekki getað gert það líka??
Við Íslendingar eigum að slaka á og sætta okkur við að vera ekki nógu góð enn eitt árið!
Sammála því sem Ágúst segir í færslunni sinni!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 00:47
Samt í alvöru, eruði algjörlega blindir? Rammfalska lagið(einmitt búlgaría, þu kannski ekki velhæfur að kjósa þorsteinn :)) sem var fyrst komst áfram. Og þú Þorsteinn minn kemur hingað inn og segir að lagið hafi ekki verið nógu gott? Hvað meinarðu með nógu gott? Gerið ykkur lika grein fyrir að fjölmargir Tyrkir búa i mörgum löndum Evrópu. Og svo ég fari nu ekki að tala um Rússa og so on. 'Eg er ekki beint sár þar sem ég sá þetta alveg fyrir eins og margur hver. En að reyna neita því að þetta sé ekki fáránleg atkvæðagreiðsla er bara þvættingur. Svo er vissulega lög eins og Serbía og H-Rússland sem áttu skilið að komast áfram. Þetta fer samt allt eftir hvernig fólk lítur á keppnina, persónulega finnst mér að söngurinn ætti að vera eitt tvo og þrjú. Þetta myndi lika bara einfaldlega leysast ef sérkeppni yrði stofnuð án austurlandaþjóðanna. Meina tónlistasmekkurinn er lika greinilega mjög mismunandi. Og eins og þú segir Þorsteinn við greiðum atkvæði eftir gæðum, austurlandaþjóðir eftir staðsetningu lands.
Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 01:16
Ég vil meina það að Ágúst og Sveinn eigi rétt á fatlaðrastæði því þeir eru greinilega staurblindir! Eruð þið ekki að sjá klíkuskapinn í þessu? 10 þjóðir komast áfram og 10 austantjaldsþjóðir komast áfram!! Ég var pirraður yfir úrslitunum... en ég er ennþá meira pirraður yfir að einhverjir íslendingar séu að reyna að verja þetta!!! Maður þarf að vera heimskur til að fatta þetta ekki!
Aron (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 02:21
Fólk þarf að vera virkilega heimskt til þess að tala um "austantjaldsþjóðir" árið 2007. Hvað þá samsæri þeirra á milli!!
Einsinn (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 02:59
Einsinn. Ef fólk má ekki tala um austantjaldsþjóðir því þær eru ekki til árið 2007 má þá ekki líka segja að það sé ekki til launamunur kynjanna árið 2007 á Íslandi?
Bara góðlátlega að spá.
:-)
Pétur Örn Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 03:08
Held ad flestum se nokk sama, gert mikid grin af thessarri keppni herna eins og sest a folkinu sem er sent
Thau sem eru thetta arid vita ekki einu sinni hvernig breski faninn snyr 
Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir, 11.5.2007 kl. 07:12
bara smáhugmynd væri ekki ráð að stofna nýja Júróvisjón bara með íslendingum, værum við þá ekki nokkuð örugg með sigur?
Sigurður Örn Brynjólfsson-söb (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 07:15
bara smáhugmynd væri ekki ráð að stofna nýja Júróvisjón bara með íslendingum, værum við þá ekki nokkuð örugg með sigur?
Sigurður Örn Brynjólfsson-söb (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 07:35
Erum við kannski fyrst og fremst sár yfir því að vera ekki fleiri í útlöndum þegar júróvision er
Það er ósköp eðlilegt að nágrannaþjóðir hafi svipaðan tónlistarsmekk. Nú er að myndast stór markaður fyrir tónlist í "austantjalds löndunum" eftir því sem kaupmáttur eykst þar. Tónlistarfólk mun í auknum mæli sækja þangað og eðlilegt því að þeirra smekkur komi fram í júróvision eins og okkar.
Sagði það fyrir keppnina að Eiríkur kæmist ekki áfram. Lagið er mjög gott en það er þó ekkert sérstakt við það, ekkert sem vekur eftirtekt. Þess vegna gleymist að kjósa það í keppni sem þessari.
Við skulum ekkert væla yfir þessu gengi okkar, það þíðir ekkert að syrgja Björn bónda heldur bara safna liði og mæta fílelfd næsta ár.
En svona bara af því að það er svo mikið væl yfir þessu gengi í gær þá væli ég nú mikið meira yfir því að Regína Ósk skyldi ekki vinna hér heima í fyrra. Ekki það að ég hafi neitt verið á móti Sylvíu, heldur bara það að ég held að lagið hennar Regínu hefði gengið bæði í austur- og vestur Evrópu og komist þess vegna mjög langt. Verst að hafa ekki mátt senda það núna
Ágúst Dalkvist, 11.5.2007 kl. 11:36
fílefld átti þetta að vera hjá mér
Ágúst Dalkvist, 11.5.2007 kl. 11:38
ég er sammála flestum sjónarmiðum hér, sem sé ég segi að þetta sé klíkuskapur, ég segi að Eiki hefði átt að komast áfram en ég segi líka að lögin sem komust áfram núna voru flesst alveg ágæt og ég hlakka til að sjá að lokum í hvaða sæti Eiríkur lenti ég verð spæld ef það var ekki stutt í að hann kæmist áfram.
ég sá ekki keppnina í gær en settist niður áðan og valdi þau lög sem mér fannst flott , komst reyndar ekki nema í 9 , og það voru
Belarus- x
Ísland
Sviss
Serbía-x
Macedonia-x
Moldavia-x
Ungverjaland-x
Slovenia-x
Lettland-x
ég setti x við þau sem komust áfram af þessum sem ég valdi, það voru sem sé 3 lög sem komust áfram sem mér fannst ekkert sérstök.En ég vona svo að Lettland eða Frakkland vinni:-D
Dísa (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:25
Svo má líka spá í því afhverju finnar unnu í fyrra fyrst klíkan er svona mikil
Ágúst Dalkvist, 11.5.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.