Sérkennilegur greinarmunur!!!!!?????

Valgerður Sverrisdóttir greinir vanda framsóknarflokksins alveg með ólíkindum vitlaust.

Henni finnst vera sérkennilegt hvað er gerður mikill greinarmunur á stjórnarflokkunum. Stærsti vandi framsóknar er sá að það er ekki gerður greinarmunur á stjórnarflokkunum og fer því fylgi hans yfir til sjálfsstæðisflokksins (þeir sem sáttir eru með stjórnina) eða yfir í samfylkinguna (þeir sem eru ósáttir við stjórnina).

Fleira er þó að hrjá þann ágæta flokk. Ljóst er að ef fer fram sem horfir þá mun Jón Sigurðsson segja af sér sem formaður flokksins eftir kosningar og ekki er sjáanlegur nokkur innan raða framsóknar sem væri líklegur til að standa sig betur í þeim stól.

Einnig hefur framsóknarflokkurinn unnið að því að breyta ímynd sinni síðustu ár. Honum hefur ekki líkað það litla fylgi sem hann hefur haft á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna reynt að hrista af sér þá ímynd að hann sé landsbyggðarflokkur. Það hefur hins vegar orðið til þess að hann hefur misst sérstöðu sína og fylgjendum flokksins hefur fundist þeir eiga alveg eins heima í sjálfsstæðisflokknum eða samfylkingunni.

Ljóst er að vandi framsóknar er mikill og spurning hvort þetta séu síðustu kosningar sem sá flokkur gengur í gegn um.


mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mín kenning er sú að Jón Sigurðsson er að draga fylgi Framsóknar niður fyrir kosningar. Flokkurinn er jú þekktur fyrir að komast í felubúninginn rétt fyrir kosningar og fá fylgið sitt upp frá trúgjörnum kjósendum en núna er það ekki að takast. Ástæðan er Jón. Maðurinn er svo fúll og ósjarmerandi að það er leitun að öðru eins. (nú vona ég að maðurinn lesi þetta ekki, því ekki langar mig til þess að særa hann, ábyggilega hinn besti karl) Ég held að Jónína hefði verið mikli betri kandítat fyrir Framsókn. Ég spái því að hún á eftir að sækja í formanninn og Sif eigi eftir að slást við hana um það sæti. Í fyrsta sinn (svo ég muni) munu tvennar konur sækjast eftir valdastóli formanns í stjórnmálaflokki. Ég vona að Jónína vinni.. hún virkar vel.

Björg F (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 01:11

2 identicon

Svo erum við auðvitað að tala um Valgerði Sverris en ekki Bjarnadóttir, samfylkingarkonu og systur Björns flokksbróðir þíns Bjarnasonar

Björg F (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 01:13

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Takk fyrir þetta Björg, ekki má nú rangfeðra hana Valgerði

Ég er ekki sammála þér með Jón. Hann getur ekki átt sökina á þessu afhroði. Hefði kannski verið eðlilegt að fylgi framsóknar hefði minnkað eitthvað við það að hafa hann sem formann en svona slæmur er hann ekki

En segðu mér eitt Björg, ertu hætt að blogga? Alveg ferlegt þegar góðir bloggarar hætta.

Ágúst Dalkvist, 8.5.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Dúddi bóndi

Ágúst Dalkvist
Ágúst Dalkvist

Hin hliðin :) Vonandi finnið þið eitthvað sem þið getið verið ósammála mér um ;)

 

Spurt er

Ætlar þú að fyrirgefa, taka ábyrgð á eigin gerðum og standa með öðrum íslendingum að vinna sig út úr kreppunni?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband