3.5.2007 | 23:47
Í dagsins önn
Ég var vakinn klukkan sex í morgun til að hjálpa kind sem átti í burðarerfiðleikum. Ekki var ég hissa á þeim erfiðleikum þegar ég fór að skoða kindina. Það fyrsta sem ég fann var dindill en engar voru lappirnar. Eftir ýtarlega leit þá fann ég helminginn af þeim inn í kviðarholi lambsins, þ.e.a.s. að það var ekkert fyrir neðan hækil á afturlöppunum og þær höfðu ekki vaxið út úr lambinu heldur voru bara saman lagðar inn í kviðarholinu. Þegar ég náði svo lambinu þá sá ég að það vantaði báðar klaufir á framlappirnar líka. Sem betur fer var það ekki lifandi en móðurinni og bróður heilsast vel.
Fór í fyrsta prófið í dag. Vænti þess að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem ég hef fallið á prófi. Svolítið fáránlegt að það skuli vera í stærðfræði, þar sem það hefur verið mín grein hingað til, fékk t.d. 10 í henni fyrir áramót. En svona getur þetta farið þegar maður hefur ekki tíma til að stunda námið eins og maður ætti að gera. Vona þó að ég hafi náð að skríða yfir 5 en nú er bara að bíða og sjá.
Fer svo í tvö próf á morgun, í ensku og bókfærslu. Vona að þau eigi eftir að ganga betur.
Já, svona leið nú dagurinn hjá bóndanum og saklausa skóladrengnum fyrir utan fundi, skítkeyrslu, mjaltir, nám og sitt hvað fleira
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristján Pétursson
-
Dofri Hermannsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Anton Þór Harðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Júlíus Valsson
-
Guðmundur H. Bragason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Tómas Þóroddsson
-
Ólafur fannberg
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sigurður Egill Þorvaldsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Aprílrós
-
Bwahahaha...
Athugasemdir
Ertu að taka stúdent Ágúst? Þú hefur greinilega nóg að gera!
Blessað lambið
. Kær kveðja, grænmetisætan 
Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 01:03
Ég er í fjölbraut Laufey, byrjaði bara í haust. Var samt að vona að ég kæmist í háskóla án þess að þurfa að fara alla leið í stúdentinn
Takk fyrir Ragnar, er næstum viss um að mér gengur betur í dag en í gær ef ekkert kemur upp á
Ágúst Dalkvist, 4.5.2007 kl. 10:55
Vona að þér gangi vel í prófunum.Þetta var sorgarsaga með lambið,allt getur nú gerst.Góða helgi.
Kristján Pétursson, 4.5.2007 kl. 14:35
Gangi þér vel, ert trúlega í prófi akkúrat núna og akkúrat núna er ég að senda þér allar mínar gáfur í hugskeyti en verst hvað ég er léleg í ensku og bókfærslu...segir tilvonandi viðskiptafræðingur...fussumsvei...en vona að það dugi samt fyirr þig það sem ég kann
Jóhanna Fríða Dalkvist, 4.5.2007 kl. 15:37
Svona getur lífið verið, ekki tómar rúsínukökur eins og einn vinur minn segir stundum
Gangi þér vel í prófunum sem eftir eru, ég er líka viss um að þetta hefur gengið vel hjá þér í stærðferæðinni
Herdís Sigurjónsdóttir, 4.5.2007 kl. 22:07
Takk æðislega öll sömul. Mér gekk mjög vel í prófunum í dag. Held ég gæti með smá heppni náð 8 í enskunni og vona að ég verði ekki fyrir neðan 9 í bókfærslunni. Verð svo bara að hafa verið heppinn í stærðfræðinni, er nefnilega í kappi við elsta son minn hvor verður með hærri meðaleinkun, ég í mínu námi eða hann í samræmdu prófunum
Ágúst Dalkvist, 4.5.2007 kl. 23:57
af minni reynslu, þá vinnur Mummi þar sem þú þurftir að mæta í prófin en fékkst ekki bara vetrareinkunn

Jóhanna Fríða Dalkvist, 5.5.2007 kl. 08:36
Frábært framtak! Gangi þér vel! Ég kláraði minn stúdent 2005. Þetta er mun auðveldara þegar maður er kominn á ágætan aldur, hættur að nenna að spá í af hverju maður er að missa o.s.frv. Þú hefur það framyfir son þinn.
Laufey Ólafsdóttir, 6.5.2007 kl. 06:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.